Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 38
Ung kona í Reykjavík 37. tbl 3. árgangur GULA PRESSAN Fimmtudagur 24. september VINNUR 580 MILUON í HAPPDRÆTTIGP „Ég hefheyrtoð fólksem vinnursvono vinningo þurfi á sálfræðimeðferð að halda," - segir konon. „ Vonumst til oð vinningurinn komi konunni og fjöl- skyldu hennor vel,"- segir Friðbert Gorðorsson, nýráðinn ritstjóri GP. Bylgja Ketilsdóttir vann 580 milljónir í happdrætti GP. Vinningurinn er í formi áskriftar og fá hún og afkomendur hennar fría áskrift til ársins 66436. „MER HEYRÐ IST HAIUIU SEGJA ÁLVER" segir Davíð Oddsson forsæt- isráðherra sem rakst á aðal- forstjóra portúgalskrarál- verksmiðju I fríhöfninni á Kastrup-flugvelli. Forstjórinn segist hins vegar hafa sagt „beware" þegar Davíð rakst framan á hann. Davíð Odds- son segir portúgalska álforstjórann hafa sýnt mjög já- kvæðan vilja gagnvart álveri hér á landi. Mið- að við asann á honum gæti ég trúað honum til að vilja reisa verksmiðjuna strax á þessu ári, - segir Davíð. Ólympíuleikar fatlaðra draga dilká eftirsér ALDRAOIR VILJfl SÍNA ÓLYMPÍULEIKA OG EINNIG EIN- STÆÐAR MÆBUR Styð þessar hugmyndir heils- hugar en bendi á að við ís- lendingar getum ekki haldið leikana einirog sér, - segirJó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir segir að allir minnihlutahópar í samfé- laginu eigi rétt á sínum eigin Ólympíuleikum. Rannsóknir á höfuðkúpu og litningum Ifkamsleifa Nikulásar II. Rússlandskeisara leiddu f Ijós að hinn svokallaði DNA- maður á Akureyri er sonarsonur hans og því réttborinn rfkisarfi í Rússlandi. DNA-maðurinn á Akureyri REYNDIST VERA RETTBOR- INN RÍKISARFI í RÚSSLANDI Breskir vísindamenn báru DNA-litninga mannsins saman við litninga keisarafjölskyldunnar í Rússlandi og komust að því að maðurinn er sonarsonur Nikulásar II. London, 24. september 1992. Breskir visindamenn telja sig hafa fullar sannanir fyrir því að maður á Akureyri sé sonarsonur Nikulásar II. Rússlandskeisara og því rétt- borinn ríkisarfi Rússlands. Þeir komust að þessari niður- stöðu fyrir algjöra tilviljun þegar þeir báru saman DNA- litninga úr líkamsleifum keis- arans og litninga úr ýmsum prófum sem send höfðu verið til rannsókna. Litningar hins svokallaða DNA-manns á Akureryi reyndust nákvæm- lega eins. „Það er enginn vafi á að mað- urinn á Akureyri er sonarsonur keisarans," sagði Christian Hampton, forstöðumaður rann- sóknardeildarinnar sem kannaði limingana. Hampton sagði að ef DNA- maðurinn á Akureyri hefði ekki verið grunaður um nauðgun á sínum tíma hefði þessi leyndar- dómur sögunnar aldrei komið fram. „Auðvitað er ég hissa,“ sagði DNA-maðurinn í samtali við GP. Hann sagðist alltaf hafa litið á sig sem fslending og ekki einu sinni verið hlýtt til Rússa. „En það getur ver- ið vegna þess sem þeir gerðu fjölskyldu minni.“ Samkvæmt heimildum GP hafa keisarasinnar þegar haft samband við DNA-manninn og óskað eftir að hann komi til Rússlands, steypi Borís Jeltsín og taki sér keisara- tign. „Ég veit ekki hvað ég geri. Þetta hljómar spenn- andi en líka dálítið ævin- týralega,“ segir DNA-maðurinn. Lögreglan á Akureyri hefur sent út fréttatilkynningu vegna þessa máls þar sem fram kemur að DNA-maðurinn hafi íhugað málsókn vegna rangra ásakana í nauðgunarmálinu. I tilkynning- unni segir að lögreglan telji að rannsóknin hafi fært manninum meiri hag en óþægindi og því hljóti skaðabótakröfur að falla niður. Romanov-fjölskyldan sem bolsévikar myrtu. Nú er komið í Ijós að sonarsonur Nikulásar býr á Akureyri. Benedikt Hinriksson, kaupmaðurá Njálsgötu Þótt ég geti ekki boðið fólki upp á gosbrunn og áfengis- verslun þá fást allar nýlendu- vörur í minni búð, - segir Bene- dikt, eigandi lítillar verslunar við Njálsgötuna. „ÉG MUN HAFA OPID Á NÓTT- UNNIEF ÞARF" Benedikt segist vera búinn að fá nóg afyfirganginum í Kringlumönnum og segir þeim stríð á hendur. Landsbankinn SELDI SAMBANDIÐ TIL PERÚ Mérskilst að Perúmenn ætli að nota Sambandið sem næturklúbb, - segir Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans. Eftir að hafa kannað rekstur Sambandsins komust Perú- menn að því að megintil- gangurinn með rekstri þess væri að halda uppi góðum lífsstaðli æðstu stjórnenda. Perúmenn hrifust meðal ann- ars af aðalfundum Sam- bandsins og hafa ákveðið að kaupa fyrirtækið, flytja það til Perú og starfrækja það þar sem næturklúbb fyrir heldri borgara. Útgerðarmaðurá Norðurlandi r HELT SIG1/ERA AÐ KAUPA FRYSTITOGARA EIU FÉKK AÐEIAIS LÍKAAI Haraldur Ingibjartsson útgerðar- maðursegist hafa samþykkt teikn- ingar að skipinu án þess að rýna of vel ístærð þess. Þegarskipið kom til landsins var það aðeins hálfur metri að lengd en kostaði eftirsem áður 450 milljónir. Ég held ég geti að fenginni reynslu var- að menn við viðskiptum við Pólverjana, -segirHaraldur. Tölvuborð, 20 242 010, kr. 17.550.- Hliðarplata kr. 4.275.- Sambyggt tölvu- og prentaraborð, 20 225 010, kr. 22.275.- Hliðarplata kr. 4.275.- i/fí I vJ æjsJ • • TOLVU-OG PRGMRABORÐ Prentaraborð, 20 371 010, verð frá kr. 11.025.- Þýsk gæðavara á lágmarksverði fyrir heimilið og skrifstofuna. FAXAFENI 9 SIMI 679399 BREFASIMI 679344 1 U I L 'll •v ( E3S

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.