Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 2
PHESSAN FYRST OG FREMST Fimmtudagurínn 26. ágúst 1993 PÁLMIGESTSSON Nær öruggt að hann fær aðalhlutverkið í uppfærslunni á Gaukshreiðrínu. LOUISA MATTHÍASDÓTTIR Amerísk verðlagning og því kosta myndirnar um tvær milljónir króna. Pálmi Gestsson í Gaukshreiðrinu Þjóðleikhúsið ætlar í vetur að færa upp sýningu á Gauks- hreiðrinu sem Milos Forman gerði ódauðlegt á hvíta tjald- inu. Myndin var gerð 1975 eftir sögu Ken Kesey og fékk alla fimm stóru óskarana. Það hefur verið beðið með nokk- urri eftirvæntingu eftir því hver fengi hlutverk sjúklings- ins sem Jack Nicholson lék svo eftirminnilega um árið. Nú er nær öruggt að Pálmi Gestsson hljóti þetta eftirsótta hlutverk en um tíma stóð til að Ingvar E. Sigurðsson léki hlutverkið. Hann þótti hins vegarofungur. Verk Louisu kosta sitt________ Islendingar sem hafa hug á að kaupa vel á yfirlitssýning- unni á verkum Louisu Matt- híasdóttur mega búast við að grynnki verulega í veskinu. Við heyrum nefnilega að verð myndanna sé ekki beinlínis miðað við þær tölur sem al- gengar eru á listaverkamark- aði hérlendis. Louisa mun hafa gert samning við banda- rískt gallerí um sölu á verkum sínum og um leið í reynd framselt verðlagningu þeirra í hendur þess. Það er því bandarískt markaðsverð, en ekki íslenskt, sem gildir. Þeir sem til þekkja segja að algengt verð á myndum hennar sé í kringum tvær milljónir króna. Raxi semur viö amríkana_______ Hinn þekkti ljósmyndari Mary Ellen Mark og eigin- maður hennar Martin Bell, kvikmyndaleikstjóri, voru stödd hérlendis í sumar í tengslum við ljósmyndasýn- ingu hennar á Kjarvalsstöð- um. Meðan á dvöl þeirra stóð nutu þau gestrisni góðra vina sinna, Ijósmyndaranna Einars Fals Ingólfssonar, Ragnars Axelssonar og Páls Stefáns- sonar, sem meðal annars buðu þeim í vélsleðaferð á Mýrdalsjökul. Martin Bell, sem þekktur er í heimalandi sínu fyrir heimildamyndagerð og frumsýndi nýverið fyrstu leiknu kvikmynd sína við prýðilegar undirtektir þar vestra, hreifst mjög af fegurð og fjallasýn á jöklinum. Hann hafði þegar séð myndaseríu Raxa, sem hann tók á Græn- landi, og hrifhing hans var slík að sú hugmynd kviknaði að gera heimildamynd um harð- neskjulegt líf ísbjarnaveiði- manna á Grænlandi. Gífur- lega kostnaðarsamt er að ferð- ast um landið en þegar hefur verið búin til nákvæm áætlun sem hljóðar upp á einhverjar milljónir króna, og hún send amerískri sjónvarpsstöð með það í huga að hún fjármagni gerð kvikmyndarinnar. Hug- myndin hefur fengið mjög já- kvæð viðbrögð en ekki hefur enn verið gengið endanlega frá samningum. Heyrst hefur að Raxi hafi í huga að gefa út bók með myndum sínum og mun hann væntanlega njóta stuðnings Mary Ellen Mark við vinnu sína. Frikki og Dýriö meö bgr_________ Senn líður að því að nýr vínveitingastaður bætist í bar- flóru borgarinnar. Með haust- inu hyggjast verslunareigend- urnir Friðrik Weisshappel og Dýrleif Ýr Örlygsdóttir, ásamt Andrési Magnússyni fyrrum blaðamanni, opna bar að Bergstaðastræti 1, sem mun bera sama nafh og tísku- verslun Friðriks og Dýrleifar, Frikki og dýrið - Kaffibar. Andrés kemur inn sem fjár- mögnunaraðili en Friðrik og Dýrleif munu sjá um að reka staðinn. Þau eru ekki með öllu ókunnug kráarmálum en Friðrik starfaði um langt skeið sem barþjónn á Bíóbarnum og Dýrleif vann á barnum í Nl og síðar í Veitingahúsinu 22. Ráðgert er að vígja kaffi- barinn 1. október en sá dagur varð fyrir valinu af tveimur ástæðum; barinn er í húsi númer 1 sem stendur við Laugaveg 11 og eigandinn sem leigir þeim húsnæðið er fæddurl. 11. Nú þegar Olafur Ragnar Grímsson, formaöur Alþýöu- bandalagsins, hefur sagt lausri prófessorsstöðu sinni viö Há- skóla íslands vakna vitanlega upp spumingar um hver tekur við starfinu og koma allnokkur nöfn til greina. Fyrsta ber að nefna ágæta starfsfélaga inn- an félagsvísindadeildarinnar, stjómmálafræðingana Hannes Hólmstein Gissurarson og Gunnar Helga Kristinsson. Báðir virðast koma sterklega til greina einkum vegna þess að þeir hafa verið afar afkasta- miklir á ritvellinum; Hannes hefur gefið út doktorsritgerð sína, sjö bækur og fjöldan all- an af blaðagreinum en Gunnar Helgi hefur gefið út bækling um Evrópumál, var einn af þremur höfundum bókarinnar Atvinnustefna á íslandi og gaf auk þess út doktorsritgerð sína. Ritstörf og ötul rannsókn- arstörf gefa umsækjendum aukna von um skipan í stöð- una. Einnig má leiða getum að því að Svanur Kristjánsson, sem settur var í umrædda pró- fessorsstöðu þegar Ólafur Ragnar hvarf til stjórnmála- vafsturs, sæki um stöðuna. Hann hefur hins vegar ekki lát- ið mikið af rituðu efni frá sér frekar en Ólafur Þ. Haröarson, sem enn hefur ekki lokið dokt- orsritgerð sinni eða verið iðinn við skrif og rannsóknarstörf. Líkur hins fyrrnefnda eru ágæt- ar vegna langrar starfsreynslu sinnar en ólíklegt mun vera að hinn síðast nefndi komi til greina. Þá má nefna til sögunn- ar Jón Orm Halldórsson, sem hefur sérhæft sig í stjórnmál- um þriðja heimsins, en ekki er víst að hann hafi hug á um- ræddu starfi. Stöociveitingar hafa ávallt valdið nokkrum usla innan deildarinnar en skemmst er að minnast rimmu þeirra Hannesar og Gunnars Helga þegar skipa átti í lektorsstöðu fyrir nokkrum árum. Hafði Hannes betur í það skiptið. Nú má gera ráð fyrir að þeir verði helstu keppinautar á ný, komi ekki til einhver utanaðkomandi, og þykja afköst Hannesar styrkja stöðu hans meðan Gunnar Helgi er líklegri til að hafa fleiri atkvæði á bak við sig innan deildarinnar. Endanlegt ákvörðunarvald er þó í höndum Ólafs G. Einarssonar, mennta- málaráðherra, en sagan hefur kennt okkur að ákvarðanir hans hafa oftar en einu sinni komið mönnum í opna skjöldu. Olafur Ragnar Grímsson hefur sagt prófessorsstöðu sinni viö félagsvísíndadeild Háskóla ís- lands lausri og er það mál manna að helstu keppinautar um skipun í stöðuna verði stjórnmálafræðingarnir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Gunnar Helgi Kristinsson. Kvenlegar breyt- ingar á Aöalstöö- inni_____________ Mikilla breytinga er að vænta á Aðalstöðinni. Eins og PRESSAN hefur þegar greint frá stendur til að mýkja upp stöðina, gera kvenlegum sjón- armiðum hátt undir höfði, þar á meðal heilsu. I byrjun september mun önnur Górill- an Davíð Þór Jónsson taka upp þráðinn í guðfræðinám- inu þar sem frá var horfið. En ekki er vitað um afdrif hinnar Górillunnar Jakobs Bjarnars Grétarssonar. Áhrif Davíðs Þórs munu þó ekki hverfa með öllu af Aðalstöðinni því betri helmingur hans Elín EUingsen, systir kvikmynda- stjörnunnar Maríu Ellingsen, mun taka við morgunþáttun- um af eiginmanninum ásamt Katrínu Snæhólm Baldurs- dóttur sem á nú að heita þar dagskrárstjóri. Þá hefur það verið gjört heyrinkunnugt að Guðríður Haraldsdóttir, sú sem var fyrst til að koma hin- um skelegga gagnrýnanda Kolbrúnu Bergþórsdóttur á framfæri, muni strax í haust hefja umfjöllun sína um bók- menntir. En eins og venja er mun hún fjalla um bók- menntir eins og henni einni er lagið, þ.e.a.s. ekki of hátíðlega. Þá mun miðillinn Jóna Rúna Kvaran ganga til liðs við Aðal- stöðina að nýju með einhvers- konar fjölskylduvænan þátt. „Kiddi sleggja" í framboo_________ Ef Steingrímur J. Sigfússon býður sig ekki fram til for- mennsku hjá Allaböllum má fastlega reikna með því að það geri Kristinn H. Gunnarsson, „Kiddi sleggja", frá Bolungar- vík. Hann er í eins konarper- sónulegri herferð gegn Olafi Ragnari Grímssyni og þótt hann eigi sáralitla möguleika á kjöri er hann ekki fráhverfur hugmyndinni. Eins og hann viðurkennir reyndar sjálfur hefur hann engu að tapa og allt að vinna. Halldór Blöndal í yaraformanninn Enn magnast sú skoðun að Halldór Blöndal geti vel hugsað sér að gefa kost á sér til varaformennsku í Sjálfstæðis- flokknum á landsfundinum í haust. Það er talið mundu styrkja stöðu Davíðs Odds- sonar og skapa meiri frið um formennsku hans ef hann fengi sér við hlið landsbyggð- armann af kalíberi Halldórs, í stað Reykjavíkurmannsins Friðriks Sophussonar. I því sambandi er minnt á hversu óþreytandi Víkverji Morgun- blaðsins hefur verið við að kalla Halldór hinn nýja lands- byggðarforingja Sjálfstæðis- flokksins. RAGNAR AXELSSON Amerísk sjónvarpsstöð kannar möguleika á fjármögnun heimildamyndar um ísbjamaveiðar á Grænlandi. DÝRLEIF ÝR ÖRLYGSDÓTTIR Opnar bar sem á að heita Frikki og Dýrið ásamt Friðriki Weisshappel og Andrési Magnússyni sem fjármagnar ævintýrið. DAVÍD POR JÓNSSON Hverfur íguðfræðina en eiginkonan tekur við. JÓNA RUNA KVARAN Verður með fjölskylduvænan þátt á Aðalstöðinni. KRISDNN H. GUNNARSSON VIII íframboð gegn fjandvini sínum, Ólafi Ragnari. HALLDÓR BLÖNDAL Landsbyggðaforingi Vikverja líklegur í varaformanninn í haust. UMMÆLI VIKUNNAR „Svavar Gestsson hefur alltafkomið mérfyrir sjónir sem hálfgerður ónytj- ungur, sem aldrei hefurglatt mannlegt hjarta, ekki unnið eitt einasta œrlegt þarfaverk íþágu lands ogþjóðar, ekkert nema óhróður og mannvonska." Baldur Hermannsson, í hlekkjum Hrafnslns. Framboðsræðan „Satt að segja langar mig ekkert mikið til að verða formaður." Steingrimur J. Sigfússon, afi. Einar Vilhjálmsson endurborinn „Ég hreinlega missti kúluna í öllum þremur köstunum — stífriaði upp og missti kúluna hreinlega í útkastinu milli löngutangar og vísifingurs." Pétur kúla Guömundsson, afsakanafræöingur. Fíllinn var þá tröll „Illt er fyrir hinn góða dreng, Þorkel Helgason, að eiga slíkt tröll sem Sighvat Björgvinsson að einkavin." Ólafur Ragnar Grimsson, fjölmiðlasjúklingur. „Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð." Úr læknaskýrslu. ílíka íkáttu óuinm „Þá daga sem Shimon Peres heimsækir Island höfum við, íslensk þjóð, einstakt tækifæri til að sýna bæði Guði og mönn- um að við hötum ekki, heldur elskum Israel." Guömundur Öm Ragnarsson, Síonlsti. Oa tunglið er ostur! „Það er tílvijun að þessir þrír umsjónar- menn koma frá Ríkisútvarpinu." Siguröur G. Valgeirsson, magasínstjóri Sjónvarpsins. p\úöIcíuu* utora,ivi>iiiruit „Uppáhaldsmaturinn er grjóna- grautur og lifrarpylsa." Gu&laugur Þór Þór&arson, SUS-ari

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.