Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 9

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagurinn 19. ágúst 1993 FR ETTIR PRESSAN FJÖLSKYLDAN Sigmar Gíslason, Vala Magnúsdóttir og sonurinn Kristján Logi. Lífið brosti við ungu fjölskyldunni þar til draumamir breyttust skyndilega í martröð. útilokað mig frá vinnu síðan." Sýkingin blómstraði en ekkert var gert „Hann fór í einfalda, svo- kallaða hreina, aðgerð sem er í lágum sýkingaflokki," segir Vala MagnúsdÖttir, sambýlís- kona Sigmars. „Samt fékk hann sýkingu sem hefði getað leitt hann til dauða og hún fékk að blqmstra fyrir framan nefið á læknunum án þess að þeir gerðu neitt. Þeir úrskurð- uðu hann bara með kvef. Á endanum lá hann náttúrulega við dauðans dyr og þrátt fynr að hann kvartaði sífellt yfir verk í brjóstinu var ekkert gert fyrr en allt of seint. Hann var ekki einu sinni myndaður fyrr en hann kom sjálfur á spítal- ann með 42,5 stiga hita. Eftir mánuð á gjörgæslu var bara sagt því miður, þú varst óheppinn! Hann er orðinn eins og aflóga gamalmenni að innan. Verstur er þó þáttur Tryggingarstofhunar sem hef- ur klúðrað öllu. Hann er 21 árs og getur ekkert gert. Hann fær engar bætur og framtíðin er hreint ekki glæsileg." Óvinnuf ær og bótalaus lang- tímum saman „Strax um sumarið 1991 varð ég að hætta að vinna samkvæmt læknisráði en vann öðru hvoru fram á haustið til þess að reyna að framfleyta fjölskyldunni," seg- ir Sigmar. „1 septémber var ég orðinn alveg óvinnufær og fékk bætur frá hinu ágæta Fé- lagi málmiðnaðarmanna, auk sjúkradagpeninga frá Trygg- ingastofnun, 18.900 krónur á mánuði, en um áramótin missti ég bæturnar frá verka- lýðsfélaginu. Fyrstu þrjá mán- uði ársins 1992 höfðum við engar tekjur nema sjukradag- peningana, 18.900 krónur og fæðingarorlof upp á 56 þús- und krónur vegna Kristins Loga Sigmarssonar. sem fæddist 2. desember 1991. Frá 1. apríl til 1. október 1992, eða í hálft ár, höfðum við engar tekjur nema þessar tæplega 19 þúsund krónur í sjúkradag- peninga." Um sumarið voru þau í stöðugum símhringingum til þess að kanna hvernig á mál- unum yrði tekið, enda fjár- hagurinn kominn í rúst. I þrjá mánuði fengu þau aðeins loð- in og óljós svör, ekkert gerðist svo þau fóru suður. Á endan- um var þeim sagt að Trygg- ingastofnun hefði öll gögn nema skýrslu frá Bjarna Torfasyni sem framkvæmdi brjóstholsaðgerðina. „Trygg- ingastofnun sagði að málið lægi ljóst fyrir og ég þyrfti ekki að fara í tryggingamat. Ég fór því aftur norður en 10 dögum síðar var hringt í mig og mér tilkynnt að ég þyrfti að mæta í tryggingamat eftir allt saman. Ferðakostnaður okkar lenti vitanlega á mér. Teknar voru þrjár ljósmyndir af mér, lækn- ir talaði við mig og dæmdi mig 75 prósent öryrkja tíma- bundið. Mér lérti stórlega þar sem þeir sögðu að málið fengi nú skjóta meðferð og við fór- um aftur norður." Úrskurður án læknisskoðunar „I október fékk ég loks greiddar örorkubætur, réikn- aðar aftur í tímann. Hins veg- ar yoru sjúkradagpeningar sem ég hafði fengið fram að því dregnar frá, svo greiðslan nam um 200 þúsund krón- um. Tryggingastofnun sagði mér þá að ég fengi skaðabætur í næsta mánuði en þann mán- uðinn féllu örorkubæturnar niður. Það var hins vegar ekki fyrr en í desember sem ég var dæmdur 10 prósent öryrki til frambúðar og málinu þar með lokað. Sá fáránlegi úr- skurður var kveðinn upp eftir fyrra mati, án læknisskoðun- ar. Ég er óvinnufær en ör- orkuúrskurðurinn er eins og ég hafi slasast lítillega á fingri! Þá fékk ég einnig loks skaða- bæturnar sem hljóðuðu upp á 233 þúsund krónur og koma úr svokölluðum Karvelssjóði. Mér finnst verst hvernig Tryggingastofnun hefur togað okkur fram og til baka á asna- eyrunum. Líkamlegt tjón, andlegt og fjárhagslegt er nóg þótt svona framkoma bætist ekki við. Björn Önundarson, yfirtryggingalæknir sagði til dæmis við mig að ef ég væri svona óþolinmóður að bíða Mptthías Halldórsson, aðstoða rla ndlæknir: Árlega berast 40 alvarleg mál Sigmar Gíslason krafðist rannsóknar á meintum læknamistökum fyrir hálfu ári. Matthfas Halldórsson aöstoðarlandlæknir segir að aldrei séu gefnar upplýsingar um einstök mál, þau taki mislangan tíma og erfið mál geti jafnvel tekið meira en eitt ár. „Almennt ganga svona mál þannig að viðkomandi kemur til okkar og kvartar. Við óskum eftir skýrslu um málið, jafnvel á mörgum stöðum og förum vandlega yfir skýrslurnar. Síðan er oft- ast óskað eftir sérfræðiáliti hjá óháðum aðila, oft tveim- ur, og málið er jafnvel sent til útlanda. Þegar niðurstöður berast gefum við viðkomandi svar eða leitum umsagnar læknaráðs. Svona ferli getur því tekið langan tíma ef mál- ið er alvarlegt. Það eru um 200 mál sem koma til kasta landlæknis en þau eru vitanlega ekki öll al- varleg og fara þvf ekki öll í gegnum þetta ferli. Mörgum málum er hægt að svara mjög fljótt en það eru um 40 mál sem eru nokkuð alvar- legs eðlis." Landlæknisembættið veitir engar bætur og því veröur sjúklingurinn sjálfur að fara með niðurstöðurnar, semja um bætur eða fara með mál- ið til dómstóla. Landlæknis- embættið getur hins vegar veitt viðkomandi heilbrigðis- starfsmanni áminningu eða jafnvel lagt til sviptingu á læknisleyfi ef um mjög gróft eða endurtekin brot er að ræða. eftir matinu, skyldi ég bara fara að vinna! Þessi örorkuúr- skurður þeirra var út í hött og við fórum fram á að trygg- ingamatið yrði tekið til endur- skoðunar. Þeir hafa verið að skoða málið frá því í mars en segjast gefa svar fljótlega," seg- ir Sigmar en á þriðjudaginn var loksins hringt og hann beðinn að koma í rannsókn degi síðar. „Það er líka athygl- isvert að tryggingafélagið met- ur þetta sem mistök á spítal- anum en ekki slys og því fæ ég engar tryggingar hjá þeim þótt ég væri tryggður upp í topp. Hins vegar lítur spítalinn á. þetta sem slys en ekki mistök og því hef ég ekki fengið neitt frá þeim heldur." Misstu íbúðina og fjárhagurinn í rust „Lífið blasti við okkur áður en þessar hörmungar dundu yfir," segir Sigmar. „Ég var að vinna sem nemi í stálskipa- smíði hjá Slippstöðinni á Ak- ureyri og Vala vann sem flokksstjóri í Kjarna hjá Akur- eyrarbæ. Fyrsta barn okkar var að koma í heiminn og við vorum búin að kaupa gamalt hús og gera það upp. Vegna tekjumissis gátum við ekki staðið í skilum og töpuðum íbúðinni. Við neyddumst til þess að taka mjög lélegu til- boði með talsvert í húsbréfum sem við þurftum að selja deg- inum síðar. Bará afföllin af þeim voru hálf milljón króna. Ég hefekkert getað unnið og Vala hefur langtímum saman verið frá vinnu vegna veikinda minna. Það hrundi allt saman og fjárhagurinn er í rúst. Nú búum við í leiguíbúð í Reykja- vík, ég get ekkert unnið en Vala er núna í tveimur vinn- um. Það eina sem ég fæ er frá lífeyrissjóðnum en það dugir ekki einu sinni fyrir leigunni. Við náum þó að framfleyta okkur á hennar launum en getum ekki borgað skuldirnar neitt niður. Þetta hefur breytt lífi mínu algerlega og þetta hefur verið hræðilega erfiður tími. Tví- tugsafmælisdeginum eyddi ég uppdópaður á gjörgæslu og man ekki eftir neinu. Það var ekki einu sinni hægt að færa mér blómvönd. Þessi veikindi hafa ekki síður reynt á andlega og um tíma var ég búinn að gera það upp við mig að þetta væri mitt síðasta. Ofan á óvissu varðandi líkamlega heilsu og efasemdir um að ég muni nokkurn tíma ná mér, bætast fjárhagsáhyggjurnar sem að miklu leyti eru vegná óljósra svara og rangra upp- lýsinga um heilsu mína, og leiðir til að vinna bót á henni. Vissulega hefur þetta reynt mikið á samband okkar Völu en það hefur haldið hingað tíl. Ég vona að svo verði áfram og málið fái farsæla lausn." Meint læknamis- tök rannsökuð „Auðvitað lít ég á þetta sem mistök. Ég fór inn á spítala í einfalda aðgerð en þurfti að fara í fleiri aðgerðir í kjölfarið og niðurstaðan er þessi. Ég átti að vera kominn til vinnu þremur til sex vikum eftir að- gerð en nú, einu og hálfu ári síðar, er ég enn óvinnufær," segir Sigmar Ingi Gíslason. Hann sendi landlæknisemb- ættínu bréf í mars á þessu ári þar sem hann fór fram á rann- sókn á meintum læknamis- tökum, allt frá því að hann gekkst undir aðgerðina á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri þann 11. mars. PálmiJónasson SlGMAR INGIGÍSLASON Liggur á Landspítalanum eftir brjóstholsaðgerð. Vinstra lungað var skrapað af uppsöfnuð- um greftri og risavaxið graftarkýli, 20 sentímetrar á lengd og 15 sentimetrar í þvennál, var fjarlægt, auk |iess sem brjóstholið var al!t fulft af greftrí. Slöngurnar sem sjást á myndinni var hann með í hálfan mánuð til þess að skola afganginn í burtu. Jón Sæmundur Sigurjónsson, formaður Tryggingaróðs Saga Sigmars er bæði löng og erfið Læknar fljótarí að senda reikning en sérfræðiálit „Mér finnst þetta nokkuð langur tími," segir Jón Sæ- mundur Sigurjónsson for- maður Tryggingaráðs, en Sig- mar fór fram á að örorkumat upp á 10 prósent yrði endur- skoðað. „Sigmar sendi inn kvörtun í mars en hans mál var búið að ganga mjög lengi þar sem hann hefur verið að bíða eftir hinum og þessum ákvörðunum af því að hans mál var afar flókiö og svo hefur hann verið að fá endur- tekin veikindi. Saga hans er orðin mjög löng og erfiö og svo bætist inn í þetta að hann fékk greitt úr sjúkra- tryggingasjóði, samkvæmt Karvelslögunum svokölluðu. Tilfellið er að sú trygging gef- ur lítið og útilokar frekari bætur. Lagasetningin er meingölluð en breytingatillög- umar sem lagðar voru fram í vor náðu ekki fram að ganga vegna tímaskorts. Spurningin hjá læknunum var hvort Sigmar væri heill sinna meina sem hann er al- deilis ekki samþykkur. Þar stangast á hans álit, sem veit nú sennilega best um eigin tfðan, og álit læknanna sem sögöu að eftir svona sjúkrasögu væri venjan sö að sjúklingurinn næði bata eftir svo og svo langan tlma. Hann sætti sig ekki við það mat og því var farið fram á endurskoðun. Þegar beðið er um endur- skoðað örorkumat leitum viö til utanaðkomandi sérfræð- inga sem taka öll gögn til sfn og stilla upp nýju mati. Þaö eru allviðamikil gögn komin saman um mál Sigmars Inga en þeim ber að skila þess- um gögnum til Tryggingaráðs eftir einhvern tiltekinn tíma, en þau hafa ekki borist enn. Oft er svolítið erfitt aö fá læknana til að skila þeirri vinnu sem þeir eru beðnir um. Þeir eru fljótari að senda reikninginn."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.