Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 27 MEÐ ÞESSUM VILDU KARLARNIR EYÐA KVÖLDINU 2. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Jón Baldvin var einungis sjónarmun á eftir Davíð. Eins og forsætisráð- herrann er Jón umdeildur þótt hann sé hvorki eins vinsæll né eins óvin- sæll og Davíð. Jón hefur líka orð á sér fyrir að vera gleðimaður og fynd- inn; þótt hann sé frekar sögumaður en brandarakall. 5. FRIÐRIK SOPHUSSON Friðrik er þriðji ráðherrann á listan- um. Hann gegnir því ráðherraemb- ætti sem líklegast er til óvinsælda án þess að uppskera þær. Friðrik hefur orð á sér fyrir að vera Ijúfur af stjórn- málamanni að vera og blessunar- lega laus við þann hroka sem heldur þeim flestum á floti. Hann er líka best klæddur allra stjórnmála- manna; svo ef til vill vilja karlarnir ^ allt eins fá ráð hjá honum um klæða- burð eins og að gefa honum ráð um ríkisfjármálin. 8. ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON Það er hægt að ímynda sér margt sem karlarnir vilja ræða við Þorvald í Síld og fisk. Hann er einn ríkasti maður landsins, farsælasti bisness- maðurinn og mikilvirkasti málverka- safnarinn. Eitt umræðuefni mun þó aldrei koma upp á borðið; hvernig telja eigi fram til skatts. 1. DAVÍÐ ODDSSON Davíð er óskafélagi karlmannanna. Hann er sjálfsagt umdeildasti stjórnmálamaður landsins oglíklega sá valdamesti jafn- framt. En Davíð hefur líka orð á sérfyrir að vera nokkur gleðimaður ogsérdeilis fyndinn. 3. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Vigdís fékk nokkru færri atkvæði en þeir Davíð og Jón. Ef til vill vegna þess að hún hefur ekki jafnmisjafna „áru" og þeir tveir. Þrátt fyrir tuð í einstaka manni hefur Vigdís verið óumdeild sem forseti. Og ef marka má þá sigra sem hún er sögð hafa unnið á hjörtum erlendra þjóðhöfð- ingja hlýtur hún að vera skemmtileg í viðkynningu. 6.GÍSLI SIGURÐSSON Það verður að viðurkennast að við á PRESSUNNI áttum okkur ekki alveg á því hvað Gísli Sigurðsson, umsjón- armaður Lesbókar Moggans, er að gera á þessum lista. Hann verður seint talinn til samkvæmisljóna eða þeirra sem marka þau spor í líf okkar að við verðum að ná af þeim tali. Ef til vill vilja karlarnir bara kvarta við hann yfir því hversu krossgátan í Lesbókinni er auðveld. 4. ANDREA GYLFADÓTTIR Enginn kona vildi hitta Andreu. Að- eins karlar. Hún telst því komin á þennan lista fyrir kynþokka sinn — nema ef karlarnir einir hrífast af blús hennar og Todmobile-söng. Og ef Andrea er kyntákn þá ber hún af sem slík. Það er langt í næstu konu á listanum. 7. MARKÚS ÖRN ANTONSSON Eftir því sem Markús er lengur í starfi borgarstjóra verður hann meira áberandi í skoðanakönnunum á borð við þessa. Eitt sinn var hann valinn verst klæddi karlinn. Nú er hann meðal þeirra sem flestir vilja eyða með kvöldstund. Þeir speking- ar sem sögðu Markús of litlausan til að halda utan um borgarstjóraemb- ættið geta því brátt farið að éta þá speki ofan í sig. 9. AGNES BRAGADÓTTIR Á sama hátt og Andrea fékk Agnes aðeins atkvæði frá körlum. Hún telst því til kyntákna. Agnes var í þættin- um hans Eiríks Jónssonar fáeinum kvöldum áður en þessi könnun var gerð. Þær fimmtán mínútur virðast ekki hafa verið nóg fyrir stóran hóp karlmanna. 10. ELLERT B. SCHRAM Þessi fyrrum fyrirliði KR og óþekkur þingmaður sjálfstæðismanna er sjálfsagt kunnastur í dag sem dálka- höfundur og tækifærisræðumaður. Hann nýtur álíka vinsælda meðal beggja kynja. AÐRIR: HANNES HÓLM- STEINN GISSUR- ARSON Hannes Hólm- steinn ereinn þeirra sem nokkrir karlar vildu hitta en hins vegar eng- in kona. HERMANN GUNNARSSON Karlarnirvildu vera á tali hjá Hemma Gunn eins og konurn- ar. BUBBI MORT- HENS Bubbi erfyrir löngu orðinn stofnun í þjóð- félaginu og álíka fastur í sessi í svona könnunum og Davíð og félag ar. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Þrátt fyrir að KK nyti áberandi kvenhyili voru samt til þeir karlar sem vildu hitta hann eitt- hvert kvöldið. ÓLAFUR SKÚLA- SON Nokkrir karl- anna vildu eyða kvöldstundinni með biskupn- um. BESSI BJARNA- SON Óskastund margra varað verja kvöldinu með Mikka ref. ÓTTAR GUÐ- MUNDSSON Óttar var eini læknirinn sem komst á blað og vareingöngu tilnefnduraf körlum. ÞORSTEINN PÁLSSON Fjórði ráðherr- ann á listanum og sá síðasti. Enginn hinna; fráJóhönnutil Halldórs Blön- dal, komstá blað. Á þessu eru nokkrar veigamikl- ar undantekningar. Þótt Stein- grímur Hermannsson sé bæði vinsæll og óvinsæll stjórnmála- maður virðist enginn vijja eyða með honum kvöldstund. Jón Baldvin Hannibalsson hefur ekki skorað hátt í vinsældavali stjórn- málamanna í háa herrans tíð. Fólk virðist hins vegar æst í að eyða með honum kvöldinu og á það jafnt við um karla sem konur. Og þótt fólk beri ekki hlýhug til Jó- hannesar Nordal er það til í að verja kvöldinu með honum — það er að segja konurnar. Eins og Egill Ólafsson nýtur Jóhannes frekar kvenhylli en almennrar hylli. Á sama hátt og Andrea Gylfadóttir, Gísli Sigurðsson og Þorvaldur í Síld ogftsk höfðuðu einvörðungu til karla. Eins og sjá má á listunum eru stjórnmálamenn þar mjög áber- andi. Davíð Oddsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Friðrik Sophussoti og Markús Örn Antonsson eru eftirsóttir. Sömuleiðis poppararn- ir Kristján Kristjánsson, Andrea Gylfadóttir, Bubbi Morthens og Egill Ólafsson. Aðrir listamenn eru fáir: Gísli Sigurðsson, Bessi Bjarnason, Thor Vilhjálmsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Aðrar stéttir eiga færri fulltrúa. Vigdís Finnbogadóttir er náttúr- lega forseti, Ólafur Skúlason er fulltrúi klerkastéttarinnar, Þor- valdur í Síld og fisk er fulltrúi at- hafnaskáldanna, Agnes Braga- dóttir, Ellert Schram og Hemmi Gunn eru fulltrúar fjölmiðlunga, Ögmundur Jónasson er fulltrúi hinna svokölluðu „aðila vinnu- markaðarins", Jóhannes Nordal er eini embœttismaðurinn og Óttar Guðmundsson eini læknir- inn. Merkilegt nokk þá eiga fyrir- sætur engan fulltrúa. Enginn vill eyða kvöldstund með Lindu Pét- ursdóttur eða Hófi. Leikarar vekja heldur ekki ímyndunarafl þátttak- enda; utan þeir Bessi Bjarnason og Egill Ólafsson. Nokkur þekkt kyn- tákn eru einnig fjarri góðu gamni; Valdimar Örn Flygenring, Ólöf Rún Skúladóttir og Helgi Péturs- son. Samkvæmt því er þjóðin al- mennt ekki á því að eyða óska- kvöldstund sinni á rómantískan hátt. Hún kýs frekar að setjast við skör einhvers meistara og hlýða á hann — eða lesa yfir hausamót- unum á honum. Það er athyglisvert við svörin að karlar eru ekki ýkja áfjáðir í að verja kvöldstundinni með ein- hverjum af gagnstæðu kyni. Að- eins þrjár konur komust í átján efstu sætin. Konurnar vildu hins vegar ólmar eyða kvöldinu með körlunum. Hjá þeim voru aðeins tvær konur í efstu sautján sætun- um. Ef kærustum og mökum kvennanna sem tóku þátt í könn- uninni væri steypt saman í einn hefði sá hreppt þriðja sætið hjá þeim; á eftir Vigdísi og Davíð. Eig- inkonur og kærustur karlanna hefðu hins vegar ekki náð nema tíunda sætinu hjá körlunum. Þetta afhjúpar náttúrlega mismunandi þankagang kynjanna. Ogþettaerekkiallt. Ef fyrirbrigðið „einhver falleg stúlka" hefði verið tekið gilt sem ein persóna hefði hún hreppt átt- unda sætið hjá körlunum og skot- ið eiginkonunum og kærustunum ref fyrir rass. smáa letrið Þótt margt gott megi um Jesúm Krist segja er ekki víst að hann mundi falla í kramið ef hann væri uppi í dag. Ekki vegna þess að hann mundi hrinda um borðum _og stólum í kirkjum landsins, koll- varpa efnahagskerfinu með því að fjölfalda matvæli eða skerða þjónustugjöld heilbrigðiskerfisins með lækningum á götum úti; held- ur vegna þess að hann félli ekki að þeirri mynd sem JC-hreyfingin, Stjórnunarfélagið og önnur batterí, sem láta sér annt um samskipti undir- og yfirmanna, gera sér um móral á vinnustöðum. Samkvæmt þessum fræðum er að minnsta kosti hægt að líta á Jesúm sem nokkurs konar yfirmann þeirra Péturs og lærisveinanna og hann fengi ekki háa einkunn fyrir samskipti sín við þá. Ekki í dag. Tökum dæmi. Þegar innheimtumenn ríkissjóðs knúðu dyra hjá Jesú og félögum til að rukka þá um skattinn kom Pét- ur til dyra. Eftir að hafa heyrt erindið fór Pétur til Jesú og sagði honum að það væru komnir til þeirra menn að rukka skattinn. Jesús sagði honum að segja við mennina að maður skyldi greiða keisaranum það sem keisarans væri og guði það sem guðs væri. Pétur endurtók þessa rullu fyrir innheimtumenn rík- issjóðs, sem sögðu honum að halda kjafti og borga skattinn. Pétur fór þá aftur til Jesú og sagði ^honum að innheimtumönnunum væri hjartanlega sama um hvað maður ætti að greiða keisaranum og hvað guði — þeir vildu fá skatt- inn greiddan. Þá sagði Jesús Pétri að fara niður að vatni, kasta út neti og draga það að landi. í netinu yrði einn fiskur og í munni hans væru tveir gulldúkatar Pétur skyldi borga skattinn með þeim. Og Pétur gerði það sem fyrir hann var lagt. Þetta vekur upp margar spurningar: Hvers vegna lét Jesús Pétur einfaldlega ekki fá gulldúkat- ana strax? Til hvers var hann að láta manninn gera sig að fífli frammi fyrir innheimtumönnum ríkissjóðs? Til hvers var hann að senda hann niður að vatni til að fanga þennan fisk fyrst hann gat allt eins galdrað þessa peninga út úr eyranu á sér? Annaðdæmi: Þegar Jesús og lærisveinarnir reru yfir vatnið skall á stormur. Læri- sveinarnir börðust fyrir að halda bátnum á floti; reyndu að hemja seglin þar til blæddi úr lófunum á þeim og jusu eins og dæmdir menn. Á meðan svaf Jesús í skutnum. Það var ekki fyrr en læri- sveinarnir sáu fram á að þeir mundu allir farast að einn þeirra áræddi að vekja Jesúm. Þegar honum hafði tekist að losa svefninn stóð hann upp og sussaði á vindinn. Það varð samstundis logn svo ekki bærðist hár á höfði. Þótt Jesús gerði með þessu lítið úr öllu erfiði læri- sveinanna til að halda lífi virtist það ekki nóg; heldur sté hann út úr bátnum og gekk á vatninu. Pétri, sem var einfaldastur lærisvein- anna, fannst mikið til koma, vildi prufa líka og bað Jesúm um leyfi til að fylgja honum. Jesús bauð hon- um það. Um leið og Pétur sté út fyr- ir borðstokkinn sökk hann eins og steinn. Jesús greip í höndina á hon- um, dró hann upp og fræddi hann um það hvers vegna það hefði klikkað hjá honum að ganga á vatn- inu; trú hans væri ekki næg. Þessi saga vekur líka upp spurning- ar: Til hvers var Jesús að lítilsvirða lærisveinana með því að sussa á vindinn sem var að tortíma þeim? Þurfti hann að sýna mátt sinn með því að ganga á öldunum sem stuttu áður virtust ætla að gleypa lærisveinana? Svona má lengi telja. í dag þætti svona framkoma hryssingsleg og hrokafull. Og það þætti heldur ekki par fínt að gera upp á milli þeirra tveggja sem væru teknir af lífi með manni með því að lofa öðrum himnaríkisvist en hinum engu. í dag leyfist mönnum að bölva og bulla þegar verið er að drepa þá. Ein slysaleg setning á ekki að ræna þá himnavist.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.