Pressan - 02.09.1993, Page 48
48 PRESSAN
S KI LA BOÐ
BÓKMENNTIR
„Uppgötvun“
Fyrr á þessu ári komu tvær ís-
lenskar skáldsögur út í Þýskalandi.
Önnur þeirra er Djöflaeyja Einars
Kárasonar, en sú ágæta bók fékk
aldeilis frábærar viðtökur þýskra
gagnrýnenda eins og skýrt var
skilmerkilega frá hér í PRESS-
UNNI. Hin bókin er Götuvísa
gyðingsins eftir Einar Heimisson
og þýskir fjölmiðlar hafa tekið
henni afar vel.
Það er Forum-forlagið í Leipzig
sem gefur bókina út, ungt forlag
sem stofnað var árið 1989 eftir fall
Berlínarmúrsins og hefur sérhæft
sig í útgáfú bóka um þjóðfélagsleg
efni. í þýskri þýðingu nefnist bók-
in Ins Land des Winters (fyrsti
hluti bókarinnar heitir Til vetrar-
landsins). Þýsku útgáfuna prýðir
gömul ljósmynd, tekin á öldu-
götu á fjórða áratugnum og sýnir
lítinn dreng og gamla konu sem
standa í snjónum og haldast í
hendur. Þau eru gyðingar.
Götuvísa gyðingsins kom út hjá
Vöku-Helgafelli árið 1989. Hún er
fyrsta verk höfundarins, Einars
Heimissonar, en hann var korn-
ungur þegar bókin kom út, tutt-
ugu og tveggja ára.
Bókin vakti á sínum tíma mikla
athygli hérlendis og var tilnefnd til
íslensku bókmenntaverðlaun-
anna. Hún vakti einnig deilur því
þama var grafið upp gamalt, við-
kvæmt og óhugnanlegt mál. f
bókinni sagði Einar Heimisson,
sagnfræðingur að mennt, sögu
gyðinga sem hrökkluðust frá
Þýskalandi nasismans á árunum
fyrir seinni heimsstyrjöld og leit-
uðu hælis á íslandi, en var vísað
úr landi eftir stutta dvöl.
Þetta er efni sem ætti að hreyfa
við þýsku þjóðarsálinni engu síð-
ur en þeirri íslensku og víst er að
þýskir gagnrýnendur hafa veitt
bókinni rækilega athygli.
í Leipziger Volkszeitung segir:
„Götuvísa gyðingsins er án nokk-
urs vafa ein af uppgötvunum
þessa bókavors. Óg ekki vegna
Þínor myndir á bol
ásamt skondnum
texta
HfiNS PETERSEN HF
þess að hér í landi vita menn vart
nokkuð um ísland nema það að
Halldór Laxness hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels árið
1955. Nei, bók hins 26 ára gamla
rithöfundar talar fyrir sig í efni og
stíl.“ Gagnrýnandinn segir að
grunntónn verksins felist í ljóð-
rænunni og bætir við að bókin sé
ögrandi og áleitin. Gagnrýnand-
inn heldur áffam: „Styrkur bókar-
innar liggur í næmri beitingu
tungumálsins. Heimissyni hefur
tekist að skapa verk sem er í senn
heimildarverk og ljóðrænt prósa-
verk.“
Búcherfrúhling segir: „Sönn
saga með einstakan tón.“
Frankfurter Allgemeine Zeitung
segir bókina vera „hrollkalda" og
líkjast helst morðsögu um flótta-
menn.
Mitteldeutscher Rundfunk tel-
ur að bókin sé „tvímælalaust upp-
götvun á þýska bókamarkaðn-
um... Það á eftir að heyrast meira
ffá Heimissyni."
Og Herforder Kreisblatt
tekur í sama streng, segir að
Heimisson sé rithöfundur
sem eigi ffamtíðina fýrir sér.
Ráðgjafanefnd þýskra
bókasafna vekur athygli á
bókinni í tímariti sínu og
segir: „Mjög áhrifamikil,
stutt skáldsaga... höfundur
hefúr kannað efnið af mikilli
nákvæmni... höfundur lifir
sig inn í örlög söguhetja
sinna. Afar heiðarleg bók.“
Síðan er mælt með því að
þýsk bókasöfn festi kaup á
bókinni og veki athygli safú-
gesta á henni.
í umfjöllun Kieler Nach-
richten um norræna bók-
menntadaga í Slésvík-Holtsetal-
andi er bókin sérstaklega nefnd
ásamt verkum Dorrit Willumsen
og Jens Paul Heinesen sem dæmi
um „þann hluta heimsbókmennt-
anna sem býr yfir alveg sérstökum
norrænum blæ“. Chemnitzer
Zeitung sagði: „Áheyrendur
þökkuðu höfundi, sýndu verkinu
áberandi mikinn áhuga. Sagan er
skrifuð á knöppu máli, hún er
áhrifamikil og sannfærandi.
Heimisson las brot úr sögunni af
tilfinningu sem skilaði sér til
áheyrenda. Þetta varð kennslu-
stund í gagnrýnni nálgun við sög-
una.“
ÞRYKKTUÁ
BOL!!!
Einar Heimisson fær lofsamlega dóma í Þýskalandi
Þessari
styttu var stolið um helgina
úr garði nágranna PRESS-
UNNAR sem býr við Lauf-
brekku í Kópavogi. Al-
gengur atburður á höfuð-
borgarsvæðinu, en í
þessu tilfelli óvenju-
svíviröilegur. Eigandi
styttunnar er nefni-
lega fatlaöur dreng-
ur, Ragnar Þór Jó-
hannesson, sem
hefur sérstakt dá-
læti á styttunni og
vatnsbununni sem
kemur upp um gogg
gæsarinnar. Þeir sem
urðu til þess að ræna
hann gleðinni eru
beðnir að skila stytt-
unni aftur á sama
stað, en þeir sem
kynnu að hafa rekiö
augun I hana geta
hringt í síma
684911.
...mest selda tómatsósa í heimi
Hagstætt verð
Kreistandi plastflöskur
...tilvaldar í útileguna
Tvær stærðir
Heinz tómatsósa.,.
vara sem vit er í!
i
Þú færð
Œeinz
í næstu búð.
Fimmtudagurinn 2. september 1992