Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 4
4 PRESSAN V I ÐTAL Fimmtudagurínn 26. ágúst 1993 (ZtifCáks Svikulir þingmenn „Éghéltaðþingmenn, sem eru kosniráþing, væru skuld- bundnir til að sinna starfi. sínu út kjörtímabilið. Þingmenn, sem gefa kost á sér á lista ein- hvers flokksins, hljóta að verða að virða sína kjósendur en hlaupa ekki brott efannað starffreistar. Þetta gerist þó. YfirgafekkiAlbert Guð- mundsson sinnflokk í miðjum kltðum? Og nú erEiður Guðnason hlaupinn brott. Báðir til aðgegna sendiherra- stórfum. Ég held að við œttum að láta það vera að mæta á kjórstað í nœstu kosningum." Adolf í DV. Eiður Guðnason, alþingis- maðun „Það er mjög algengt að menn hverfi frá þing- Konurá rangri hillu „Ég nefni ekki Kvennalista í stjórnmálum því hann er orð- inn til afmisskilningi. Hlut- verk kvenna er annað. Maður og kona eru eitt og eiga að veraþað. Ég man ekki betur, en það sé haft eftir Páli post- ula, að kona eigi að vera manni undirgefin ogþá skal þaðverasvo." Björn Egilsson í Morgun- blaðinu. Anna Ólaf'sdótt i r Björns- son, þingkona Kvennalista: „Ummæli Björns minna á þegar þingmaður nokkur missti það út úr sér að staður konunnarværi bakviðelda- vélina. Hvorki konur né karl- ar vilja svo takmarkað at- hafhafrelsi. Þörfin fyrir Kvennalista er augljós á meðan enn eru til menn sem vilja gera konur sér undir- gefhar. Það er ekki karla að ákveða hlutverk kvenna Máttlaus áróöur „Talandi umfyrirmyndarfólk í MA þá getur Víkverji ekki hjáþvíkomistað nefna, að hann hefur það fyrir satt að reykingarfærist nú í vöxt aft- ur hjá unglingum hér á landi. Sjálfur þóttist hann hafa tekið eftirþessu ogfékkþað staðfest hjá konu sem starfar hjá Krabbameinsfélaginu. Getur virkilega verið aðþaðþyki aft- ur orðiðfínt að reykja? Er áróðurinn ekki nógu hnitmið- aður og ógeðslegur lengur eða er hann e.t.v. bara oflítill? Hvað skyldi valda þessari ógn- vænlegu þróun?" Víkverji Morgunblaðsins. Þorvarður Örnólfsson, framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags Reýkja víkur: „Reykingar unglinga fóru til skamms tíma jafht og þétt minnkandi hér á landi, jafh- vel svo athygli vakti víða um mennsku og hægt er að nefha mörg dæmi um slíkt. Ég sé ekkert athugavert við að ég láti nú af störfum sem þingmaður og snúi mér að öðrum verkefnum. Ágætt er þó til þess að vita að einhver kysi heldur að ég sæti áfram á þingi." heldur kvenna sjálfra og þær hafa valið sér ýmis hlutverk í samfélaginu, meðal annars í stjórnmálum. Fylgi Kvenna- listans sýnir svo ekki verður um villst að hann varð ekki til af misskilningi." heim. örfá síðustu árin hafa komið fram vísbendingar um að þessi þróun hafi stöðvast og reykingar jafhvel aukist meðal ungs fólks. Sé svo er vonandi um að ræða tímabundna breytingu og engan vegin algilda. Fáum unglingum þykir innst inni „fint" að reykja, hvað sem halda mætti að lítt athuguðu máli. Þetta höfum við í Krabbameinsfélaginu ítrekað fengið staðfest. Hvort áróð- urinn gegn reykingum er samt nógu „hnitmiðaður og ógeðslegur" eða mættí vera meiri, má vissulega vera til umhugsunar okkur og öðr- um sem vinna að tóbaks- vörnum. Almennt til íhug- unar bendi ég á fáeina áhrifa- þætti sem vafalaust ýta undir reykingar ungs fólks: Óhag- stæða tísku í lífsstíl og lífsvið- horfum, mikla og almenna áfengisneyslu meðal ung- linga og óbeinan áróður fyrir reykingum í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum." Sveinn Baldursson tölvunarfræðingur er einn þeirra sem hefur geimverur og ferðir um himinhvolfið að öhugamáli og veltir þeírri spurningu fyrir sér, á ráðstefnu um geimverur í Haskólabíói nú um helgina, hvort ferðalög milli sólkerfa séu möguleg. Honum finnst skrítio fólk sem aldrei leiðir hugann að geim- verum og fljúgandi furðuhlutum. Höldum i framtfðinni til annarra sólkerfa Erindi þitt snýst um ferðalög milli sólkerfa. Hvernig ferðalóg ertu að tala um? „Geimferðir í geimskipum. Annars vegar velti ég upp þeim möguleika fyrir mann- kynið í framtíðinni og hins vegar þeim möguleika að aðr- ir íbúar í vetrarbrautínni séu á ferðalagi um hana. Þó ég sé ekki eðlisfræðingur reyni ég að nota þá eðlisfræði sem flestir þekkja til að draga ályktanir." Byggir þú á einhverjum rannsóknum? „Óhjákvæmilega tek ég af- stæðiskenningu Einsteins með í reikninginn en hún segir meðal annars að ljóshraðinn sé sá hámarkshraði sem merki eða hlutur getur ferðast um á. Það á eftir að koma í ljós hvort kenningin standist tím- ans tönn og að gefhu ákveðnu frelsi í hugsun má því ætia að við getum skipt ferðalögum milli sólkerfa í tvennt; í ferða- lög undir ljóshraða og ferða- lög yfir ljóshraða. Fræðilega er þegar hægt að sættast á að ferðir undír Ijóshraða séu mögulegar á milli sólkerfa en enn sem komið er hefur mannkynið ekki fundið leið til að fara í slíka för yfir ljóshraða og eru eðlisfræðingar almennt á þeirri skoðun að það sé ekki hægt Ég mun reyna að draga fram í dagsljósið það sem mælir með og það sem mælir á móti því að mannkynið muni nokkurn tíma geta ferð- ast á milli sólkerfa, að ein- hverjir frá öðrum hnöttum ferðist um himingeiminn nú þegar og á hvaða hraða þeir hinir sömu ferðast. Þeir sem velta þessum möguleikum fyrir sér eru almennt litnir hornauga en á stundum finnst manni vísindin hafa getið af sér ný trúarbrögð. Prestar í hvítum kuflum hafa tekið við af þeim í svörtu kuflunum. Ég er ekki meðmæltur takmörk- unum og því mega ráðstefhu- gestír eiga von á að ég reyni að skammast eitthvað út í eðlis^ fræðina fyrir það hvað hún er íhaldssöm." Hefurþú trúáað einhverjar verurséu áferðinni? „Ég er bjartsýnismaður og hefr trú á mannkyninu og leyfi mér því að trúa á tilvist menningar á jörðinni næstu árþúsundir. Að því gefhu er engum vafa undirorpið að við munum í framtíðinni halda til annarra sólkerfa og leita að lífí á öðrum hnöttum. Eftir stendur sú spurning hvort til eru aðrar vitsmunaverur í al- heiminum en ef svo er hljóta þær að hugsa á svipaðan hátt og við; þær eru drifhar áfram af forvitni og þær munu leita að lífi annars staðar. Að því gefhu að þekkingarleit vísind- anna taki engan endi ber að beina huganum að því hvort til eru tæknivædd samfélög úti í geiminum og hversu langt þau eru komin. Svo er afitur komið að því á hvaða hraða þessar verur ferðast, yfir eða undir ljóshraða." Þú kemur alltafað sömu spumingunni aftur. „Mannkynið er bundið á klafa trúarinnar á takmörk ljóshraðans. Ég mun reyna að draga fram þær þversagnir sem myndast þegar menn gera ráð fyrir því að hægt sé að fara hraðar en ljósið og ef til vill draga fram í dagsljósið gamlar þversagnir sem settar hafa verið fram og hafa verið leystar síðar. Þversögnin um ljóshraðann gengur út á það að orsakalögmálið muni bresta en það er eina haldreip- ið sem hinn vestræni nútíma- maður hefur en hann gerir ráð fyrir þvi að tírninn líði frá fortíð tíl nútíðar og að lokum tíl framtíðar — og að atburðir gærdagsins hafi áhrif á atburði dagsins í dag. En ekki öfugt. Og að tímavélar séu ekki til. Þetta gæti allt eins verið allt upp í loft og við getum þá hugsað okkur að við gætum ferðast eins hratt og við vilj- um. Einnig gætum við hugsað okkur þann möguleika að ferðast aftur í tímann. En þetta eru allt spekúlasjónir og fæstir vísindamenn þora að hugsa almennilega um þær." Þú ert tölvunarfrœðingur. Hvaðan kemur þessi áhugi þinn á verumfrá bðrum heimi? „Þetta er einfaldlega áhugi á hinu óþekkta sem er mér í blóð borinn. Venjulegu fólki kann að finnast fólk sem veltir þessum hlutum fyrir sér svo- lítið skrítið. Mér er öfugt farið; fólk sem veltir þessu ekki fyrir sér er eitthvað skrítið." Til er tóluverður hópur fólks hérlendis sem hefur ýmist haft huglæg kynni af geimverum eða raunveruleg. Hefurðu sjálf- ur haft ánhver kynni afgeim- verum eðaþekkirþú dæmiþess að einhver hafi náð sambandi viðþær? „Sjálfur hef ég ekki verið í sambandi við geimverur en óbeint hef ég haft kynni af fólki sem telur sig hafa haft hugsamband við geimverur. Engan hef ég hitt sem telur sig hafa hitt slíka veru í þrívídd. Áhugi minn stafar því ekki af persónulegri reynslu heldur miklu fremur af forvitni." Telma L. Tómasson „Allt hans líf er keppnL Harkan er feíknarleg en hann missir aldrei stjórn á skapi sínu - nema það henti! Hann er kátur og hefur góða návist Á andar- taM sálgreinir hann bæði hesta og menn. Hann er úrræðagóður, agaður og vinnusamur reglurnaður. í félagsmálum er hann tíllögugóður og fylginn sér. ís- lensk hestamennska á honum mikið að þakka." Ragnar Tómasson lögmaður, hcstamaður og ná- inn vimir. „Sigurbjörn erskemmtilegurfáagi, Iéttur í skapi og rniMll húmoristi. Hann er feikna sMpu- lagður í starfi og hefur mikinn sjálfsaga. Það er mjög gott að vinna með Sigurbirni enda lítur hann á alla sína samstarfsmenn sem jafhingja," segir Hafliði 11al(dórsson tainningamaöur, kunningi Sigur- bjarnar til margra ára. „Hann er hress, duglegur, drífandi og ákaflega bóngóður. Sigurbjörn er góður drengur," segir Guðlaug Stemgrimsdóttír verslun- ar- og hestakona sem þekkir Sigurbjöm vel úr fé- lagsstörfuin. „Hann er geysilegur íþróttamaður og það er sama hverju hann tekur þátt í, hann er ailtaf í keppni. Sigurbjörn er mikill vinur vina sinna, sér- staklega þegar illa stendur á og hefur reynst mér sér- staklega vel. Hann er ákaflega heill maður," segir Erling Sigurðsson hestamaður, en hann er góður vinur Sigurbjarnar og hefur unnið mikið með honum. Bóngóður og agaður - eða ofharður í viðskiptum? Sigurbjöm Bárdarson sló í gegn á heims- meistaramótlnu í Hollandi; varb stigahæstur keppenda og kom heim með þrenn gullverö- laun. „Hann heldur of fast um budduna og má ekki gleyinaaðiifulífinu-eukannskierþaöaðbreyt- ast. Þá clskar hann súkkulaði, grátt gainan og hrekki. Hann er ekki góður í umfcrðarreglunum og aflcitur í ættfræði söluhrossa," segir hesta- maðurinn og góðvinurinn Ragnar Tómasson. „Sigurbjöm er gífurlega klókur í viðslciptum og tapar aIdrci. Því eru það alltaí einhvetjir aðrir sem sitja eftir með sárt cnnið, cins og auðvitað gengur og gerist í viðskiptum," segjr tarnninga- maðurinn Hafliði Halldórsson sem þekkir Sigur- björn vel og hefur unnið miWð með honum í gegnum árin. Það eina sem ég get sett út á í fari Sigurbjarnar er að hann getur stundum verið helst tíl of harður í viðsMprum," segir hestakon- an Guðlaug Steingrímsdóttir. Sigurbjörn er hreint með ólí ki nd u m stríðinn. Hann hefði sleg- ið í gegn í Hrekkjalómafélaginu. Sigurbjörn hcf- ur gert ýmsu fólki skráveifu og menn bíta aftur og aftur á agnið hjá honum vegna þess hve hann er alltaf trúverðugur," segir Erling Sigurðsson vinur og samstarfsmaður.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.