Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 34

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 34
34 PRESSAN ELDH US. Fimmtudagurínn 26. ágúst 1993 NÁIN KYNNI % % „Hvað ertu aö bauka, manni?" Eg leit upp í undran, sá pessi pottormur ekki aö ég var að reyna að leysa reiðhjólið mitt af girðingunni. Það er aldrei oflæst reiðhjólum í þessari borg. Eg svaraði pjakknum bara af skynsemi. Kom þá ekki: „Afhverju?" Jú vissulega ætlaði ég á völlinn, til að hvetja mitt lið áfram. Það jafnast ekkert á við það að eiga sitt uppá- haldslið og fyrir utan það að eiga heima í hverfinu. Ólíkt blessuðu Frammmörunum sem finnst best að eiga hvergi heima og þurfa að spila í nágrenni Snobbhill. Sú var tíöin að Fram gat eitthvað með Pésa Orm og Gumma Stínk fremsta en ekki er Geiri Vin, bróðir Drésa, búinn að gera það gott. Enda ætlar hann ekki að setjast að hér. Sjúggh. Nema hvað að ég lærði það að reyna ekki aö fara á minn völl á bíl. Djöfulli flott stúka. Metaðsókn á völlinn, 700 kallinn inn, og bílastæði hjá Gróttu. Ætli íbúar á Kaplaskjólsvegi, þarna í blokkunum séu ekki orönir leiðir á þessum sem þurfa alltaf að míga utan í húsin þeirra í hálfleik. Eða ætlar KSÍ að befta sér fyrir því að leikhlé sé ekki tekið? Það er alveg borðleggjandi afhverju hléið er tekið. Fötboltakappamir þurfa jú að míga smá glussa. Níutíu- mínútur án losunar. Ekki hægt. Hafiöi ekki séð hvernig Rúnki Jesús þarf alltaf að flýta sér með boltann þeg- ar'ann fær'ann. Reyna að sóla upp allan völlinn. Það er ekki það sem liggur fyrir honum. Hann er bara í spreng og getur ekki einbeitt sér, veit ekki hvað hann á að gera! Enda þegar hann loksins snertir boftann, svona óvart eftir misheppnaða fyrirgjöf þá steinliggur hann í netinu. Einungis vegna þess að hann var alveg að gera á sig og vildi drífa sig á tojið. Ég, einsog flestir Islendingar, var búinn að bóka gott sumar. Fullt sumarfrí og KR á toppnum. Engin spum- ing? Man United í Englandi og KR á íslandi. Oekkí. Sumarið næstum á enda og ekkert frí í augsýn og enginn titill í augsýn. Jú kannski aumingjatitill. Minnir mig á þegar Liverpool var hversmanns hugljúfi með þetta Dalglish gerpi í fararbroddi, einsog það sé ekki hægt að taka IA í nefiö. Þeir framleiða nógu mikið af sementi þama uppfrá. Enda er ekkert nema steypa sem kemur út úr þeim. Ég tala af reynslu. Ég þjó þama í nokkrar mínútur. Man enginn eftir Stoke Cfty með Gordon Banks í far- arbroddi?? Þá var nú spilaður almennilegur bolti. Núna sjáum við bara eftirhermur. En ég er viss um að Valdi Lygsa dregur það besta fram úr Stoke og sýnir hinum héma hvernig á að vera meistari. Að minnsta kosti er Geiri Vin oröinn langeygður eftir sigri eða búinn að gleyma hvemig það er gert. Einhver gaukaði því að mér að hinn fbmi fjandi Bog- omil Font væri liðtækur spilari. Væri ekki ráð að fá hann til þess að hressa uppá fótmennt KR-inga? Víst hefur hann ært dansfótmennt landans. Eða kannski bara öll liðin? Ég held að ekki veiti af. Núll-núll í Alban- íu! Úá ÍA. Því miður er það of seint, Bógó er horfinn! Efr- aim Zuroff fann nokkur skjöl um hann. Og það sem verra er, er að KGB trúir honum. Ég var helvrti blautur þegar þeir fiskuöu mig uppúr sjónum. Einhver auli hafði gleymt að segja mér að það væri ekki búið að malbika út í Eyjar. Og það væri nauð- synlegt að fara með Ferjólfi ef ég ætlaði að hjóla þang- að. Kannski eins gott. KR vann fjögur tvö. Og hvað er ég að bauka? Ekki neitt. Alls ekki neitt!! Elnar Ben. trúlega munúðarfull Lumi Cavazos í hlutverki Ti tu, í mexíkósku myndintii Krydtíiegiti hjörtu. Marc Leonardi fer með hlutverk Pedro en hann kannast margir við úr ítólsku kvikmyndinni Cinema Paradiso. Síðla veturs í tyrra kom út á íslenskum markaði bókin Kryddlegin hjörtu eftir mexíkóska höfundinn Lauru Esquivel. Þar er skrifað um hina ástríðu- fullu Titu sem meinað er að bindast sínum heittelsk- aoa Pedro vegna strangra samfélagsreglna. Bannið er þeim mikio áfall en til að vera sem næst meynni giftist Pedro systur Titu, hinni loffmiklu og feitu Rosauru. Tita veit ekki sitt rjúkandi róo en í stað þess ao gera uppst- eyt innsiglar hún ástríðum- ar og girndina sem hún elur innra með sér í snilld- arlega matseld sína. Áhrifin láta ekki á sér standa og réttirnir hennar hafa ótrúleg áhrif á þó sem þeirra neyta. Sagan er meo ólíkind- um lostafull, skemmtileg og bragomikil að auki en hún hefur nú verið fest ó filmu, vonandi með sömu áhrifum. I hlutverki Titu er Lumi Cavazos en meo hlutverk Pedros fer Marc Leonardi sem margir kannast við úr ítölsk/frönsku kvikmynd- inni Cinema Paradiso. Myndin hefur fengið fá- dæma viðtökur í Bandaríkjunum en nú vill syo til ao okkur Is- lendingum gefst einnig kostur á að sjá hana. Það kemur til af því að mexíkósk kvik myndahátíð stendur nú yfir í Há- skólabíói, en þar veroa sýndar alls sjö mexíkóskar kvikmyndir sem allar falla undir þó skilgreiningu að vera bæði heitar og mu- núðarfullar. Hver mynd verour aðeins sýnd í nokk- ur skipti en hátíoinni lýkur 5. september. Ef einhvern langar að vita hvernig Davíð Oddsson lítur út eftir 20 ár, þá nægir að líta á Hollendinginn Frans Koster. Hann átti í við- skiptum við Stálfélagiö sál- uga, sem lík- lega er skýringin á gráu hárunum, en Davíð er hins veg- ar öllu lífsþreyttari á J svipinn. Að öðru leyti j eru þeir eins, víðáttu- ' miklar nasir sem snúa I beint niður, þykkir og I gerðariegir eymasnepl- I ar, breitt enni með lóð- I rétta hrukku á réttum I stað, haka og undirhaka I af sömu ætt. I I_____________________ MYNDLIST Úr eldhúsi Louisu LOUISA MATTHIASDOTTIR KJARVALSSTÖÐUM KOLBRUN BERGÞÓRSDÓTTIR Louisa Matthíasdóttir hefur búið mestan hluta ævinnar í New York borg, eða síðan 1941. Þar hefur hún sýnt reglulega í þrjátíu ár og hlotið jákvæða dóma. Hér heima hefur hún eignast tryggan hóp aðdáenda. Á Kjarvalsstöðum getur að líta úrval af málverk- um listakonunnar frá tímabili sem spannar yfir fimmtíu ár, en allmargar myndanna eru frá undanförnum árum. Louisa er málari, hún málar auðkennanlega hluti, með skýrum formum og skærum litum. Verk hennar eru sniðin fyrir þá sem vilja hafa málverk einföld, án refja, án „hug- myndafræði". Verk Louisu hafa verið sett í samhengi við amerískan realisma í málara- listinni, en það hefur ávallt verið til öflugur hópur real- ískra málara í Ameríku þótt þeir hafi oft horfið í bak- grunninn. Má þar nefna sem dæmi Edward Hopper á fyrri hluta aldarinnar, en mynd Louisu af Vesturgötunni hefur á sér svipað yfirbragð og götu- myndir Hoppers. Og af rea- listum sem nú vekja effirtekt í Ameríku má nefna Eric Fischl, skrásetjara amerísks heimilis- lífs. En Louisa er ekki rétt- nefndur realisti, því hún notar ekki myndir sínar til að rýna í heiminn og afhjúpa hann. Hún heldur sig við hefð- bundnar myndgerðir, kyrralífs uppstillingar {nature tnorté), portrett, landslagsmyndir og borgarmyndir, án óvæntra frávika. Það eru engin óvænt smáatriði sem vekja grun um að eitthvað fleira búi að baki. Yfirborð hlutanna nægja henni. Hún notar ekki mál- aralistina til að rýna og af- hjúpa heldur er heimurinn henni tilefhi tíl að skapa mál- verk. Það má greina stöðuga en hægfara þróun í myndlist hennar og það er athyglisvert að sjá að hún hefur verið að móta sinn stíl allt fram á þennan dag. Myndirnar fá ekki á sig þann afgerandi ka- rakter sem maður kannast við af seinni myndunum fyrr en kemur fram á áttunda áratug- inn. Elstu myndirnar búa yfir mýkt í litum og formum, eins og í myndinni „Drengur að leik" frá 1939, en sú mynd lík- ist töluvert verkum Nínu Tryggvadóttur frá sama tíma. En í myndum frá undanförn- um árum kveður við annan tón. í staðinn fyrir ávala mót- un forma koma einlitir, flatir fletír, hornhvassari form, skír- ari birta og sterkar litaand- stæður. Lengst gengur Louisa í landslagsmyndunum. En það er einnig þar sem henni tekst einna síst upp. Landslags- myndirnar eru langt frá því að vera sannfærandi. í forgrunni standa stílfærðar myndir hesta og kinda á einlitum reitum. I bakgrunni sést í hefðbundnari landslagsímynd með vötnum, fjöllum og heiðarbýlum. En einhvern veginn passa þessir tveir hutar myndanna ekki saman, eins og sést t.d. af myndinni af Louisu og hund- inum Blaze, sem virðast standa heima í stofu frekar en í Guðs grænni náttúrunni. Myndirnar úr Reykjavík henta betur þessum myndstíl, þar sem litrík húsin, sléttír fletir og skuggar gefa tækifæri á sterk- um litasarnsetningum. Langbestu myndirnar á sýningunni eru þó kyrralífs- myndirnar (þótt allar myndir hennar séu uppstilltar á einn eða annan hátt), sem er list- form sem Louisa hefur fullt vald á. Myndbygging, litasam- spil og formun hlutanna er eðlileg og áreynslulaus. Ólíkt myndum frá fyrri hluta ferils- ins þá búa kyrralífsmyndir síð- astliðinna tíu ára yfir harð- neskju og efnisfestu. Jafnvel dúkarnir virðast stökkir og ósveigjanlegir. Hlutunum er dreift um borðið og hverjum og einum hlut gerð full skil með ákveðnum pensildrátt- um. Sýningunni hefur verið fylgt úr hlaði með eigulegri bók með málverkum fistakonunn- ar og ágætum inngangi eftir Kristínu Guðnadóttur. Hún kemur með þá athyglisverðu uppástungu að uppstillingar Louisu frá seinni árum eigi sér hliðstæðu í vanitas myndum, sem einkum voru kyrralífs- uppstillingar sem áttu að minna á hégóma og hverful- leika tilverunnar. Myndir Louisu eru a.m.k gersneyddar hégóma, það fer ekki mikið fynr munúð eða upphafhingu „Á sjálfsmynd frá 1989 er andlitið án augna og munns, en peysan sem hún klœðistfœr ítarlega meðhöndlun. Þetta smáatriði er eitt aförfáum atriðum sem gefa okkur vísbendingu um persónuna að baki, því hún er listakona sem erfrábitin því að draga athyglina að eigin persónu. Annað vœri hégómi." á veraldlegum lystisemdum. Borðin sem hún málar eru engin gnægtarborð. Græn- metíð er ekki girnilegt, aðeins fallegt. Fegurðarskyn Louisu er skynrænt, en ekki tilfinn- ingaþrungið. Það er heldur engan hégóma að finna í sjálfsmyridum hennar. Hún málar sjálfa sig eins og hvern annan hlut sem hún hefur fyr- ir augunum dags daglega. Þar er enga miskunnarlausa sjálfs- rýhi að finna. Á sjálfsmynd frá 1989 er andlitið án augna og munns, en peysan sem hún klæðist fær ítarlega með- höndlun. Þetta smáatriði er eitt af örfáum atriðum sem gefa okkur vísbendingu um persónuna að baki, því hún er listakona sem er frábitin því að draga athyglina að eigin persónu. Annað væri hégómL

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.