Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 28

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 28
28 PRBSSAN MODEL OG MYNDLIST Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 MYNDLIST • Piers Browne, list- málarinn breski, opnar sýningu á verkum sín- um í Asmundarsal nk. mánudag. Auk æti- mynda verða til sýnis *" nýlegar vatnslitamyndir sem listamaðurinn mál- aði á íslandi. • Kristbergur Ó. Pét- ursson opnar á laugar- dag tvær málverkasýn- ingar, í Hafnarborg og í kaffihúsinu Nönnukoti við Mjósund í Hafnar- firði. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðju- dagakl. 12-1Q. • Amgunnur Yr opnar sýningu á olíumálverkum sínum að Hulduhólum, Mosfellsbæ á laugardag. "— Opiðdaglegakl. 14-18. • Louisa Matthíasdóttir, yfiriitssýning á verkum hennar á Kjarvalsstöðum. Opiðdaglegakl. 10-18. • Þorsteinn frá Hamri sýnir Ijóð á Kjarvalsstöð- um. Opið daglega W. 10- 18. • Daníel Þorkell Magn- ússon heldur sýningu á Kjarvalsstöðum. Oplð dag- legakl. 10-18. • Janet Passehl sýnir verk sín í Ganginum. • Pétur Gautur Svavars- son sýnir olíumáh/erk í *" Porrjnu. Opið alla daga nema þriðjudaga W. 14-18. • Þorfinnur Sigurgeirs- son sýnir máh/erk og teikn- ingar í Listasafni ASI. Opið alla daga nema miðviku- dagakl. 14-19. • Inga S. Ragnarsdóttir heldur sýningu á skúlptúr- um unnum úrstúkkmarm- ara, blikki og stáli, í Galleríi 11. • Leszek Golinski og Macidej Deja, listamenn- imir pólsku, sýna rjrafík- myndir í Galleríi Umbru. " • Gréta Ósk Sigurðar- dóttir sýnir ætingar í sínk og pappírsverk í Galleríi Sævars Karls. • Alvar Aalto. Afmælis- sýning Norræna hússins á verkum Afvars Aalto. • Markús ívarsson. Sýn- ing á verkum ýmissa ís- lenskra listamanna úr safni Markúsa; ívarssonar, í Listasafni íslands. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. • Ásmundur Sveinsson. Yfirlitssýning í Ásmundar- safni við Sigtún í tilefni ald- arminningar hans. Verkin spanna allan feril hans, þau elstu frá 1913 og það yngsta frá 1975. Opið alla dagafrá 10-16. • Jóhannes Kjarval. Sumarsýning á verkum Jó- hannesar Kjarvals að Kjar- valsstöðum, þarsem meg- ináhersla er lögð á teikn- ingar og manneskjuna í list hans. • Ásgrímur Jónsson. Skólasýning stendur yfir í Ásgrímssafni þarsem sýndar eru myndir efrjr Ás- grím Jónsson úr íslenskum « þjóðsögum. Opið um helg- arkl. 13.30-16. SÝNINGAR • Nútíð við fortíð nefnist viðamikil sýning í Þjóð- minjasafninu ítilefni 130 ára afmælis safnsins. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. ¦•-...¦ .. Krisbna Haraldsdóttir prýðir grein um hreysti og megrunarkúra. Ykkur til fróðleiks stendur í þeirri grein að ekkert gagn sé af því að fækka við sig kal- oríunum, það sé minnkandi filuát sem blívur. Snæfríður Baldvinsdóttir auglýsir hársnyrtivönir sem bera lieitið V05 og sve'rf lar hárinu líkt og Aima Björns gerði þegar hún auglýsti Vidal Sassoon. Það er ekki á hverjum degi sem tvær ís- lenskar fyrirsætur prýða sama erlenda tímaritið. I septemberhefti breska tísku- tímarítsins Company eru bæði myndir af þeim Krístínu Haraldsdóffur og Snæfríoi Baldvinsdóttur. Hvorug myndin er afgerandi stór en bóðar standa bær fyrir heilbrigði. Myndin af Kristínu er notuð til bess að prýða grein um heilsubyltinguna. Snæfríður er hins vegar að auglýsa sjampó og sveiflar hárinu líkt og Anna Björnsdóttir gerði þegar hún var að auglýsa hársnyrtivörurnar fra Vidal Sassoon. Við vifum mest lítið um hagi þessara fyrirsæta í dag en hvað sem því líð- ur er nokkuð Ijóst að þær líta enn vel út. Og einhver tekur eftír þeim. oþolanái hvað fréttaþulir Sjón- varpsins virðast eiga í mikl- um erfiöleikum meö aö horfa í rétta myndatökuvél þegar þeir lesa kvöldfrétt- irnar. Þaö klikkar ekki eitt einasta kvöld aö fréttamaö- urinn tali út í loftio og geri sig að fífli frammi fyrir af þjóö. MYNDLIST Myndveðrun GUNNAR ÁRNASON DANEL ÞORKELL MAGNUSSON KJARVALSSTÖÐUM Allir ættu að kannast við þá tilfinningu þegar maður fer niður í kjallara, gramsar í gömlu dóti og dettur niður á ómerkilegan hlut sem kveikir í einhverjum taugahnútum sem maður vissi ekki að maður ætti til. Það getur verið gömul mynd, Ieikföng, fatnaður, hús- gögn. Hluturinn virkar eins og emahvati sem leysir úr læðingi löngu gleymd efhasambönd. Þetta getur jafhvel gerst við að koma inn í herbergi og finna lykt sem er svo kunnugleg að hún virðist tilheyra heimi minninganna. Þannig skil ég „hugsanaveðrun" Daníels Þor- kels Magnússonar, nema að hjá honum gerist hún í öfuga átt. Daníel byrjar með umhverfið í öllum sínum margbreytileika og lætur það veðrast, jafht og þétt, þangað til ekkert verður eftir nema brot af ósamstæðri heild. Brotin eru hvorki eftir- myndir né myndlíkingar, þau sýna okkur ekkert og líkjast ekki neinu sérstöku, en þeim er ætl- að að kveikja í réttu taugaend- unum og koma okkur í sam- band við týndar minnisftumur. Við getum auðvitað aldrei fundið sjálf það sem gerist í hugskoti Daníels. En þess vegna höfum við listamenn sem er ætlað að gera hið ómögulega, að gefa okkur hlutdeild í per- sónulegustu upplifunum og horfnum heimum. Myndlist Daníels er ekki há- vær. Myndirnar sex á sýning- unni eru eins og þættir í kammerverki, lágstemmdar og grátóna. Þær eru hver um sig ólíkar en mynda samt samfellda seríu sem bendir til vandvirkni og allt að því ögunar í framsetn- ingu. Hvert verk er sett saman úr ólíklegustu hlutum (assem- blagé), en þó er kjölfestan blý- antsteikning á gráum karton- pappa innrömmuð á bak við gler. Línur, sveipir og hringir mynda samhverft, eða speglað, munstur og stundum eru hringlaga aðskotahlutir felldir inn í munstrið. Symmetría hef- ur skotið upp kollinum í verk- um ungra myndlistarmanna undanfarið og hún hefur verið gegnumgangandi einkenni á verkum Daníels. 1 hans tilviki eru ástæðurnar líklega tvær. Flestir manngerðir hlutir í kringum okkur eru samhverfir og samhverfur falla að rétt- hyrndu lagj myndrammans án þess að draga athyglina óþarf- lega mikið að myndbyggingu. Þeir hlutir sem liggja til hliðar við myndrammann gefa enn frekar til kynna nálægð þeirra hluta sem eru innan seilingar á heimilinu, skæri, gardínu- strengir, renndir hnúðar, fjalir, o.s.frv. Það sem lyftir verkunum upp er sérstæður karakter sem leynist í þeim. Annars vegar skiptast á leikaraskapur og mátuleg léttúð listamannsins, en hins vegar alvörugefhi iðn- aðarmannsins; annars vegar grófgerð efhi og hversdagslegir hlutir, en hins vegar nostur við smáatriði og snyrtileg uppröð- un. Verkin eru samt atveg laus við tilgerðarlega hvunn- dagsvæmni þótt þau búi yfir heimilislegum brag. Daníel virðist hafe orðið fyrir nokkrum áhrifum frá verkum „Þetta geturjafnvelgerst við að koma inn í herbergi ogfinna lykt sem er svo kunnugleg að hún virðist tilheyra heimi minn- inganna. Þannigskil ég „hugsanaveðrun"Daníels Þorkels Magnússonar, nema að hjá honum gerist hún í öfuga átt." Hreins Friðfinnssonar á þessari sýningu. Báðir aðhyllast þá es- tetík þar sem mikið er lagt upp úr efnisáferð og þeirri tilfinn- ingu sem býr í fingurgómun- um, samruna forms og efhis. En að leita fýrirmynda og glíma við þær er bara eitt stig í frekari „hugsanaveðrun" listamanns- ins. Daníel vinnur af alvöru og einlægni og bætir sig í hverju skrefi. H

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.