Pressan - 02.09.1993, Side 28

Pressan - 02.09.1993, Side 28
28 PRESSAN ROKKAPOPPBLUS Fimmtudagurinn 2. september 1993 Órafmagnaöur blushristingur Blúshátíð Blúsbarsins stendur nú sem hæst. í kvöld munu meðlimir KK- bandsins í allri sinni dýrð blúsa á hinum sjötíu manna Blúsbar við Laugaveginn, þar sem lík- lega er breiðasta hlust- endahóp í bænum að finna, enda fer blúsinn ekki í manngreinarálit. Tregasveitin tekur svo við stjórninni á föstudag og SLANCUR ' HRÆRÐUR Að vera hrærður er að vera ruglaður, vitlaus, bjálfi. Notaö meðal ung- linga. Hugsanlega skylt orðum á borð við grautar- haus, merkingarlega, ef ekki orösifjalega. laugardag, en sveitin sú er líklega ein sú tregasta á landinu í dag. Hún spilar grátlegan blús. Loka- kvöldið verður svo í höndum Sniglabandsins, sem ætlar að spila óraf- magnaðan blús á sunnu- dagskvöld. Ekki er gott að segja hvernig Sniglunum mun reiða þar af, því þeir hafa liingað til verið á nál- um að syngja um úldna hunda. Guðmundur Bjömsson, vaktstjóri Blúsbarsins, vill lítið um það fullyrða hvort blúshátíð sem þessi verði árlegur viðburður. Hann segir hátíðina tengda grænni viku ölgerðár- innar og þeim græna verður haldið að fólki á Blúsbarnum sem víð- ar. Fyrir þá sem vilja liins vegar skyggnast inn fyrir barinn má geta þess að þar er hægt að fá svolítið sem fæst hvergi ann- ars staðar. Það er áfengissjeik. Kúluís og áfengi er blandað saman og hrært. Munu til að mynda ílestir hrifnir af Kalúa- hristingnum. Það fylgdi ekki sögunni Iwort fólk fyndi vel á sér af hristingnum. BLÚSBARINN. Þar verður hægt að vinda tárakirtlana rækilega unt helgina. ReuhiavíHurrohli i Bilabioi SlGTRYGGUR BALDURSSON. Svona leit hann út sem trommari með Þey. Bílabíóiö viö Holtagaröa sýnir á laugardag klassíska íslenska bíómynd, Rokk I Reykjavík, sem gerö var tyrir rúmum áratug og var ein af frumraunum Friðriks Þórs Friörikssonar. Myndin er byggð upp á upptökum af tónleikum og bílskúrsæfingum, meö viötölum á milli. Þama koma fram öll stærstu nöfnin í poppinu, en svo sem tíu árum yngri og fæst meö hljómsveitum sem enn lifa. Þarna eru Björk Guömundsdóttir og Eyþór Arnalds í Tappa tíkarrassi, Einar Örn Benediktsson í aöalhlutverki meö Purrki Pilnikk, Þursamir, Þeyr, Bubbi meö Egó, aö ógleymdum Vonbrigöum, Fræbbblunum, Sjálfsfróun, Bruna BB og ótal öörum. Þetta er mynd sem allt of sjaldan gefst færi á að sjá og líklega veröur því troðfullt. Mætiö snemma. POPP Bjórvœtt rokkabillí ROKKABILLIBAND REYKJAVÍKUR „LÆF“ ★★ GUNNAR HJÁLMARSSON Þegar blessaður bjórinn var loksins leyfður vænkaðist hag- ur þeirra sem höfðu lengi ver- ið að gutla á hljóðfæri. Flestir sem voru gutlfærir í slögurun- um settu saman band til að ná inn salti í grautinn með spiliríi á pöbbum. Bjórbönd spruttu upp samhliða pöbbum, enda fannst vertum það tilvalið að bjórþyrstir kúnnar hlustuðu á gamla slagara undir drykkj- unni. Lítið hefur verið um að gefnar séu út plötur með bjór- slögurunum en nú hefur Rokkabillíbandið gefið út plötu í tilefni fimm ára af- mælis sveitarinnar og einnig til að skilja eitthvað eftir sig annað en bjórvættar minn- ingar, því bandið er vist í and- arslitrunum. öfugt við flest pöbbabönd sem gutla í öllu hélt Rokkabillíbandið sig í rokkabillíinu (hvað annað!); rokktónlist fimmta og sjötta áratugarins, og lék sér stund- um að því að rokka upp vin- sæl lög sem ekki falla í þennan árgang. Á plötunni renna þeir í tíu frábærar en margtuggðar rokkklisjur sem hafa eflaust verið á prógramminu síðan á dögum bjórlíkisins. Það er ekkert athugavert við flutn- inginn. Þeir þruma pró- gramminu í gegn með nokk- urri spilagleði þrátt fyrir að hafa hjakkað á lögunum vel og lengi. Bandið er auðvitað orðið þétt af öllu spiliríinu. Björn Vilhjálmsson og Jóhann Hjörleifsson vinna vel saman í grunninum og Tómas Tóm- asson spilar gítarinn snyrtilega og syngur með Bjarna Ara- legum rokkbassa. Sérlegir að- stoðarmenn, Kristinn Svav- arsson á saxófón og Kjartan Valdimarsson á píanó, setja skemmtilegt kjöt á rokkbein- in, og í lokin gengur Janis Joplin aftur í Andreu Gylfa- dóttur í hippaslagaranum Mercedes Benz. Aðrir slagarar sem heppnast vel eru til dæm- is Eddie Cochran-lögin „Summertime Blues“ og „C’mon Everybody“ — Eddie þarf ekkert að snúa sér við í kistunni yfir útgáfú Roldcabil- líbandsins. Reyndar getur all- ur rokkaragrafreiturinn legið í friði, því bandið breytir lítið út af þeim útgáfum sem lögin eru þekktust í. Það vantar þó nokkuð á að sál laganna sýni sig lijá Rokkabillíbandinu, sá andi sem gömlu snillingarnir blésu í lögin, og því er auðvit- að miklu betri kostur fyrir þá sem vilja eiga þessi lög að næla sér í flutning höfundanna sjálfra. Platan var tekin upp á Gauknum í afmælisveislu Rokkabillíbandsins og er upp- takan ágætlega heppnuð og áheyrendur með á nótunum. Þeir og aðrir sem vilja fá ís- lenskt pöbbastuð inn í stofu til sín fá sér eintak, hinir fá sér „The Best of Rockabilly — Vol. 1“, sem eflaust fæst á næstu bensínstöð. Góður kokkteill URGE OVERKILL SATURATION ★★★ Þeir eru þrír og koma frá Chicago. Síðustu sjö árin eða svo hafa þeir þróað frábæra blöndu nýrokks og karla- rokks. Tónlistarkokkteillinn sem þeir bera fxam inniheldur áhrif víðs vegar að: Bad Fin- ger, Cheap Thrills og Kiss hrist upp í kaldhæðni pönks- ins. Efst á blaði er þó sú stað- reynd að lögin eru meiriháttar grípandi og melódísk. Undir- staðan er rífandi gítarriff með feitu sándi og áleggið er ein- staklega freistandi. En það er ekki nóg með að þeir séu ein- stakir í tónlistarsköpun sinni, þeir klæða sig líka á mjög sér- stakan hátt. I rokkinu sem nú er vinsælast í Ameríku ráða síðhærðir sjúskrokkarar ríkj- um og því standa Urge Ov- erkill utanveltu í samstæðu jakkafötunum sínum og með guUkeðjumar. Á meðan Pearl „Þeirsem viljafá íslenskt pöbbastuð inn í stofu til sínfá sér eintak, hinirfá sér „The Best ofRockabilly — Vol. 1 “, sem eflaust fœst á nœstu bensínstöð. “ Jam, Nirvana og allir hinir dýrka hráleika Iggy Pop dýrka Urge Overkill fínleika Neils Diamond. Á meðan sjú- skrokkararnir drekka Bud dreypa UO á Martini Dry. Þeir eru herramenn í anda Símons Templar og Tom Jo- nes og líta út eins og þeir séu nýstignir út úr Dean Martin- kvikmynd. Fjórða beiðskífa þeirra, „Saturation", er sú fýrsta sem kemur út hjá stórfýrirtækinu Geffen, sem á heiðurinn af Nirvana- sölubragðinu. Plat- an var hljóðunnin af The Butcher Bros., sem hingað til hafa verið þekktastir fýrir að vinna við hart hipp-hopp. Hljómur plötunnar er harður, en ekki eins hrár og á fyrri plötum UO. Þótt hinar plötur sveitarinnar hafi verið góðar falla þær þó í skuggann af Sat- uration. Hér er fullt af góðum lögum, bæði mögnuðum rokklögum og nánast sætum ballöðum. Tónlistin er full af góðum húmor og frábærlega útsjónarsamri spilamennsku. Platan hefur fengið frábæra dóma og á þá alla skilda. Urge Overkill hefur verið gæludýr hjá tónlistarpressunni beggja vegna Atlantsála, en nú er bara að vona að almenningur taki við sér, nái húmornum og venjist á þá æðislegu rokk- blöndu sem hljómsveitin hef- ur upp á að bjóða. POPP FIMMTU DAGURINN 2. SEPTRMBER • KK-band, hið söluháa, á blúshátíð á Blúsbarnum. • Síróp er gömul sveit í nýj- um búningi. Hún bar áður nafnið Svívirðing. Þeir þóttu ekki standa undir því mLkla nafni vegna vaxtarlagsins. Félagarnir verða á Tveimur vinum í kvöld með óvæntar uppákomur. • Borgardætumar bregða á leik á Gauki á Stöng. Þær Andrea, Ellen og Berglind Björk eru augljóslega að komast í form að nýju. FOSTUDAGURINN 3.SEPTEMBER LAUGAR DAG U RIN N I 4. SEPTEMBER inn míkrófónn sem fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína. • Örldn hans Nóa vonandi rólegri á Cate Amsterdam. • Tregasveitin heldur uppi blúshátíðinni á Blúsbarnum, sem hver fer að verða síðast- ur að taka þátt í. • Dos Pilas aftur og nýbún- ir á Gauknum. Þeir eru drengir góðir. • Langbrókin og abbadís- irnar á Plúsnum í anda Annifrid og Agnetu og þeirra. • Saga Class og Berglind Björk í súlnasal Hótels Sögu frrir alla aldurshópa og allar tegundir fólks. SUNNUDAGURINN 5. SEPTEMBER 0 Þorvaldur Halldórs og Gunni Tryggva troða upp á gleðistaðnum Dansbarnum í kvöld. Opinn mikrófónn er þar frá fimmtudegi til mánudags, frá níu til ellefú. f míkrófóninn má til dæmis segja brandara, lesa ljóð og syngja. • örldn hans Nóa kveðst ætla að gera allt vitlaust á Café Amsterdam í kvöld. örkina skipa Steinar, Sævar, Sigurður, Kristinn og Arnar. Hljóðfæraskipun er hefð- bundin. • Tregasveitin og táratón- list á Blúsbarnum vegna blúshátíðar. • Ríó Tríó með kombakk á LA Café. Það rennur enn blóðið í þeim Helga Péturs og félögum. Vert er að minna á ódýra léttvínið á þeim bænum. • Pia Raug og Steve Do- brogosz halda vísnatónleika í Norræna húsinu ldukkan fimm þennan dag. Pia er dönsk og þjóðkunn í heima- landi sínu. Hún hóf samstarf sitt við Steve, sem er amer- ískur píanóleikari, árið 1987. Einu tónleikar þeirra á landi íss og elda. • Sniglabandið „unplugg- ed“ á blúshátið á Blúsbarn- um. Allt er nú hægt • Friðrik Thoroddsen, sem jafnan er kallaður Friðrik tólfti, fær þann heiður að leika á sunnudagskvöldi á Gauki á Stöng, sem eru með skemmtilegri kvöldum á þeim bænum. SVEITABÖLL FIMMTU DAG U R INN 2. SEPTEMBER • Head eða höfuðið ætlar að rísa úr rekkju á Hressó í kvöld og spila ósvikið málmrokk af hörðustu gerð. í samstarfi við þá verða... • Dos Pilas, hinar tmgu rís- andi stjörnur, sem Hressó- menn stæra sig af að hafa uppgötvað. Hver veit nema Hrafn Gunnlaugsson og föruneyti bregði sér aftur á Hressó þessa helgina, en nú til að hlusta á þá. Dosdreng- irnir koma einnig við á Gauki á Stöng. • Búðir, Snæfellsnesi SSSól ætlar að vera án rafmagns á Búðum. Hver veit nema geimverur streymi á tónleik- ana! • Valleyrjukráin, Reyðar- firði Vinir Dóra koma við á þeysireið sinni um landið. FOSTUDAGURINN 3. SEPTEMBER • Hlaðir, Hvalfjarðar- strönd SSSól er enn í sumar- sveitaballastuði þrátt fýrir að september sé genginn í garð. • Sjallakráin, Akureyri Rúnar Þór og félagar. • Egilsbúð, Norðfirði Vinir Dóra t miðjum klíðum. • Blackout er ný sveit sem ætlar að skemmta í veitinga- húsinu La Luna í kvöld. Sá staður bar áður nafnið Tunglið. • Vinir vors og blóma er ósvikin upphitunarhljóm- sveit sem gert hefúr það gott í sumar. Hún verður nú á Tveimur vinurn. Og fær ef- laust einhverja bráðum til að hita upp fýrir sig. • Langbrók og abbadísim- ar á Plúsnum með Waterloo og fleiri heimsfræg lög í anda Abba. LAUGAR DAGU RIN N I 4. SEPTEMBER • Miðgarður, Skagafirði SSSól hefur augljóslega nóg að gera. • Munaðarhóll, Egilsstöð- um Vinur vors og blóma, hann Dóri, endar för sína á Höfn í Hornafirði á morg- un. • Sjallinn, Akureyri Geir- mundur Valtýsson og hljómsveit hans trylla Akur- eyringa. Lets búgí. • Þorvaldur Halldórs og Gunni Tryggva aftur og ný- búnir á Dansbarnum. Op-

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.