Pressan - 02.09.1993, Side 39

Pressan - 02.09.1993, Side 39
SKOLABLAÐ Fimmtudagurínn 2. september 1993 PRESSAN 39 „Ástæða þess að ég vel þetta nám er sú að það er gamall draumur minn að lesa guðfræði. hannig var að þegar ég útskrifaðist úr öldungadeildinni árið 1978 stóð valið milli guðfræði og stjómmála- fræði, sem ég stúderaði í eitt ár, en ég valdi hjúkrunarfræðina og útskrifaðist úr henni. Síðan hef ég stariað sem hjúkrun- arfræðingur, núna síðast á vistheimili aldraðra á Droplaugarstöðum í Reykjavík. í vor barst mér til eyma að djáknanám væri í bígerð og ég ákvað að skella mér núna í haust.“ Efaðist alltaf „Þegar ég stóð frammi fyrir því á sín- um tíma að velja mér námsbraut efaðist ég um að ég væri í stakk búin til að fara í guðfræðinám því ég hef alltaf verið efa- semdarmanneskja og þess vegna efast um það hversu kristin og sanntrúuð ég væri. Síðan hefur það grasserast í mér þessi fimmtán ár og nú f vor ákvað ég að fara í djáknanámið til þess að komast að því hvort ég gæti hugsanlega orðið lið- tækur þjónn kirkjunnar eður ei.“ Aðspurð á hvaða hátt hún héldi að námið myndi nýtast sér í starfi svarar Hrafnhildur: „Ég held að djáknanámið muni nýtast mér í starfi mínu sem for- stöðumaður Droplaugarstaða. Það er stór hluti af mínu starfi að horfa upp á dauð- ann og ég hef einnig mikil samskipti við aðstandendur deyjandi vistmanna. Því held ég að að námið gæti gert mig að betri forstöðumanni. Djákni er fýrst og fremst þjónn safnað- ar síns, hann sinnir leiðbeiningum og fræðslu. Það má í raun segja að Droplaugar- staðir séu eins og lítill söfnuður, því hér eru sextíu og átta íbúar auk starfsfólks. Hér er enn sem komið er lítið trúar- líf og miklu minna en á mörgum öðrum líkum stofnunum en ég hef hugsað mér að efla |3að.“ Vinir mínir hvöttu mig „í raun þekki ég Iftið störf djákna. Aftur á móti hef ég kynnst mörgum prestum í starfi mínu og vinir mínir í þeirri stétt hafa hvatt mig til að prófa þetta nám. Málið er að þama skapast möguleiki fyrir mig að vera í eitt ár í Háskólanum og sjá hvort þetta sé eitthvað fyrir mig. Ef mér líkar vel, þá gæti ég alveg hugsað mér að læra meira í guðfræðideild," segir þessi fjölhæfa kona sem lærði leiklist bæði hér heima og í London og lék með Leikfélagi Reykjavíkur f tæp tíu ár áður en hún gerðist hjúkrunarfræðingur. Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Hún er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi leikkona og ætlar í haust að skella sér í djáknanám í Háskóla íslands. MAL Velkominn í Enskuskólann Við metum kunnáttu þína og í framhaldi af því ráðleggjum við þér hvaða námskeið hentar þér og þínum óskum best. Hámark 10 nemendur í bekk. Boðið er upp á ókeypis æfingatíma. Komdu í heimsókn eða hringdu - því fylgja engar skuldbindingar.. INNRITUN STENDUR YFIR HRIHGDU í SÍMA 25330 OG FAÐU FREKARIUPPLÝSINGAR KENNSLA HEFST 8. SEPTEMBER Almenn enska með áherslu á talmál. 10 kunnáttustig. Kennslutími: Á morgnana, eftir há- degi, á kvöldin og á laugardögum. Önnur námskeið: Viðskiptaenska Rituð enska Umræðuhópar Kráarhópar Einkatímar TOEFL-G MAT-GRE undirbúningsnámskeið íslenska fyrir útlendinga Barnaskóli Leikskóli fyrir 4-5 ára Ensfcúnám fyrir 6-12 ára börn Stuðningskennsla fyrir unglinga 13-15 ára VR og flest önnur stéttarfélög taka þátt í námskostnaði sinna félagsmanna. 25% afsláttur til atvinnulausra. ÞU FINNUR ÓRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJÁ OKKUR - VELKOMIN í HÓPINN... skólinn TUNGOTU 5 101 REYKJAVIK

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.