Pressan - 25.03.1993, Qupperneq 6
FRETTI R
6 PRESSAN
Fimmtudagurinn25. mars 1993
MENN
Hæstiréttur snýr við dómi undirréttar í meiðyrðamáli
og sýknar skólastjóra Reykjanesskóla
Sverrir Hermannsson bankastjóri
Vístgetur Sverrir skúrað bankann
Sverrir Hermannsson er í
ham þessa dagana. Og þar sem
Sverrir er ekki einhamur bregð-
ur hann sér í marga hami.
Lítum á þá helstu.
Sverrir er í ham vegna þess
að rfldsstjórnin er búin að láta
hann fá nýja fjóra milljarða til
að leika sér að í staðinn fyrir alla
milljarðana sem hann hefur
tapað. í viðtali við Moggann um
helgina sagði hann að nú líkaði
sér Iífið. Hann væri hreint með
dollaramerki í augunum yfir
öllum þessum peningum. Það
er ekki laust við að renni kalt
vatn milli skinns og hörunds
okkar, sem eigum þessa pen-
inga, við þessa yfirlýsingu.
Sverrir er líka í ham vegna
þess að Jón Sigurðsson sagði
honum að ekkert sérstakt stæði
til varðandi Landsbankann,
sama daginn og Jón sat á neyð-
arfundi ríkisstjórnarinnar og
ákvað að gefa Sverri alla millj-
arðana. Sverri finnst að hann
hefði mátt vera með í ráðum við
að finna nýja milljarða fýrir alla
milljarðana sem hann tapaði.
Hann heldur því fram að Jón sé
með þessu að reisa sér minnis-
varða. Hann segir að þeir í
Landsbankanum hafi vitað það
löngu áður en Jóni datt það í
hug, að það gengi ekki að dæla
peningum í tóma vitleysu. Það
er að sjálfsögðu ekki hægt að
áfellast Sverri fýrir að hafa hald-
ið áffam að lána í vitleysu þótt
hann vissi að það væri rangt.
Kasti þeir fyrsta steininum sem
aldrei hafa fengið sér tertusneið
sem þeir vita að er fitandi.
Sverrir er líka í ham vegna
þess að Jónas Kristjánsson á DV
sagði að hann væri ekki einu
sinni hæfur til að skúra bank-
ann — hvað þá stjórna honum.
Hvað þykist þessi Jónas vita um
það? Ekki kom hann heim til
Sverris og kíkti út í hornin.
Þetta er náttúrulega svo óvönd-
uð blaðamennska að engu tali
tekur. Þótt Sverrir geti ekki
stjórnað banka er ekkert sem
segir að hann geti ekki skúrað
hann. Er nema von að Sverri
sámi þetta?
Sverrir er líka í ham vegna af-
„Sverrir er líka í ham vegna afskipta end-
urskoðenda bankans, bankaeftirlitsins,
Seðlabankans, bankaráðsins, Alþingis,
ríkisstjórnarinnar, fjölmiðla og almenn-
ings af Landsbankanum. Hann skilur
ekki hvernigþessun\fyrirbrigðum dettur
í hug að tjá sig um bankann. Veitfólkið
ekki að Sverrir er í bankanum ogþar er
allt ígóðu lagi — svo framarlega sem
bankinnfœr reglulega tvo, þrjá,fjóra eða
fimm milljarða. “
skipta endurskoðenda bankans,
bankaeftirlitsins, Seðlabankans,
bankaráðsins, Alþingis, ríkis-
stjórnarinnar, fjölmiðla og al-
mennings af Landsbankanum.
Hann skilur eklú hvernig þess-
um fyrirbrigðum dettur í hug
að tjá sig um bankann. Hann
skilur ekki einu sinni hvað þetta
lið er að hugsa um bankann.
Veit það ekki að Sverrir er í
bankanum og þar er allt í góðu
lagi — svo framarlega sem
banldnn fær reglulega tvo, þrjá,
fjóra eða fimm milljarða.
Ás
Fletti upp í orðabók og
taldi ummælin innan
marka tjáningarfrelsis
Hæstiréttur hefur kveðið upp
dóm í meiðyrðamáli sem um
margt er athyglisverður, enda
sýknudómar mjög sjaldgæfir í
meiðyrðamálum. Dómurinn er
kveðinn upp í máli sem Heiðar
Guðbrandsson höfðaði á
hendur Skarphéðni Ólafs-
syni, skólastjóra í Reykjaskóla
við ísafjarðardjúp. Heiðar hafði
unnið málið í undirrétti en
Skarphéðinn áfrýjað.
Tildrög málsins eru þau að
þeir voru samstarfsmenn við
skólann og báru hvor annan
sökum í deilu sem meðal ann-
ars var fjallað um í DV á sínum
tíma. Stefndi Heiðar skólastjór-
anum fyrir ummæli þar sem
Skarphéðinn sagði að hann
hefði lagt hendur á nemendur.
Við málflutning í undirrétti
var málið rannsakað til að fá
botn í atburðalýsinguna sem
ummæli þeirra voru byggð á.
Var þar vísað til atburða sem
áttu sér stað í janúarmánuði
1989, en þá lenti Heiðar í átök-
um við nemanda við skólann.
Sagði dómarinn, Kristjana
Jónsdóttir héraðsdómari, að
ekkert þeirra vitna sem leitt
hefðu verið fyrir dóminn hefði
getað borið um atvikin sem þar
áttu sér stað. Dæmdi hún því að
ósannað væri að „...stefnandi
[Heiðar] hafi í umræddu tilvild
lagt hendur á nemendur, enda
verður að telja, að samkvæmt
almennri málvenju felist í orða-
tiltækinu „að leggja hendur á
einhvern“, að viðkomandi sé
beittur líkamlegu ofbeldi. Telj-
ast umstefnd ummæli því
ósönn, að undanskildum þeim
hluta setningarinnar, er segir
„nefbraut hann kokkinn", en
ágreiningur er ekki um það í
málinu, að stefnandi nefbrotn-
aði“.
Féllst dómarinn á að þarna
væri um ærumeiðandi aðdrótt-
SKARPHÉÐINN ÓLAFSSON Orðabók Menningarsjóðs bjargaði honum frá meiðyrðakröfum.
un að ræða og ómerkti ummæl-
in. Auk þess voru miskabætur
upp á 50.000 krónur samþykkt-
ar og því til viðbótar var Skarp-
héðinn dæmdur til að greiða
málskostnað.
Málinu var áfrýjað til Hæsta-
réttar 28. febrúar 1991 og var
krafist sýknu. Ekki er hægt að
segja annað en Hæstiréttur, sem
var skipaður þeim Hrafni
Bragasyni, Guðrúnu Er-
lendsdóttur og Hirti Torfa-
syni, hafi tekið öðruvísi á mál-
inu en undirréttur og stuðst við
orðhefndarsjónarmið, enda áttu
mennirnir augljóslega í þrætu
sín í milli þar sem ýmislegt var
látið flakka.
í dómi Hæstaréttar segir að af
blaðafregnum af málinum megi
ráða að ósættir hafi orðið með
málsaðilum. Sakaði Heiðar
Skarphéðin um að hafa ekki
haldið uppi aga meðal nemenda
á meðan Skarphéðinn sakaði
Heiðar um að hafa lagt hendur
á nemendur. Segir í dómnum:
„Fram er komið að stefhdi lenti
í handalögmálum við nemend-
ur, þótt þar með sé ekJd sagt að
hann hafi átt upptök að þeim. í
orðabók Menningarsjóðs er tal-
ið að orðtakið að leggja hendur
á einhvern þýði að snerta ein-
hvern eða beita handafli við ein-
hvern. Samkvæmt því felur orð-
takið ekki í sér eindregna skír-
skotun til líkamlegs ofbeldis. I
blaðaffegnum lýsir hvor sínum
skoðunum. Telja verður í ljósi
þess sem hér hefúr verið rakið
að ummæli áffýjanda séu innan
marka þess tjáningarffelsis sem
varið er af 72. gr. stjórnarskrár-
innar.“
Var Skarphéðinn því sýknað-
ur af öllum kröfum og máls-
kostnaður felldur niður.
Sigurður Már Jónsson
190653-8119
ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ SKERA VESTMANNEYINGA NIÐURÖR EIGIN SNÖRU, ÖSSUR?
„Siðlausar kröfur sem stjórnast af græðgi“
NAFN
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
ALDUR
39 ÁRA
STAÐA
FORMAÐUR ÞINGFLOKKS
ALÞÝÐUFLOKKSINS
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON SVAR-
AR FYRIR LAGASETNINGUNA
„Það er auðvitað hart að
skera þessa stýrimenn niður úr
snörunni sem þeir hafa hengt
sjálfa sig í. Þeir eiga það ekki
skilið og sennilega kemur þetta
engum jafnvel og þeim. Eigi að
síður blasir við að deilan er í al-
gjörum hnút og bæjarstjórnin
öll hefúr einróma skorað á rflds-
stjórnina að beita sér fyrir laga-
setningu til að leysa deiluna.
Það er einvörðungu af þeirri
ástæðu sem við höfum gert
það.“
Er ekki verið aðfría sattm-
ingsaðila allri ábyrgð á gerð-
um sínum?
„Vissulega má segja að það sé
verið að gera það, en staðreynd-
in er að bæjarlífið er að lamast,
UNDIR
ÖXINNI
Össur Skarphéðinsson er
þingflokksformaður ann-
ars stjórnarflokkanna sem
vilja nú leysa Herjólfsdeil-
una með lagasetningu.
fyrirtæki eru að verða gjald-
þrota og það er einvörðungu
vegna eindreginna óska Vest-
manneyinga sjálffa sem þetta er
gert. Ríkisstjórnin hafði ekkert
frumkvæði að því. Ég skal við-
urkenna að ég er með skíta-
bragð í túlanum yfir því að setja
lög á menn í kjaradeilu, en eins
og málinu var komið voru eng-
ar aðrar leiðir.
Ég tel kröfur þessara tveggja
stýrimanna fráleitar. Þeir eru
með laun á þriðja hundrað þús-
und króna á mánuði og fara
fram á hækkun sem svarar til
opinberra bóta fyrir atvinnu-
laust fólk. Þetta eru siðlausar
kröfúr, sem stjórnast af græðgi
og engu öðru. Það kemur enda í
ljós að það eru ekki aðallega
upphæðirnar sem skipta þá
máli, heldur að einhver starfs-
maður um borð í ms. Herjólfi
var með hærri laun en þeir.“
Áttþú sem alþingismaður að
hafa skoðun á launakröfum
einstaklinga úti íþjóðfélag-
inu?
„Út af fýrir sig bera þing-
menn vissa ábyrgð á þróun
mála. Ef þetta hefði gengið eftir,
þá hefði það auðvitað leitt til
þess að aðrir í svipaðri stöðu
hefðu gert sams konar kröfur og
þannig hefði þetta smám saman
farið út um allt þjóðfélagið. Ég
leggst ekki gegn því að fólk á
lágum launum fái launahækk-
un, en eins og ástandið er í
þjóðfélaginu í dag hefði þetta
kollvarpað þeim stöðugleika
sem þó ríkir ennþá í efúahags-
lífinu. Að því leyti er svarið já,
ég á að hafa skoðun á því.“
Er ekki önnur lausn að leyfa
einhvetjum öðrum að sigla
þennan spotta effyrirtœkið
og viðsemjendur þess geta
ekki haldið uppi þeirri þjón-
ustu sem til er ætlast?
„Lyktir hefðu vafalaust orðið
þær, ef deilan hefði haldið
áfram, að ríkisstjórnin hefði á
einhverju stigi málsins farið þá
leið. Hins vegar er þetta þjóð-
braut Eyjamanna, þeir borga
sína skatta eins og aðrir og þeir
eiga heimtingu á að hafa þessa
léið opna. Ég skil vel það sjónar-
mið að þeir vilji sjálfir fá að ráða
þessariþjóðbraut.“
Niðurstaðan erþá að ríkis-
stjómin leysir vandannfyrir
þá sem áttu að leysa hann?
„Niðurstaðan er að ríkis-
stjórnin kemur til bjargar Eyja-
mönnum sem búa við lamað at-
vinnulíf vegna óbilgirni tveggja
manna.“