Pressan - 02.09.1993, Síða 50

Pressan - 02.09.1993, Síða 50
G B 50 PRESSAN SJÓNVARPIÐ • Nýju þulumar hans Hrafns á RÚV á hverju kvöldi. Sé hljóðið skrúfað niður í viðtækinu er bara allt í lagi að horfa á þær. • Fyrirheitna landið ★★★ Promised Land á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Myndin er ekkert meistarastykki en tekur ágæta spretti. • Ógnaræði ★★★ Experiment in Terrorá Stöð 2 á föstudagskvöld. Raunsönn og með öllu laus við væmni. • Ástarraunir ★★★ CrossingDelancyáRÚV á laugardagskvöld. Gamlar og nýjar hugmyndir gyðinga í New York. Glettilega fýndin. • Matarlist á RÚV á sunnudagseftirmiðdag. Þórhildur Þorleifs- dóttir, leikstjóri og fyrmm þingmaður, sýnir hvernig ber að mat- reiða ýsu hinnar hagsýnu húsmóður. Ekki veitir af að spara þegar elda þarf ofan í marga. • Sayonara ★★★★ á Stöð 2 á sunnudag. Einstaklega rómantísk og vel leikin. Brando svíkur ekki. >»-• Flagarinn The Perfect Husband á RÚV á sunnudagskvöld. ' Bresk/spænsk mynd veitir kærkomna hvíld frá ameríska draslinu. Varist: • Vitfirringur á verði ★ Hider iti the House á Stöð 2 á fimmtu- dagskvöld. Vitfirringur kemur sér leynilega fýrir í húsi amerískrar íjölskyldu og ofsækir hana. Ótrúlega hreint lítið spennandi. • Hver myrti Thelmu? ★ White Hot — The Mysterious Murder of Thelma Todd á RÚV á föstudagskvöld. Ósannfærandi og að sama skapi lítt spennandi mynd um líf og störf Thelmu Todd og dularfullan dauðdaga hennar, sem enn er óupplýstur. • Rocky V ★ á Stöð 2 á laugardagskvöld. Stallone var einu sinni góður sem Rocky Balboa, en í þessari mynd er sjarminn svo sann- arlega horfinn. KVIKMYNDIR Algjört möst: • Júragarðurinn ★★★ Jurassic Park Þetta er spennandi ævintýramynd sem ætlað er ná- kvæmlega sama hlutverk og hinum „raun- verulega“ Jurassic Park, að græða peninga. Hæstiréttur um gæði þessarar myndar eru bömin. Þegar hasarinn fór að færast í aukana í myndinni hættu strákar að stríða stelpum og stelpur hættu að gjóa augum á stráka. Bíóhöll- inni og Háskólabíói. • Super Mario Bros ★★★ Frumleg saga sem gengur upp, góðu kallarnir vinna og allt og allt. Myndin er skemmtileg, fyndin og hentar flestum meðlimum fjölskyldunnar (þó ekki heimilisdýr- unum). Regnboganum. • Síðasta hasarmyndahetjan ★★★ LastAction Hero Þessi mynd er ákaflega vönduð hvað snertir leik og afla gerð. Tæknileg afreks- verk eru unnin í henni hvað eftir annað. Eiginlega er hún ofhlaðin yfirgengilegum spennuatriðum og sprelli, og er það helsti galli myndarinnar. Stjömubíói. • Þríhymingurinn ★★★★ Ætla má að þar fari hálfklámmynd um vændismenn og búksorgir þeirra, sem maður sér kl. 11, einn. Fljótlega kemur í ljós að varlegt er að treysta auglýsingum (og umsögnum kvikmyndagagnrýnenda), því hér getur að líta sér- staklega skemmtilega og hjartahlýja mynd um ástina og vald til- finninganna yfir okkur. Regnboganum. >“• Á ystu nöf ★★★ Clifflwnger Frábærar tæknibrellur og bráð- skemmtileg mynd. Það er bara galli að efnið sjálft er botnlaus þvæla. Stjörnubíói og Háskólabíói. • Mýs og menn ★★★ O/Mice and Men Mestmegnis laus við væmni og John Malkovich fer á kostum. Háskólabíói. 1 leiðindum: • Dauðasveitin ★ Extreme Justice Myndin er þokkalega unnin og leikur sæmilegur. Aðaltema myndarinnar er vonska lögreglu- manna og göfgi blaðamanna, sem minnir á blaðamannafund sem rannsóknarlögreglustjóri hélt nú nýverið til að kvarta undan for- dómum í garð löggæslunnar. Laugarásbíói. • Allt í kássu ★★ Splitting Heirs Myndin missir marks vegna þess að húmorinn er of staðbundinn. Breski aðallinn og hans bjástur höfðar ekki tfl íslendinga; okkur er eiginlega alveg sama hvað hendir svoleiðis fólk. Að auki er myndin einfaldlega ekki nógu fyndin. Bíóborginni. • Ósiðlegt tilboð ★★ Indecent Proposal Svo hæg að það er varla að hún festist í minni. Demi Moore bjargar því sem bjargað verð- ur. Bíóhöllinni og Háskólabíói. • Lifandi ★★ Alive Átakanleg saga, en persónusköpun er engin og mannátið eins huggulegt og kostur er. Háskólabíói. Bömmer: • Hvarfið ® The Vanishing Átakalítil fýrir hlé en mjög góður leikur Jeffs Bridges bjargar tilþrifalitlum söguþræði. Bíóhöllinni. • Skjaldbökumar 3 ® Three Ninjas Blessuð látið ekki krakkana plata ykkur á þessa deflu því hún er ekki 350 króna virði. Þið finn- ið ykkur örugglega eitthvað skemmtilegra að gera. Bíóhöllinni. L V" Fimmtudagurinn 2. september 1993 Á laugardaginn hefúr göngu sína í Sjónvarp- inu nýr tónlistarþáttur sem ber nafnið Flauel. Þátturinn tekur við af Spírunni, sem var í umsjá Skúla Helgasonar, en breytingar í tónlistarvali verða töluverðar auk þess sem mikið hefúr verið unnið í útliti hins nýja þáttar. Ferskur maður situr í sæti stjórnanda og heitir Steingrímur Dúi Másson. „Það verður meira gert úr útliti en hingað til hefúr þekkst með tónlistarþætti sem þessa hér- lendis og hafa tölvu- og leikmyndateiknarar Sjónvarpsins unnið mikið að útfærslu hug- mynda með mér. Meiningin er að sýna stuttar kynningarmyndir á milli laga og þar sem hug- detturnar hafa verið margar verður virkilega gaman að sjá hver endanleg útkoma verður,“ segir Steingrímur Dúi. Hann segir jafnframt að tónlistarsviðið verði mjög breitt og meiri áhersla lögð á „off beat“-tónlist en oft áður. Hinn rétt rúmlega þrítugi Steingrímur, eða Dúi eins og hann er oftast kallaður, er kvik- myndagerðarmaður að mennt og kom heim frá Englandi fyrir um hálfú ári. Þá hafði hann ný- lokið gerð kvikmyndarinnar Biskup í vígahug, sem var lokaverkefni hans við London Interna- tional School of Filming. Hann hefúr ekki ver- ið nafh í fjölmiðlaheiminum ffam að þessu en ef til verður nú breyting þar á, því auk þess að sjá um Flauel er hann umsjónarmaður tónlist- arþáttarins Engisprettunnar sem nýverið fór í loftið á Rás 2 og verður ffamvegis á dagskrá á laugardagskvöldum. „Það er ekki um auðugan garð að gresja í kvikmyndagerðinni sem stend- ur, þótt ástandið hafi heldur batnað ff á því sem áður var. Ég horfi ekki mjög langt ffam í tím- ann en geri ráð fyrir að vinna að þessari þátta- gerð í einhvern tíma. Fjölmiðlavinnan á vel við mig og ég hef mjög gaman af henni,“ segir Steingrímur Dúi. STEINGRÍMUR DÚIMÁSSON stjórnar tveimur nýjum tónlistarþáttum; Engisprettunni á Rás 2 og Flaueli í Sjónvarpinu. IV Jonni Jónas Sigurgeirsson er sagnfræðingur og ritstjóri Hamars. Benny, Baldur og Hal & Pace 13:00 Enska knattspyrnan Bein útsending meö iýsingum Bjarna Fel. 15:00 Hal and Pace Tveggja tíma syrpa meö hinum uppbyggiiegu bresku spéfugium. 17:00 Benny Hill og hinar dansandi vinkonur hans spauga fram að fréttum. 19:19 Fréttir 20:30 Þjðð í hlekkjum hug- arfarsins Nýr og enn óforskammaöri þáttur eftir ástmög þjóðarinn- ar, Baidur Hermanns- son. Dásamleg skemmtun. 22:00 Bíómynd Góö spennu- mynd, til dæmis eftir Hitchcock eöa mynd byggð á bók eftir John Grisham (The Rrm og fleiri). 24:00 íslenskt sjónvarps- leikrft, með tilheyrandi ofleik, ellegar um- ræðuþáttur í sjón- varpssal um þjóömál í umsjá Gísla M. Bald- urssonar—þá sofrr- ar maöur strax eins og ungbam. KVIKMYNDIR Sjonni slœr Allen við „Myndin er snyrtileg og vel gerðy til dœmis er fjölda manns sálgað í henni en þó sést varla blóð.“ SKUGGAR OG ÞOKA (Shadows and Fog) HÁSKÓLABIÓI ★ Maður er nefúdur Woody Allen, bandarískur gyðingur sem alltaf er að búa til kvik- myndir. Þessar myndir hans eru afar misjafnar, sumar þokkalegar, flestar svolítið leiðinlegar og sumar drep- leiðinlegar. Hann fer oftast sjálfur með stórt hlutverk í myndum sínum, sem er gallj, því hann getur ekki mikið leikið og túlkar yfirleitt sömu persónuna. Þessi persóna sem hann er alltaf að troða upp með er taugaveiklaður klaufi með gáfulegan undirtón, einskonar skopmynd af hon- um sjálfum að því er virðist. Þessi persóna á nokkra sam- úð kvikmyndahúsgesta og þess vegna fyrirgefa þeir henni að hún skuli vera kvik- myndaleikstjóri sem fram- leiðir leiðinlegar myndir. Þannig er Woody Allen miklu fremur umborinn en dáður. Woody þessi Allen hefur leikkonu á sínum snær- um, Miu Farrow, sem hann mun vera kvæntur, þótt eitt- hvað hafi dregið úr því upp á síðkastið. Þessi leikkona leik- ur í flestum myndum meist- arans, sem er einnig galli því hún getur ekki mikið leikið heldur, leikur líka alltaf sömu persónuna. Að vísu hefur sú ágæta leikkona Katrín Hep- burn látið svo um mælt að í kvikmyndaleik séu leikarar alltaf að selja sama gamla sjálfið aftur og aftur. Meinið er að þau Allen-hjón hafa trúlega ekki jafnmikið af þessu gamla góða sjálfi og Katrín Hepburn. Kvikmyndin „Skuggar og þoka“ gerist á miUistríðsárun- um í Þýskalandi. Sirkusfólk er í bæ þar sem kyrkjari gengur laus. Hún fjallar að mestu um Max Kleinmann (Woody Al- len) og samskipti hans við borgarbúa og sirkusfólk. Undir dunar tónlist Kurts Weil úr Túskildingsóperu Brechts. Tilgangur myndar- innar virðist helst að koma á framfæri nokkrum lauflétt- um bröndurum en það tekst misjafnlega. Þau Allen-hjón túlka sömu persónur í þessari mynd og endranær. Aðrir leikarar njóta sín engan veg- inn, jafnvel ekki stórleikarar á borð við John Malkovich, Jodie Foster og Kathy Bates. Myndin er svarthvít og stutt og verður varla talin til merk- ustu mynda Woody Allen, þó ekki hafi verið úr háum söðli að detta hvað það varðar. Hugsanlega verður þessi mynd talin merk vegna tilvís- ana í einkalíf leikstjórans. Sverðgleypirinn (Mia Farrow) í sirkusnum lendir á hóruhús og selur sig fyrir 700$, trúðurinn kvartar und- an því að enginn hafi lengur gaman af honum, að hann sé orðin geldur. Það er að minnsta kosti einkalíf leik- stjórans sem heimurinn hefur áhuga á sem stendur, svipað og gerðist með Charles Chaplin og Roman Polanski á sínum tíma og er að gerast hvað snertir Michael Jackson og AJbert Einstein. Hvort sem lesa má eitthvað slíkt út úr þessari mynd eða ekki, þá er hún ekki góð. RED ROCKWEST REGNBOGANUM ★ ★★ Framlag okkar íslendinga til kvikmyndanna þessa dag- ana er Red Rock West sem framleidd af fyrirtækinu Propaganda Film, en því stýr- ir Sigurjón Sighvatsson. Þær kvikmyndir sem hann fram- leiðir eru yfirleitt heldur yfir meðallagi að gæðum og svo er um þessa mynd. Hún fjall- ar um uppgjafahermann (Nicolas Cage) sem fer um langan veg að leita sér vinnu við olíuborun, en er hafnað því hann er með skaddaðan fót. Dapur í bragði og félaus heldur hann á næstu krá í smábænum Red Rock. Kráareigandinn telur að hér fari leigumorð- ingi sem hann hafði pantað til að sjá fýrir konu sinni og upp- gjafahermaðurinn tek- ur við fé og fyrirmæl- um í því efni. Síðar kemur hinn raunveru- legi leigumorðingi til sögunnar (Denis Hopper) og úr verður spennandi lygavefur þar sem nánast allir sitja á svikráðum við alla. Myndin uppfyllir eina af þeim höfuð- kröfum sem gera verð- ur til spennumyndar, hún er spennandi. Leikur er prýðilegúr, einkum og sérílagi hjá Dennis Hopper, sem lætur einkar vel að leika raktar skepnur (sbr. Blue Velvet) og Nicolas Cage tekst bet- ur upp en oft áður, er sennilega vaxandi leik- ari. Myndin er snyrti- leg og vel gerð, til dæmis er fjölda manns sálgað í henni en þó sést varla blóð. Áherslan er á flækjur söguþráðarins en eldd tómat- sósu og haft er fyrir því að gefa persónunum forsendur, þannig að gerðir þeirra eru skiljanlegar innan þess ramma sem myndin markar. Tónlistin er sérkennileg og á drjúgan þátt í að skapa and- rúmsloft sem sver sig í ætt við myndir eins og Blood Simple, þótt nokkuð skorti á frum- leikann miðað við þá mynd. Red Rock West er vel gerð af- þreying og þykist ekki hafa neinn djúpan boðskap. Efni myndarinnar er tóm vitleysa eins og oft er um spennu- myndir, en maður finnur að leikaramir hafa gaman af því að fást við það.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.