Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 3

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 SKILA BOÐ PRESSAN 3 f ins og þegar hefur komið fram standa miklar breytingar fyrir dyrum á Stöð 2. Meðal þess sem tek- ur stakkaskiptum með haustinu er fréttastofan sem fær nýtt útlit og verður „settið" vígt 19. september næstkomandi. Fréttaþulur það kvöld verður Edda Andrésdóttir en hún hefur nú snúið aftur til starfa að loknu barnsburðarleyfi og mun í vetur annast lestur frétta. Af mannaráðn- íngum a Bylgjunni er það að segja að Katrín Baldursdót 1 ir fréttamaður í sumarafleysingum hefur verið fastráðin til starfa og sömu sögu er að segja af Erni Þórðarsyni sem unnið hefur á Bylgunni í sumar... V, etrardagskrá Bylgj- unnar hefur verið ákveðin að mestu og eru breytingar ekki stórvægilegar. Sigur- steinn Másson hverfur að vísu af vettvangi í haust er hann heldur til náms í París. Hall- g r í m u r Thorsteins- son, sem hefur að mestu verið fjarverandi í sumar, kemur til með að keppa við Þjóðar- sálina síðla dags, en hann verður einn á ferð að þessu sinni. Samkvæmt heimild- um blaðsins fór hann þess óformlega á leit við Helgu Guðrúnu Johnson, fyrrum fréttamann, að koma til samstarfs við sig en úr því hefur ekki orðið. Aðrar breytingar á dægurmála- deild Bylgjunnar felast eink- um í tilfæringum á því starfsfólki sem þegar er til staðar. Þannig mun Anna Björk Birgisdóttir koma í stað Jóns Axels og Gulla fyrir hádegi og Helgi Rúnar Oskarsson mun demba tónlist og kjaftagangi yfir landsmenn eftir hádegi... l\xö iökin á milli stjórnar- flokkanna í fjárlagagerðinni í haust verða eflaust einna hörðust í kringum land- búnaðarmálin, eins og reyndar þegar er farið að sýna sig. Eitt félag innan Al- þýðuflokksins, Félag frjáls- lyndra jafn- aðarmanna, hyggst í næstu viku h a 1 d a „kennslu- stund í land- búnaðar- fræðum" fyrir almenning og teflir fram sem kennur- um nokkrum kanónum, þeim Kristjáni Jóhannssyni hjá Hagfræðistofnun, ein- um höfunda skýrslunnar umdeildu, Sigurði Líndal lagaprófessor, Þórarni V. Þórarinssyni hjá VSÍ og Guðmundi Ólafssyni hag- fræðingi, sem reyndar er ekki síður kunnur fyrir skoðanir sínar á kvikmynd- ÞAÐ ER BJART YFIR Venjuleg þriggja þrepa sjálfskipting Nissan síbreytiskipting (N.CVTJ Háþróuö sjálfskipting N.CVT Háþróuö Nissan sjálfskipting meö tölvustýröri kúplingu, sem gefur mjúkt þrepalaust viðbragð. Býður uppá einstaka sparneytni og fyrirhafnarlausan akstur. NYJA BILNUM FRA NISSAN IMI5SAIM ÞETTA ER AUÐVITAÐ BÍLL ÁRSINS 1993, GLÆNÝR OG SPRÆKUR BEINT UR KASSANUM STÓRSÝNING UM HELGINA FRÁ KL. 14-17 VERIÐ VELKOMIN. Ingvar Helgasori hf« Sævarhöfði 2,112 Reykjavík Sími 674000 VERÐ AÐEINS 855.000.- KR. STGR. Fólk meí viti les smáa lotriö og notar öryggisbeltin alltaf

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.