Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 26
s 26 PRESSAN Fimmtudagurinn 26. ágústl993 Fórncrlamb nauðgunar sem féll frá ókæru: „Lögreglan vildi fa að vila hvort ég svæf i nakin eða í náttkidr Fyrir nokkrum árum var konu í Reykjavík nauðgað á heimili sínu eftir samkvæmi. Daginn eftir atburðinn leitaði hún til Rannsóknarlögreglu rík- isins og vildi kæra nauðgunina en lög- reglumaðurinn sem tók á móti henni dró úr henni með það, sagði að það þýddi ekkert. Konan féll því frá kæru en hefur síðan þurft að glíma við vandamál tengd nauðguninni, eins og seinkun í námi og vægt þunglyndi. PRESSAN hefur sannreynt oll aðalat- riðin f frásögn konunnar, en hún stangast á við þá ímynd sem Rann- sóknarlögregla ríkisins er að reyna að byggja upp, meðal annars með því að boða til blaðamannfundar í síðustu viku. Á fundinum sagði Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri að hjá RLR væru starfsmenn sem legðu sig fram í nauðgunarmálum en síðan væri sí- fellt klifað á því að meðferð málanna væri ómöguleg. Kom þegar allir voru farnir Hvað gerðist þessa nótt sem þú segir að þér hafi verið nauðgað? „Ég hafði ákveðið að halda partý eftir ball, nokkuð sem ég geri afskaplega sjaldan. Það kom ókunnugur maður í partýið sem vinkona mín kannaðist reyndar lítillega við, því þau höfðu dvalið í sömu borg erlendis. Maðurinn bað um að fá að gista heima hjá mér en honum var sagt að hann fengi það ekki. Hann vildi þó ekki taka mark á þeirri neitun svo það endaði með því að vinkona mín og bróðir hennar lánuðu honum fyrir leigubíl svo hann hætti þessu suði. Hann var síðastur gesta út úr íbúðinni ásamt þeim en þegar þau voru farin sofnaði ég drykkjusvefni. Um klukkutíma síðar vaknaði ég með manninn ofan á mér en tókst að stoppa hann af og reka hann út Ég fór strax að hugsa um hvað ég ætti að gera. Mig langaði mest af öllu í bað en hugsaði með mér að betra væri að gera það ekki ef ég þyrfti að fara í læknisskoðun. Ég hringdi í vinkonu mína sem hafði verið þarna um kvöldið og sagði henni frá því sem gerst hafði. Vinkona mín hafði samband við systur sína sem hafði verið í lögreglunni og hún tók það að sér að at- huga hver væri á vakt hjá RLR og talaði síðan við ákveðinn mann, sem hún sagði að væri þægilegast að ræða við, og lét hann vita að við værum á Ieið- inni. Bróðir vinkonu minnar keyrði okkur uppeftir og þau komu bæði með mér inn. með hjálp þrýstihópa en ég hafði spurt hvort ég ætti að hafa samband við samtök sem nýbúið var að stofha. Á þess- um tíma voru Stígamót ekki til. Það virtíst líka fara í taug- arnar á honum að kvenlög- regluþjónn hafði hringt á undan mér og að farið hefði verið fram á að tala við annan lögregluþjón. Hann minntist á það reglulega í viðtalinu." Vildi vita hvort ég svæfi nakin „Síðan vildi hann fá að vita hvað hefði gerst og ég sagði honum það. Þá spurði hann hvort ég væri vön að halda svona partý. Ég sagði nei. Þá vildi hann fá að vita af hverju ég hefði boðið ókunnugum manni heim, hvernig ég byggi og hver hjúskaparstaða mín væri. Ég sagði honum að ég væri ein með eitt barn sem hefði ekki verið heima þessa umræddu nótt. Þá vildi hann vita hvort ég hefði haft sam- farir áður. Þegar ég spurði á móti hvort hann héldi að barnið mitt væri eingetið brást hann hinn versti við og spurði hvað ég væri gömul og hve- nær ég hefði fyrst haft samfar- ir. Hann vildi líka vita hvað ég hefði gert þegar ég rankaði við mér með manninn ofan á mér og hvers vegna íbúðin hefði ekki verið læst, en af einhverj- um ástæðum var hún það ekki. Þegar ég sagði honum að fólkið sem gaf manninum fyr- ir leigubíl biði eftir mér niðri og spurði hvort hann vildi fá staðfestingu á því hjá þeim hvort frásögn mín af því sem gerst hefði í samkvæminu væri rétt og að maðurinn hefði farið burt með bílnum, hafði hann engan áhuga á því. Hann dró síðan þá ályktun „Hann vildi vita hvort ég hefði haft samfarir áður. Þegar ég spurði á móti hvort hann héldi að barnið mitt vœri eingetið brást hann hinn versti við og spurði hvað ég vœri gömul og hvenœr ég hefðifyrst haft samfarir." Nafnið mitt var þá komið á skrá þar sem sagt var að ég væri væntanleg. Eg fékk hins vegar ekki að tala við þennan ákveðna lögregluþjón því hann var upptekinn og var því vísað til lögreglumanns á vakt Ég var hjá honum í þrjár klukkustundir í yfirheyrslu sem var alveg ótrúlega niður- lægjandi." Á hvern hátt var yfirheyrslan niðurlægfandi? „Hann byrjaði á því að segja mér að ég yrði að gera mér það ljóst að það væri ekki hægt að breyta staðreyndum að af því ég væri ekki með neina sýnilega áverka hefði það ekkert upp á sig að senda mig í læknisrannsókn. Ég mundi þá ekki eftir að minn- ast á að maðurinn hafði tekið nærbuxurnar mínar og bund- ið þær utan um annað lærið á mér, en læknir hefði kannski getað séð merki um það, því þetta voru teygjunærbuxur og ansi vel hertar um lærið." Neitaði að gefa út vottorð „Þegar ég hafði svarað þess- um sömu spurningum aftur og aftur útskýrði hann fyrir mér að ég gæti kært, en að sá ákærði þyrfti ekki annað en neita verknaðinum til þess að vera laus allra mála. Hann lagði lika mikla áherslu á að ég talaði ekki við neina þrýsti- hópa. Ég fór með þetta." Hvað með frekari afskipti þín af lögreglunni; þú hefur ekkertgertfrekar til að reyna að kæra? „Ég hugsaði ekki meira um kæruna en niu mánuðum síð- ar þurfti ég að hafa aftur sam- skipti við RLR. Það var vegna Lánasjóðsins, en ég var í námi „Þórir Oddsson tók í höndina á mérþarna og baðst afsökunar, sagði aðþeir vœru ekki vanir að vinna svona." á þessum tíma. Eftir nauðgun- ina var ég varla með sjálfri mér í marga mánuði og klúðraði öllu í skólanum. Félí á prófunum í janúar og svo aftur um vorið. Um haustið þurfti ég því að ákveða hvort ég vildi halda áfram námi eða hætta og ákvað að halda áfram. TU að geta það þurfti ég að sækja um undanþágu hjá LÍN, en til að geta fengið hana varð ég að leggja fram læknisvottorð og vottorð frá lögreglunni ásamt fleiri gögn- um." Fannst allt vera mín sök „Það var mjög erfitt að tala við RLR. Lögregluþjónninn sem hafði yfirheyrt mig mundi vissulega eftir mér, en þegar ég útskýrði fyrir honum að ég þyrfti að fá hjá honum vottorð sagði hann að þetta hefði ekki verið yfirheyrsla sem ég var í heldur viðtal og að RLR gæfi ekki út nein vott- orð. Ég lét félagsráðgjafann, sem þá var starfandi hjá LÍN, vita af þessum viðbrögðum og hann talaði við Þóri Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóra, sem brást við samdægurs og beið eftir mér sjálfur þegar ég kom til að sækja bréf sem í stóð að ég hefði komið til þess að kæra nauðgun. Þórir tók í höndina á mér þarna og baðst afsökunar, sagði að þeir væru ekki vanir að vinna svona." Heldurðu aðþað hefði breytt einhverju fyrir þig efþú hefðir getað lagtfram kœru? „Já, ég held það hefði verið gott að geta talað um málið í stað þess að þegja um það. En eftir þessar móttökur hjá RLR þorði ég varla að minnast á þetta við nokkurn mann. Þeir komu fram við mig eins og þetta hefði allt verið mín sök Nú finnst mér ég hafa verið beitt órétti og lögreglan í raun hafa komið í veg fyrir að mál- un, ekki alls fyrir löngu, að þau vinna hjá sömu stofhun en þó ekki í sama húsinu. Hafa verið einhver frekari eftirköst afþessari reynslu? „Lengi framan af langaði „Hann krafðist nákvœmra upplýsinga um það hvernig ég svœfU hvort ég svœfi allsber ofan á sœnginni eða undir henni eða hvort ég vœri í náttkjól og í nœrbux- um. ið fengi viðeigandi afgreiðslu." Hún segist ekki vera laus við nauðgarann úr lífi sínu. , „Hann lagði mig hálfpart- inn í einelti fram maí, en at- burðurinn átti sér stað skömmu eftir áramót. Hann sat fyrir mér á kafhhúsum og öðrum stöðum. Tvisvar réðst hann á mig með skömmum og ólátum." Hún fréttir alltaf af honum öðru hvoru, auk þess sem hún segist rekast á hann á ólíklegustu stöðum. Þá komst hún að því fyrir tilvilj- mig mest til að hefna mín á manninum og vinna honum eitfhvern miska fyrst ég gat ekki kært hann. Mér fannst ég vera alveg varnarlaus og það fór í taugarnar á mér að hann skyldi ekki þurfa að gjalda fyr- ir þennan glæp. Síðar fór þetta að bitna á þeim tilfinningatengslum sem ég myndaði við aðra og ég er td. hrædd við að verða hafn- að. Ég er með „druslukomp- lex" og finnst ég vera lægra sett en aðrar konur. Ég hef líka fundið fyrir sjúklegri tor- tryggni sem lýsir sér þannig að mér datt í hug áðan að nauðg- arinn gæti verið að vinna á PRESSUNNI, þótt ég ætti að vita betur. Ég þurfti líka að taka inn lyf við þunglyndi á tímabili, en ég er þó ekki viss um að það hafi tengst þessu. Atburðurinn kom þó alltaf upp í samtölum mínum við lækni. Annars hugsa ég alls ekki um þetta á hverjum degi. Það er miklu frekar að þetta komi upp í hugann um leið og umræða um þessi mál fer af stað. Það má því kannski segja að þetta fylgi manni dálítið eins og skuggi sem skýst fram fyrir mann þegar minnst varir. Eins og þegar ég hitti konu í vetur sem sagðist líka hafa verið nauðgað af þessum manni. Hann hafði gert sama hlutinn með nærbuxumar. En það sem mér sárnar mest og finnst eiginlega alveg óþolandi er framkoma lög- reglunnar, niðurlægingin sem ég varð að þola vegna spurn- inga lögreglumannsins og það að ég skyldi ekki hafa verið send í læknisrannsókn."_____ Margrét Elísabet Ólafsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.