Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 46

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 46
I ÞROTTI R 46 PRESSAN Flmmtudagurinn 2. september 1993 Anderlecht og landslið Ghana berjast um átjón árcHcnattspyrnumann Útjaskaöur undrapiltur Við íslendingar höfum orðið varir við streymi afburðahæfileikaríkra knatt- spyrnumanna til Evrópu með þeim hætti að okkar hæfileikapiltar eru ekki eins eft- irsóttir og áður. Oft hefur verið rætt um að Afríkubúarnir spili fyrir epli og banana og hafi gengisfellt markaðinn. En það eru margar hliðar á þessari Aff- íkustefhu evrópsku knattspyrnunnar. Til að mynda eru Affíkubúar ekki hrifnir af því að vera sviptir öllum sínum hæfileika- piltum og svo eiga piltarnir í erfiðleikum með að aðlagast í nýjum löndum. Saga Ghanabúans Nii Odartey Lampt- ey er um margt dæmigerð. Hann er tal- inn einhver hæfileikaríkasti piltur sem ffá Affíku hefur komið. Menn eru svo stór- yrtir að líkja honum við Pele. Hann kom til belgíska stórliðsins Anderlecht þegar hann var sextán ára og byrjaði á að skora mark í sex fýrstu leikjum sínum með lið- inu. Menn áttu ekki orð til að lýsa hrifh- ingu sinni: „Lamptey hefur yfir að ráða meiri getu en nokkur annar piltur á hans aldri. Tækni hans er ekki þessa heims,“ sagði Marc Degryse, félagi hans hjá And- erlecht og leikmaður ársins í Belgíu. Fljótlega kom þó í ljós að álagið á Lamptey var ómanneskjulegt. Ekki nóg með að Anderlecht vildi nota hann sem mest heldur voru Ghanabúar farnir að byggja landslið sín upp í kringum hann. Á síðustu tveimur árum hefur hann verið látinn leika með átján ára landsliði Ghana í heimsmeistarakeppni, með landsliði Ghana í Affíkukeppninni og fór svo með liðinu á Ólympíuleikana í fyrra. Auk þess hefúr hann verið látinn leika með í und- ankeppni HM og dvalið með landsliðinu í æfingabúðum vegna þess. Hinir belg- ísku húsbændur hans segja hann úttaug- aðan eftir öll þessi landsliðsævintýri. Sjálfúr er hann hins vegar ekki eins viss um að hafa valið rétt þegar hann fór til Anderlecht: „Stundum óska ég þess að ég . hefði valið Ajax, því þeir virðast vita hvað á að gera við hæfileikaríka pilta. Þeir komast undantekningarlaust áfram til Nll ODARTEY LAMPTEY. Hæfileikaríkastur allra sem sést hafa í Belgíu. Italíu og Spánar,“ sagði Lamptey. Margir hafa hins vegar orðið til að benda á að þetta tilfelli með hinn átján ára Ghanabúa sýni ljóslega hvemig farið sé með afburðahæfileikaríka einstaklinga í dag. Þeim er þrælað út þar til líkaminn gefur sig, einfaldlega af því að bæði lands- lið og félagslið gera kröfú til þeirra. Silvio Berlusconi rær á ný mið Óli Þór dýr- mætasti sóknar- maðurinn Markaskorun hefur verið mikil í fýrstu deildinni í knatt- spymu í sumar. Nú þegar hafa verið skomð um 3,6 mörk að meðaltali í leik í deildinni. Einnig blasir við að aldrei hafa fleiri leikmenn farið yfir tíu mörk skoruð í deildinni, en það hefur oft dugað til að fá gullskóinn. Nú þegar hafa fimm leikmenn skorað tíu mörk eða fleiri. Það er hins vegar misjafnt hve dýrmæt mörkin em fyrir lið þeirra ef reiknað er út frá hlutfalli af heildarskorun liðs. Þar kemur fram að Óli Þór Magnússon Keflvíkingur er dýrmætasti markaskorarinn nú. ÓU ÞÓR MAGNÚSSON. Dýrmætasti sóknarleikmaðurinn. Ef litið er til markaskorunar eftir fjórtán umferðir er listinn yfir dýrmætustu markaskor- arana eftirfarandi. Prósentu- talan sýnir hve hátt hlutfall af mörkum liðsins viðkomandi hefur skorað. Rétt er að taka fram að sóknarmenn Akur- nesinga líða fyrir hve gríðar- lega mikið liðið skorar: Óli Þór Magnússon ÍBK 11 mörk...52% Tryggvi Guðmundsson ÍBV 8 mörk....44% Helgi Sigurðsson Fram 14 mörk...39% Hörður Magnússon FH 10 mörk.....36% Anthony Karl Gregory Val 8 mörk.. .36% Þórður Guðjónsson ÍA 14 mörk....29% Haraldur Ingólfsson lA 10 mörk.. ..20% Mihajlo Bibercic ÍA 9 mörk.....18% HARALDURINGÓLFSSON. Sóknarmenn ÍA njóta góðs af vinstra fætinum. Vinstri fót- urinn á Halla Ing- ólfs skapar flest mörk- in Því miður er tölffæðisaman- tekt í íslensku knattspymunni heldur bágborin. Það liggur þó fyrir að ef teknar væru saman upplýsingar um hvaða leikmaður á flestar stoðsend- ingar, þ.e.a.s. sendingar sem gefa mörk, þá yrði Haraldur Ingólfsson Skagamaður þar ofarlega á blaði. Haraldur, sem líklega er að verða búinn að vinna sér fast sæti í lands- liðinu, er einhver sparkvissasti leikmaður sem hér hefur komið ffam. Sendingar hans fyrir markið eru yfirleitt sér- lega eitraðar og nýtast ffam- herjunum vel. „Eins og hver annar nýliði" TóNI KUKOC. Sýnir stoltur nýju Chicago-treyjuna sína. Nú er farið að styttast í að NBA-tímabilið hefjist í Bandaríkjunum. Það sem hef- ur vakið mesta eftirtekt á ný- liðnu sumri er undirritun samnings á milli króatíska undramannsins Toni Kukoc og meistaranna ffá Chicago. „Eg verð eins og hver annar nýiiði í deildinni," sagði Toni hógvær í nýlegu viðtali. Toni fær sem svarar 1,3 milljörðum króna fyrir næstu sjö árin og er þá bara rætt um beinar launagreiðslur. Reyndar er þetta ekki svo mikill munur frá því hann lék með ítalska liðinu Benetton, en Kukoc hefúr tekið það ffam að hann fari ekki til Chicago vegna peninganna. Hann veit sem er að til að komast á spjöld sög- unnar verður hann að reyna sig þar. Fær millj- ónir fyrir að spila með hár- kollu! Einn þeirra fjölmörgu Brasil- íumanna sem leika í Japan er Alcindo Sartori. Honum hef- ur gengið vel að skora með liði sínu, Kashima Antlers, sem leiðir deildina. Ört stækk- ALCINDO SARTORI. Hárleysið færði honum óvæntan kaupauka. andi skalli hefúr löngum verið vörumerki hans, Sartori til sárrar skapraunar. Þetta átti hms vegar eftir að verða hon- um óvænt tekjulind, því stærsti hárkolluframleiðandi Japans bauð honum samning sem færir Sartori 24 milljónir króna á ári. Það eina sem hann þarf að gera er að festa á sig kolluna fýrir leik! AC Nlílanó verði íþróttastórveldi Merki hins nýja íþróttastórveldis Berlusconis. Um nokkurra ára skeiö hafa knatt- spyrnuunnendur fylgst meö geöveikis- legri uppbyggingu fjölmiölakóngsins Silvios Berlusconi á knattspyrnuliöi AC Mílanó. Nú hefur hann upplýst aö hann hafi enn stærri drauma um þetta félag sitt. Hann ætlar að gera þaö aö alþjóölegu íþróttaveldi sem hafi, auk knattspyrnunnar, innan sinna raöa íshokkí-, blak- , rúbbí- og hornaboltaliö. Ekkert þessara liða veröur tengt utanaökomandi kostunar- aðilum heldur veröa þau merkt Míl- anó- vörumerkinu. Knattspyrnuliöiö fær þó aö halda sínu gamla merki. Berlusconi segir ætlun sína aö gera merki AC Mílanó aö alþjóðlegu tákni fyrir árangur í íþróttum. Fyrir sér vaki einnig aö vekja athygli á nýjum íþrótta- greinum sem hægt sé aö selja á al- þjóðlegum sjónvarpsmarkaöi. „Ég hef ákveöiö að víkka út árangursríkt skipulag AC Mílanó og ná til íþrótta- greina sem eru ekki eins kunnar og knattspyrnan í dag. Þetta verður allt kynnt undir einu vörumerki og einu nafni, nefnilega Mílanónafninu. Mílan- óliöiö er án efa eitt frægasta félag í heiminum nú. Þaö sem af er árinu höfum viö fengið 64 boö um að leika víðsvegar um heiminn. Við teljum aö meö þvl aö fjölga íþróttagreinum inn- an Mílanó fáum viö einstakt tækifæri til aö markaössetja okkur,“ segir Berl- usconi. Og hann er þegar byrjaöur! Þýsk sjón- varpsstöö er búin aö kaupa leiki blak- liösins næsta vetur. Þá hefur hann komiö upp greiöslusjónvarpi sem gerir fólki kleift aö kaupa sig inn á leiki í fýrstu og annarri deild á Ítalíu í vetur og aöra stóra íþróttaviðburði. Þaö er því ekki nema von að Berlusconi segi að kreppan á Ítalíu komi sér ekki viö. — Hann leikur I allt annarri deild!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.