Morgunblaðið - 15.05.2004, Page 6

Morgunblaðið - 15.05.2004, Page 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagar eru fjölskylduvænir hjá okkur í hesta- miðstöðinni í sumar. Við bjóðum upp á klukkutíma hestaferð kl. 15 um hraunið í Hafnarfirði á aðeins 1.500 kr. Hestar við allra hæfi, bæði fyrir vana og óvana. Teymt er undir börnum kl. 16 og kostar það ekki neitt! Pantið í þessa ferð í síma 555 7000. Innritun í reiðskólann er hafin! Sunnudagar eru STARFSMÖNNUM á sumum fjöl- miðlum barst í gær tölvupóstur frá Róbert Marshall, fréttamanni á Stöð 2 og formanni Blaðamannafélags Ís- lands, þar sem hann hvetur til þátt- töku í undirskriftasöfnun undir áskorun á forseta Íslands að undirrita ekki fjölmiðlafrumvarp forsætisráð- herra. Tölvupósturinn, sem sendur er af netfanginu marshall@press.is, er svohljóðandi: „Félagar. Stundum er nóg komið. Nú er sú stund. Aðför stjórnvalda að starfsöryggi og starfsheiðri okkar sem vinnum hjá Norðurljósum náði hámarki í laga- frumvarpi forsætisráðherra á dögun- um. Umræðan síðustu vikur hefur verið á mörkum hins vitræna. Við höf- um horft upp á þingmenn fara ham- förum með blöð og greinar; grenjandi í ræðustól um að hitt og þetta verði að stöðva. Svo ofsafengin framganga, svo einstrengingsleg afstaða, svo blind heift hefur lamandi áhrif á þann sem fyrir verður. Slík eru áhrif sál- fræðihernaðar; hann heggur að vilja andstæðingsins til að svara fyrir sig. Gerir óvininn óvirkan áður en til orr- ustu kemur. Nú reynir á okkur að rísa til varnar. Að óbreyttu verður fanta- frumvarpið að lögum eftir helgi. Af- leiðingarnar fyrir störf okkar og af- komu eru óljósar. Við höfum eitt hálmstrá. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í kosningabaráttunni 1996 að hefði hann verið forseti þegar rúm- lega 30.000 manns skoruðu á Vigdísi Finnbogadóttur til að undirrita ekki EES-samninginn, þá hefði hann orðið við því og neitað að staðfesta lögin. Tökum nú á öll sem eitt og söfnum 35.000 undirskriftum yfir helgina á askrift.is. Við höfum tíma á meðan stjórnarandstaðan heldur uppi mál- þófi. Sendið tölvupóst á ALLA sem þið þekkið, hringið í fjarskylda ætt- ingja úti á landi sem þið hafið ekki heyrt í í sjö ár. Nú er tíminn til end- urnýja kynnin. Fáið fólk til að skrifa nafn og kennitölu á askorun.is Sé fólk fylgjandi frumvarpinu, fáið það samt til að skrifa undir sem persónulegan greiða við ykkur. Mætið í vinnuna á morgun og á sunnudag eða sitjið við tölvuna heima við, hringið, djöflist, látið öllum illum látum, söfnum þess- um undirskriftum, fáum þessum ólög- um hrundið, kaupum tíma til að fá þau í það minnsta milduð í haust. Nú reynir á. Gjör rétt – þol ei órétt. Róbert Marshall.“ Formaður Blaðamannafélagsins sendir áskorun til fjölmiðlafólks „Látið öllum illum látum“ HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra áttar sig ekki á því af hverju Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sótti ekki brúðkaup Friðriks, krónprins Dana, og Mary Donaldsson í Kaupmannahöfn í gær. Það hafi aðeins staðið yfir í einn dag. Hann telur að það hefði verið mikilvægt að forsetinn mætti og ut- anríkisráðuneytið hefði ekki vitað betur en hann ætlaði að mæta. Sjálf- ur hafi hann ekki vitað af þessu fyrr en í gærmorgun, þegar eftir því var gengið, að forsetinn ætlaði ekki að mæta í brúðkaupið. Forsetinn hafi ekki gefið neinar skýringar á þessu. Spurður hvort þetta verði tekið upp við forsetann síðar segir Hall- dór að lagt hafi verið upp úr því að eiga góð samskipti við forsetann og embætti hans. „Auðvitað getur forsetinn forfall- ast eins og annað fólk en hann verð- ur að sjálfsögðu að skýra þetta mál sjálfur,“ segir utanríkisráðherra. Mikilvægt að forsetinn mæti SIGURÐUR G. Guðjónsson, forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, segir frjálsa samkeppni fjölmiðla felast í því að bjóða í sjón- varpsefni er- lendra framleið- enda. Hann bendir á að stjórn- endur SkjásEins hafi nýlega boðið hærra verð í enska fótboltann og þannig hækkað innkaupsverð á þessu tiltekna sjónvarpsefni til landsins. Fyrirkomulag þessara inn- kaupa sé oft þannig að framleiðendur bjóði einum aðila á hverjum markaði að kaupa efnið og spyrji síðan sam- keppnisaðila hvort hann vilji jafna eða hækka verðið. Sigurður segir það út í hött að Íslenska sjónvarpsfélagið keyri upp innkaupaverð á erlendu sjónvarpsefni eins og Magnús Ragn- arsson, framkvæmdastjóri Skjás- Eins, hélt fram í Morgunblaðinu í gær. „Hann verður að átta sig á því að hann er í samkeppni. Við verðum að þola það að aðrir geta keypt efni, sem við höfum áhuga á, á hærra verði en við treystum okkur til að borga. Þetta er búið að vera svona allan tímann,“ segir Sigurður, en vonast þó til að verðið hækki ekki mikið meira á næstunni. Hann bendir á það að SkjárEinn hljóti að hafa minna svig- rúm til að kaupa annað dagskrárefni eftir að hafa tvöfaldað innkaupaverð á enska boltanum. „Við þurfum ekki að borga fyrir enska boltann 100 millj- ónir á þessu ári, ekki 100 milljónir á næsta ári, ekki hundrað milljónir á ár- unum 2006–2007,“ segir Sigurður. Það fé sem ætlað var til þeirra kaupa, eftir að hafa gert ráð fyrir hækkun á innkaupsverði frá fyrri samningi, sé nú laust til annarra nota. Talaði við einn starfsmann Hann segist ekki hafa verið að ásælast starfsmenn SkjásEins með því bjóða þeim betri kjör. Hann hafi talað við einn starfsmann samkeppn- isaðilans vegna aukinna umsvifa Ís- lenska útvarpsfélagsins í stafrænum útsendingum. Sá hafi einfaldlega af- þakkað boðið. Það sé nú líka þannig að fyrirtæki bjóði oft í starfsfólk ann- arra fyrirtækja og við það verði allir að búa. Í því felist samkeppni um gott fólk. Segir ÍÚ ekki keyra upp innkaupa- verð á erlendu dagskrárefni Útboð á sjónvarps- efni hækkar verðið Sigurður G. Guðjónsson STOFNAÐAR hafa verið tvær vefsíður þar sem safnað er und- irskriftum til að skora á forseta Íslands að staðfesta ekki fyr- irhuguð lög frá Alþingi um eignarhald á fjölmiðlum. Á annarri vefsíðunni höfðu ríflega tvö þúsund manns skráð sig í gær en á hinni er fjöldi þátttakenda ekki gefinn upp. „Vér mótmælum“ stendur efst á vefsíðunni undirskrift- .arnists.com, sem Árni Stein- grímur Sigurðsson setti af stað. Þar segir í bréfhaus: „Það er skoðun undirritaðra að gjá sé milli þings og þjóðar hvað þetta mál varðar og vísum við því til- mælum okkar til forseta lýð- veldisins Íslands að beita mál- skotsrétti sínum skv. 26. grein laga nr. 33 frá 1944 (Stjórnar- skrá lýðveldisins Íslands) og undirrita ekki lögin þegar þing afgreiðir þau.“ „Fjölmiðlar eru mikil- vægur hluti lýðræðis“ Á síðunni www.askorun.is, sem Fjölmiðlasambandið, Blaðamannafélag Íslands, Verzlunarmannafélag Reykja- víkur, Rafniðnaðarsambandið, Félag bókagerðarmanna og fleiri samtök standa að, segir: „Við undirrituð, íslenskir ríkis- borgarar, skorum á forseta Ís- lands að staðfesta ekki lög um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlar eru mikilvægur hluti lýðræðis, menningar og daglegs lífs. Lagareglur um starfsum- hverfi þeirra þurfa að vera vandaðar og vel undirbúnar, og almenn sátt þarf að ríkja um þær í samfélaginu. Við förum fram á að þjóðin fái notið þess lýðræðislega rétt- ar að greiða atkvæði um lögin, eins og kveðið er á um í 26. grein stjórnarskrár lýðveldis- ins.“ Vefsíður stofnaðar með áskor- unum á forsetann ÚTIBÚ Landsbankans á Ísafirði fagnar aldarafmæli í dag og bauð af því tilefni viðskiptavinum sínum í gær að skoða breytingar sem gerðar hafa verið innanhúss í útibúinu og þiggja kaffiveitingar. Nýttu fjöl- margir sér tækifærið og heimsóttu bankann í tilefni dagsins. Þá hefur verið sett upp sýning í útibúinu á verkum Jóhannesar Kjar- vals í eigu bankans og mun Björg- ólfur Guðmundsson, bankaráðs- formaður Landsbankans, opna sýninguna formlega í dag, laugar- dag. Í gær var 1.900. fundur bankaráðs Landsbankans haldinn á Ísafirði og hefur bankinn ákveðið að styrkja endurgerð sjómannsstyttunnar á lóð gamla sjúkrahússins á Ísafirði eftir Ragnar Kjartansson. Styttan var gerð að frumkvæði Sjómannadags- ráðs á Ísafirði og afhjúpuð árið 1974. Hefur hún þegar verið flutt til Kunstgiesserei Kollinger í Þýska- landi og þar gerð afsteypa af henni úr bronsi undir yfirumsjón Ingu Sig- ríðar Ragnarsdóttur myndlistar- konu, sem er dóttir listamannsins og búsett í Þýskalandi. Á 1.900. fundi bankaráðs Lands- bankans sem haldinn var á Ísafirði voru Brynjólfur Þór Brynjólfsson útibússtjóri, Sigurjón Árnason, Kjartan Gunnarsson, Björgólfur Guðmundsson, Þorgeir Baldursson, Halldór J. Kristjánsson og Brynjólf- ur Helgason. Fjölmargir sóttu afmæliskaffi Aldarafmæli Landsbankans á Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson SAMNINGANEFNDIR Fé- lags grunnskólakennara (FG) og Launanefndar sveitarfélag- anna (LN) komu saman til fundar síðastliðinn fimmtudag hjá ríkissáttasemjara og að honum loknum var ekki boðað til næsta fundar fyrr en þriðjudaginn 25. maí næst- komandi. Ekki komið til móts við kennara í gögnunum Samninganefnd kennara hefur sent frá sér stutta grein- argerð þar sem það er harmað að í framlögðum gögnum samninganefndar Launa- nefndar sveitarfélaganna sé ekki komið til móts við kröfur Félags grunnskólakennara í veigamiklum atriðum. Þessi atriði snúist um lag- færingar á núgildandi samn- ingi og taki m.a. til vinnutíma- skilgreininga og röðunar til launa. „Þrátt fyrir yfirlýsingar um verulegar tilslakanir af hálfu FG hefur samninga- nefnd LN lítið sem ekkert teygt sig í samkomulagsátt,“ segir í greinargerðinni. Næsti fundur með kennurum 25. maí DANSKI fáninn blakti víða við hún á Ísafirði í gær vegna brúðkaups Friðriks krónprins Dana og hinnar áströlsku Mary Donaldson. Mikil hátíðarstemmning var í Gamla bakaríinu sem hin danskættaða Rut Tryggvason stýrir af mikilli röggsemi þrátt fyrir að vera kom- in nokkuð yfir áttrætt. Hún er fædd og uppalin í Danmörku en fluttist til Ísafjarðar árið 1950 og telst því fyrir löngu til rótgróinna Ísfirðinga þótt danskan sé henni enn töm. Það var annríki í bakaríinu þeg- ar heilsað var upp á Rut og sagði hún mikla ös hafa verið allan dag- inn en margir komu til að smakka á brúðkaupstertunni sem bökuð var sérstaklega í tilefni dagsins. Danskir dag- ar í Gamla bakaríinu Morgunblaðið/Guðfinna Hreiðarsdóttir Ísafirði. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.