Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 14

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 14
S K O Ð A N I R 14 PRESSAN Fimmtudagurinn 2. september 1993 PRMSSAN Utgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Markaftsstióri Sigurður I. Ómarsson Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 3190, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, dreifing64 30_.86,_tæknicieild 64_30 87 Áskriftargjald 798 kr. á mánuöi ef greitt er með VISA/EURO en 855 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu Þingmenn skammta sér styrki Breytingar undangenginna ára í landbúnaðarmálum hafa leitt eitt gott af sér: sóunin og vitleysan er orðin almenningi sýnilegri en áður. Dæmi um það eru „beingreiðslurnar“, styrkirnir sem einstaklingar fá mánaðarlega úr ríkissjóði til að reka matvælaffamleiðslu. Hér áður var milljörðum eytt árlega í niðurgreiðslur og með sinni venjulegu hundalógík tókst verjendum landbún- aðarkerfisins að planta þeirri skoðun í huga almennings, að hugsanlega væru þessar niðurgreiðslur af hinu góða — vöru- verð myndi jú hækka ef þeirra nyti ekki við. Effir að bein- greiðslur tóku við af niðurgreiðslum er það augljóst, sem þó var sýnilegt áður, að verð á landbúnaðarvörum úti í búð er plat. Stór hluti þess, sem raunverulega er borgað fýrir vör- una, er tekinn af launaseðli fólks mánaðarlega og sendur fyr- irtækjum í landbúnaði með milligöngu ríkissjóðs. I PRESSUNNI í dag er varpað öðru ljósi á svipaðan hlut: það sem einstakir þingmenn hafa persónulega upp úr styrkjakerfinu vegna laga sem þeir og kollegar þeirra hafa samþykkt á Alþingi. Niðri á Alþingi sitja nefnilega nokkrir menn sem hafa verið að skammta sjálfum sér styrki til fýrirtækjarekstrar. Þannig hefur alþingismaðurinn PáO Pétursson náðarsamlegast sam- þykkt að senda nafna sínum á stórbúinu á Höllustöðum styrk úr ríkissjóði upp á tæpar þrjár milljónir á ári. Ögn lægri upphæð ákvað alþingismaðurinn Egill Jónsson að rétt væri að senda fýrirtækinu sem rekið er á Seljavöllum í Austur- Skaftafellssýslu. Hvortveggja eru þetta væn bú, en gæludýra- bændur fá líka sitt. Þannig þótti Pálma Jónssyni alþingismani rétt að skattgreiðendur styrktu nafha hans, hobbíbóndann á Akri, um svo sem fjögur hundruð þúsund á ári fýrir þessar hundrað skjátur sem hann á. Eitthvað svipað má segja um tómstundabóndann Jón Helgason á Seglbúðum. Hér eru sem sagt menn í fullri vinnu hjá skattgreiðendum sem alþingismenn að senda sjálfum sér ávísun einu sinni í mánuði fýrir að reka stór og lítil fýrirtæki í matvælaffam- leiðslu. Margt hefúr undarlegt sézt í því sem Alþingi lætur ffá sér fara, en þetta hlýtur að nálgast að vera einsdæmi. Viðbrögð landbúnaðarmafíunnar voru ffóðleg þegar PRESSAN leitaði sér upplýsinga um þessi mál. Þar vísaði hvert ráðið og nefndin á annað og að lokum varð niðurstað- an að það væri trúnaðarmál þessara alþingismanna hvað skattgreiðendur greiddu þeim í styrki fyrir störf sem þeir sinna á þingfararkaupi í þinghléum. Þar á bæ gera menn sér eflaust grein fýrir ógninni sem að kerfinu stafaði ef almenn- ingur gerði sér grein fýrir því hvemig hann er féflettur ár eftir ár. Fyrir þetta hafa þeir girt að hluta með því að hafa kerfið svo flókið að enginn óbrjálaður maður þekkir þar haus ffá hala. Umbótasinnar innan ríkisstjórnarflokkanna ná væntan- lega engum árangri í bardaga við þetta kerfi nú í haust ffem- ur en endranær. Það væri þó hálfur sigur ef tækizt að færa upp á yfirborðið hluta af fjárplógsmaskínunni sem nú hefur fé af almenningi með bellibrögðum eins og fjórmenningarnir á Alþingi beita. BLAÐAMENN: Bergljót Friöriksdóttir, Guörún Kristjánsdóttir, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Pálmi Jónasson, Sigriöur Fl. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Flaraldsson, Guömundur Einarsson, Flannes Flólmsteinn Gissurarson, Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalssop, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéöinsson. Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guðmundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndiist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal Ieikiist. Teiknlngar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason, Snorri Ægisson, Einar Ben. AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristinsdóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI Fréttaskýringar Guðrúnar Helgadóttur „Það var satt að segja heldur niðurlútur söfnuður sem ég hittifyrir. Ástœðan var augljós: Guðrún Helgadóttir var byrjuð á einni afsínum reglulegu fréttaskýringum um sálarlíf Álþýðubandalagsins. “ Það er sem betur fer, les- endur góðir, að lifna yfir þing- störfunum og kominn þessi dægilegi haustfiðringur í heimilisfólkið hér við Austur- völl. Síðsumarið er nefnilega tíminn þegar þingmenn búa sig undir slagsmál vetrarins. Og ef eitthvað er að marka stemmninguna hér fýrstu dagana er öruggt að þetta verður skemmtilegur vetur. Ég marka það meðal annars af atganginum í því sem em allt- af skemmtilegustu slagsmálin sem við heimavanir verðum vitni að — þingflokksfundum hjá Alþýðubandalaginu. Þeir héldu einn svoleiðis á mánudaginn. Hún Þórdís bað mig að fara með kaffið til þeirra uppí Hlaðbúð (þing- flokksherbergi Alþýðubanda- lagsins, innsk. PRESSUNN- AR). Það var satt að segja heldur niðurlútur söfnuður sem ég hitti fýrir. Ástæðan var augljós: Guðrún Helgadóttir var byrjuð á einni af sínum reglulegu fféttaskýringum um sálarlíf Alþýðubandalagsins. „...hætta að vera með þennan leikaraskap," heyrði ég að hún gaggaði yfir þing- flokkinn. Hún Guðrún hefur þennan sérstaka talanda sem rithöfundum er gefinn. Henni tekst að mala endalaust með svona léttleikandi vélbyssu- takti og af þvílíkum innri sannfæringarkrafti að maður tekur ekki eftir því fyrren löngu seinna hvað henni tókst að segja lítið. Hún var einmitt í því stuðinu núna, ók sér í sætinu og belgdi sig ffammá borðið. „Ég get bara ekki orða bundist yfir þessum eilífu, gegndarlausu árásum á þenn- an okkar ágæta flokk sem þingmenn hans halda uppi í fjölmiðlum í tíma og ótíma. Það er ekki laust við að mann gruni að fyrrverandi forysta flokksins sé allsekki búin að sætta sig við það sem var þó afgerandi niðurstaða á síðasta landsfundi, sem sagt að hún er einfaldlega ekki forysta flokksins lengur. Það þarf ekki sérlega skarpskyggnt fólk til að sjá fingraför háttvirts þing- manns Svavars Gestssonar út- um allt í þessari umræðu um formannskjör ... og ... ég meina ... er ekki tímabært að þingmenn og þá á ég ekki síst við þingmenn okkar hér í Reykjavík geri sér grein fyrir því að það er ekki eins og það sé beinlínis nein þrammandi fjöldahreyfing í kringum þá í þessum ólátum sem þeir vilja láta ganga yfir flokkinn. Ég sé ekki betur en það væri kannski hyggilegast að opna hreinlega floklcsdeild á Hrafh- istu og Droplaugarstöðum eða í sjálfum Fossvogskirkju- garðinum. Það væri þá kannski fundafært í þessu apparati sem á þó að heita flokksfélagið í höfuðborg landsins. Mér þætti fróðlegt að heyra það, til dæmis frá fé- laga Svavari Gestssyni, hvort hann ætlar virkilega að stuðla að því að fylgislausir þing- menn af landsbyggðinni skapi slíkan óffið í flokknum að...“ Jahérna, hugsaði ég með mér. Þetta er bara einsog hjá Hrafni Gunnlaugssyni: Svavar á bakvið allt saman. Þarna hefnist honum fýrir að gera botnsídd þingmanna Alþýðu- bandalagsins að umræðuefúi. Oft má satt kyrrt liggja. Guðrún var enn að þegar ég kom með ábótina töluvert seinna. Af svipnum á Ólafi Ragnari að merkja hafði þessi sálgreining ekki verið á dag- skrá þess fundar sem hann ætlaði á. Þeir Einar Karl stungu saman samsærisnefj- um og Kiddi horfði á fundar- borðið og var ekki að hugsa mildð. Ragnar geispaði. Svav- ari tókst hinsvegar ekki að dylja glottið. Svo byrjaði hann: „Þetta var fróðlegur fyrir- lestur hjá þingmanninum um fólkið sem hefur orðið til að tryggja þingsæti hennar í und- anfömum kosningum...“ Ég nennti ekki að hlusta á meira; búinn að heyra þetta oft áður og löngu hættur að skilja. Bróðursonur minn, sem sótti tíma hjá prófessor Ólafi Ragnari, talaði einusinni um eitthvað sem hann kallaði „stupidity as an explanatory factor in politics“. Ég er ekki langskólagenginn, lesendur góðir, og skil þetta ekki alveg, en þegar ég sá útundan mér að Guðrún var að safna kröft- um fyrir aðra törn grunaði mig að það gætu mikil sann- indi verið fólgin 1 þessari út- lensku setningu. Oddur þingvöröur er hugarfós- tur dálkahöfunda, en efnisatriöi og persónur byggjast á raun- veruleikanum. STJÓRNMÁL Bitamunur eðafjár? Muna menn ennþá þegar kratarnir skiptu inná í ríkis- stjórninni í vor? Dagana á undan gekk svo mikið á að eiginlega var það ekki fýrren myndimar birtust úr ríkisráð- inu með forsetanum sem það sást hvað þetta hlaut að vera mikil breyting. Áður var ráð- herralistinn nokkurnveginn þannig að þarna voru Jón Baldvin og Jóhanna og svo þrír ffekar gamaldags kallar, en á myndinni frá Bessastöð- um var í staðinn komin allt önnur samsetning: Meirihlut- inn horfinn af krataköllunum en í staðinn komnir tveir ung- ir og ffískir strákar sem mundu örugglega láta hendur standa ffammúr ermum. Á þessum tíma vom í gangi spekúlasjónir um breyttar áherslur í ríkisstjórninni og sumir — til dæmis Agnes Bragadóttir valkyija — spáðu hræringum hjá sjálfstæðis- mönnum í kjölfar hinna nýju manna. Nú segir hún jú svo ansi margt hún Agnes, en margir aðrir töldu að með þessum mannabreytingum ætti Alþýðuflokkurinn þess góðan kost að endurnýja sig innávið og út til kjósenda. Síðan þetta var hefur Alþýðu- flokkurinn reyndar verið í sviðsljósinu, en ekki vegna til- takanlegrar endurnýjunar eða ferskleika. Varaformannsmál, bitlingafár og sífelld fjölmiðl- un Sighvats Björgvinssonar hafa fúllkomlega gert útaf við þær vonir sem taktíkerar krata gerðu sér um að geta skipt um ham núna í sumar. Aumingja Ami. Auðvitað er ekki öll nótt úti, og enn er of snemmt að dæma hina nýju ráðherra. Fyrstu mánuðir Össurar Skarphéðinssonar benda raunar til þess að þar fari val- inn maður í rúmi umhverfis- ráðherra. Hann hefur tekið MÖRÐUR ÁRNASON rösklega á þeim málum sem upp hafa komið og gefið fyrir- heit um góðan gang í ýmsum sérmálum ráðuneytisins, sem umffam allt þarf við stjórn- völinn áhugasaman verkstjóra og slyngan áróðursmann. Síð- ar á árinu mæta ráðherranum svo aðrar og snúnari mann- raunir en skyndiprófin um hvítabimi, margæsir og Þing- vallamurtur. Til dæmis er ekki langt síðan Össur lýsti því yfir að afstaða sín til breytinga á Lánasjóði námsmanna yrði endurskoðuð ef í ljós kæmi að breytingamar hindruðu ungt fólk ffá námi. Nú em komnar tölur um fækkun lána og stúdenta, og verður ffóðlegt að fylgjast með viðbrögðum Össurar þegar þingmenn spyrja frétta af námsmanna- málum í fjárlagaumræðunum í haust. Guðmundur Ámi — sumir vom í vor soldið að þæfa það hver við annan af hveiju Guð- mundur Árni væri að taka heilbrigðisráðuneytið þegar hann var í þeirri stöðu að geta nánast valið, — hversvegna hann tæki ekki bara beint við ráðuneytum Jóns Sigurðsson- ar. Það væri Ijóst að það mundi mæða feikilega á heil- brigðisráðherranum strax í sumar og haust, en Sighvatur hinsvegar búinn með öll þau sparnaðarráð sem fýrir hendi voru til skamms tíma. í iðn- aðar- og viðskipta væm hins- vegar tiltölulega rólegir dagar framundan og þó ýmis tæki- færi til að ná athygli og já- kvæðum samanburði við ff emur lánlausan forvera. Hafi slíkar hugleiðingar verið í einhveiju samræmi við veruleikann í reykmettum bakherbergjum Alþýðuflokks- ins þá er það auðvitað Guð- mundi Árna til hróss að hafa valið erfiðari leiðina. Um leið var það að sjálfsögðu yfirlýs- ing um stefnubreytingu í þeim málaflokkum sem nú skyldi tekist á við, ekki síst þegar við bætist gagnrýni sem Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði setti ffam á velferðarpólitík stjóm- arinnar allt frammá vordaga 1993. Hvað gerir maður sem ætl- ar sér að setja mark sitt á heil- brigðismálin á stuttum tíma — tæpum tveimur árum — og setja landstjórn mikilvægra velferðarmála nýjan og betri kúrs? Það fer eftir ýmsu — en er ekki eðlilegt að slíkur stjórnmálamaður sæki sér stuðning og byggi sér banda- lög í samfélaginu og heilbrigð- isgeiranum með því að hvetja þar til umræðna um brýn vandamál, rannsaka undir- tektir við nýjar hugmyndir, ræða við áhrifafólk og skapa sér gott veður í fjölmiðlum? Ég veit ekki. En síðan í vor hefúr að minnsta kosti ekkert heyrst til Guðmundar Árna Stefánssonar heilbrigðis- og tryggingaráðherra og engu lík- ara en hann sitji dag hvem við Hlemmtorg og horfi í gaupnir sér. Eina lífsmarkið úr heil- brigðisráðuneytinu í sumar kemur fram í óstaðfestum pólitískum slúðurfréttum af því að nú leggi ráðherrann til valffjálst sjúkrasamlag. Ástæð- umar? Jú, þannig má fá tekjur án þess að kalla þær skatt- heimtu. Þessi tillaga gæti leitt til ein- hverra afdrifaríkustu breyt- inga á íslensku samfélagi síðan almannatryggingarnar kom- ust á. Heilbrigðisráðherrann „Síðan í vor hefur ekkert heyrst til Guð- mundarÁrna ogengu líkara en hann sitji dag hvern við Hlemmtorg og horfi í gaupnir sér. Eina lífsmarkið er að ráð- herrann leggur til valfrjálst sjúkrasamlag. Ástœðurnar? Jú, þannig máfá tekjur án þess að kalla þœr skattheimtu. “ nýi sér hinsvegar enga ástæðu tii að skýra þessar tillögur op- inberlega, rökstyðja þær, leggja fram hugsanlega úr- vinnslu, gefa almenningi kost á að mynda sér skoðun. Hinn gagnrýni og glaðbeitti bæjarstjóri í Hafnarfirði er nú um stundir einhver niðurlút- asta og þöglasta persónan í ráðherrabíói fféttatímanna, og lætur sér nægja að setja stefnu sína í velferðarmálum til um- ræðu og úrskurðar í um það bil þrjátíu manna hóp ráð- herra og helstu forystumanna í stjórnarflokkunum tveimur. Og næstum hver einasti einn af þessum þrjátíu hlakkar til að gera sem allra mesta niður- lægingu bæjarstjórans bjart- leita. Kurl eru ekki komin til grafar en í þessu ljósi verður að virða mönnum það til vor- kunnar þótt þeir spyrji um heilbrigðisráðuneytið fýrr og nú hvort þar sé virkilega bara bitamunur og ekki fjár.______ Höfundur er íslenskufræðingur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.