Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 14

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 14
F 14 PRESSAN Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 Formaöur Félags bókagerfcirmanna sagði ypp störfum: RANNSOKN A GREIDSLUM TIL FORMANNSINS Á trúnaðarmannaráðs- fundi í Félagi bókagerðar- manna (FBM) í síðustu viku var samþykkt að fjögurra manna nefnd skyldi kanna viðskipti Þóris Guðjónsson- ar, fráfarandi formanns, við félagið síðustu tvö árin. Þór- ir sagði af sér formennsku í félaginu fyrir rúmum hálf- um mánuði og voru per- sónuleg vandamál tilgreind sem ástæðan, en í raun mun hann hafa verið þvingaður til að segja af sér. Samþykkt- in á trúnaðarmannaráðs- fundinum er til komin vegna þráláts orðróms um óreiðu í fjármálum félagsins, sem rekja megi til Þóris og er rætt um meint misferli í því sambandi. Umdcildar VISA-úttektir á feröalögum og veit- ingahúsum FBM er fjárhagslega sterkt félag og elsta fagfélag lands- ins og er hér því um talsverð tíðindi að ræða. Þórir hafði verið formaður félagsins síð- ustu 5 árin, en fyrstu vís- bendingarnar um óreiðu og hugsanlegt misferli komu upp 1990-1991. Þá komu fram háværar kröfur á stjórnarfundi um að for- maðurinn „færi í frí". Nú leikur ekki síst grunur á að Þórir hafi misnotað VISA-kort í nafni félagsins og blandað saman einka- neyslu og útgjöldum félags- ins, einkum þá í sambandi við tíð ferðalög og úttektir vegna hótelgistinga og reikninga veitingahúsa og verslana. Þórir og útvaldir stjórnarmenn hafa á meðal óbreyttra félagsmanna gjarnan gengið undir nafn- inu „Ferðaklúbburinn". Einn viðmælenda blaðsins sagði að VISA-úttektirnar væru „glæsileg þræðing á veitingahúsum, innanlands jafnt sem erlendis, auk ým- issa augljóslega persónulegra úttekta." Þeir heimildarmenn sem PRESSAN ræddi við voru ekki sammála um umfang málsins, en nefndu að Þóri hefði verið gert að endur- greiða ýmsar úttektir til fé- lagsins. Tölur frá 170 þús- und upp í 310 þúsund krón- ur voru nefndar í því sam- bandi, en þá um leið sagt, að þar sem engin ítarleg rann- sókn hafi enn farið fram á umfangi málsins sé ómögu- legt að áætla fjárhæðir, sem umdeilanlegar kunna að Flestir í trúnaðar- mannaráðinu vildu þagga máliö niour Sá viðmælandi blaðsins, sem skemmst vildi fara, nefndi endurgreiðslu upp á 170 þúsund krónur vegna tvígreidds ferðakostnaðar. „Frekari rannsókn er nú á bókhaldi félagsins vegna gróusagna um fjármálamis- ferli Þóris, en að mínu mati bendir ekkert til þess nú að það hafi átt sér stað. Engu að síður var hann látinn fara vegna málsins." Annar viðmælandi blaðs- ins kvað fastar að orði. „Honum var einfaldlega stillt upp við vegg og honum sagt að annaðhvort segði hann af sér eða að hann yrði kærður fyrir fjárdrátt." Það sem meðal annars orkar tvímælis í málinu er að Þórir mun hafa reiknað sér laun fyrir að taka að sér gjaldkerastörf, eftir að félag- ið varð gjaldkeralaust á tímabili. Til þessa hafði hann þó enga heimild. Á trúnaðarmannaráðs- fundinum, sem haldinn var í síðustu viku, komu upp skiptar skoðanir um hvað gera skyldi í málinu, en meirihluti ráðsins taldi mik- ilvægt að málið kæmist ekki í hámæli. Þegar ljóst var að nokkrir fundarmenn sættu sig ekki við að málið yrði þagað í hel var samþykkt að fjögurra manna nefnd kynnti sér viðskipti Þóris við félagið. „Nefndin á aö kveða niour þennan orðróm" Sæmundur Árnason, hinn nýi formaður FBM, sagði í samtali við PRESS- UNA, að Þórir hefði sagt upp störfum vegna alvarlegs sjúkdóms sem hann ætti við að stríða og réði ekki við. „Undir slíkum kringum- stæðum er ekki óeðlilegt að kviksögur vakni og það er rétt að á umræddum trún- aðarmannaráðsfundi var skipuð fjögurra manna nefnd. Hún fékk það verk- efni að fara yfir greiðslur til formannsins á því reikn- ingsári sem lýkur um næstu áramót og hugsanlega lerigra aftur í tímann ef upp kemur óánægja með það sem menn sjá, sem ég á ekki von á. Ég byggi það á því að þegar ég tók við formennsku 10. ág- úst lét ég löggiltan endur- skoðanda fara yfir reikning- ana, kanna hvort sjóðir stemmdu og allar eignir væru til staðar. Og ekki bar á öðru en að svo væri, en slíkt er gjarnan gert þegar nýr maður tekur við. Þessi nefhd á að sannreyna að enginn maðkur sé í mys- unni. Það er rétt að þrálátur orðrómur er í gangi um annað, en ég leyfi mér að fullyrða að alls ekki er um fjárdrátt að ræða. Þessi nefnd var skipuð til að kveða niður þennan orð- róm." Sérstaklega spurður um endurgreiðslur og umdeild- ar VISA- úttektir 1990-1991 sagði Sæmundur að þar væri um mjög gamalt mál að ræða. „Það mál er í engum tengslum við uppsögn Þóris. Hann segir upp vegna sjúk- dóms. Það er mikil ábyrgð sem fylgir þessu starfi og hann treysti sér ekki til að gegna því lengur," sagði Sæ- mundur. Friðrik Þór Guðmundsson. ÞÓRIR GUÐJÓNSSON. Sagði nýverið af sér sem f ormaður af persónulegum ástæðum. Þrálát- ur orðrómur er uppi um óreiðu og fjármálamisferli og hefur nefnd ver- ið falið að kanna greiðslur til hans úr sjóðum f élagsins. i \ Í GUÐLAUGUR BERGMANN. Rak Karnabæ í rúman aldarfjórðung áður en veldið hrundi. Rekur nú Saumastofuna Sólina og situr í stjórn Spors og nokk- urra annarra hlutafélaga. Frægasta tískuveldið reyndisr eignolaust 100MILLJÓNAÞR0T GAMLA KARNABÆJAR Gamli Karnabær, sem Guðlaugur Bergmann átti og rak, hefur verið gerður upp í gjaldþrota- skiptum, þar sem nær engar eignir fundust upp f nær 100 milljóna króna kröfur. Áður en tíl gjaldþrotaskipta kom höfðu Guðlaugur og aðrir aðstandendur Karnábæjar breytt nafni hlutafélagsins í Daníels- son hf. íslandsbanki var sá kröfuhafa sem tapaði langmestum upphæð- um í gjaldþrotinu, nær 60 milljónum. Karnabær var fjöl- skyldufyrirtæki, sem stofnað var 1966 og færði með sér byitingu í tískubransanum. Eftír margra ára velgengni tók að halla undan fæti hin síðari ár. Iðnlána- sjóður eignaðist húseign Karnabæjar að Lauga- vegi 66 á nauðungar- uppboði í byrjun þessa árs og í kjöifarið var Karnabær (Daníelsson) tekinn til gjaldþrota- skipta. Engar veðkröfur eða forgangskröfur bár- ust, en almenflar kröfur hljóðuðu upp á tæplega 95 milljónir króna og greiddust rúmar 300 þúsund krónur upp í þær. Guðlaugur Berg- mann og fjölskylda eiga eftir sem áður nokkur önnur hlutafélög. Þau reka Saumastofuna Sól- ina hf. í leiguhúsnæði við Nýbýlaveg og í símaskrá eru skráð þar tíl húsa Karnabær og G. Bergmann hf, sem nú hefur reyndar hlotið nafnið Toppco hf. Þar fyrir utan má finna á skrá hlutafélögin Berg- rnann og Bergmann bf. (fasteignarekstur), Betra líf hf. og bókaforlagið Birting hf. (áður Nýald- arbækur bí). Fyrir fáein- ura árum var Guðlaug- ur Bergmann í samflotí með hópi einstaklinga sem lögðu tíl fé í hluta- fjáraukníngu Hafskips og síðar Arnarflugs. ¦Guðlaugur var einnig um árabil helmingseig- andi Steina hf., sem nu hefur runnið saman við Skífuna í Spor hf. Sam- kvæmt glænýrri til- kynningu til hlutafé- lagaskrár er Guðlaugur Bergmann meðstjór- andi I Spori, ásamt Jórd Ólafssyni stjórnarfor- manni og Steinari Berg Isleifssyni fram- kvæmdastjóra Spors. Tvennum sögum fer af eignaraðild Guðlaugs í Spori; ýmist er hann sagður eiga ekkert hlutafé í Spori eða þriðj- ung Friörik Þór Guömunds- i i t"

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.