Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 15
Fimmtudagurinn 2. september 1993 S KOÐA N I R PRESSAN 15 DAS KAPITAL STIÓRNMÁL Sól gengur til viðar Þjóðarsátt um landbúnað? Þegar hvítir menn komu til svertingja, indíána og annarra frumstæðra þjóðflokka og hófu verslun þótti hinum írumstæðu þjóðum viðskipta- hættirnir nýstárlegir, þeir þurftu ekki að borga, bara að skrifa eða setja fingrafar sitt við viðskiptin. En svo fór að lokum, að þegnar í hinum frumstæðu þjóðflokkum komu til hvíta kaupmannsins og sögðu við hann: Nú ert þú búinn að lána mér of mikið og nú verður þú að strika undir gömlu skuld- ina og við verðum að byrja uppá nýtt. Annars bara dey ég og þú hefur ekki efni á því. í dag stendur Sólkonungur- inn í sporum svertingjans og indíánans. Sólkonungurinn gengur nú á milli lánardrottna sinna og biður um að strikað verði undir gömul viðskipti og að það verði byrjað uppá nýtt. Þetta þættu nú ekki mikil tíðindi ef í hlut ætti frumstæð- ur verkamaður í leiguíbúð í Breiðholti, sem er í reikningi hjá kaupmanninum í hverf- inu, en þegar í hlut á einn mesti íjármálajöfur þessarar þjóðar, bankaráðsformaður í Iðnaðarbanka, varamaður í bankaráðum Seðlabanka og Landsbanka og formaður Fé- lags íslenskra iðnrekenda þá eru þetta mikil tíðindi. Vegsemdir þessa manns eru engu minni en hins elskaða leiðtoga Norður-Kóreu, Kim II Sung. Sól hf. hefur verið tal- ið vinsælasta íyrirtæki þessa lands og nafn Sólkonungsins hefúr verið orðað við embætti forseta lýðveldisins þegar skólasystir hans lætur af emb- ætti. Og hvað er þá að? Það er mikil goðgá að fjalla um Sól hf. án þess að mikla alla hina stóru sigra þess. Er ekki augljóst, að það er ein- hver vitlaus karl í Ameríku, sem gat ekki selt vatn, sem á sök á því hvernig komið er? Sól hf. á sér langa sögu. Smjörlíkisvinnsla hófst á dög- um Napóleóns en á íslandi hófst slík vinnsla upp úr alda- mótum. Eftir sameiningar og nafhabreytingar stendur eftir Sól hf. Afurðir fyrirtækisins eru matvæli og drykkjarvara. Smjörlíki er á undanhaldi en neysluvara eins og gosdrykkir átti að koma í stað smjörlíkis og bökunarefha. En Lang Stærsti Díllinn (LSD) átti að „Sólkonungurinn sagði: „Ég ákveð allar leikreglurnar íþessu spili. “ Þannigfékk hann þvíframgengt að smjörlíki varflokkað sem landbúnaðarvara í EFTA-samningum og því hefur smjörlíkis- iðnaðurinn notið inn- flutningsverndar land- búnaðarins. “ vera útflutningur á vatni. Töl- ur í þeim útflutningi voru stærri en dauðlegt fólk fær skilið. Persónugerving Sólar hf. er Sólkonungurinn. Adolf Hitler sagði: „Ég ákveð hver er gyðingur.“ En Sólkonungurinn sagði: „Ég ákveð allar leikreglurnar í þessu spili.“ Þannig fékk hann því framgengt að smjörlíki væri flokkað sem landbúnað- arvara í EFTA-samningum og því hefur smjörlíkisiðnaður- inn notið innflutningsvemdar landbúnaðarins. Sólkonung- urinn var jú formaður Félags íslenskra iðnrekenda þegar Is- land gekk í EFTA. Og svo hóf Sólkonungurinn framleiðslu á gosdrykkjum. Kólamarkaðurinn er stærstur og því skyldi ráðist á hann. En Sólkonungurinn vissi ekki, að Coke og Pepsi vinna öll kóla- stríð. Það em bara staðreyndir sem hægt er að ganga að í markaðsfræðum. En Sólkonugurinn segir að kólastríðið hafi tapast vegna þess að kolsýran var gölluð. En nú er svo komið að uppsafnaður auður Sólar hf. í 70 ár hefur runnið út um vatnsrör. Sól hf. þarf einnig að leita eftir styrk frá lánar- drottnum sínum. Til að Sól hf. komist í rekstrarhæft ástand þarf að skera skuldir niður um 500 milljónir. Þessi upphæð kemur einhvers stað- ar ffá. Lánastofnanir þurfa að skera niður útistandandi lán. Þær ná því til baka í auknum vaxtamun af lánum skilvísra greiðenda. Reikningurinn er kr. 10.000 á hvert heimili í landinu. Staða Sólkonungsins er slík, að lánastofnunum dettur ekki í hug að ræða þessar breytingar á aðstæðum við eftirmann Sólkonungsins. Og svo þurfa aðrir iðnrekend- ur, sem hafa greitt alla sína reikninga, að berjast á sama markaði og Sól hf. eftir eftir- gjöf skulda Sólar hf. Slíkt er að sjálfsögðu röskun á eðlilegum markaðsaðstæðum. Og hvernig á að vera hægt að reka iðnfyrirtæki í þessu landi, þeg- ar iðnfyrirtæki verða að greiða fyrir ófarir annarra iðnfýrir- tækja og lánastofnanir hafa forgöngu um það? Ekki er að efa, að Sólkon- unginum tekst að endurreisa veldi sitt. Hann hefur fram til þessa snúið viðsemjendum sínum um fingur. Og ákveðið niðurstöðurnar sjálfur. Að lokum mætir Sólkonungur- inn bísperrtur í fjölmiðlum og sannfærir þá og þjóðina um ágæti sitt. Steinn Steinarr orti: Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjama sett að veði.) Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. Það var nefnilega bæði vit- laust stokkað og vitlaust gefið í Sólarspilinu hf. Höfundar Das Kapital eru fram- mámenn í fjármála- og viðskipta- lífi, en vilja ekki láta nafns getið. Enn er landbúnaðurinn efst á baugi í stjórnmálaumræð- unni á íslandi. Hver fréttatím- inn á fætur öðmm er fullur af allra handa tölulegum upplýs- ingum um greiðslur til bænda og stuðning ríkisins við land- búnaðinn. Viðskipta- og iðn- aðarráðherra og formaður Stéttarsambands bænda eru orðnir fastir gestir í fréttatím- unum að færa fram rök og gagnrök. Nú síðast benti for- maður Stéttarsambandsins viðskipta- og iðnaðarráðherra á að fara að sinna málefnum iðnaðarins í landinu og hætta að tala um hluti sem hann hefði ekki vit á. Umræðan er sem sé enn einn ganginn við það að festast í sama fari og hún hefur verið í um árabil: Alþýðuflokkurinn gegn bændunum. Umræða um landbúnaðar- mál hér á landi hefur alltaf verið á einn veg. Um áratuga- skeið hafa sérfræðingar ríkis og bænda sinnt þessum mál- um, utan við opinbera um- ræðu. Gagnrýnendur hafa svo flestir verið stimplaðir haturs- menn bænda, menn sem vilja leggja af búnað í landinu og sveitimar í auðn. Nú á síðustu árum hafa hins vegar fleiri far- ið að blanda sér í umræðuna og vonir því vaknað um að sá dagur kunni að koma að viti- borin umræða geti orðið um landbúnaðarmál á landi hér. Það er óþarfi að minna á að við lifum á samdráttartímum og nauðsynlegt hefur reynst að spara sem víðast í ríkis- rekstrinum, meðal annars á þeim sviðum velferðarmála sem þjóðarsamstaða hefur verið um að hlífa sem allra mest. Frekari samdráttur í rík- isútgjöldum er nauðsynlegur á næstu árum. Ef koma á í veg fyrir skaðlegan niðurskurð í heilbrigðis- og skólamálum verða menn að leita allra ann- arra raunhæffa leiða til spam- aðar. Því er frekari umræða um sparnað í landbúnaðar- málum nauðsynleg, rétt eins og umræða um sparnað á öðmm sviðum. Það er ljóst af umræðu undanfarinna vikna og mán- aða að stuðningur íslenska ríkisins við landbúnað er með því mesta sem þekkist. Um það er ekki deilt, þrátt fyrir allt fjaðrafokið um beingreiðslur ÁRNI PÁLL ÁRNASON og niðurgreiðslur og mis- munandi reikniaðferðir til að finna út heildarstuðning. Deilur næstu mánaða verða að snúast um það hvort og þá hvar má ná fram sparnaði í i „Hver er til dcemis kostnaður ríkisins afbeingreiðslum til hobbíbœnda, bœnda sem hafa lifibrauð sitt af öðru en landbún- aði, en hafa einnig bú undir 400 œr- gildum?“ þessum geira, án þess að eyði- leggja forsendur fyrir land- búnaði í landinu. Hver er til dæmis kostnaður ríkisins af beingreiðslum til hobbí- bænda, bænda sem hafa lifi- brauð sitt af öðm en landbún- aði, en hafa einnig bú undir 400 ærgildum? Er ekki sjálf- sagt að hætta stuðningi ríkis- ins við slíkan búrekstur og einskorða hann við þá bænd- ur sem hafa afkomu sína af landbúnaði? Getur spamaður af þessu tagi ógnað hagsmun- um íslenskra bænda og ís- lensks landbúnaðar? Það er ástæða til að ætla að umræða á þessum nótum, þar sem gengið er út frá því að áfram verði stutt við bakið á bændum og þeir aðstoðaðir við nauðsynlega hagræðingu en jafnframt reynt að halda kostnaði hins opinbera innan skynsamlegra marka, geti skil- að árangri. Ekki verður annað séð en núverandi forysta bændasamtakanna og ríkis- stjórnin geti farið yfir málin á skynsamlegum nótum. Eftir stendur hins vegar að verka- lýðshreyfingin og samtök at- vinnurekenda virðast ekki hafa nokkurn skilning eða vilja til að koma að þessum málum á skynsamlegan hátt. Sérstaka athygli vekur í þessu sambandi skilningsleysi verka- lýðshreyfingarinnar á mikil- vægi stefhunnar í landbúnað- armálum fyrir kaupmátt og afkomu hins almenna laun- þega. Tafarlaus innflutningur á allri búvöru leysir engan vanda. Hugmyndir um sparn- að í útgjöldum til landbúnað- ar eru ekki allar hreinn dauða- dómur yfir bændastéttinni. Talsmenn innflutningsins þurfa að átta sig á því að bændur eru komnir í öng- stræti vegna opinberra af- skipta af landbúnaði undan- farna áratugi og eiga rétt á að- stoð við að komast aftur í eðli- legt viðskiptaumhverfi. Bænd- ur þurfa líka að átta sig á því að núverandi ástand getur ekki verið til frambúðar og hraða þarf aðlögun landbún- aðarins að breyttum tímum. Bændur verða enn frekar en hingað til að axla ábyrgðina af því að greina á milli þess stuðnings sem er nauðsynleg- ur og þess sem ríkið getur sparað við sig, til að glata ekki þeim stuðningi og þeim vel- vilja sem ríkir í þeirra garð. Afstaða meirihluta fulltrúa á aðalfundi Stéttarsambandsins um helgina til spurningarinn- ar um Stofnlánadeildina var því miður vopn í hendur þeirra sem segja að bændur séu ófáanlegir til að semja um nokkurn hlut og mæti öllum hugmyndum um hagræðingu og sparnað með óbilgirni og heimtuffekju. Hofundur er lögfræðingur. FJOLMIÐLAR Tilgangslausar ellefu-fréttir „Það hefði verið fróðlegt að heyra til dœmis skoðanir Þórarins V. Þórarinsson- ar á búvörusamningnum. En það var eins og ellefu-fréttastofan vœri í spreng við að koma á framfœri frétt afsölutrixi á bóka- markaðnum eða hvaðþað nú var sem á eftirfylgdi. “ haldinn opinn stjómmálafund- Sjónvarpsdagskráin er roftn reglulega vegna seinni frétta Sjónvarps klukkan ellefu. Þetta er væntanlega gert til þess að áhorfendur geti gengið að frétt- unum á sínum stað, en með því er líka gefið ákveðið fyrirheit um að í fréttatímanum sé eitthvað sem er þess virði að bíða eftir því. Það er plat, því þetta hefur ekld gerzt viloim eða mánuðum saman. Ég stend upp og hneigi mig fyrir þeim sem man eftir að hafa séð nýlega í ellefu-fréttum eitthvað annað en það sem væri kallað slappar innsíðufféttir á dagblaði og myndskreyttar fréttatilkynningar og erlent efrii til uppfyllingar. ALmennilegar fréttir birtast einfáldlega ekki. Dæmi: á þriðjudagskvöld var ur um landbúnaðarmál, með beztu sort af ffummælendum og slatta af ráðherrum í salnum. Þetta er eitt erfiðasta deiluefnið innan ríkisstjómar þessar vik- umar og góðir fréttamenn, til dæmis Atli Rúnar Halldórsson eða Kristján Már Unnarsson, hefðu leikið sér að því að gera frétt úr svona fundi. Hvað gerist á ellefu-ffétta- stofu Sjónvarps? Birt var viðtal við einn ffummælandann, Sig- urð Líndal, svo sem mínúta að lengd, sem náttúrlega er engan veginn nægur tími til að koma skoðunum Sigurðar á ffamfæri óbrengluðum. Þar fyrir utan hefði verið ffóðlegt fýrir áhorf- endur að heyra tíl dæmis skoð- anir Þórarins V. Þórarinssonar á búvömsamningnum. En það var eins og fféttastofan væri í spreng við að koma á ffamfæri frétt af sölutrixi á bókamark- aðnum eða hvað það nú var sem á eft- ir fýlgdi í tíu mínútur. Nú kann að vera að ekki hafi gef- izt tími, ekki hafi verið mannskapur eða ekki- hafi-verið-eitthvað sem varð til þess að ellefú-fféttimar urðu jafhtilgangslausar og venjulega. Gott og vel. Það kann að vera skýring, en er ekki nothæf af- sökun. Samkvæmt nýjustu fjöl- miðlakönnun Félagsvísinda- stofnunar var minna horft á ell- efu-fféttir en amríska sápu á Stöð 2. Þetta var vel að merkja þegar bezt lét fýrir ellefú- frétta- tímann og hann féll inn í umtal- aða umræðuþætti um framtíð Sjónvarpsins. Skattgreiðendur og nauðung- aráskrifendur hljóta að gera þá kröfu, þegar Rikisútvarpið Sjón- varp ákveður að eyða einhveij- um milljónum í aukafréttatíma, að fluttar séu fréttir í þeim fféttatíma. Annars er eins gott að sleppa þessu. Það væri næst- um því skárra að láta Baldur Hermannsson fa þessar milljón- ir til að svívirða forfeður okkar, það nennir þó einhver að horfa áþað. Karl Th. Birgisson. A UPPLEIÐ f BflLDUR HERMANNSSON FUGLAVINUR Heldur á lofti því ein- kenni góðra kjölturakka að gjamma þegar húsbóndan- um er ógnað. HEIMIR STEINSSON ÚTVARPSSTJÓRI Hann hefur alveg hlíft þjóðinni við innleggi í þess- ar annars upplýstu umræð- ur um fjármál Ríkisútvarps- ins. MAGNÚS SKARPHÉÐINSSON ENN OG AFTUR Hann hefur einstakt lag á því að koma við viðkvæm- ustu kaunin í þjóðarsmásál- inni. Á NIÐURLEIÐ I ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON OG HINIR FRIÐARSINNARNIR Þeir þiggja líklega ekki boðið í veisluna þegar Peres fær ffiðarverðlaunin. RAGNAR STEFÁNSSON JARÐSKJÁLFTAFRÆÐINGUR Fyrst hvarf kommúnism- inn og nú er sagt að Suður- landsskjálftinn verði fýrir norðan. Það er ekkert að marka sem maðurinn segir. JÓN SIGURÐSSON FYRRUM VIÐSKIPTARÁÐHERRA Með vanhæfu Sam- keppnisráði bætist enn einn legsteinn í annars yfirfúllan kirkjugarð meintra afreka hans.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.