Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 42

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 42
¦+ 42 PRESSAN T V OG B IO Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 SJONVARPIÐ Sjáið: • íslenski hesturinn í ströngu á RÚV á fimmtudags- og sunnudagskvöld. Stoltir hestamenn á erlendri grund. • Brot ••• Shattered á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Stolnar Mlchcock-hugmyndir sem ganga bara merkilega vel upp. • Safharinn ••• The Collector á Stöð 2 á föstudagskvöld. Sjúklegur en trúverðugur þriller. Ó Matarlist Francois Fons bakar epla- köku á RÚV á sunnudag. Þáttur sem lagar línurnar. # Fjölskyldurerjur ••• To Sleep With Anger á Stöð 2 á sunnudags- kvöld. Heimur hinna þeldökku, ástir þeirra og sorgir. Prýðileg. • Teboð útfararstjórans The Mortiáarís Tea Party á RÚV á sunnudagskvöld. Vaðandi breskur húmor. Varist: 9 Feðginin 9 The Tender á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. John 1 ravolta dansar ekki. Það kann ekki góðri lukku að stýra. 9 Væntingar og vonbrigði 4 Catwalk á RÚV á laugardags- kvöld. Mikið væri gleðilegt ef sjónvarpsefhi á þessum tíma dags væri ögn uppbyggilegra. • Olsenliðið á sporinu © Olsenbanden pá sporet á RÚV á laug- ardagskvöld. Vissulega er til einstaka pervers fólk sem diggar Olsenliðið í botn. Fyrir alla hina er þetta sóun á fé skattborgaranna. • Glannafengin för & Dangerous Cur- ves á Stöð 2 á föstudagskvöld. Hó, hó, hó, hér er amerískur farsi á ferð. Slökkv- ið tímanlega á tækinu. KVIKMYNDIR Algjört möst: • Júragarðurinn ••• Jurassic Park Þetta er spennandi ævin- týramynd sem ætlað er nákvæmlega sama hlutverk og hinum „raunverulega" Jurassic Park, að græða peninga. Hæstiréttur um gæði þessarar myndar eru börnin. Þegar hasarinn fór að færast í aukana í myndinni hættu strákar að stríða stelpum og stelpur hættu að gjóa augum á stráka. Bíóhöllinni, Bíóborginni og Háskólabíói. • Super Mario Bros ••• Frumleg saga sem gengur upp, góðu kallarnir vinna og allt og allt. Myndin er skemmtileg, fyndin og hentar flestum meðlimum fjölskyldunnar (þó eklri heimilisdýrunum). Regnboganum. • Síðasta hasarmyndahetjan • * • Last Action Hero Þessi mynd er ákaflega vönduð hvað snertir leik og alla gerð. Tæknileg afreksverk eru unnin í henni hvað eftir annað. Eiginlega er hún of- hlaðin af yfirgengilegum spennuatriðum og sprelli, og er það helsti galli myndar- innar. Stjörnubíói. 0 Þríhyrningurinn •••• Ætla má að þar fari hálfklámmynd um vændismenn og búksorgir þeirra sem maður sér kl. 11, einn. Fljótlega kemur í ljós að varlegt er að treysta auglýsingum (og umsögnum kvilcmyndagagnrýnenda), því hér getur að líta sérstaklega skemmtilega og hjartahlýja mynd um ástína og vald tílfinninganna yfir okkur. Regnbogan- um. 0 Á ystu nöf ••• Cliffhanger Frábærar tæknibrellur og bráð- skemmtileg mynd. Það er bara galli að efnið sjálft er botnlaus þvæla. Stjörnubíói og Háskólabíói. 0 Mýs og menn ••• Ofmice and men Mestmegnis laus við væmni og John Malkovich fer á kostum. Háskólabíói. í leiðindum: 0 Allt í kássu •• Splitting Heirs Myndin missir dálítíð marks vegna þess að húmorinn er of staðbundinn. Breski aðallinn og hans bjástur höfðar ekki til íslendinga. Okkur er eiginlega alveg sama hvað hendir svoleiðis fólk Þess utan er myndin einfaldlega ekki nógu fyndin. Bíóhöílinni. 0 Við árbakkann •• A RiverRuns Through It Líf þeirra er slétt og fellt og höfundurinn skrifar þessa sögu sjálfum sér og fortíð sinni til dýrðar. Kvikmyndin ber botnlausri sjálfsánægju Ro- berts Redford fagurt vitni. Háskólabíói. 0 Ósiðlegt tilboð •• Indecent Proposal Svo hæg að það er varla að hún festist í minni. Demi Moore bjargar því sem bjarg- ^íiverður. Bíóhöllinni og Háskólabíói. 0 Tveir ýktir * National Lampoorís Loaded Weapon. Alveg á mörkunum að fá stjörnu. Sundboladrottningunni Kathy Ire- land er svo fyrir að þakka að myndin er ekki algjör bömmer. Regnboganum. 0 Lifandi •• AZiveÁtakanleg saga, en persónusköpun er engin og mannátið eins huggulegt og kostur er. Háskólabíói. Bömmer: 0 Hvarfið 9 The Vanishing Átakalítil fyrir hlé en mjög góður leikur Jeff Bridges bjargar tilþrifalitlum söguþræði. Sögubíói 0 Skjaldbökurnar 3 9 Three Ninjas Blessuð látíð ekki krakk- ana plata ykkur á þessa dellu því hún er ekki 350 kr. virði. Þið finnið ykkur örugglega eitthvað skemmtilegra að gera. Bíóhóll- k anum Aðeins tvö ár eru síöan bókin The Firm eftir John Grishatn kom út í Bandaríkj- unum, en hún seldist í tug- þúsundum eintaka og var lengi á metsölulista þar vestra. Það sama ár sendu forráðamenn Paramount kvikmyndaversins leikaran- um Tom Cruise eintak af bókinni en hann var þá staddur á írlandi við tökur á kvikmyndinni Far and Away. Það tók hann aðeins einn dag að renna yfir síðumar en að þvl loknu fékk hann hlutverk hins unga lögfræð- ings Mitch McDeere á heil- ann. Honum varð að ósk sinni og nýlega var myndin frumsýnd í Bandarikjunum. Söguþráður er í aðalatrið- um sá að Mitch McDeere hefur nýlokið lögfræðinámi þegar hann fær einstakt at- vinnutækifæri frá lögfræði- þjónustu í Memphis. Hann þiggur starfið en kemst fljót- lega að þvl að starfinu fylgja nokkrir hnökrar sem hann sá ekki fyrir í upphafi. Á bak við fyrirtækið stendur Mafí- an, en bandaríska alríkislög- reglan, FBI, leggur hart að honum að leggja snöru fyrir vinnuveitendur sína. Stærstu mistök McDeeres eru þó þau að halda fram- nruko Tom Cruise leikur ungan lögfræðing í kvikmyndinni, The Firm, sem gerð er eftir samnefndri metsölubók og verður frum- sýnd hér með haustinu. hjá eiginkonu sinni. Leikstjórinn Sidney Poll- ack, sem meðal annars leikstýrði The Player og Presumed Innocent, ól lengi með sér þá hugmynd að breyta helsta^skúrkinum í bókinni í kvenpersónu. Hafði hann hugsaö sér Mer- yl Streep í hlutverkið en hætti svo viö allt saman og lét það í hendur Gene Hackman. Pollack þykir að öðru leyti fylgja söguþræði bókarinnar að mestu leyti allt þar til kemur að endin- um en þá tekur myndin óvænta stefnu. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þess- .arar ákvörðunar leikstjór- ans, en Cruise, sem nældi sér í litlar 12 milljónir doll- ara fyrir leik sinn, segir til- högunina síður en svo til vansa. Kvikmyndablaðiö Premi- ere hefur spáð The Firm sjötta sætinu á lista yfir vin- sælustu myndir sumarsins og talið er að hún geti halað inn 100 milljónum dollara á augabragði. Hérlendis verð- ur myndin sýnd í október- mánuði í Sambíóunum og Háskólabíói. W - Helgi Björn Helgi Bjöm Kristinsson er bráðskemmtilegur stjóm- málafræoingur og ritstjóri hjá bókaforlaginu Hagli. 07:00 Á náttkjólnum Unda Pét- ursdóttíríléttu spjalliog ótrútegri morgunleikflmi. 08:00 Pönnukökur meö sírópi FylgstrneðSkúlaHelga matreiða hefðbundinn ameriskan morgunverö. 08:35 ÁleiöívinnunaÓliH. Þóröarsýnirhvemigá aö setja úrillan krakka í bíl- stöi. 09.00 Cordoba 384:679 Brasii- ísk sápuópera. 10:00 Bamadagskrá Teikní myndir, klippimyndir, brúourogBryndis Schram. 31:00 Górillan og hafmeyjan Daw'ð Þór og Helga Kress teita svars við spumirg- urrtHveráaðekJa há- degismatinn? 12:00 Beinútsendingfrástóra salnumíKR- heimilirru. 13:00 Málin tej/st Sósíal draim 15.-00 Sjóræningjamynd 17.00 Fjámiál 3. heimsins Arö- ran alþjóoafyrirtækja. 18:00 Falda myndavélin Fyigst meðmft.KR faratjlsát- tæðings. 19KX)Fréttamagasínogdægur- efni 20:30 Spaugad með fctókaklan vcnJKHK3nn 21.-O0lvteökvöldkaffinuAlrt skemmtilega, fallega og gáfaöa fóikið spjallarfyrir okkurhin. 22:00 Cherry 2000 Endursýnd aftur. 00:15 DagskráriokÞulaaö hættí Hrafns býður góða nótt. KVIKMYNDlR Gott og vont í Laugarásbíói FEILSPOR (One False Move) LAUGARÁSBÍÓI •••• GUDMUNDUR ÓLAFSSON DAUÐASVEITIN (Extreme Justice) LAUGARÁSBÍÓI • Þótt seint sé, er rétt að geta þess sem vel er gert. Kvik- myndin Feilspor hefur nú gengið mánuðum saman og hugsanlega dregur að því að sýningum á henni ljúki. Þessi sérstæða sakamálamynd fjall- ar um tvo karla og konu sem ræna fé og miklu magni eit- urlyfja um leið og þau myrða fjölda manns á hrottalegan hátt í stórborginni. Flótti þeirra af vettvangi undan lag- anna vörðum berst á heima- slóðir konunnar í sveitina, þar sem ungur lögreglumað- ur hyggur gott til glóðarinnar að baða sig í frægðarljóma við handsömun stórglæpa- manna. Lögreglumennirnir úr stórborginni gera þó að honum góðládegt grín. Smátt og smátt kemur í ljós að í for- sögu konunnar leynist annar glæpur, feilspor sem tengist þeim illvirkja sem myndin beinir sjónum sýnum að þeg- ar líða tekur á. Myndin er ákaflega vel gerð og leikin. Höfuðstyrkur hennar er þó afbragðshandrit þar sem góður tími fer í að kynna bakgrunn þeirra ein- staklinga sem við sögu koma í harmleiknum. Eftir á hugsar maður að einmitt svona eigi að gera góða glæpamynd. Á yfirborðinu er um að ræða tómatsósumynd sem full- nægir áreiðanlega þeim sem ekki gera miklar kröfur til kvikmynda. Undir niðri er byggt upp drama um meinleg örlög sem lætur engan ósnortinn. Leikstjórinn hefur meira að segja vit á því að láta endinn verða nógu óljósan til þess að hægt sé að túlka hann á ýmsa vegu. Hver ber ábyrgð á harmleiknum í lokinn? Er það konan, er það iUvirkinn í sveitinni eða eru það ein- hverjir aðrir? Til þess að geta svarað því verður lesandinn einfaldlega að drífa sig í Laug- arásbíó áður en það er um seinan. Þrátt fyrir að myndin greini frá hörmulegum at- burðum þá er maður glaður í sálinni eftir að hafa séð þessa mynd. Enn koma fram frá- bærir listamenn og sagna- meistarar sem bjarga kvik- myndum frá því að verða endalaus uppúrveltingur úr kvalalosta og lákúrulegu ógeði. Enn koma fram meist- arar sem veita okkur innsýn í þjáningu annarra manna, sem kenna okkur að þekkja leiðina til annars fólks. Eftir að hafa séð Feilspor hugsar maður sér gott til glóðarinnar að færa sig um set hinum megin í Laugarás- bíó, þar sem nú er verið að sýna hina öfgafullu réttvísi í aðalsalnum. Þar leikur Scott Glenn sem er að góðu kunn- ur úr Leitinni að rauða októ- ber og fleiri góðum myndum. Þar leikur og ungur maður sem heitir Lúðvík Demantur Filipusson (Lou Diamond Phillips) og líka mætti nefha Lúðvík Tígul. Lúðvík þessi Tígull er síðhærður og ennis- lágur, nefstuttur og breiðleit- ur, handleggjalangur og fót- stuttur og minnir um margt á teikningar sem fræðimenn hafa gert af Neanderdals- manninum. Sagan greinir frá sérstökum víkingasveitum lögreglunnar í Los Angeles sem starfa á laun við að uppræta illþýði stórborgarinnar. Ungi mað- urinn, sem leikinn er af Lúð- vík í Tígli, er venjulegur lög- reglumaður sem lendir í úti- stöðum við innra eftirlit lög- reglunnar vegna ofbeldis- verka í daglegu starfi. Gamall starfsfélagi hans (Scott Glenn), sem nú starfar með sérsveitunum, bjargar unga manninum úr þessum vanda og ræður hann til starfa hjá sérsveitunum. Verða þeir nú starfsfélagar þar að nýju. Læt- ur myndin í veðri vaka að þeir sérsveitarmenn skjóti allt „Blaðakonan ógur- lega erfríð sýnum (þótt húnjafnist hvorki á við Agnesi né Sússu) og er allt- afaðjagast í sam- býlismanni sínum út afvinnunni." sem hreyfist, jafnt stórhættu- lega vopnaða bankaræningja sem ærslafulla unglinga með leikfangabyssur. Unga mann- inum verður bumbult af þessu sem vonlegt er, ekki síst vegna þess að svo vill til að hann býr með blaðakonunni ógurlegu sem hefur einmitt þann starfa að fletta ofan af spillingunni innan lögregl- unnar. Blaðakonan ógurlega er fríð sýnum (þótt hún jafrt- ist hvorki á við Agnesi né Sússu) og er alltaf að jagast í sambýlismanni sínum út af vinnunni. Slíta þau samvist- um um sinn þar til ungi mað- urinn ákveður að fletta ofan af starfsfélögum sínum og þeirra öfgafullu réttvísi. Þá snýr hann sér til blaðakon- unnar ógurlegu sem lætur hendur standa fram úr erm- um og kemur öllu saman í blöðin, útvörpin og sjónvörp- in. Blaðakonan ógurlega og Neanderdalsmaðurinn eru saman eftir þetta og vonar maður að þeim búnist vel og farsællega. Um framangreint kjaftæði er svo sem ekki mikið að segja. Myndin er þokkalega unn- in og leikur er sæmilegur. Að- altema myndarinnar er vonska lögreglumanna og göfgj blaðamanna sem minn- ir á blaðamannafund sem Rannsóknarlögreglustióri hélt nú nýverið til að kvarta und- an fordómum í garð löggæsl- unnar. Þessi mynd og enda- laus runa af svipuðum mynd- um taka af öll tvímæli um botnlausa fordóma á þessu sviði, bæði hvað snertir göfgi blaðamanna og vonsku lög- reglumanna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.