Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 36
36 PRESSAN
[¦
TVEIR VOÐA LITIÐ FYNDNIR
Fimmtudagurínn 26. ágúst 1993
Jón og Gulli í bissness
Þeir félagar Jón Axel og Gulli,
2 með öllu, eru hreinræktaðir
meistarar í að gabba fólk. Það
sannar Brandaralínan svo ekki
verði um villst. Þetta nýjasta
uppátæki félaganna er nefnilega
þannig úr garði gert að þeir fá
sauðsvartan almúgann til að
hringja inn brandara og hrekki,
láta hann borga fyrir það líka og
hirða svo gróðann sjálfir. Sjálfir
,• gera þeir lítið sem ekkert. Snið-
*""" ugt ekki satt?
Framkvæmdin er eftirfarandi:
Hringt er í það ágæta símanúmer
99 eiO »10. Kappamir svara og
upphefst nú pojng og bojng
hh'óðaleikur. Síðan er símnot-
andi varaður við gjaldinu sem
þarf að greiða fyrir þjónustuna,
39,90 krónur fyrir hveria mín-
útu. Inngangi þeirra félaga er þar
með lokið og símnotendur taka
við.
Næsta skref er að velja á milli
tveggja möguleika, hrekkja og
brandara. Kjósi menn að hlusta
á hrekki er ýtt á ákveðna tölu og
., ím. geta Þeir þá valið um tvo kosti,
annars vegar að lesa inn hrekk og
hins vegar að hlusta á hrekk. Sé
viðkomandi fús að veita þjón-
ustu sína les hann inn „virkilega
góðan" hrekk (og fær að borga
fyrir hann líka!) eða hlustar á
hrekk sem einhVer annar hefur
verið svo sniðugur að lesa inn.
Velji símnotandi brandara-
hnappinn er það sama uppi á
teningnum; annars vegar eru
lesnir inn brandarar og hins veg-
ar er hægt að hlusta á þá. Og þeir
eru svo sannarlega mislélegir.
Hér eru tvö sýnishorn: „Maður
var að grobba sig," segir barns-
rödd. „Hann segir konu frá því
að hann hafi ráðist á ljón, tékið
upp hníf og skorið rófuna af því.
Þá spyr konan af hverju hann
haíi ekki skorið af því hausinn en
hann svarar að það hafi þegar
verið búið að því." Ha, ha, ha...
Og við tekur önnur barns-
rödd: „Einu sinni var mús sem
datt ofan í stóra holu. Hún kallar
á hjálp. Fíl ber þar að og lætur
tippið síga ofan í holuna. Músin
klifrar upp, er afar þakklát og
heitir því að hjálpa fílnum hve-
nær sem hún geti. Og áður en
hún veit af er fíllinn dottinn ofan
í stóra holu. Músin lætur tippið
síga ofan í holuna en það dugir
ekki til. Þá nær músin í stóra bíl-
inn sinn og togar fílinn upp úr.
Og hvað segir þessi dæmisaga
okkur? Að menn sem eiga stóra
bíla eru með lítil tippi." Ha, ha,
ha...
Ef þetta fyrirtæki skilar arði
eiga Jón Axel og Gulli svo sann-
arlega að hljóta heiðursmerki fyr-
ir besta bissnisstrix á árinu.
Vlf>MÆLUMMEf>
Sundlaug Kópavogs. Hún er alveg rosalega síór,
ekki minnl en Laugardalslaugin. Munurinn á Sund-
laug Kópavogs og Laugardalslauginni er aftur á móti
sá að þaö er alltaf svo mikiö af fólki í þeirri síöar-
nefndu á meöan afskaplega fáir eru í Sundlaug
Kópavogs. Þar er því hægt aö synda bæöi beint og á
ská án þess aö lenda ! árekstri viö næsta sundfrík.-
Svo er þar líka alveg frábær rennibraut sem börnin
geta leikiö sér í á meðan maöur liggur sjálfur í sól-
baöi eða fer 2 x 200 metrana.
BÓKMENNTIR
Bestu vinir Ijóðsins
Ummæli nokkurra gesta:
KOLBRUN
BERGÞÓRSDÓTTI
BESTI VINUR LJOÐSINS
LJÓÐAKVÖLD
Á HÓTEL BORG
1993
••
Eftir nokkurt hlé hóaði
Besti vinur ljéðsins saman
nokkrum ágætum skáldum
og hélt skáldavöku á Hótel
Borg.
Sigurður Pálsson hóf
kvöldið og las úr væntanlegri
ljóðabók sinni, Ljóðlínudans,
mælskuljóð með heimspeki-
legum umþenkingum, jafnvel
predikunum. Það gustaði af
þessum ljóðum og heims-
maðurinn Pálsson las þau af
tilfinningu og öryggi.
Það þarf ekki óðan femín-
ista til að sjá að sitthvað er að-
finnsluvert við þær hug-
myndir sem Jón Stefánsson
gerir sér um kvenfólk, þær
eru um það bil 150 ár á eftir
tímanum. Hins vegar má gefa
Jóni kredit fyrir þann drama-
tíska þunga sem víða má
finna í ljóðum hans. Það er
einnig sjaldgæft að rekast á
samtímaskáld sem veltir sér
upp úr þjáningunni á jafn
nautnafullan hátt. Og svo er
nú alltaf eitthvað sjarmerandi
við ungskáld sem yrkja hlýleg
saknaðarljóð til Jónasar Hall-
grímssonar. Það ljóð heyrðist
mér þó vera eftir Snorra
Hjartarson.
Jón las úr bók sinni Hún
spurði hvað ég tœki með mér á
eyðieyju, en einnig las hann
splunkuný ljóð. 1 upplestrin-
um virkaði Jón óstyrkur.
Ingibjörg Haraldsdóttir
las nýleg ljóð sem hafa enn
ekki ratað á bók. Ljóðin voru
viðkvæmnisleg og nostur-
samlega unnin, fiest afar fall-
eg. Ljóðið Land er lítil perla
sem fylgdi manni síðan út í
nóttina að kvöldinu loknu.
Það má flytja langar lofrull-
ur um hæfni Ingibjargar,
næmni og vandvirkni en það
er dagamismunur á henni líkt
og flestum skáldum, eins og
kom fram í lokin. Þá las Ingi-
björg kvennasmælingjaljóð
um konur sem vakna einn
dag og eru friálsar og svo um
aðrar sem bera á herðum höf-
uð böðuð svita, tárum og
blóði. Það er ekki vonlaust að
þau ljóð muni slá í gegn á ein-
hverjum kvennavígstöðvum,
en mér þóttu þau beinlínis
banal.
Geirlaugur Magnússon las
næst úr hinni ágætu ljóðabók
sinni Safnborg. „Gamli mað-
urinn" virtist kunna ágædega
við sig í pontunni og fiutn-
ingur hans á einu besta ljóði
bókarinnar Hér stend ég var
mjög tilþrifamikill.
Bragi Ólafsson las nokkur
ljóð úr Ytri höfninni en einnig
ný ljóð. Hið óbirta ljóð hans
Frá heimsþingi esperantista
vakti greinilega hrifningu
gesta enda aldeilis frábært
ljóð. Mörg feiknagóð ljóð eru
í Ytri höfninni en ekkert þeirra
jafnast á við hið nýja ljóð.
Kristján Þórður Hrafns-
son var yngsta skáldið sem
kom fram þetta kvöld. Hann
hefur einungis gefið út eina
ljóðabók, sú næsta er væntan-
leg í haust. Hún nefnist Húsin
og göturnar og þaðan komu
ljóðin sem hann las upp.
Ljóðin voru angurvær, gædd
ákveðnu sakleysi æskunnar
og í flestum þeirra mændi
ungur maður á eftir stúlku og
óskaði þess eins að fá að vita
hvar hún byggi og hvernig
væri umhorfs heima hjá
henni. Framtíð Kristjáns á
skáldskaparsviðinu er enn
óráðin en hann býr yfir ein-
lægni sem fleytir honum fram
á veg jafnvel þótt nokkuð
skorti á í tækni og frumleika.
Kristín Ómarsdóttir er
venjulega ágætlega frumleg,
en þótt ég hafi jafnan á henni
nokkurt dálæti gat ég engan
veginn áttað mig á þeim ljóð-
um sem hún las þetta kvöld,
fannst eins og hún væri dauf
endurgerð af sjálfri sér. Svo
kann vel að vera að það sé
kolrangt mat, kannski var
hún bara svona frumleg. Hún
las úr væntanlegri ljóðabók,
Þerna á gömlu veitingahúsi
Lokaorðin átti Þorsteinn
Gylfason, heimspekiprófess-
orinn sem hefur það sem kall-
að er „presens". Hann las
vandaðar þýðingar sínar á
fimm erlendum ljóðum og að
mínu mati bar þar hæst þýð-
ing á ljóði eftir hina snjöllu
skáldkonu Tove Ditlevsen.
Hrafh Jökulsson var kynn-
ir þetta kvöld. Langloku-
skrúðmælgi leiddi hann oft
og tíðum út í móa og reyndi
mjög á þolinmæði gesta.
wg Jk
Um Sigurð Pálsson:
Magnaöur texti. — Var miklu
betri en ég hafði átt von á. —
Nokkrar góðar línur. — Þaó var
kraftur í þessu. — Minnti á
köflum á Matthías Jðhannes-
sen. — Of mikil mælska, of
mikill vaðall. — Ég var alltaf að
bíða eftir að þetta væri búið.
— Það var ástríða í lestri hans.
— Maðurinn er alveg sérlega
gott skáld.
Um Jón Stefánsson:
Hann gefur gagnrýnendum
byssuleyfi á eilífðina. — Var
ekki í stuði þetta kvöld. —
Óvenjuslakur upplestur. — Ljóð
hans Hviids Vinstue er poppuð
útgáfa afljóði eftir Snorra Hjart-
arson, enda a Rás 2. — Hann
var svo litlaus að hann var ekki
lengur rauðhærður (kannski var
það lýsingin).
Um Ingibjörgu Haraldsdóttur: Um Braga Ólafsson:
Hápunktur kvöldsins. — Væ-
minn upplestur og tilgerðarleg
Ijóð. — Ég þorði varla að fá
mér sopa á meðan af ótta við
að klakahringlið yrði of kaldr-
analegt innlegg í þessi brot-
hættu en þó þokukenndu Ijóð.
— Hún stendur alltaf fyrir sínu.
— Fær góðar hugmyndir og
vinnur vel úr þeim.
Eins og esperanto miðað við
hina (íjákvæðri merkingu). —
Ljóðin jafngóð og hann var vel
greiddur. — Fm Ijóð og svo er
maðurinn æðislegur sjarmör
(má ég ekki segja það?). —
Ég næ ekki sambandi við Ijóð
þessarar kynslóðar.
Um Kristján Hrafnsson:
Flatt, banalt og hversdagslegt.
— Verður að fínna aðra rödd.
— Þreytandi þessi eilífu ávörp i
Ijððunum. — Notalegt, einlægt
oghlýtt.
Um Geirlaug Magnússon:
Brennivínsrómantík eftir ofmet-
ið vanmetið skáld. — Tvímæla-
laust frumlegastur þessara
skálda.
Um Kristinu Ómarsdöttur
Ég elska þessa rödd. — Ég
botnaði ekki neitt í neinu.
Um Þorstein Gylfason:
Las mjóg vel upp Ijóð sem eru
ekkert slor. — Mikill léttir að
heyra bundið mál eftir þetta
prósasull. — Klassi. —
Glæsilegar þýðingar.
J1