Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 21.10.1993, Blaðsíða 20
E R L E N T 20 PRESSAN Fimmtudagurinn 21. október 1993 Upp hefur komist um voldugan glæpahring fró Nígeríu sem um árabil hefur stundað umrangsmikla fjársvikastarfsemi á Bretlandi og tekist að hafa hunaruð milljóna punda út úr stofn- .junum og fyrirtækjum. Þýskir ferðalangar stunda sorphirðu í sumarfriinu Flett ofan af mafíunni Á Bretlandi stendur nú yfir umfangsmikil lögreglurann- sókn á gífurlegum fjársvikum nígerskra glæpamanna, sem með klókindum hefur tekist að svíkja hundruð milljóna punda út úr opinberum stofnunum og einkafyrir- tækjum. Fyrir nokkru vaknaði grunur um að ekki væri allt með felldu í bresku viðskipta- lífi. I framhaldi af því var hrint af stað lögreglurannsókn sem leiddi í ljós að voldugur níg- erskur glæpahringur hefur hreiðrað um sig á Bretlandi og stundað þar óáreittur gífurleg fjársvik í mörg ár. Um er að ræða svik og pretti af öllu mögulegu tagi; í viðskiptum við banka, trygg- ingafélög, menntastofnanir svo og ýmis einkafyrirtæki. Á Bretlandi kom það í raun eng- um neitt sérlega á óvart að það skyldu einmitt vera Níg- eríumenn sem áttu hlut að máli, enda öllum löngu orðið ljóst að siðferði þeirra í við- skiptum er afar bágborið. Hins vegar áttu valdamenn í bresku viðskiptalífi ákaflega erfitt með að trúa að skúrkun- um skyldi takast að svíkja svo mikla fjármuni út úr þeim áð- ur en grunur vaknaði. „Nígerska mafian“, eins og Bretar hafa kosið að kalla læpahringinn, virðist vera yggð upp með svipuðum hætti og Irski lýðveldisherinn, IRA. Ljóst er að Nígeríu- mennirnir eru þrautþjálfaðir í faginu og útsmognir í prett- um sínum. Leikfléttan er þessi: Mafíósarnir reka glæpa- skóla, bæði í Lundúnum og í Lagos í Nígeríu, þar sem áhugasömum og efnilegum nemendum eru kenndar réttu aðferðirnar. Við námið er stuðst við þartilgerða glæpa- handbók, sem kennir nem- endunum meðal annars að bregða sér í ólík gervi og korna sér upp fölsuðum per- sónuskilríkjum. Að „skólavistinni" Iokinni eru vel menntaðir Nígeríu- menn og sérþjálfaðir í glæp- um sendir til Bretlands í því skyni að ráða sig til starfa hjá tryggingafélögum, bönkum, einkafyrirtækjum, ráðuneyt- um og skrifstofum hins opin- bera. Hlutverk þeirra er að njósna um kollegana og kom- ast að því í smáatriðum hvernig starfsemi fyrirtækj- anna er háttað, í því augna- miði að svíkja síðar út úr þeim fé. Aðrir úr glæpahringnum taka að sér önnur gagnleg störf innan íyrirtækjanna, svo sem við ræstingar og hús- vörslu, og hafa það hlutverk að fara í gegnum allt bréfarusl og skjalaskápa, meðal annars til að útvega aðgang að banka- reikningum. Samstarfsfélagar þeirra sjá svo um að svíkja út fé með hjálp falsaðra persónuskil- ríkja, en þau eru til margs nýt. Með þeim má til dæmis nota stolin krítarkort, en þau hefur Nígeríumönnunum tekist að komast yfir eftir einföldum leiðum. Þannig hafa þeir með skipulögðum hætti ráðið sig til starfa hjá pósthúsum Lund- úna við að flokka póst. Þegar krítarkort eru endurnýjuð eða send til nýrra viðskiptavina sjá skúrkarnir hjá póstinum um að breyta heimilisföngum þannig að umslögin hafni í póstkössum í umsjá glæpa- hringsins. Auk greiðslukorta- svika hafa mafíósarnir verið mjög iðnir við að herja út styrki til háskólanáms, inn- heimta heimilistryggingar og útvega sér bankalán á fölskum forsendum, svo eitthvað sé neínt. Nígeríumennirnir hafa ekki verið í nokkrum vandræðum með að eyða þeim gífurlegum fjármunum sem þeir hafa komist yfir á Bretlandi. Pen- ingana hafa þeir notað til kaupa á ýmiskonar varningi; skartgripum, armbandsúrum, tískufatnaði, myndbandstækj- um, sjónvarpstækjum, myndavélum og öðru slíku, sem þeir hafa sent til Nígeriu og selt dýrum dómum. Hluti fjármunanna hefur augljós- lega verið notaður til að fjár- magna umsvifamikil eitur- lyijaviðskipti, en í síðustu viku komst upp um eitt stærsta kókaínsmygl á Bretlandi eftir að Nígeríumaður úr hópnum var gripinn á Gatwick-flug- velli með eiturlyf innanklæða. Rannsókn á fjársvikum níg- ersku mafíunnar á Bretlandi er hvergi nærri lokið og því eru ekki öll kurl komin til grafar enn. Bandaríska leyni- þjónustan vill þó greinilega hafa vaðið fýrir neðan sig, því hún hefur látið kollega sína á Bretlandi senda sér 250 blað- síðna skýrslu um starfshætti mafíósanna, þar sem farið er ofan í saumana á málinu. Bandaríkjamenn eiga nefni- lega í höggi við svipaða glæpa- hringi þar vestra og ætla aug- ljóslega að reyna að læra af Bretunr og mistökum þeirra. Byggt á Sunday Times. líi —ÉL--------------Æ——£—I NÍGERÍUMENN UNDIR SMASJANNI. Sannast enn á ný aö siðferöi þeirra í viöskiptum er afar bágboriö. Passaðu þig aö ofkeyra þig ekki Maggie mín. Fáöu þér heldur tesopa áöur en þú segir Þjóöverjum stríö á hendur. “ ÞJÓÐVERJAR ATORKUSAMIR í UMVHERFISMÁLUM. Feröamenn nú skikkaöir til aö taka rusliö meö sér heim í flugvélinni. Fáar þjóðir heims eru jafn- atorkusamar á sviði umhverfis- mála og Þjóðverjar, sem end- urvinna stóran hluta alls sorps og koma hinu vandlega fyrir svo það valdi ekki spjöllum. Þjóðveijar eru mjög meðvitað- ir um umhverfi sitt og í raun ótrúlega iðjusamir við að flokka ruslið sitt svo unnt sé að nýta það í endurvinnslu. Þann- ig fer grænmetið í eina rusla- tunnu, áldósirnar í aðra og plastumbúðirnar í þá þriðju, að ekki sé talað um pappír og glerílát sem vitanlega fara hvort í sinn rusla- gáminn. Svo strangt er tekið á málinu í sumum sambandslöndum Þýskalands að ef menn svíkjast undan því að flokka ruslið neita sorpyf- irvöld hreinlega að fjarlægja tunnurnar. Þótt málefnið sé vissulega verðugt þykir ýmsum Þjóðverjarnir fullöfgasinnaðir í umhverfis- stefnu sinni. Ekki bætti úr skák þegar fféttist að nú væri farið að skikka þýska ferðamenn til að hirða upp allt sorp eftir sig á ferðum sínum er- lendis og taka það með sér heim í flugvélinni. Það voru forráðamenn einnar af stærstu ferða- skrifstofum Þýskalands, LTU, sem ákváðu að kanna hvort slík slík sorphirða í útlöndum væri ekki framkvæmanleg. Þannig eru allir sem fljúga með LTU til Malediv-eyja nú sendir í ffí- ið með 30 lítra ruslapoka í farteskinu. Pokinn er ætlaður undir tómar gosdósir, jógúrtdollur og annað sorp sem safhast sarnan á ströndinni, til að koma í veg fýrir frekari mengun í kóral- rifunum. Til að slá tvær flugur í einu höggi er ruslið svo tekið með heim til Þýskalands, þar sem því er komið í endurvinnslu. Ferðalang- arnir hafa allflestir tekið tilrauninni vel, en eftir er að sjá hvort sorphirða í sumarfríinu á ffam- tíð fyrir sér. Sannleikurinn um Yves Saint Laurent kemur i Ijós Nýútkomin ævisaga franska tískukónqsins ímynd franskrar menningar." í ævisögu Laur- Yves Saint Laurent hefur valdiS gífurlegu ents segir aS hann hafi rró upphafi ferils síns fjaðrafokj, en í henni er dreginn fram í verið þjakaSur af vinnuólaai og mjkilli )ur sannleikur spennu og kvíSa því samfc aldið hefur fiaðrafoki, dagsljósið ymis opægil um fatahönnuðinn sem verið vandlega leyndum fvrir a menningi í fjöldamörg ór. I bók- inni, sem er eftir Laurence Benaim blaðakonu ó hinu virta franska dagblaði Le Mon- de, er hulunni svipt af Laurent svo ímynd hans gjörbreytist. Samkvæmt ævisögunni hefur Laurent verið ofurseldur vímu- efnum síðustu tuttugu ór oq er ekki aðeins þræll ófengis heldur jafnframt kókaíns oa róandi ja. Tíðindin komu flatt upp ó esta og nær undrunin langt út oq n fyrir Frakkland. Þannig qat bíaða- maður bandaríska storaaðsins Int- ernational Herald Tribune ekki dulið vonbrigði sín, en í nýlegri g hann svo að orði: „Skyndi- leg afhjúpun leyndardóms- ins ó bak við Yves Saint Laurent er ófall öllum þeim sem litið hafa ó hann sem grein kemst a - YVES SfllNT LAURENT. Sagður hafa verið þræll áfengis og eiturlyfja síðustu tuttugu ár spennu og kvíða því samfbra,”einkum fyrir stórar tískusýninqar. Fyrst eftir að hann nóði frægo hafi honum tekist að róa sig niður með kampavíni en þegar ó leið hafi hann neyðst tií ao grípa til ann- arra og sterkari vímuefna. Bók- arhöfundur segir Laurent ó stundum drekka allt að tveimur viskíflöskum ó dag, eins og lík- amlegt óstand hans gefi reynd- ar lióslega til kynna. Þó kemur og fram að hann hafi um tíma þurft að dvelja ó geðsjúkrahúsi vegna andlearar vanheilsu. Síð- ustu misseri nefur enqum dulist að Laurent gengur ekki heill til skógar en þó grunaði víst fæsta að hann væri svo djúpt sokkinn. Sökum þess hve aðstooarfólk hans var óvallt vel ó verði tókst nefnilega að kæfa allan orðróm um tískukónginn strax í fæðingu. Frönsk yfirvöld íhuga mál á hendur John Demjanjúk I Frakklandi er nú hafin op- inber rannsókn á því hvort frönskum yfirvöldum beri að fara fram á það við yfirvöld í Bandaríkjunum að John Demjanjúk, sem Hæstiréttur í ísrael sýknaði nýverið af ákær- um um að vera ívan grimmi, fangabúðastjórinn illræmdi í Treblinka, nú búsettur í Bandaríkjunum, verði fram- seldur til Frakklands. Ráðist var í rannsóknina að áeggjan frönsku gyðingasamtakanna en forseti þeirra er nasistaveiðar- inn kunni, lögfræðingurinn Serge Klarsfeld. Hann, ásamt syni sínum Amo Klarsfeld, tel- ur margt benda til þess að Demjanjúk hafi átt að aðild að morðum á þúsundum franskra gyðinga í útrýmingarbúðunum í Sóbibór í Póllandi í síðari heimsstyijöldinni. Sem dæmi um hreinsanimar má nefha að af þeim fjögur þúsund gyðing- um sem voru fluttir frá Frakk- landi til Sóbibór í mars 1943 liíðu eingöngu þretttán fanga- búðavistina af. Bitur reynslan, nú síðast mál Demjanjúks í ísrael, heíúr kennt nasistaveið- urum að vitnisburður sjónar- votta einn dugir hvergi til svo unnt sé að dæma meinta mis- indismenn íýrir stríðsglæpi. Því hafa Klarsfeld-feðgar farið fram á opinbera rannsókn á hugsan- legri aðild Demjanjúks að morðum á frönskum gyðing- JOHN DEMJANJÚK FRJÁLS MAÐUR. Svo kann að fara að Frökkum takist eftir allt að koma honum á bak við lás og slá. um, svo unnt sé að safria sam- an öllum fáanlegum skriflegum gögnum um málið. Aðeins með sterk vopn á hendi geti nýr mildlvægur kapítuli í leit gyðinga að glæpamönnum síð- ari heimsstyijaldarinnar hafist.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.