Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 12
12 PRESSAN Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 Þórhildur MeiWóttit og Arnar Jónsson hafo um árabil rekið ólöglega heimagisfingu MEB QLÖGLEGAN REKSTUR SAMHLIDA ÞINGMENNSKU Reksturinn brýtur gegn lögum, en umsögn eldvarnareftiriits, heilbrigdiseftiriits og vinnueftiriits og samþykki borgarráðs þarftil rekst- urs gistiheimila. Enginn þessara aðila hefur fjallað um gistiheimili Þórhildar og Arnars. Ferðaskrifstofur vísa viðskiptavinum á gisti- heimili sem þær vita að eru ólögleg. Hjónin Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstjóri og fyrr- verandi þingmaður og Arn- ar Jónsson leikari hafa rekið ólöglega heimagistingu að heimili sínu Óðinsgötu 9 til fjölda ára. Þau eru á meðal margra aðila sem rekið hafa slíka heimagistingu án þess að hafa aflað sér til þess til- skilinna leyfa embættis lög- reglustjóra, en hagsmunaað- ilar í ferðaþjónustu hafa miklar áhyggjur af því að lít- ið sem ekkert eftirlit sé haft með heimagistingu í at- vinnuskyni. Uppgefið verð bendir til þess að á háanna- tíma sé veltan af heimagist- ingunni að Óðinsgötu 9 yfir 1 milljón á mánuði. Þingkona meö ólög- legan rekstur PRESSAN hefur sann- reynt að Þórhildur Þorleifs- dóttir og Arnar Jónsson hafa boðið upp á heimagistingu að Óðinsgötu 9 til fjölda ára, fyrst í stað með aðeins tvö herbergi. Undanfarin ár hef- ur reksturinn hins vegar ver- ið í allstórum stíl; húsnæðið var stækkað og í dag er boð- ið upp á allt að 12 herbergi. Þennan leyfislausa rekstur ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓJTIR og ARNAR JÓNSSON bafa rekið ólöglega lieiinagistiiigu til fjölda ára. ÓÐINSGATA 9 Heimagisting þeirra hjóna er rekin á lieimili þeirra þar sem þau leigja allt að 12 lierbergi í semi. hefur Þórhildur því haft undir höndum á sama tíma og hún var þingmaður Kvennalistans 1987 til 1991. Á gistiheimilinu að Óð- insgötu fengust þær upplýs- ingar að þar væri allt full- bókað til loka ágústmánað- ar. Tveggja manna herbergi kosti 4.200 krónur á dag, en eins manns herbergi 3.000 krónur og í báðum tilfellum væri morgunmatur reiknað- ur inn í verðið. Miðað við 80 til 100 pró- sent nýtingu á herbergjun- um fjóra mánuði ársins má áætla innkomnar tekjur 1 til 1,3 milljónir á mánuði eða 4 til 5 milljónir króna yfir tímabilið. Á móti þessum tölum koma síðan tilfallandi kostnaðarliðir. Stærsti slíki kostnaðarliðurinn mun vera eins konar umboðsþóknun til þeirra ferðaskrifstofa sem vísa fólki á heimagistinguna, líkast til 30 prósent. Það eru Ferðaskrifstofa íslands og Samvinnuferðir-Landsýn sem kaupa gistiþjónustu hjónanna. Enginn lögaðili á bak við heimagistinguna Þau hjónin eru ekki á skrá Tollstjóraembættisins yfir aðila með virðisaukaskatts- númer. Það stafar af því að virðisaukaskattur er ekki innheimtur af gistingu, en maturinn er hins vegar virð- isaukaskattsskyldur. Virðis- aukinn er hins vegar ekki skilaskyldur nema hann nemi hið minnsta 196 þús- undum króna á 12 mánaða tímabili. Samkvæmt skattskrá var lagt á Arnar tryggingagjald í staðgreiðslu, sem lagt er á launagreiðendur og verk- taka, 873 krónur. Það bendir til uppgefinna brúttólauna vegna atvinnureksturs upp á 14 þúsund krónur. Þá var lagt á þau kirkjugarðsgjald sem bendir til aðstöðu- gjaldsstofns upp á 8 til 10 þúsund krónur. Samkvæmt útsvari þeirra var Arnar með að meðaltali 191 þúsund krónur á mánuði í laun í fyrra og Þórhildur um 134 þúsund. Eftirgrennslan blaðsins leiddi í ljós að heimagistingin að Öðins- götu 9 er í nafni hjónanna, en ekki einhvers lögaðila. Heimagistinguna að Óð- insgötu 9 er sem fyrr segir ekki að finna á þeirri skrá embættis lögreglustjóra, sem nær til þeirra aðila sem hafa aflað sér tilskilinna leyfa. Samkvæmt upplýsingum embættisins er skýrt kveðið á um það í lögum um veit- Þórhildur Þorleifsdótfir: „Vissi elcki að þyrfli leyfi" „Það hefur nú verið þannig að það hefur ekki þurft leyfi, þetta er aUt annað en gjstiheim- 3i Ég spurði um það á sínum tíma hjá ferðaskrifstofu og var þá tjáð að ekM þyrftí leyfi fyrir heimagistingu. Ég hef ekki heyrt það fyrr að það þyrfti leyfí fýrir heimagistingu," sagði Þór- hildur Þorleifsdóttir um rekst- urínn að Óðínsgötu 9. En nú þarfkyfi hjá embœtti ]ögre%hstþra. „Þá ert þú að segja mér frétt- ir. Eins og ég sagði hef ég spurst fyrir um þetta og ég hef ekM vitað annað en að þetta væri allt í lagi. Þú ert að segja mér fréttír ef svo er ekki og þá þarf ég að iáta kanna það. Hvernig stendur á því að ferðaskrifstof- urnar gera ekki neitt í þessu? Eru þær að taka þátt í þvi að fólk sé með kolólöglegan rekst- ur?" Þú hefur sem sagt ekki aflað þérleyfis? „Nei, það hef ég ekki gert. Mér hefur ekki einu sinni verið kunnugtumaðþaðþyrftL" Þiðrektðþetta íágin nafiú? „Það er fyrst núna sera þarf að starfrækja þetta með sldpu- lagðara móti með nýjum lög- um sem taka gíldí um næstu áramót. Mér þætti gaman að sjá hvað margir sem eru með heímagistingu hafa leyfi lög- reglustjóra." Á ekki rekstraraðili ogþing- kom aðþekkja lögin? „Heldur þú að þingmenn kunni öll lög utanað? Eg býst nú ekki við að það séu til laga- bálkar um heimagistingu." inga- og gististaði að enginn megi stunda slíkan rekstur nema hafa til þess leyfi frá lögreglustjóra. Slíkt leyfi fá- ist ekki nema að undan- genginni jákvæðri umsögn frá eldvarnareftirliti, heil- brigðiseftirliti og vinnueftir- liti og með samþykkt borg- arráðs. Nú mun vera á skrá embættisins 41 aðili sem afl- að hefur sér leyfis til reksturs heimagistingar. Heimagist- ingin að Óðinsgötu 9 er ekki þar á meðal. Engin tilraun hefur enn verið gerð til að áætla hversu margir bjóða upp á heimagistingu án leyf- is, en ástæða þykir til að ætla að þeir aðilar séu ófáir. Ferðaskrifstofur vita af ólöglegum rekstri Leyfislausir aðilar koma sér með ýmsu móti á fram- færi og einhverjir þeirra eru á skrá hjá ferðaskrifstofum. Heimagisting Arnars og Þórhildar er þannig sem fyrr segir á skrá hjá Ferðaskrif- stofu íslands og Samvinnu- ferðum-Landsýn. PRESSAN hafði samband við Kristján Gunnarsson fjármálastjóra S-L og eftir að hafa kynnt sér málið greindi hann frá afstöðu ferðaskrifstofunnar. „Þessir aðilar hafa ekki þetta leyfi eftir því sem ég fæ best séð. En það er sjálfstætt gæðamat skrifstofanna sem ræður því hvaða aðilar eru teknir inn. Við höfum litið svo á að það sé ekki okkar að fylgjast með því hverjir eru með leyfi og hverjir ekki. Við höfum fengið kvartanir yfir húsum sem hafa leyfi, en varðandi þennan sérstaka aðila þá hafa margir lýst yfir ánægju sinni með gisting- una þar og beðið um gist- ingu þar aftur. Við biðjum okkar viðskiptavini að fylla út sérstakt eyðublað í þessu sambandi, til að fylgjast með gæðunum og það dugar okkur. Þessir aðilar hafa komið vel út," sagði Krist- ján. Hrafnhildur Pálsdóttir fjármálastjóri Ferðaskrif- stofu íslands tók í sama streng, en taldi ólíklegt ann- að en að leyfi væri einhvers staðar að finna. Pálmi Jónasson Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistíhúsa: Umfang ólöglegra gistiheimila gífurlegt Hafa um árabil beðið lögregluembættið um rannsókn Að sögn Ernu Hauksdótt- ur, framkvæmdastióra Sam- bands veitinga- og gistihúsa, er alls óvíst hversu mörg gistiheimili og heimagistingar eru reknar án tilskilinna leyfa. „Það hefur komið fyrir að við höfum farið yfir skrá yfir leyfishafa og sent lögreglu- stjóra lista yfir þá sem bjóða upp á gistingu, en eru ekki í skránni. Þetta er ekki einka- mál þeirra sem bjóða upp á gistingu, það verða allir að hafa leyfi. Það er orðið nokk- uð langt síðan við sendum lögreglustjóra slíkan lista, en um árabil höfum við verið að biðja embættið um að kanna umfangið á þessu sviði, her- bergjafjölda, notkun og fleira í þeim dúr. Við vitum að umfangið er orðið gífurlegt í heimagistingunni, en enginn veit neitt um herbergjafjöld- ann og fjölda gistinátta." Erna vildi ekki tjá sig um einstök tilvik þar sem tilskilin leyfi skorti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.