Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 30

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 30
SKOLABLAÐ Fimmtudagurinn 2. september 1993 30 PRESSAN Kjartan Guðmundsson er 17 ára nemandi í Kvennaskólanum: „Ég er ekki mikill námsmaöiir" Merktu víð þennan lista svo þú gleymir engu □ Skólatöskur □ Skjalatöskur □ Leikskólatöskur □ Pennaveski □ Skrifundirlegg □ Stílabœkur □ Reikningsbœkur □ Glósubœkur □ Hringbœkur □ Laus blöö □ Fönablöö □ Skýrslublokkir □ Millimetrablokkir □ Vélritunarpappír □ Skrifblokkir □ Minnisblokkir □ Klemmuspjöld □ Plastmöppur □ Plastumslög □ Blekpennar □ Kúlupennar □ Kúlutússpennar □ Filttússpennar □ Glœrupennar □ Áherslupennar □ Reglustikur □ Horn □ Skœri □ Bókaplast □ Trélitir □ Tússlitir □ Vatnslitir □ Vaxlitir □ Blýantar □ Teikniblýantar □ Fallblýantar □ Yddarar □ Strokleöur Síðumúla 35 - Sími Fvrir me ' "" 35 - Sími 36811 ; ii.v—----;---rT~ olk rrg hmm grg gldri Komdu að dansa... .. d Danssmiðjunni Innritun og upplýsingar alla daga milli kl. 12.00 og 19.00 í síma 689797 og á staðnum. • Samkvæmisdansar • Ballroom • Latin • Barnadansar • Gömlu dansarnir • Byrjendur og lengra komnir • Hóptímar • Einkatímar • Dansæfingar • Erlendir gestakennarar Starfsfólk skólans. Kynníð ykkur ýmis afsláttartilboð Suðurnesjamenn, Danssmiðjan er líka í Keflavík anó SMIÐJAN SKEIFAN 11 B JOHANN ORN ÓLAFSSON DANSKENNARI : 68 97 97 Kjartan Guðmundsson stund- aði nám á fyrsta ári í Kvennaskól- anum í Reykjavík síðastliðinn vetur og mun setjast aftur í fyrsta beklc í haust vegna slælegrar frammistöðu í stærðffæði í vor. Hann virðist ekki hafa neinar sér- stakar áhyggjur af því þótt hann þurfi að fara aftur í sama bekk- inn, segist bara æda að standa sig betur í vetur. Hann fær líka að sleppa við að mæta í íslensku og ensku vegna góðs árangurs í þeim fögum í fyrra. Fjórðungur nemenda í Kvennaskólanum er karlkyns, svo varla er hægt að tala um kvenna- skóla lengur. Kjartan er þó ekki þeirrar skoðunar að breyta eigi nafni skólans. „Það kom til um- ræðu í fyrra, en flestum fannst ómögulegt að vera að breyta ald- argamalh hefð.“ Kjartan segir að það hafi verið átta strákar á móti 21 stelpu í sínum bekk, en Kvennaskólinn heldur í gamla bekkjarkerfið. „Mér finnst bekkjarkerfið þægi- legt, þótt ég hafi reyndar eflci samanburð því ég hef aldrei kynnst öðru. En maður kynnist krökkunum í bekknum vel og er fljótur að eignast vini.“ Hvers vegna valdir þú að fara í Kvennaskólann? „Það fóru flestir vinir mínir í Kvennó,“ segir Kjartan sem er uppalinn í Þinghoítunum og var allan grunnskólann í Austurbæj- arskólanum þótt hann búi núna í Vesturbænum. „Kvennaskólinn er lítill og þægilegur skóli eins og Austur- bæjarskólinn. Mér finnst það vera mikill kostur. Kennararnir geta þá sinnt manni betur, en þeir eru mjög viljugir að hjálpa manni.“ Tónlistin hjálpar við enskunámið Eins og áður sagði þarf Kjart- an að fara aftur í fyrsta bekk í haust. „Ég er ekki mikill námsmaður, en stend mig vel í þeim fögum sem ég hef gaman af.“ Sem eru enska og íslenska. Hvað er skemmtilegt við þessi f°g? „Mér finnst gaman að skrifa ritgerðir." Fœstu eitthvað við annars konar skriftir en ritgerðarsmíðar? „Ég sem texta fyrir hljómsveit sem ég er í. Hún heitir Freaks of nature, en ég stofnaði hana núna í sumar með vinum mínum úr grunnskólanum. Við spilum ffumsamda tónhst, en líka Megas og David Bowie í okkar eigin út- setningum.“ Það kemur upp úr kafinu að tónlistin er eitt aðaláhugamál Kjartans og að hann eyðir flestum aurunum sínum í geisladiska. Hann þakkar reyndar góða enskukunnáttu sína þessum áhuga. Segist hafa lært málið af því að hlusta á lagatexta. Sama má reyndar segja um íslenskuna því hann er mikih aðdáandi Meg- asar. „Textarnir hans eru alveg ffábærir.“ Tónlistin hefur leitt Kjartan í útvarpið, en hann hefur verði tengdur því frá því hann var krakki. „Ég var í Bamaútvarpinu þegar ég var lítill strákur og seinna sá ég um unglingaþátt á Aðalstöðinni. Ég var líka á Rót- inni þegar hún var og hét.“ í vet- ur fékk hann að sjá um tónlistar- þátt í útvarpstíma Kvennaskólans KJARTAN GUÐMUNDSSON Þarf að fara aftur í fyrsta bekk, en lætur það ekki á sig fá. á Útrás og í vor var hann kosinn í útvarpsráð skólans, sem hann mun sitja í næsta vetur. „Ég veit ekki alveg ennþá hvernig ráðið starfar, en ég held að það verðum við sem skipu- leggjum hverjir fá að vinna þætti fyrir Kvennaskólann.“ Hvað er skemmtilegt við að vinna í útvarpi? „Það er bara að fá að spila þá tónhst sem maður hlustar á sjálf- ur. Ég get ekki útskýrt það nánar, en það er ffábært“ Hiá alvöruleik- stjóra Kjartan tók þátt í fleiru en út- varpsþáttagerð á vegum skólans í vetur, því hann lék í leikritinu „Vorið kallar“ eftir Frank Weder- kind í leikstjóm Viðars Eggerts- sonar. „Við vorum með leikhóp í Austurbæjarskólanum, en það vom mest grínleikir og við gerð- um allt sjálf. Þess vegna var frá- bærlega gaman að taka þátt í þessu núna, fá að vinna með al- vöm leikstjóra,“ segir Kjartan og er ákveðinn í að vera með affur næsta vetur. Það er ekki rifist um hlutverkin? „Nei, það er ekkert barist um hlutverkin. Frekar að það vanti fólk. Ég lék til dæmis tvö hlutverk í „Vorinu" og vinur minn þrjú. En það er ekkert verra að hópur- inn sé lítill, það þjappar okkur bara betur saman.“ Ferðu á sýningar hjá atvinnu- leikhúsunum? „Nei. Það er ekkert þar sem höfðar til mín. Ég fór þó að sjá „Hafið“ eftir Ólaf Hauk Símonar- sonar með skólanum í vetur. Mér finnst hann vera ffábær höfund- ur, en ég filaði „Hafið“ ekki nema rétt mátulega.“ Tekur félgslífið of mikinn tíma frá náminu? „Leikritið tók alveg rosalega mikinn tíma, en ég held að það þurfi ekkert að spiha fyrir nám- inu. Áhugamálin hafa lítið að gera með það að ég féU í stærð- fræðinni. Ég gat bara ekki lært hana og gafst upp, sem vom stór mistök. En það er rándýrt að fara í aukatíma til kennara úti í bæ, kostar líklega eitt þúsund krónur á tímann. Ég hef ekki efni á því.“ Er námið í Kvennaskólanum erfitt? „Það ætti ekki að vera það, ef maður hefur hugann við það. En það þýðir ekkert að ætla sér að byrja að lesa viku fyrir próf. Það er vonlaust.“ Þrýsta foreldrar þínir á að þú standir þig í skólanum? „Það er auðvitað alltaf smá- pressa, en mér finnst að maður eigi að sjá um þetta sjálfur. Mað- ur er orðinn alveg nógu gamaU til þess.“ Skiptir félagslífið og félagsskap- urinn í skólanum jafnmiklu máli eða meiru en námið sjáljt? „Já, ég myndi segja að félags- skapurinn skipti máli, enda var hann ein af meginástæðunum fyrir því að ég valdi þennan skóla.“ Var tnikil breyting að koma úr grunnskóla yfir í menntaskóla? „Nei, ekki hjá mér. Skólinn er lítill og vinir mínir eru flestir þama með mér. Kennaramir em líka góðir og skemmtilegir.“ Hvemiggóðir og skemmtilegir?,, Þeir hafa aga á nemendum án þess að vera leiðinlegir og styðja við bakið á þeim sem gengur Ula. Þeir taka líka þátt í félagslífinu með nemendunum.“ Á hvem háttgera þeir það? „Þeir studdu við bakið á leikrit- inu og hjálpuðu líka til við að skipuleggja ýmislegt fleira eins og ræðukeppni Morfis.“ Þú hefur ekki tekið þátt í henni? „Nei, ég hef ekki tekið þátt í ræðukeppni. En Kvennó stóð sig mjög vel í fyrra. Komst í undan- úrslit og á áreiðanlega eftir að komast lengra í ár.“ Kjartan hefur hins vegar gert ráð fyrir að taka þátt í söngva- keppni ffamhaldsskólanna næsta vetur, þótt ekki vilji hann gera mUdð úr sönghæfileikum sínum. „Ég og vinur minn erum að hugsa um að taka þátt næst, svona mest upp á grínið,“ segir hann. Eitt er víst að það verður áreiðanlega nóg að gera hjá Kjart- ani í Kvennó í vetur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.