Pressan - 25.03.1993, Side 25

Pressan - 25.03.1993, Side 25
FRUMSYNINGARGESTIR A JOTUNNI Fimmtudagurinn 25. mars 1993 PRESSAN 25 Styrkir til listastofnana renna ekki til listagyðjanna heldur til starfsmanna og áhorfenda Leikhúsgestir bor og fá 5.500 króna s n Efreiknað er með að styrkir til lista úr ríkissjóði renni tilþeirra sem njótá listarinnarþáfá gestir Listasafns íslands, Þjóðleikhússins, íslenska dans- flokksins ogsinfóníuhljómsveitarinnar miða sína niðurgreidda um 800 til 11.500 krónur. 600 krónur frá ríkinu ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Aðeins 450 manns sáu sýningu dansflokksins á síðasta ári. Miðað við 34 milljóna króna styrk þýðir það niðurgreiðslu upp á 55 þúsund krónur á miða. Á venjulegu ári má hins vegar búast við um 9 þúsund áhorfendum á sýningar dans- flokksins. Niðurgreiðsla á hvern miða yrði þá um 3.800 krónur. Það er þekkt úr umræðunni um landbúnaðarmál að menn eru ekki á eitt sáttir um hverjir njóta styrkjanna sem renna úr ríkissjóði til landbúnaðar. Bændur segja að þetta séu styrkir til neytenda; það er að þeir séu styrktir til að geta keypt og neytt landbúnaðarvara. Þeir sem gagnrýna kerfið hafa viljað snúa dæminu við og segja að bændurnir fái styrkina; að þeir séu studdir til að geta haldið áffam að mjólka kýr, reka fé og heyja. Ef styrkir úr rfkissjóði til Iista eru settir inn í þessa umræðu þá höfum við sömu tvo kosti. Ann- aðhvort renna styrkirnir til listamanna, svo þeir geti fengist við það sem þeir kjósa, eða þeir renna til almennings, svo hann geti notið listar. Líkast til þykir flestum seinni kosturinn skárri. Við skulum líta á hvaða styrkja tónleika-, leikhús- og listsýningargestir njóta í fjórum ríkisstyrktum listastofnunum. MIÐAR Á SINFÓNÍUNA NIÐURGREIDDIR UM 5.600 KRÓNUR Á síðasta starfsári Sinfóníu- hljómsveitar íslands heyrðu rétt rúmlega 35 þúsund manns í hljómsveitinni. Hún hélt tón- leika á vinnustöðum, skólum og víðar, auk sinna föstu tónleika í Háskólabíói. Um 15 þúsund manns heyrðu í hljómsveitinni á sérstökum tónleikum en um 20 þúsund manns á tónleikum sem heyrðu undir fasta efnis- skrá hennar. Sinfónían nýtur styrkja bæði beint úr ríkissjóði og eins úr Menningarsjóði útvarpsstöðv- anna. Samanlagt fékk hún 170 milljónir í fyrra og 177 milljónir í ár. Miðaverð á tónleika hljóm- sveitarinnar er mismunandi; ffá 900 krónum og upp í 1.600 krónur fyrir bestu sæti. Meðal- verð í salnum öllum er um 1.450 krónur. Til samanburðar má geta þess að það kostar 500 krónur í bíó. Það kostar því ffá tæpum tveimur bíómiðum upp í rúma þrjár að fara á tónleika hjá sinfóníunni. Ef þeirri upphæð er deilt nið- ur á hvern áheyranda þá fékk hver um sig 5.025 krónur í styrk til að geta hlýtt á sinfóníuna. Ef reiknað er með að styrkurinn sé í réttu hlutfalli við miðaverðið þá fengu þeir í verstu sætunum um 3.150 krónur í styrk en þeir í bestu sætunum um 5.600 krónur. Ef skólatónleikum er sleppt og reiknað með að styrkurinn komi fyrst og fremst þeim til góða sem sækja tónleika hljóm- sveitarinnar af fusum og ffjáls- um vilja er styrkur á hvern gest frá 6.425 krónum og upp í 11.425 krónur eftir því hvar í húsinu þeir sitja. Það er sjálfsagt endalaust deiluefni hvort tónleikagestir eða skattgreiðendur allir eigi að borga miðana inn á tónleika hljómsveitarinnar. En ef miða- verð á sinfóníutónleika væri hækkað upp í 3.000 krónur, sem er álíka upphæð og áskrift að Stöð 2, mætti skera niður styrki til hljómsveitarinnar um 31 milljón laóna. 55 ÞÚSUND KRÓNA STYRKUR Á HVERN GEST Á LISTDANSSÝNINGU íslenski dansflokkurinn fékk tæpar 25 milljónir í styrk í fýrra og fær um 34 milljónir á þessu ári. Flokkurinn hélt aðeins eina sýningu í fyrra, Ertu svona kona?, og sáu hana 450 manns. Samkvæmt því hefur hver þeirra verið styrktur um einar 55 þúsund krónur. Það er hins vegar ósanngjamt að miða við þessa einu sýningu. Á tímabilinu 1985 til 1987, áður en dansflokkurinn komst í þá lægð sem hann er að reyna að rífa sig upp úr nú, sáu um 9 þúsund manns til flokksins á hverju ári. f venjulegu árferði má því reikna með að styrkur til hvers sýningargests sé um 3.790 krónur. Hver miði á fyrirhugaða sýn- ingu flokksins í Borgarleikhús- inu kostar 2.400 krónur. Ónið- urgreiddur mundi hann -því kosta um 8.190 krónur. ÓKEYPIS Á LISTASAFNIÐ Á síðasta ári sóttu rúmlega 71 þúsund manns sýningar Lista- safhs Islands. Þar af voru um 8 til 10 þúsund nemar á vegum skóla sinna. Styrkur til rekstrar safnsins var í fyrra rúmar 56 milljónir og í ár verður hann 55,3 milljónir. Ef þeirri upphæð er deilt niður á sýningargesti má segja að hver Þjóðleikhúsið Það er erfitt að meta niður- greiðslur á hvern miða í Þjóðleikhúsinu. Ef300 millj- óna króna styrk er deilt nið- ur á alla áhorfendur verður niðurstaðan sú að skóla- sýningin Næturgalinn hafi kostað skattgreiðendur um 100 milljónir. Það gengur ekki upp. Það erraunhæf- ara að áætla að niður- greiðslur á hvern miða séu um 5.550 krónur. þeirra hafi fengið um 776 krón- ur í styrk til að skoða safnið. Aðgangur að Listasafninu er ókeypis. Ef hver gestur yrði krafinn um 300 krónur væri hins vegar hægt að lækka styrk- inn um 21,4 milljónir. LEIKHÚSMIÐINN GREIDDUR NIÐUR UM 5.550 KRÓNUR Það er dálítið flókið að meta hverjir fá styrkina sem renna til Þjóðleikhússins. f fyrra lagði ríkissjóður 254 milljónir til rekstrar þess og í ár fær leikhús- ið 300 milljónir. Ef allir sýningargestir síðasta leikárs eru teknir með þá sáu um 130 þúsund manns sýning- ar leikhússins. Ef styrknum er deilt jaffit niður á þá má reikna með að hver hafi fengið um 2.300 krónur í sinn hlut. Þetta er hins vegar ekki svona einfalt. Þjóðleikhúsið setti upp Næturgalann eftir H.C. Ander- sen og sýndi í skólum um allt land. Alls sáu þessa sýningu hátt í 43 þúsund manns. Ef allir áhorfendur Þjóðleikhússins hafa fengið jafnháan styrk þá hefur þessi uppfærsla kostað skattgreiðendur um 100 millj- ónir. Það gengur ekki upp. Til viðbótar þessu sáu rúmlega 37 þúsund manns aðrar barnasýn- ingar leikhússins; Búkollu og Emil í Kattholti. Ef sömu rökum er beitt á þær sýningar þá hefðu þær kostað skattborgarana um 85 milljónir. Það gengur heldur eldd upp, því líkast til voru þetta þær sýningar leikhússins sem örugglega stóðu undir sér. Það er því eðlilegast að reikna þessar tvær barnasýningar ekki með og áætla um 20 milljónir á sýningar á Næturgalanum. Eftir standa þá 280 milljónir sem rúmlega 50 þúsund gestir á aðr- ar sýningar hafa fengið í sinn hlut. Hver þeirra hefur því feng- ið sinn miða greiddan niður um 5.550 krónur. Aðgöngumiði á venjulega sýningu í Þjóðleikhúsinu kostar 1.600 krónur. Raunvirði hans er 7.150. Gesturinn borgar 1.600 krónur en skattgreiðendur því 5.550 krónur. Ef miðaverðið yrði 3.000 krónur mætti lækka styrk ríkis- sjóðs til Þjóðleikhússins um 70 milljónir. SKATTURINN SÓTTUR í LEIKHÚSIÐ Af ofansögðu má sjá að í hvert sinn sem Islendingur fer í leikhús eða á tónleika borgar hann aðeins brot af því sem það kostar í raun. Gesturinn borgar um fimmtung en skattgreið- endur sjá um restina. Það má líka Iíta á þetta dæmi þannig, að úr því hver skatt- greiðandi er búinn að borga 80 prósent af leikhúsmiðanum sín- um borgi það sig fyrir hann að fara niður í leikhús, borga 20 prósentin og sjá sýninguna, sem hann er hvort sem er búinn að borga að mestu. Gunnar Smárí Egilsson LlSTASAFN ISLANDS Listasafnið fær rúmar 55 milljónir til rekstrar. Um 71 þúsund manns heimsækja það á ári. Ef sýningargestir ættu að standa undir rekstrinum þyrftu þeir að borga 775 krónurinn. SlNFÓNÍUHLJÓMSVEITIN Um 35 þúsund manns hlusta á sin- fóníuna á ári; bæði á reglulegum tónleikum og á tónleik- um fyrir skóla og fyrirtæki. Miðarþeirra sem sitja í bestu sætunum eru niðurgreiddir um 5.600 krónur. LEIKLIST Skemmtilegasti söngleikurinn síðan MHflutti Rocky Horror EVlTA EFTIR ANDREW LLOYD WEBBER SJALLANUM AKUREYRI ★ ★★ Um þessar mundir sýnir Sjallinn á Akureyri söngleikinn Evítu eftir Andrew Lloyd Web- ber og Tim Rice. Hvað sem manni finnst um aðra söngleiki þessa ffæga tvíeykis er Evíta sí- gilt verk og sennilega það besta sem Lloyd Webber og Rice hafa samið. Sýningin í SjaUanum er í styttra lagi (1 1/2 klst.) og aðal- lega byggð á lögunum. Þó er eitthvað af söguþræðinum haft með fýrir þá sem ekki þekkja hann. Sýningin tekst merkilega vel, miðað við að sviðið er h'tið og nánast engin leikmynd not- uð. Ruth Reginalds leikur Ev- ítu, Baldvin Baldvinsson eigin- mann hennar, Peron, og Pálmi Gunnarsson leikur Che Gue- vara og standa öll þrjú sig frá- bærlega vel. Það er sérstaklega ánægjulegt að hlusta á toppat- vinnumenn syngja þessi fallegu lög; atvinnusöngvarar sem kunna sitt fag í gegn. Það hefur farið mjög lítið fýrir Pálma síð- ustu tvö árin, á sama tíma og ný kynslóð söngvara hefur komið fram, en hann hefur sjaldan verið í betra formi en nú. Hann passar vel í hlutverk- ið og syngur mun betur en David Essex gerði á sínum tíma og sýnir þann mikla kraft sem í honum býr. Ruth Reginalds fer einnig á kostum í hlutverki Ev- ítu og ætti, að rhínu mati, að fá hlutverk í söngleikjum aðal- leikhúsanna. Þá var hlýlega tek- ið á móti Baldvini Baldvinssyni (sá eini sem söng án hljóð- nema), enda féll hann aldrei í skugga poppsöngvaranna tveggja og gaf. meira af sér í hlutverkinu en algengt er hjá þeim sem leikur Peron. Aðrir söngvarar og dansarar voru líka skemmtilegir og mér fannst hvergi veikur hlekkur í keðjunni. yPálmi passar vel í hlutverkið og syngur mun betur avid Essex gerðiá sínum tíma. “ Sjallinn býður upp á sýningu, mat og dansleik fyrir aðeins 3.900 kr og var sýningin á undan matn- um. Ég veit ekki hvort það er hagstætt fyrir pör að fara aDa leið til Akureyrar frá Reykjavík, en þeir sem búa nær staðnum ættu að tryggja sér miða strax, og hinir sem geta farið í hóp- ferðum héðan (til að minnka ferðakostnaðinn) ættu að gera það sama. Þeir verða aldeilis ekki fýrir vonbrigðum. Þetta er skemmtilegasti söngleikur sem ég hef séð síðan MH setti Rocky Horror Show upp um árið — og senni- lega fyrir stærri aldurs- hóp. Myndlist • Kristmundur Þ. Gísla- son opnar málverkasýningu í Menningarstofnun Banda- ríkjanna á laugardag. • Grímur Marinósson opnar sýningu í Perlunni á laugardag. • Bragi Hannesson sýnir ný verk í Galleríí Borg. Opið virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. • Guðrún Gunnarsdóttir sýnir í Listasafni ASÍ. Opið alla dagakl. 14-19. • Jón Óskar sýnir olíumálverk og Ijósmyndir á Mokka Café. • Bjarni Ragnar hefur opnað myndlistarsýningu í Listhúsinu í Laugardal. Opið alla daga nema sunnudaga kl. 14-18. • Bryndís Jónsdóttir sýnir leirverk í Galleríi Úmbru. Opið þriðjudaga til laugar- dagakl. 13-18 ogsunnudaga kl. 14-18. • Helgi Örn Helgason sýn- ir smámyndir í Galleríi Sæv- ars Karls. Opið á verslunar- tíma. • Margrét Reykdal sýnir verk sín í Hafnarborg. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18. • Jón Baldvinsson sýnir málverk í Portinu. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18. • Gunnlaugur Stefán Gíslason sýnir vatnslita- myndir í Galleríi Fold. Lýkur á laugardag. Opið virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-16. “ , • Það sem okkur dettur í hug! er samsýning tíu barna sem stendur yfir í setustofu Nýlistasafnsins. Lýkur á sunnudag. Opið alla daga kl. 14-18. • Rut Rebekka Sigurjóns- dóttir sýnir olíu- og pastel- myndir (FlM-salnum. Lýkur á sunnudag. Opið alla daga kl. 14-18. • (slenskt landslag 1900-1945 nefnist sýning á Kjarvalsstöðum. Á sýning- unni eru um 120 myndir eftir 26 listamenn. Opið dag- lega kl. 10-18. • Magnús Pétur Þor- grímsson sýnir leirlist í Stöðlakoti. • Helgi Þorgils Friðjóns- son sýnir (húsakynnum Húsgagnadeildar Pennans, Hallarmúla. Opið á verslun- artíma. • Elías Hjörleifsson hefur opnað myndlistarsýningu í Galleríi 15. Opið virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. • Medúsu-hópurinn sýnir verk sín í Gerðubergi á sýn- ingunni Líksneiðum og ald- inmauki. Opið mánudaga til fmnntudaga kl. 10-22, föstu- daga kl. 10-16oglaugardaga kl. 13-16. • Fimm Færeyingar sýna verk sín í Norræna húsinu. Opið daglega kl. 14-19. • Ásgrímssafn. Myndir eft- ir Ásgrím Jónsson úr ís- lenskum þjóðsögum. Opið um helgarkl. 13.30-16. • Ásmundarsafn. Bók- menntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Opið alla daga kl. 10-16. • Þorvaldur Þorsteinsson sýnir samsettar lágmyndir í Slunkaríki á Isafirði. Opið miðvikudaga til sunnudaga kl. 16-18. Sýningar • Lárus Karl Ingason & Ólafur Gunnar Sverrisson hafa opnað samsýningu á Ijósmyndum og skartgrip- um í Portinu. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18. * • Níels Hafstein sýnir bók- verk, lausblaðabækur og fylgihluti í Nýlistasafninu. Lýkurá sunnudag.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.