Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 6
6 PRESSAN Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 Steingrímur I. Sigfússon Jarðsöguleg tímaskekkja Það er án efa fyrir gráglettni örlaganna að Steingrímur J. Sigfússon er staddur í hring- iðu stjórnmálabaráttunnar á íslandi á 20. öld. Með réttu hefði hann átt að vera fastur einhvers staðar á milli tertier og krítartímabilsins, eins og hann hefur menntun til. En eins og risaeðlurnar, sem öllu tröllríða þessa dagana, þá hef- ur Steingrími tekist að rífa sig upp úr jarðlögunum til að glefsa framan í heiminn. Steingrímur er enn ein sönnunin fyrir því að máttur sjónvarpsins er mikill. Sjálf- sagt hefursveitungum hans þótt sem svo að úr því að Steingrími væri treystandi til að segja íþróttafréttir í sjón- varpi þá gæti hann allt eins tekið að sér reddingar fyrir sunnan. Enda kom á daginn að hann var hinn nýtasti mað- ur. Fyrr en varði var hann orðinn samgönguráðherra sem er besta embætti í heimi fyrir menn sem vilja styðja við sveitina sína. Stórvirkar vinnuvélar stréymdu norður og allir í sveitinni fengu vinnu við að byggja brýr og leggja vegi. Þeir sem ekki voru að leggja vegi sinntu hafnarfram- kvæmdum eða flugvallagerð. Ef Steingrími hefði auðnast lengri tími í embætti væri án efa komin hraðbraut heim að Gunnarsstöðum. En Steingrímur er líka land- varnarmaður. Skammsýnir menn hefðu auðvitað getað sagt að það hefði verið allt í lagi að fá þessa 20 milljarða eða svo til flugvallargerðar en þeir vita bara ekkert hvað þeir eru að tala um. Þökk sé Stein- grími þá erum við einum „Sjálfsagt hefur þeim þótt setn svo að úrþví að Stein- grími væri treyst- andi til að segja íþróttafréttir í sjón- varpiþá gœti hann allt eins tekið að sér reddingar fyrir sunnan." varaflugvelli sjálfstæðari, — kannski aðeins fátækari en ör- ugglega sjálfstæðari. En nú þarf Steingrímur að hugsa næsta leik í pólitík og þar sem pólitík snýst mikið um það að varaformaður taki við af formanni þá virðist brautin vera greið. Það eina sem skyggir á er að Ólafur Ragnar virðist ekki þekkja sinn vitjunartíma. Hann er meira að segja búinn að segja upp lærimeistaraembættinu í Háskólanum til þess eins að skaprauna Steingrími.Það hjálpar Steingrími í barátt- unni að hann hefur aldrei ver- ið hallur undir einhvers konar hugmyndafræði. Honum hef- ur gefist vel að vera svona mitt á milli sauðkindarinnar og framsóknarmanna og litlar líkur á því að breyting verði þará. Nú Steingrímur að glíma við stjórnmálafræðiprófessor- inn fyrrverandi sem hefur sýnt að hann hefur lesið bækurnar sínar. Þá er spurning hversu langt jarðfræðin dugar. AS ALIT Lyfjaframleiðandi lögsótrur í Bandaríkjunum: 2.600 dauðsfoH nakin n noflanar getrivfsins Fontex Starfsemi lyfjafyrirtækisins Eli Lilly, sem framleiðir geð- lyfið Fontex í Bandaríkjunum, hefur verið í rannsókn hjá kviðdómi í Baltimore fyrir meint brot á reglum um lyfja- framleiðslu. Opinber rann- sókn á starfsemi íyrirtækisins kemur í kjölfar rannsóknar Matvæla- og lyfjaeftirlits ríkis- ins (Food and Drug Admin- istration — FDA) í verksmiðj- um fyrirtækisins í Indianapol- is. Við þá rannsókn kom í ljós að kröfum um hreinlæti var langt frá því að vera fullnægt auk þess sem Eli Lilly varð uppvíst af því að láta FDA í hendur bæði rangar og ófull- nægjandi skýrslur um starf- semi sina. FDA hélt þessum upplýs- ingum um vanrækslu lyfja- frarnleiðandans leyndum fyrir almenningi. Einnig lét eftirlit- ið hjá líða að opinbera skýrslu sem Eli Lilly lét því té aðeins mánuði áður en Fontex, sem er tekið inn við þunglyndi, var fyrst sett á markað. 1 þeirri skýrslu kom fram að 27 þeirra sem höfðu reynt lyfið áður en það var markaðssett höfuð látist, þar af höfðu 15 framið sjálfsmorð, en hluti hinna dauðsfallanna var af völdum hjartaáfalla. Á tímabilinu janúar til júní 1990 höfðu 4.399 kvartanir borist Eli Lilly frá notendum lyfsins en eins og áður var upplýsingunum haldið leynd- um. Hverjar aukaverkanir lyfsins voru kom ekki í h'ós fyrr en fyrrum notendur Fon- tex komu fram opinberlega og skýrðu frá áhrifum þess. Not- endurnir segja að þeir hafi fundið fyrir óstjórnlegri löng- un til að fremja sjálfsmorð, líkamsmeiðingar eða morð. Margir fyrrum notendur Fon- tex, sem og aðstandendur þeirra sem framið hafa sjálfs- morð, hafa lögsótt lyfjafyrir- tækið og krefja það um millj- ón dollara skaðabætur. Samtökin Citizens Comm- isson of Humans Rights (CCHR) hafa undir höndun- um frekari upplýsingar um lyfið þar sem greint er frá því að hægt sé að rekja 2.600 dauðsföll til Fontex, þar af 1.631 sjálfsmorð, 87 morð og 427 aðrar dánarorsakir. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu (22.8) og DV (21.8) þá verður skýrt frá því í fréttabréfi lækna, sem kemur út í næsta mánuði, að einn sjúklingur á Norðurlöndun- um hafi látist og 40 fengið talsverðar aukaverkanir af lyf- inu. í báðum blöðunum er haft eftir Matfhíasi Halldórs- syni aðstoðarlandlækni að engin ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af þessum nið- urstöðum því „ekkert benti til að lyfið hefði þessi alvarlegu áhrif." Matthías endurtók sömu svör í samtali við PRESSUNNA. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur þess verið kraf- ist af FDA að það sjái til þess að lyfið verði tekið af markaði í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem farið hafa fram á slíkt eru Rannsóknarstofa Yale háskóla, Harvard læknahá- skólinn, Colombia háskólinn og New York fylkisháskólinn. Fontex yrði ekki fyrsta lyfið frá Lilly sem fjarlægt er af al- mennum markaði. I janúar á þessu ári varð fyrirtækið að stöðva dreifingu á lyfinu Centoxin vegna dauðsfalla tengdri notkun þess í Evrópu. Þá varð Lilly að taka Oraflex af markaði í Bandaríkjunum, aðeins tíu vikum eftir að það var markaðssett 1982 vegna dauðsfalla sem upp komu í Bretlandi. Árið 1971 var hormónalyfið DES, sem átti að koma í veg fyrir fósturlát, bannað. Að lokum má nefna að það var Eli Lilly sem hóf framleiðslu á eiturlyfinu LSD á sjötta áratugnum. Mitchell E. Daniels jr. forstjóri Eli Lilly í Bandaríkjunum. Fytirtækið tapaði 10 milljónum dollara á síðasta ári. Matthías Halldórsson telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af Fontex. Þórunn Sveinbjörnsdóttir Magnús Gunnarsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Grétar Þorsteinsson Gunnar Helgi Kristinsson Deilt hefur verið um réttmæti þess að stöðum sé haldið lausum í mörg ár fyrir ríkisstarfsmenn á meðan þeir fara til annarra starfa. Margra ára starfsleyfi ríkisstarfsmanna Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Starfsmannafé- lagsins Sóknar: „Mér finnst ekki eðlilegt að stöðu sé haldið til margra ára en vissulega getur kom- ið upp námsleyfi eða annað af svipuðum toga sern gæti stutt slíka ákvörðun. Hún yrði að vera samkvæmt mati hverju sinni og sterk rök þyrftu að liggja að baki leyfisveitingu. 1 mörgum til- fellum held ég að veitt leyfi frá sförfum hafi verið of langt en mér þykir óeðlilegt að halda stöðu með þeim hætti." Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands: „Ég tel eðlilegt að fólk fái leyfi í ákveðinn tíma, en sá tími sem teldist eðlilegur þyrfti að fara eftir aðstæð- um. Menn geta ekki haldið stöðu sinni til lengdar ef þeir eru uppteknir í öðru starfi. Ég tel æskilegt að rík- isstarfsmenn fái frí frá sín- um störfum til að taka þátt í atvinnulífinu eða starfi inn- an stjórnkerfisins, jafnvel sem stjórnmálamenn. Slík tækifæri gefa mönnum aukna reynslu og væntan- lega meiri víðsýni þegar þeir snúa aftur til sinna fyrri starfa." Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, þingmaður Kvenna- listans: „Svar við spurningunni hlýtur að ráðast af eðli málsins annars vegar og starfsins hins vegár, en eðli- legt væri að hún næði einn- ig til starfsmanna í einka- geiranum. Það getur verið mjög mikilvægt fyrir ein- staklinga, fyrirtæki og stjórnkerfi að þessi mögu- leiki sé til staðar. 1 fyrsta lagi er mikilvægt að fólk með ung börn geti tekið sér tímabundið leyfi frá störf- um meðan það annast fjöl- skyldu sína og komið aftur í sitt gamla starf síðar. I öðru lagi býður þetta upp á mik- inn hreyfanleika í kerfinu sem ef til vill fengist ekki öðruvísi og nýrrar þekking- ar og reynslu er aflað sem nýst getur hjá fyrri atvinnu- rekanda. Vissuiega ættu að vera á þessu tímamörk, ef til vill 4-8 ár, og benda má á að stundum á þetta alls ekki við, einkanlega þegar um hagsmunaárekstra er að ræða. Nýlegt dæmi er ráðn- ing Björns Friðfinnssonar, ráðuneytisstjóra í viðskipta- ráðuneytinu, til eftirlits- stofnunar EFTA. Þar er um greinilega hagsmuna- árekstra að ræða því vegna stöðu sinnar í ráðuneytinu er hann ekki óháður viðkomandi stjórnvöldum, eins og starfsmenn eftirl- itsstofnunarinnar þurfa að vera. í þessu tilviki þykir mér ekki hæfa að geyma stöðuna hér heima. Að lok- um má nefna að alltaf eru til einhverjir sem misnota stöðu sína og koma óorði á annars ágæta hluti. Það þýðir hins vegar ekki að þar með eigi að afskrifa mögu- leikann." Grétar Þorsteinsson, for- maður Trésmiðafélags Reykjavíkur: „Ég tel óeðlilegt að bæði op- inberir starfsmenn og aðrir haldi starfi sínu árum sam- an en hins vegar kunna að vera rök fyrir því að við- komandi haldi því í nokk- urn tíma. Ég er ekki tilbú- inn að leggja mat á hvar tímamörkin eiga að liggja en leyfi frá störfum í nokk- ur misseri eða örfá ár getur haft sína kosti. 5-10 ár í slíku leyfi mundi ég þó telja óeðlilegan tíma." Gunnar Helgi Kristinsson, dósent í stjórnmálafræð- „Launalaus leyfi geta verið gagnleg en þau þarf að meta í hvert skipti. Að mínu viti er óæskilegt að menn fari í slík leyfi í langan tíma nema ljóst sé með hvaða hætti væntanleg starfsreynsla gagnist viðkomandi stofnun þegar starfsmaðurinn kem- ur aftur. Einnig þarf að liggja fyrir hvenær hann kemur aftur. I raun ætti að meta hvert tilfelli út frá hagsmunum viðkomandi stofnunar en mjög gagnlegt getur verið að starfsfólk hafi víðtæka reynslu úr atvinnu- lífinu."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.