Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 10
F R ETT I R 10 PRESSAN Fimmtudagurínn 2. september 1993 Stærstu lögbýlin fó allt að hólfri milljón króna í beinar peningagreiðslur ALtyNGISNIENN TRYGGJA SJALFUM SER BEINGREIÐSLUR Landbúnaðarkerfið lítur á framleiðslukvóta hvers lögbýlis sem einkamál bænda ogneitar að gefa upplýsingar Með umdeildum búvörusamningi, sem gildir fram á mitt ár 1998, var tekið upp greiðslumark í stað fullvirð- isréttar. Samhliða því var fallið frá niðurgreiðslum úr ríkissjóði við sölu og í staðinn fá bændur beinar pen- ingagreiðslur á framleiðslustigi. Þessar greiðslur geta numið allt að hálfri milljón króna mánaðarlega á stærstu býlin. Bændahöfðingjarnir á Alþingi sam- þykktu þessar greiðslur á þingi og fá því beingreiðslur frá ríkinu, ofan á 250 þúsund króna mánaðarlaun sem alþingismenn. Framleiðsluráð landbúnaðarins heldur lista yfir framleiðslukvóta hvers lögbýlis en neitar að gefa hann upp þar sem þeir líta á framleiðslukvóta býlis sem einkamál bændanna. Páll Pétursson á Höllustöðum Á Höllustöðum er talsverður búskapur þótt nokkuð hafi dregið úr honum á seinni árum með almennum niðurskurði. Nú eru þar um 400 ærgildi í sauðfé og mjólkurframleiðslan er um 50 þúsund lítrar árlega. Það eru 174 mjólkurlítrar í ær- gildi og því lætur nærri að búið hafi um 690 ærgildi, 400 í sauðfé og 290 ærgfidisafurðir í mjólk- urframleiðslu. Mánaðarlegar beingreiðslur af því em 230 þús- und krónur eða nokkru meira en í meðalbúi. Það verður hins vegar að hafa í huga að á Höllustöðum hefiir um langt skeið verið rekið fé- lagsbú. Páll Pétursson rak búið áður sjálíur í félagi við foreldra sína en nú er það dóttir hans, Kristín Pálsdóttir, og tengda- sonur sem eiga helming búsins á móti honum. Formlega er því hlutur Páls einungis 50 prósent og að auki sjá dóttir hans og tengdasonur að mestu um reksturinn. Beingreiðslurnar koma því væntanlega að mestu í þeirra hlut Páll hefrir setið á Al- þingi í tvo áratugi en þess má geta að árið 1974, þegar Páll fór fyrst á þing, var búið um 800 ærgildi í sauðfé og um 70 þús- und lítrar af mjólk Egill Jónsson á Seljavöllum Annar stórbóndi á Alþingi er Egill Jónsson á Seljavöllum. Á SeljavöUum er töluverð mjólk- urframleiðsla eða um 100 þús- und lítrar á ári. I ærgUdisafúrð- um em það um 580 ærgildi og að meðtöldum 80 ærgiídum í sauðfé er þetta því nálægt 660 ærgfidisaftirðum. í beingreiðsl- um gerir það um 230 þúsund krónur mánaðarlega eða nærri 2,8 mfiljónum króna á ári. Þess má geta að fýrir utan sauðfénað og mjólkurframleiðslu er á SeljavöUum talsverð nautakjöts- framleiðsla og mikil og öflug kartöflurækt. Sá rekstur er þó ekki inni í greiðslumarkinu og engar beingreiðslur honum tengdar. Eins og á HöUustöðum em Seljavellir reknir sem félagsbú og hafa verið reknir sem slíkir frá 1980. Fyrir þann tíma var búið að frfilu í eigu Egils. EgiU á þriðjung í búinu á móti sonum sínum, Hjalta Egilssyni og Ei- ríki Egilssyni. EðU málsins sam- kvæmt sjá þeir að mestu um reksturinn þótt formlega eigi EgiU Jónsson þriðjung í búinu á SeljavöUum. Jóhannes Geir Sig- urgeirsson á Ong- ulsstööum III Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, þingmaður Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra, ólst upp á Önguls- stöðum og hefúr verið bóndi þar frá 1975. Þar er talsverð mjólkurframleiðsla eða 110 þúsund lítrar á ári, sem gerir 632 ærgildi. Að auki hefúr býfið 50 ærgildi og því miðast greiðslumark þess við 682 ær- gildi. Beinar greiðslur úr ríkis- sjóði nema því ríflega 240 þús- und krónum mánaðarlega eða nærri 3 mfiljónum króna á ári. Öngulsstaðir em sameignarbú í eigu Jóhannesar og dóttur hans og tengdasonar. Dóttir hans, Sveina Björk Jóhannesdóttir, og Gunnar Valur Eyþórsson sjá að mestu um rekstur búsins. Aðrir bændahöfðingjar Þrír aðrir alþingismenn eru með nokkurn búskap, Pálmi Jónsson á Akri, Eggert Haukdal á Bergþórshvoli og Jón Helga- son á Seglbúðum. Pálmi er fæddur og uppalinn á Akri og hefúr verið bóndi þar frá 1953. Þar varð að skera sauðfé vegna riðu og þvi er lítill búskapur þar um þessar mundir. Síðastliðið haust hófst þó sauðfjárbúskapur að nýju og em þar nú um 100 ærgfidi, sem gefa ríflega 30 þús- und krónur í beingreiðslur mánaðarlega. Þegar og ef búið nær þeirri stærð sem það hefúr rétt á, sem er nálægt 300 ærgfid- um, verða beingreiðslumar hins vegar nálægt 100 þúsund krón- um mánaðarlega. Að Bergþórshvoli er Eggert Haukdal aðafiega með kálfa- og Jtrossabúskap, auk 150 ærgilda sem gefa 50 þúsund krónur í beingreiðslur á mánuði eða 600 þúsund á ári. Á Seglbúðum í Landbroti hefur einnig verið nokkur bú- skapur en Jón Helgason fæddist þar og hefúr verið bóndi á Segl- búðum frá 1959. Ekki fékkst það staðfest, en talið er að á Seglbúðum séu á annað hundr- að ærgfidi sem gefa nálægt 50 þúsund krónum í beingreiðslur mánaðarlega. Þingmennirnir sem hér um ræðir fá allir þingfararkaup, sem er 178 þúsund krónur á mán- uði. Ofan á það leggst húsa- leigustyrkur, sem er 40 þúsund krónur á mánuði, og bílastyrk- ur, 32 þúsund krónur. Samtals gerir þetta 250 þúsund krónur, auk annara hlunninda, sími og blöð em greidd og sum nefúd- arstörf em launuð. Stórhýli meö nærri hálfa millión króna mánaöanega Bændahöfðingjarnir á Al- þingi eru nú samt sem áður langt frá því að vera á stærstu býlum landsins. Á landinu em samtals 24 bú sem hafa yfir 1.100 ærgildi, eða að meðaltali 1.235 ærgfidi hvert þeirra. Þessi 24 stærstu bú fá því að meðaltafi 415 þúsund krónur í bein- greiðslur og þau allra stærstu eru væntanlega með nálægt hálfri mfiljón króna á mánuði í beingreiðslur. Af þessum 24 stærstu búum landsins er ekkert þeirra hreint sauðfjárbú, 11 þeirra em Jtrein mjóUturbú, en 13 eru blönduð mjólkur- og sauðfjárbú. Beingreiðslur í stað niðurgreiðslna Með undirritun búvöru- samningsins í mars 1991 var ákveðið að taka upp greiðslu- mark í stað fuUvirðisréttarkerfis- ins svonefnda. Jafnframt var ákveðið að faUa frá niðurgreiðsl- um á hefidsöluverði búvara en taka í staðinn upp beinar greiðslur tfi bænda sem eiga að nema helmingi af kostnaði þeirra við framleiðslu á kinda- kjöti og mjólk. Greiðslumarkið er mælt í ærgildisafurðum og þannig er eitt ærgfidi 174 Utrar af mjólk eða 18,2 kíló af kinda- kjöti. Eins og áður segir em þessar beinu greiðslur í raun það sem áður var nefút niðurgreiðslur. Nú fá bændur beinar greiðslur frá ríkinu fyrir framleiðsluna en fá jafnffamt minna frá afurða- stöðvunum. Áður fengu bænd- umir ftfilt verð hjá afúrðastöðv- unum en ríkið sá síðan um að niðurgreiða kjötið áður en það var selt. Fjáraustur ríkisins hefúr því verið færður af hefidsölustig- inu yfir á ffamleiðslustigið. Beinar greiðslur til bænda nema 25 krónum á hvem ein- asta mjólkuriítra, sem út úr búð er seldur á 66 krónur. í kinda- kjöti fara 205 krónur að meðal- tafi af hveiju kflói í beingreiðslur ffá rfldnu. í landinu er samtals yfir 1 milljón ærgildisafurða í mjólk og sauðfé, en það gerir nærri 4.200 milljónir króna í beingreiðslur árlega. Hinn um- defidi búvörusamningur gildir frá 1. september 1992 til 31. ág- úst 1998. Kvóti bænda er einkamál þeirra! „Ertu vitlaus maður, lista með persónulegum upplýsing- um - - nei,“ voru svörin sem blaðamaður fékk ffá Jóni Ragn- ari Bjömssyni, aðstoðarffam- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, þegar beðið var um lista með greiðslumarki lög- býla í landinu. Framleiðsluráðið heldur Usta þar sem ekkert ann- að en greiðslumark hvers lög- býlis kemur fram, en það er í raun aðeins sá kvóti sem lögbýl- ið hefúr yfir að ráða og er því sambærfiegur við kvótalistann í sjávarútveginum sem allir hafa aðgang að. Þetta greiðslumark segir til um ffamleiðslurétt lög- býlanna og býlin fá greitt ffá rík- inu í samræmi við það. Það skal tekið fram að greiðslumark miðast við lögbýfi en ekki ein- staka bændur. Engu að síður Ut- ur landbúnaðarkerfið á þetta sem persónulegar upplýsingar og hefúr ftflltingi tölvunefiidar í því máU. Sömu svör fengust hjá Gísla Karlssyni, ffamkvæmda- stjóra Framleiðsluráðsins, Helgu Guðrúnu Jónasdóttur hjá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins og hjá landbúnað- arráðuneytinu. — Sá fram- leiðsluréttur sem lögbýUn fá frá ríkinu er persónulegt einkamál bændanna._________________ PálmiJónasson PÁLL PÉTURSSON Höllustaðabúið fær um 230 þúsund krónur mánaðarlega í beingreiðslur frá ríkinu eða rrfiega 2,7 milljónir árlega. JÓHANNES GEIR SlGURGElRSSON Búið á Öngulsstöðum fær um 240 þúsund krónur mánaðarlega í beingreiðslur eða rfflega 2,9 milljónir árlega. EGGERT HAUKDAL Á Bergþórshvoli eru um 150 ærgilsi sem gefa 50 þúsund krónur mánaðarlega í beingreiðslur. EGILL JÓNSSON Búið á Seljavöllum fær yfir 230 þúsund krónur mánaðarlega í beingreiðslur eða nærri 2,8 milljónir árlega. JÓN HELGASON Á Seglbúðum eru á annað hundruð ærgildi sem gefa nálægt fimmtíu þúsund krónur mánaðarlega í beingreiðslur. PÁLMIJÓNSSON Á Akri varð að skera vegna riðu og því er hann einungis með um 100 ærgildi sem gefa nálægt 30 þúsund krónur í beingreiðslur. Með 300 ærgildi fengi búið um 100 þúsund krónur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.