Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 5

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 S K I L A B O Ð PRESSAN T) -LVjÚS; jissneskir þingmenn komu hér í heimsókn á dögunum á vegum alþing- is. Ýmislegt var gert fyrir hina háu herra og var þeim meðal annars boðið út á land. Farið var austur til Hornafjarð- ar og þaðan í veglega ferð upp á jökulinn. Með í för voru fulltrúar alþingis, þeir Friðrik Ólafsson, skrif- stofustjóri alþingis og Jóel Kristinn Jóelsson, eigin- maður Salome Þorkels- dóttur, forseta alþingis. Það vekur nokkra undrun að fyrst Salome komst ekki sjálf, skuli ekki hafa verið leitað til einhverra af vara- þingforsetunum eða ann- arra alþingsmanna... I nýjasta tölublaði Lög- birtingablaðsins eru tvær helstu eignir Herlufs Clausen auglýstar til nauðungarsölu verði kröf- um ekki fúllnægt fyrir 16. september. Annars vegar eru það höfuðstöðvarnar að Bröttugötu 3b en þar er það Gjaldheimtan sem á rúmlega 3,5 m i 1 1 j ó n króna kröfu á Herluf. Hins vegar er það hið glæsilega heimili hans að Hofsvalla- götu 1, en þar er Búnaðar- bankinn með kröfu upp á nærri 2 milljónir króna. Eins og PRESSAN greindi ffá fýrr í þessum mánuði hefur Herluf átt í nokkr- um vandræðum síðustu misseri. Þannig er fjár- námið í Bröttugötu ffá því í mars á þessu ári en fjár- námið í Hofsvallagötunni frá 1991... H inn þekkti hug- myndasmiður auglýsinga- heimsins, Paul Arden, er væntanlegur til landsins og mun halda fyrirlestur á Hótel Sögu þann 9. sept- ember. Hann mun fjalla um þróunina í auglýsinga- heiminum, sýna dæmi og svara fyrirspurnum. Aug- lýsingar hans vekja að jafn- aði mikla athygli enda eru þær listrænar og öðruvísi. Lengst af starfaði hann hjá Satchi & Satchi en hefur nú opnað eigin stofu... Leiðrétting Þau mistök urðu í síð- asta tölublaði að mynda- texti við grein um verslun- ina Country-húsið brengl- aðist. Á myndinni voru Margrét Ágústsdóttir ann- ar eigandi búðarinnar og Anna Rut Karlsdóttir af- greiðslustúlka. Þeirri síðar- nefndu var ruglað saman við Þórunni Héðinsdóttur sem er hinn eigandi versl- unarinnar. Eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Ágœtu ReyWíking’ar ogf nágranxiar. Aígef nu til efni viíjum viá Roma e ftirfarandi á framíæri: 77Viá höíum áleveáiá aá talea ehlei Jxátt í |xeim 77leiha aá hjóáa viáshiptavinum olehar, oömluni og’ nýjum7 piz;!z;uheimsendingfar á innan viá 30 mínútum. Viá stöndum meá umferáarráái og öárum hagfsmunaaáilum, allir sem einn , í |iví aá halda niári hraáahstri á gfötum horgfarinnar, Efti ir sem ááur munum viá happhosta aá homa sendingfum ohhar til t eirra sem fjærst ohhur eru á u.]i.h. 40 inínutuni Lifum heil! IIROI IIOTTI.'K KOPAVOC. I 4 44 44, RI-jVKjAVIK ó 2 42 92, 11 A l: \ A R I- I R I) I 6 5 2 5 2 5

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.