Pressan - 25.03.1993, Síða 22

Pressan - 25.03.1993, Síða 22
KJARABOT KREPPUNNI 22 PBESSAN Fimmtudagurinn 25. mars 1993 Hvað er verra H>n frekur krakki? Hvað er verra en Frekur og grenjandi krakki einni sætaröð Fyrir aftan þig í Flug- leiðaþotu á leiðinni Keflavík-New York? Einhver kynni að halda að ekkert verra /æri til. Sérstaklega ef foreldrar krakkans 'eyna að láta líta út cyrir að hann sé alls skki að grenja. Og ^nn síður að hann sé crekur. „Ég vil víst komast :t!" „Svona, svona, þú /eist alveg að við erum í 15 oúsundum fetum og ef flug- creyjan opnar hurðina þá sog- jmstviðöll út." „Mér er alveg sama. Aaaa- arrrgghhh. Ég vil komast út." „Svona ástin mín, þú vilt ikki að við deyjum öll sömul." „Jú, mér er alveg sama. Aaaaarrrgghhh." „Svona vinurinn, enga vit- ’eysu." „Aaaaarrrgghhh. Aaaa- arrrgghhh. Ég vil komast át. Aaaaarrrgghhh.,, Samt er eitt sem er enn /erra en að lenda einni sæta- 'öð fyrir framan frekan og arg- mdi krakka sem á uppburðar- 'itla foreldra í Flugleiðavél á ’eiðinni frá Keflavík til New York. Það er að lenda í leigubíl veð bílstjóra sem þarf nauð- synlega að létta á hjarta sínu. „Miklabraut 160, takk." „Það snjóar." „Já, það er ekki hægt að neita því." „Nú fara þeir að koma með saltið. ..„ Síðan kemur einræða um Inga Ú., saltburðinn á göturn- rr, hvernig saltið étur dekkin iindan bilnum, eyðileggur ikófatnað gamla fólksins, leysir upp malbikið og finn- jr sér einhvern veginn leið að 'illu sem okkur þykir dýrmæt- istílifinu. Smátt og smátt finnur þú ryrir því hversu þröngt far- oegarýmið er. Þú og bílstjór- 'nn deilið með ykkur um fimm 'úmmetrum af lofti. Og eftir því sem hann talar lengur vinnur hann stærri hluta af þessum fimm rúmmetrum. Og þinn hluti minnkar og minnkar. „Ertu í viðskiptum við Landsbankann?" Þegar þessi spurning kemur eru dagar þínir taldir. Nú kemur einræða um hvað venjulegt fólk er látið borga mikið i vexti (og það er skýrt tekið fram að þessi bílstjóri eigi sinn bíl sjálfur en ekki kaupleigufyrirtæki), hvernig sumir virðist geta vaðið inn í bankann og tekið þá peninga sem þeir þurfa, sem þeir vilja, sem þeir geta borið og hvurs- lags endemis aumingjar og glæpamenn þessir bankastjór- arséu. Þegar hér er komið hefur einræða bílstjórans fyllt upp í 4,75 af þeim 5 rúmmetrum sem voru til skiptanna. Ræðan þrýstir þér niður í sætið og þú þarft að klessa andlitið upp að rúðunni til að komast fyrir. „Það ætti að taka þessa menn, leiða þá út á Lækjar- torg, girða niðrum þá buxurn- ar og rassskella þá alla frammi fyrir alþjóð." Ef þú ert heppinn ertu kominn á leiðarenda þegar hér er komið sögu. Efekki áttu tvo kosti. Labba síðasta spöl- inn eða hlusta á þriðja þátt: Hvers vegna má ekki taka hægri beygju á móti rauðu Ijósi á íslandi eins og í flestum siðuðum löndum? Tim Robbins er átt efa efnilegastur af ungu tnönnunum í Hollywood. Hann hefur leikið athyglisverðustu myndum síðustu missera og hefur líka sannað sigsem ágœtur leikstjóri. Ellert B. Schram er hins vegarán efa unglegastur af efnilegu gömlu mönn- unum í Old Boys-fótboltanum hérheima. Hann hefur *skorað mörg eftirminnilegustu mörkin oghefurlíka sannað sigsem ágætur ritstjóri. Það erþví ekki að undra þóttþeir félagar séu líkir. Báðir eru þeirjafn drengjaleg- ir (þóttEllertsé rétt tœplega tvisvarsinnum eldri). Ogef ekki vœri fyrir fáin grá hár mundu þeir sóma sér vel t fermingarkyrtli. Forstjórarnireltu bankastjórana og þurftu ekki að kvíða þvíað hætta TEKJUI FORSTJðMNIU HÆKKAVIB SmtFSUIK Sérstakir eítirlaunasamning- ar einstakra forstjóra stórfyrir- tækja landsins virðast ekki ein- göngu hafa tryggt þeim nær full laun og fríðindi þegar þeir láta af störfum, heldur í sumum til- fellum gefið þeim kost á nokk- urri tekjuhækkun. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR munu þó nokkrir slíkir forstjór- ar hafa krafist og fengið sömu eftirlaunakjör og áður tíðkaðist á meðal bankastjóra ríkisbank- anna; eftir aðeins tólf til fimm- tán ár fengu þeir tryggingu fyrir 80 til 100 prósentum af hæstu launum sínum, án þess að greiða lífeyrisiðgjald nema þá að hluta. Forstjórar með slík eft- irlaunakjör og óskerta eða lítt skerta starfsorku hafa eftir starfslok síðan getað hækkað tekjur sínar með setu í stjórnum ogþví að sinna sérverkefnum. Fyrirtækin skuid- bundin án vitundar hluthafa Eins og greint var frá í PRESSUNNI í síðustu viku benda tryggingafræðilegar út- tektir til þess að hundraða millj- óna króna skuldbindingar felist í sérstökum eftirlaunasjóðum og/eða starfslokasamningum sem fyrirtæki hafa gert við fyrr- um og núverandi forstjóra og aðra æðstu yfirmenn. Samning- ar þessir fela gjarnan í sér að þegar yfirmennirnir hætta halda þeir 80 til 100 prósentum af launum sínum og ýmsum ffíðindum umffam þau. Slíkir sérstakir eftirlauna- samningar hafa verið á undan- haldi síðari ár, en í flestum til- fellum voru samningar þessir án vitundar almennra hluthafa fyrirtækjanna, þótt þeir fælu í sér talsverða skuldbindingu fyr- ir fyrirtækið. „í þessum tilfell- um má heita að forstjórarnir hafi verið að semja við sjálfa sig og þá gjarnan með stjórnarfor- menn sér við hlið, sem jafnvel hafa haft álíka samninga sjálfir. Með slíkum samningum voru fyrirtæki skuldbundin til mikilla útgjalda án þess að viðkomandi einstaklingar gætu gert sér grein fyrir þessum útgjöldum, hvað þá hluthafar. Og til skamms tíma var ekki gerð minnsta til- raun til að koma þessum óhjá- kvæmilegu útgjöldum í árs- reikninga,“ sagði einn viðmæl- enda blaðsins. Fluqleiðir: Ærin út- ajold vegna gömlu rorstjóranna Úttekt PRESSUNNAR á tekjuþróun nokkurra fyrrum forstjóra stórfyrirtækja staðfest- ir að ólíkt almennum eftirlauna- þegum dragast tekjurnar síst saman þegar þeir „draga sig í hlé“ frá störfum. Að vísu geta aðrar tekjur, svo sem af hluta- bréfum og stjórnarsetulaun, spilað hér inn í. Áberandi dæmi um forstjóra, sem kominn er á eftirlaun en heldur fyrri tekjum og gott bet- ur, er Sigurður Ó. Helgason „eldri“, fyrrum forstjóri Flug- leiða. Hann lét af forstjórastöðu sinni 1985, en sat síðan í stjórn Flugleiða næstu ár og þá sem stjórnarformaður, auk þess að vera hluthafi. Árni 1988 til 1990 voru mánaðarlegar tekjur Sig- urðar á bilinu 800 til 860 þús- und krónur að núvirði, en á sama tíma voru mánaðartekjur Sigurðar Helgasonar „yngri“, eftirmanns hans, á bilinu 760 til 790 þúsund. Tekjur Sigurðar „eldri" lækkuðu síðan nokkuð 1991, árið sem hann lét af stjórnarformennsku, er þau fóru niður í 665 þúsund á mán- uði. Með Sigurði í stjórninni hef- ur og setið Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs El- íassonar heitins, sem um árabil var forstjóri Flugfélagsins og Flugleiða. Mánaðartekjur henn- ar voru 1988 um 625 þúsund krónur að núvirði, en voru 1991 komnar í 880 þúsund. Skeljungur: 30% launahækkun við starfslok Svipaða sögu er að segja úr herbúðum Skeljungs. Indriði Pálsson gegndi þar forstjóra- stöðu til 1. júlí 1990, er hann lét af störfum 65 ára. Bæði fyrir og eftir það sat hann í ýmsum stjórnum. Mánaðarlegar tekjur 'hans voru 900 til 960 þúsund krónur 1988 til 1990, en 1991, fyrsta heila árið eftir að hann komst á eftirlaun, voru mánað- artekjur hans nær 1,2 milljónir að núvirði, nær 30 prósentum hærri en tekjur Kristins Björns- sonar, eftirmanns hans í for- stjórastólnum. í öðru olíufélagi hafa einnig orðið forstjóra- skipti. I Olíufélaginu hf. tók Geir Magnússon við af Vil- hjálmi Jónssyni í júlí 1991. Mánaðartekjur Vilhjálms voru 740 þúsund árið 1989 og 820 þúsund árið 1990. Vilhjálmur var orðinn 73 ára þegar hann Iét af störfum sumarið 1991, en það árið höfðu tekjur hans enn Launin og þróun þeirra í þjóðarsátt og samdrætti Kaupmáttur forstjóranna hefur auklst um fimmtung Könrturt á tekjuþróun tuttugu forstjóra stórfyrir- tækja á árunum 1988 til 1991 leiðir í Ijós að í þjóð- arsátt og samdrætti hefur þeim gengið vel að verja kaupmátt sinn; þeim hefur meira að segja tekist að auka kaupmáttinn um 18,2 prósent á sama tíma og kaupmáttur landverkafólks innan ASÍdróst saman um 11,7 prósent. Árið 1988 voru meðaltekjur forstjóranna um 742 þúsund krónur á mánuði að núvirði, en heildar- mánaðarlaun verkafólksins að meðaltali 128 þús- und. Munurinn var 5,8-faldur. Árið 1991 voru meðaltekjur forstjóranna komnar upp í 877 þús- und, en meðallaun verkafólks niðurí 113 þúsund og munurinn orðinn 7,8-faldur. ' Einna mest hefur kaupmátturinn aukist hjá Magn- úsi Ounnarssyni, forstjóra SÍF og formanni VSÍ, um 43,4 prósent. Hann berst nú fyrir launalækkun í landinu. Síst minni hefur kaupmáttaraukningin orðið hjá Landsbankastjórunum Björgvini Vil- mundarsyni og Sverri Hermannssyni, sem nýverið þáðu milljarðaaðstoð frá skattgreiðendum. - MÁNAÐARTEKJUR 20 FORSTJÓRA1991- - þúsundir króna að núvirði - Magnús Gunnarsson SÍF 941 Guðjón B. Ólafsson SÍS 1.100 Indriði Pálsson SHELL 1.177 Hörður Sigurgestsson Eimskip 1.094 Kristinn Björnsson Nóa/Síríus, SHELL 917 Sigurður Helgason eldri Flugleiðum 665 Sigurður Helgason yngri Flugleiðum 887 Vilhjálmur Jónsson ESSO 895 Ragnar Halldórsson ÍSAL 537 IngimundurSigfússon Heklu 636 Brynjólfur Bjarnason Granda 780 Friðrik Pálsson 748 Axel Gíslason VÍS 823 Einar Sveinsson Sjóvá 921 Jón H. Guðmundsson BYKO 1.304 Magnús G. Gautason KEA 708 Þórarinn V. Þórarinsson VSÍ 624 Valur Valsson íslandsbanka 816 Björgvin Vilmundarson Landsbanka 1.090 Sverrir Hermannsson Landsbanka 869

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.