Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 19

Pressan - 26.08.1993, Blaðsíða 19
Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 ERLENT PRESSAN 19 Mannréttindasamtökin Human Rights Watch: Getuleysi Sameinuðu þjóðanna ýtir undir mannréttindabrot „Það hefur verið litið á mannréttindi eins og munað sem hægt er að vera án, en ekki sem lykilaðriðið í að ná árangri við hjálparstörf og ífiðargæslu Sameinuðu þjóð- anna. Gjaldið sem þurft hefur að greiða vegna þessarar van- rækslu er gríðarlega hátt því SÞ hafa glatað trúnaðartrausti sínu, of mörg mistök hafa átt sér stað við aðgerðir og oft hefur starfið ekki skilað ár- angri.“ Þessi þungi áfellisdóm- ur yfir störfum Sameinuðu þjóðanna er niðurstaða 170 síðna skýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, sem var nýverið gerð opinber í Bandaríkjunum. I skýrslunni sem fjallar um íimm aðgerðir SÞ, í Salvador, Kambódíu, fýrrum Júgóslav- íu, Sómalíu og írak, er borinn saman yfirlýstur tilgangur SÞ og raunverulegar aðgerðir þeirra þegar á hólminn er komið. Niðurstöðurnar eru sláandi. I fjórum tilfellum af fimm hefur Mannréttindasáttmál- inn verið hundsaður þegar kemur að því að raða verkefn- um SÞ í forgangsröð. Undan- tekningin, sem sannar regl- una, er Salvador, en þangað voru hundrað eftirlitsmenn SÞ sendir gagngert til þess að koma í veg fyrir ofbeldi og byggja upp andrúmsloft trausts, svo stríðandi fylking- arnar gætu komist að sam- komulagi. Eiga aö rannsaka stríðsglæpi Human Rights Watch met- ur það svo að SÞ hafi látið allt reka á reiðanum í Kambódíu, þar á meðal þá höfuðskyldu sína að standa vörð um mannréttindi, til að hægt væri að skipuleggja kosningar í skyndi. í Júgóslavíu hafa SÞ ekki getað hindrað tilgangslitl- ar og endalausar samninga- viðræður, sem voru ekki til annars en að breiða yfir áframhaldandi blóðbað, í stað þess að stöðva ósanngjarnar lcröfur og þjóð- armorð. í Sóm- alíu voru bar- dagar stríðsherr- anna ástæða en ekki afleiðing hungursneyðar- innar, en þar hafa SÞ hagað sér líkt og eina markmiðþeirra væri að koma þangað hjálpar- gögnum, en ekki binda á enda á stríðið. Mestu mistökin voru þó að láta stríðsherrunum eftir aðalhlut- verkið í friðar- viðræðunum, í stað þess að rannsaka glæpi þeirra, dæma þá seka og losa þá undan allri ábyrgð á framtíð landanna. Loks létu SÞ sér nægja að setja flugbann yfir ákveðnum svæðum í Irak, þegar ljóst var að sítarnir í suð- urhluta landsins voru fórnar- lömb blóðugrar undirokunar, en það hefur ekki kom í veg fyrir að ástandið versnaði. Friöagæsluliðar S.Þ. leita aö jarðsprengju í Kambódíu. Máttleysi SÞ Human Rights Watch benda á fjögur atriði sem rót- ina að þessum mistökum: SÞ eru svo uppteknar af hlutleysi sínu að hlutverk gæsluliðanna hefur verið takmarkað við sáttaumleitun og aðgerðar- leysi, á meðan þeir ættu í rauninni að vera virkir og sjá til þess að ákveðnum grund- vallarreglum væri framfylgt; öfgafúll varkárni í milliríkja- samskiptum hefur útilokað alla möguleika á fordæmingu og jafhvel opinberri gagnrýni þau ríki eða hópa sem bera ábyrgð á því að Mannrétt- indasáttmálinn er virtur að vettugi; vamarleysið gegn pól- itískum hótunum gerir það að verkum að ákveðnar ríkis- stjómir geta keypt þögn SÞ á eigin glæpum með því að lofa að senda hjálpargögn til þurf- andi svæða; loks hafa hár kostnaður og flóknar aðgerðir ýtt SÞ út í fljóthugsaðar fram- kvæmdir í spamaðarskyni, en þessi óþolinmæði er ósam- rýmanleg þeirri ákveðni sem þarf til að fylgja Mannrétt- indasáttmálanum eftir. Human Rights Watch legg- ur til að komið verði upp keríi sem geri SÞ kleift að bregðast skjótt við þar sem hættu- ástand hefur skapast, benda á þá sem bera ábyrgðina og dæma þá. Þeir eru þeirrar skoðunar að ef Mannréttinda- sáttmálinn er ekki virtur séu aðgerðir SÞ dæmdar til þess aðmistakasL Byggt á Le Nouvel Observateur. Sérðu ekkí að við erum uppteknir? Kate Moss stígur skrefið til fulls Dularfullt hvarf alkó- hólmagns I rauðvíni Edouard hefur eyðilagt uppskeruna fyrir þrjátíu vínbændum. Undarlegir hlutir hafa átt sér stað í vínkjöllurum franska vínbóndans, Vincent Hareng í Loire-dalnum. Árið 1988 var rauðvínið hans kosið það besta á svæðinu, en síðan hefur allt gengið á afturfótunum hjá vín- bóndanum unga, því undarleg- ir hlutir fóru að gerast í vín- tunnunum hans. Á öðru stigi gerjunarinnar, þar sem sýru- stigið í víninu lækkar og það mýkist svo hið eftirsótta bragð fáist, tapaði vínið skyndilega alkóhólmagni sínu án þess að brugðið væri út af vana í ffam- leiðslunni. Á hverju ári síðan hefur sagan endurtekið sig. Enginn líffræðingur hefur get- að fest hendur á sökudólgin- um, sem gengur undir nafninu „Edouard“, en þó er talið lík- legt að hér sé á ferðinni vírus eða bakteríur. Hareng hefur nú tekið þá ák\'örðun að hætta allri vínrækt, því hann getur ekki fengið nauðsynlegan gæðastimpil á fram- leiðsluna og verður því að selja hana sem ódýrt borðvín. Alls hafa þrjátíu vínkjallarar fengið að kenna á Edouard í Frakklandi. Breska tískusýningarstúlkan Kate Moss er án efa ein af skærustu stjörnunum í fýrirsætu- bransanum um þessar mundir. Segja má að Moss hafi orðið fræg á einni nóttu en hún þyk- ir vera fulltrúi nýrrar kynslóðar fýrirsæta sem eiga það sameiginlegt að vera grindhoraðar og stelpulegar í útliti. Náttúruleg, bamsleg fegurð er talin vera aðalsmerki Moss og í takt við nýja strauma tískunnar situr hún iðulega fýrir lítið til höfð; látlaus, ógreidd og svo að segja án nokkurs andlitsfarða. Nýverið birtust kyn- þokkafullar tískumyndir af Moss í hinu breska Vogue þar sem hún auglýsti gegn- sæjan undirfatnað og þótti ýmsum siðavöndum sem þar með væri fúll- langt gengið. En Moss lét það ekk- ert á sig fá og nú hefur hún stigið skrefið tíl fulls, því í nýjustu auglýs- ingum tísku- kóngsins Calvins Klein á ilmvatninu Obsession situr Kate Moss fyrir allsnakin. Myndirnar hafa vakið mikla athygli en í einni auglýsingunni liggur Moss í sófa, að vísu á grúfu, og á hinni berar hún annað brjóstið. Höfundur nektarmyndanna er unnusti Moss, ljósmyndarinn Mario Sorrenti, en hugmyndin að ilmvatnsauglýsingunum ku hafa fæðst eftir að Sorrenti hafði tekið vel heppnaðar myndir af ástinni sinni nakinni í einkasafh sitt. Moss varð að sögn bergnumin þegar hún sá þær myndir og kom aðeins eitt orð upp í hugann: Obsession. KflTE MOSS fyrirsætan renglulega birtist allsnakin í nýjustu auglýsingum Calvins Klein. Frakkamir Antoine de Caune og Jean-Paul Gaultier ætla að stjóma sjónvarpsþætti fyrir Breta í vetur. Fá Frakka til að hugsa upphátt Breskar sjónvarpssföðvar eru nú farnar að seilast yfir Ermarsundið til þess að ná sér í þáttastjórnendur. Efstur á blaði hjá þeim af frönskum fjölmiðlamönnum er Antoine de Caune, léttgeggjaði grínistínn í fréttamagasín- inu „Hvergi annars staðar" á Canal plus. De Caune er ekki með öllu óþekktur á Bretlands- eyjum, því hann hefur í nokkur ár séð um tón- listarþáttinn „Rapido", örstuttan þátt þar sem stjórnandinn talar á Ijóshraða. De Caune er í hópi vinsælustu sjónvarpsmanna í sínu heima- landi, enda með eindæmum orðheppinn og uppátækjasamur. Nú hefur Channel 4 í Bref landi sem sagt fengið hann Hl að siá um „Euro Trash", „lifandi þátt um furðulegneit Evrópu- búa". Meðshornandi de Caune verður enginn annar en fatahönnuðurinn Jean-Paul GauHier, en við vitum ekki betur en þetta sé frumraun hans á þessu sviði. Þá er bara eftir að svara þeirri spurningu, hvers vegna í ósköpunum Bretar þurfa að leita tjl Frakklands Hl þess að finna þáttastjórnendur. Astæðan ku vera einföld, nefnileaa sú að Eng- lendingar þrá að talað sé um nluti sem þá dreymir um — kynlíf, homma oq nautnir — en þeir þora ekki ao tala um þá sjalfir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.