Pressan - 02.09.1993, Page 16

Pressan - 02.09.1993, Page 16
ERLENT 16 PRESSAN Fimmtudagurinn 2. september 1993 MAÐUR VIKUNNAR Kim Jong II Oútreiknanleg og úábyrg komaksbytta í síðustu viku bárast þær fregnir frá Norður-Kóreu að átján herforingiar hefðu verið teknir af lífi og uppreisnar- áform þeirra þar með mis- heppnast. Fréttin var reyndar lx)rin lil baka daginn eftir, en hafði þá gert víðreist um heimspressuna Kim II Sung er í reynd bú- inn að færa völdin í Norður- Kóreu í hendur sonar síns, Kim Jong IL Kim eldri tók að undirbúa þegna sína fyrir valdatöku sonarins í byrjun áttunda íiratugarins. Hann hóf Kim Jong 11 með sér upp á þann stall persónudýrkunar sem hann hefúr sjálfur staðið á, svo að þjóðin fengi að venjast nýjum leiðtoga í tíma. Árið 1977 var Kim Jong II formlega útnefndur aiftaki foður síns, en það var ekki fyrr en árið 1991 sem hann fékk einhver raun- veruleg völd. Það ár var hann gerður að yfirmanni alls hers- ins. Kim yngri var ekki lengi að læra hvemig farið er með völd, því hann lét fljótlega reka alla gömlu hershöfðingjana og réð vini sina í staðinn. Tæpu ári síðar, í október á síðasta ári, skýrði svo Kim Yong Nam varaforseti fiá því í New York að Kim Jong 11 hefði tekið formlega við leiðtogaembætt- inuiNorður-Kóreu. Kim Jong II er 51 árs gamall, fæddur 16. febrúar 1942. Skap- gerðareinkenni hans era ekki beinlínis þess eðlis að vekja kát- ínu þeirra sem þurfa að um- gangast hann í nýja embætt- inu. Hann er sagður vera skap- bráður og fljóthuga fyilibytta, sem elskar koníak. Þótt Kim Jong II hafi verið alinn upp með það fyrir augum að verða valdamesti maður landsins hefiir ekki orðið vart við áhuga lijá honum á marxíslcri hug- myndafræði. Prófskírteini í stjómmálafræðum frá háskól- anum í Pyongyang og óljóst nám í Austur-Þýskalandi virð- ist ekki hafa breytt neinu þar um. Vegsemd hans byggist aðal- lega á safni hans er saman- stendur af 150 höllum og glæsihúsum og öðru safhi af sportbílum: Jagúar, Lincoln, Ferrari og Mercedes með númerinu 2-16, sem er ætlað að minna á fæðingardag hans. Þá er ótalið nautnaherlið hans sem er skipað um tuttugu ung- um kóreskum stúlkum og glæsikonum sem fluttar hafa verið inn ffá Japan, Tælandi og Skandinavíu. Vegna minnimáttarkenndar út af smæð sinni gengur Kim Jong 11 alltaf á háum hælum. Hann er haldinn sjúklegri hræðslu við örverar og lætur þess vegna vísindamenn á rannsóknarstofunni „Langlífi“ kanna kirtlastarfsemi sína reglulega. Hann krefst þess einnig, þegar starfsmenn utan- ríkisþjónustunnar biðja um áheyrn, að þeir fari í læknis- skoðun áður en þeir koma til fúndar við hann. Kim yngri hefúr líka miklar áhyggjur af karlmennsku sinni og reynir allt til að viðhalda henni. Reglulega lætur hann herinn veiða hundruð slgaldbaka, sem hann drekkur blóðið úr. Arf- taki II Sung er mikill kvik- myndaaðdáandi og á yfir 15.000 myndbönd. Árið 1978 leiddi áhuginn hann svo langt að hann lét ræna suður-kór- eskri leikkonu sem hann hafði hrifist af. Áður en hann lét leysa liana aftur úr haldi bauð hann henni ávisun upp á tvær milljónirdollara. Kim Jong II lætur sér ekki smáhryðjuverk fyrir brjósti brenna, enda alinn upp í góð- um félagsskap einræðisherr- anna Bokassa, Mobutu, Idi Amin og Ceausescu, að ógleymdum Sihanúk prins sem á höll í Pyongyang, en þeir em allir og vom góðvinir föður hans. Kim Jong var hug- myndasmiðurinn á bak við til- ræðið við ríkisstjórn Suður- Kóreu árið 1983 og það mun einnig hafk verið fyrir hans til- stilli sem Boeing-þota kóreska flugfélagsins sprakk í loft upp The European Lögreglajyrirferðametin Ferðamenn í fríi erlendis voru áður vanir að taka góðar minningar heirn með sér. í dag em of margir þeirra líklegir til að koma heim með sögur af barsmíðum og þjófhuðum. Þessi fjölgun glæpa sem beinast gegn ferðamönnum ætti að vera yfirvöldum í Evrópu áhyggjuefni. Glæpirnir ógna ferða- mannaiðnaðinum, sem er löndunum mikilvægur. Ferða- menn frá Japan og Bandaríkjunum þurfa ekki mikla örvun til að ákveða að eyða peningunum sínum annars staðar. Jafiivel Evrópubúar sjálfir kjósa að dvelja 1 eigin landi, þar sem þeim finnst þeir vera öruggari, nokkuð sem dregur úr nánari kynn- um milli þjóða EB. Ríkisstjórnir, sem hika ekki við að taka við peningum frá ferðamönnum, verða að gera fleira. Ein hugmyndin gæti verið að þjálfa lögreglumenn til að líta eftir ferðamönnum, en þeim myndi líða betur ef þeir vissu af návist lögreglu sem skildi tungumál þeirra auk þess sem návist lögreglunnar myndi ef- laust draga kjarkinn úr glæpamönnunum. Horft framhjá helförinni Gömul skjöl frá tímum síöari heimsstyrjaldarinnar sem nýverið fundust sýna að æðstu menn innan breska utanríkisráðuneytisins og BBC voru andsnúnir gyðingum. Fréttum af útrýmingu gyðinga var því stungið undir stól og aðrir fjölmiðlar voru ekki teknir trúanlegir sökum þess trausts sem BBC naut. Á LEIÐARENDA. Þýskur naslstl tekur á móti gyölngum í útrým- Ingarbúöum. Upplýsingamar er að finna í gömlum skjölum úr skjala- söfnum BBC og bresku ríkis- stjórnarinnar, sem nýverið voru dregin frarn í dagsljósið í Bretlandi. Skjölin færa sönnur á að gyðingahatur var ráðandi meðal æðstu yfirmanna utan- ríkisráðuneytisins og BBC á tímum síðari heimsstyrjaldar- innar og því þögðu þeir þunnu hljóði yfir þeirri fyrirætlun þýskra nasista að útrýma gyð- ingum. Yfirmenn BBC þóttust vissir um að gyðingahatur ætti upp á pallborðið meðal þorra bresks almennings, sem hefði auk þess lært það frá heimsstyrjöld- inni fyrri að taka öllum sögu- sögnum um meinta stríðs- glæpi með fyrirvara. Út frá þessu var gengið sem vísu og var hvorttveggja notað til að renna enn frekari stoðum undir stefriu útvarpsins í mál- um gyðinga. Við upphaf heimsstyrjaldarinnar komust breska ríkisstjómin og BBC að samkomulagi um að „að þessu sinni skyldi sannleikurinn verða lygum um nasista yfir- sterkari“. Sökum þess hve BBC naut mikils og yfirgnæfandi trausts sem fréttamiðill trúði almenningur fréttum útvarps- ins og skellti skollaeyrum við sannleikanum frá öðrum fréttamiðlum. Rykfallin skjölin sem hafa að geyma hinar mikilvægu upp- lýsingar fúndist fýrir tilviljun í skjalasöfnum BBC og bresku ríkisstjórnarinnar. Það var dagskrárgerðarmaður á út- varpsstöðinni Radio 4 sem fann þau er hann var í heim- ildaöflun fyrir nýja þáttaröð, Document, og fékk aðgang að skjalaskápunum. Upplýsing- amar hafa skiljanlega vakið al- menna athygli á Bretlandi, en fyrsti Document-þátturinn, sem var sendur út í síðustu viku, fjallaði vitaskuld um tengsl utanríkisráðuneytisins og útvarpsstöðvarinnar BBC í síðari heimsstyrjöld. Skjölin, ásamt viðtölum við fyrrver- andi embættismenn og starfs- menn BBC sem enn eru á lífi, sýna svo ekki verður um villst að æðstu menn bæði innan ráðuneytisins og útvarpsins höfðu ákaflega lítið álit á gyð- ingum. Ráðamenn þessara tveggja L/K GYÐINGA IBELSEN-ÚTRÝMINGARBÚOUNUM. Æöstu yfirmenn utanríkisráðuneytisins og BBC sáu til þess aö voðaverkum þýskra nasista væri haldiö leyndum. efins um að sögusagnir af gas- klefum Þjóðverja væru sannar. 1 skjölunum segir meðal ann- ars: „Ég álít að við munum verulega veikja stöðu okkar gagnvart Þjóðverjum ef við tökum upp á því að leggja trúnað á sögusagnir um ódæð- isverk sem við höfum engar sannanir fýrir.“ Annar embættismaður ráðuneytisins, Roger Allen, var sömu skoðunar, eins og sést af minnispunktum hans: „Það er rétt að sá kvittur hefúr komist á kreik að Þjóðverjar séu að út- rýma gyðingum í gasklefum. Sögusagnir þessar hafa hins vegar í nær öllum tilvikum verið mjög óljósar og iðulega verið komnar frá gyðingum sjálfum." Og hann heldur áfram: „Sjálfúr hef ég persónu- lega aldrei getað skilið hvað gasklefinn hefur framyfir vél- byssuna, sem er mun minna flókin í notkun svo eldd sé tal- að um hina einföldu aðgerð að svelta í hel.“ Harman Grisewood, fýrr- um aðstoðarmaður stjómanda útsendinga BBC í Evrópu, reyndi að tala um fyrir yfir- mönnum sínum hjá útvarpinu þegar honum varð ljóst hvað vakti fýrir Þjóðveijum, en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Grisewood, sem enn er á lífi, heimsótti Þýskaland skömmu áður en styrjöldin braust út og sá þá með eigin augum hvemig gyðingar voru kúgaðir af nasistum. Þegar Grisewood sneri aftur til Bret- lands gekk hann rakleiðis á fúnd framkvæmdastjóra BBC, Fredericks Ogilvie, og skýrði honum fra ástandinu í Þýska- landi. Framkvæmdastjórinn lét sem hann heyrði eklci ábend- ingar hans, sló á létta strengj og sneri út úr fyrir Grisewood, sem varð ljóst að hann talaði fýrir daufúm eyrum. BBC talinn áreiðanleg- asti fréttamiðillinn Skeytingarleysi BBC um að- för nasista að gyðingum kom ekki í veg fýrir að prentmiðlar reyndu að varpa ljósi á málið. I júní 1942 skýrði Daily Tele- graph frá því að 700 þúsund pólskir gyðingar hefðu verið teknir af lífi, sumir í gasklefúm. Fleiri dagblaðagreinar fýlgdu í kjölfarið þar sem sagt var frá þeirri fýrirætlun Adolfs Hitler að útrýma öllum gyðingum. Þrátt fýrir váleg tíðindi lét þorri fólks blaðafréttirnar sem vind um eyra þjóta. Ástæðan var sú að í Bretlandi, stórum hluta Evrópu svo og innan breska heimsveldisins var BBC-út- varpsstöðin talin vera áreiðan- legust allra fféttamiðla og ekld væri mark takandi á öðrum. Heimsstyrjöldin varð til þess að lyfta BBC skör hærra en aðrir miðlar og slcapa fýrirtæk- inu nafn og virðingu umffarn aðra. Reyndar var eitt sinn minnst á útrýmingu gyðinga á BBC, þegar sagt var frá ræðu sem breski utanríkisráðherrann, Anthony Eden, flutti í desem- ber 1942. Þar sagði ráðherrann „að í Þýskalandi væri nú verið að hrinda í framlcvæmd marg- yfirlýstri ráðagerð Hitlers, um að útrýma gyðingum í Evr- ópu“. Stefna BBC hélst þó óbreytt. Trevor Blewitt, einn umsjónarmanna viðtalsþátta BBC, stalck upp á því snemma árs 1943 að fá mann af gyð- ingaættum til að fjalla um mál gyðinga í hinum vikulega við- talsþætti Sunday night talk. Blewitt stakk upp á skemmti- kraftinum Ronald Frankau, sem hefði hlotið breskt uppeldi og menntun og hefði ríka sam- kennd með Bretum. Yfirmenn BBC voru allir sem einn mót- fallnir hugmyndinni. Vöknuðu upp við vondan draum í byijun 1943 gerði stjóm- andi viðtalsþátta BBC, G.R. Bames, athugasemd við viðtal nokkurt þar sem farið var inn á „bannsvæðið“ og íjallað um andúð gegn gyðingum. I minnisblöðum sínum um þáttinn sagði Barnes meðal annars: „Ég kæri mig ekki um að fjallað sé um gyðingahatur í þáttum útvarpsins, nema nauðsynlegt sé að drepa á því í umfjöllun um önnur málefni." Yfirmenn BBC fóru gagnrýnis- laust að ráðum æðstu manna innan ráðuneytisins, sem töldu að gyðingahatur væri útbreitt í Bretlandi og það væri ekki þeirra hlutverk að reyna að spoma við því. Yfirlýst stefna BBC í málum gyðinga frá 1943 var því eftirfarandi: „Við mun- um hvorki stuðla að né sætta okkur við áróður í viðtals- og umræðuþáttum, þar sem gerð er tilraun til að gagnrýna gyð- ingahatur sem er án nokkurs efa ríkjandi hér í Bretlandi...“ Undir lok heimsstyrjaldar- innar hélt Richard Dimbleby, fféttamaður hjá BBC, til hinna illræmdu Belsen-útrýmingar- búða og skýrði frá því sem hann sá og heyrði. Mikið fjaðrafok varð í höfúðstöðvum BBC á Bretlandi, enda brá fréttamönnum illilega við ffegnir af gasklefúnum í Belsen og þeim fjölda gyðinga sem þar áttu að hafa verið teknir að lífi. Frásögn Dimblebys þótti svo lygileg að starfsmenn fréttastofu BBC þverneituðu að útvarpa henni. Það var því ekki fýrr en útvarpsmennimir höfðu fengið fféttir af stríðs- glæpum nasista í Belsen stað- festar í dagblöðum, að þeir vöknuðu upp við vondan draum og gerðu sér loks ljóst hvað var að gerast_________ Byggt á Independent on Sunday. stofnana virðast hafa litið svo á að almenningur í Bretlandi væri sama sinnis og þeir og drógu því þá ályktun að breska þjóðin væri ekki hlynnt því að yfirvöld gerðu það að takmarki sínu að bjarga þúsundum gyð- inga ffá dauða. Ef einhver vog- aði sér að gera athugasemdir við að grimmdarverkum Þjóð- veija væri haldið leyndum rétt- lættu ráðamennirnir gjörðir sínar með því segja að þeir yrðu hvort eð er ekki telcnir trúanlegir. Aðeins „góðar fréttir" ffóru í loftid Á stríðsáranum fóra fréttir aðeins í loftið hjá BBC ef ráða- menn útvarpsins og ráðuneyt- isins höfðu fúlla vissu fýrir því að heimildin væri „góð“. Reyndust heimildamenn vera gyðingar var sjaldnast lagður trúnaður á frásagnir þeirra. Ljóst er að meðal embættis- manna breska utanríldsráðu- neytisins gætti fádæma tor- tryggni í garð þeirra sem töldu sig hafa vissu fýrir því hvað Þjóðveijar aðhöfðust. I göml- um skjölum ráðuneytisins kemur ffam að í ágúst 1944 var Victor Cavendish Bentinck, aðstoðarmaður ráðherra, enn

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.