Pressan - 02.09.1993, Side 8
F R E T T I R
8 PRESSAN
Fimmtudagurínn 2. september 1993
Byggingarfélagið Gylfi og Gunnar tengt fasteig n asöl u re kstri
Karlarnir byggja
en konurnar selja
SJfíipi , .
UMHtRMANlh
Samskipti Samtaka aldraðra og
tveggja byggingarfyrirtækja voru
til umfjöllunar hér í síðustu viku.
Hafa margir orðið til að gagnrýna
náin tengsl þessara aðila, sem
menn segja að leiði óhjákvæmileg
til hagsmunaárekstra sem geti
leitt til þess að hlutur aldraðra
verði fyrir borð borinn.
Slík samskipti má sjá á milli Fé-
lags eldri borgara og byggingarfé-
lagsins Gylfa og Gunnars sf. Lengi
vel hefur það tíðkast að Félag
eldri borgara haldi úti söluskrif-
stofu þar sem er starfsmaður á
BORGARTÚN 31. Þarna eru skrifstofur Fasteignasölunnar Fjárfestingar hf. til húsa. Þama eru einnig höfuðstöðvar Byggingarfélagsins Gytfa og Gunn
ars sf. og þarna voru skrifstofur Félags eldri borgara.
Zvo SÆfZR'? PiSfl BEii),
'ts Hjnrri $apa rb Cíj
Sma SPf/S, oc, SYO EZ
HEU>lri fRAMUHpav. SJ'J-D
| 'Í’WIOIYI o& '/K'jRíöSr.y
0/&ys> /
SÖÍOCOoo
ALBINN /?
fíAHDRJ U/yl
miueciiYiiNNí
wvapætíj HAfi ome> m
ShoN. HmJN VWPÍCT HAfft
<ipP i MiDJmjggá
þeirra vegum sem hefur það hlut-
verk að selja íbúðir byggðar í
samvinnu við Gylfa og Gunnar sf.
Þessi söluskrifstofa hefur verið í
húsakynnum í eigu byggingar-
verktakans í Borgartúni
31. Samkvæmt heimild-
um PRESSUNNAR
greiðir Félag eldri borg-
ara um 950 þúsund
krónur á ári í húsaleigu
fyrir skrifstofuna auk
annars kostnaðar sem fé-
lagið þarf að greiða
vegna skrifstofuhaldsins.
Þetta fyrir-
komulag hefur
verið gagnrýnt
af félagsmönn-
um, sem segja
að það sé fá-
ránlegt að þeir
taki sjálfir að
sér að selja
íbúðirnar fyrir
byggingarverk-
takann og hafi
kostnað af. Fé-
lagið hefur
heimild til að
innheimta 1% í
söluþóknun af
félagsmönnum
sínum, en salan
er bundin við
félagsmenn í
Félagi eldri
borgara. Aðrir
sjá þetta hins
vegar sem kost;
þarna geti félag-
ið þjónustað fé-
lagsmenn sína
og leitt þá
áfram í flókn-
um viðskiptum.
Gylfi og
Gunnar
meö fast-
eignasölu
í þessum
sömu húsa-
kynnum í Borg-
artúni 31 er
staðsett Fast-
eignasalan Fjár-
festing hf. sem
sem þeir byggja sjálfir. Það er út
frá því almenna sjónarmiði að í
lögum um fasteignasölu segi að
menn megi selja sínar íbúðir sjálf-
ir, en þar sé fyrst og fremst átt við
einstaklinga sem eigi sína eigin
íbúð. Byggingaraðilar hafi það
hins vegar að atvinnu að byggja
og ef þeir taki að sér söluna líka
geti þeir orðið sá samningsaðili
sem semur alla skilmála í samn-
ingnum. Hlutverk fasteignasala er
að gæta réttmætra hagsmuna
beggja samningsaðila, þannig er
neytendavernd í viðskiptum sem
þessum tryggð.
„Til hvers er verið að láta
fasteignasala setja dýrar
tryggingar fyrir því að samn-
ingar sem þeir gera séu þann-
ig úr garði gerðir að hagur
beggja samningsaðila sé
tryggður og svo geta menn úti
í bæ, í skjóli þess að þeir séu
byggingarfyrirtæki, selt tugi
eða hundruð íbúða á ári?“
sagði fasteignasali í samtali
við blaðamann.
Fasteignasalan
hvetur til viö-
skipta
Kristján Benediktsson,
formaður Félags eldri borg-
ara, sagðist ekki vita neitt um
þessa fasteignasölu og ekki
vita til þess að hún kæmi
starfsemi samtakanna við.
Fasteignasalar hafa hins
vegar efasemdir um tengsl
byggingarverktakans og fast-
eignasölunnar. Þeir telja að
eignum, sem aldraðir áttu
fyrir, sé stýrt inn á söluskrá
hjá Fasteign, enda liggi það
beint við þar sem fyrirtækið
sé í sömu húsakynnum. Þá
skapist hætta á að fólk sé
hvatt of mikið til að gera við-
skipti, meðal annars með því
að láta liggja að því að hátt
verð fáist fýrir eldra húsnæði.
Það geti hins vegar brugðið
til beggja vona með hve vel
gengur að selja slíkt húsnæði
og þá lendi eldra fólkið í því
að hafa eign á sölu og þá arð-
lausa eign sem slíka. A meðan
þurfi vikomandi að greiða
fulla vexti og verðbætur aí
nýjum húsakynnum. „Al-
mennt má segja það í dag að
ekki sé hægt að ráðleggja fólki
að kaupa sér fasteign ef það er
ekki með sölu í hendinni,“
sagði fasteignasali sem sagðist
setja stórt spurningarmerki
við sölustarfsemi af þessu
tagi. Ekki vegna þess að þar sé
viljandi staðið rangt að mál-
um heldur hins að þar skapist
of miklir hagsmunir fyrir
r fasteignasöluna að koma við-
skiptunum á. Þannig sé hags-
munum eldra fólksins stefnt í
hættu.
Siguröur Már Jónsson
menn telja í eigu þeirra Gylfa
Ómars Héðinssonar múrara-
meistara og Gunnars Þorláks-
sonar húsasmíðameistara, en þeir
eiga byggingarfélagið Gylfa og
Gunnar sf. Þeir sjálfir koma þó
ekki nálægt daglegum rekstri eða
stjórnarsetu. I stjórn sitja hins
vegar konur þeirra, og aðrir ætt-
ingjar eru á meðal stofnenda,
þannig að tengsl þeirra við fast-
eignasöluna eru augljós.
Það hefur lengi verið stefna Fé-
lags fasteignasala að byggingarað-
ilum sé óheimilt að selja íbúðir
HVERT KILO flf
LAÍflBAKJÖTI
IÆKKARUfl)
HEILflR QSJ KROTIUR
Bestu kaupin í lambakjöti á aðeins 398kr./kg
íncestu verslun