Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þjónn, það er banani í súpunni minni og líka hjá maddömunni.
Minnihlutahópar, kynferði og jafnrétti
Má læra af
mistökum Dana
JafnréttisnefndReykjavíkurborgarstendur í dag fyrir
málþinginu „Minnihluta-
hópar, kynferði og jafn-
rétti“. Tilefnið er vaxandi
umræða um réttindi og
stöðu minnihlutahópa í
samfélaginu og þá spurn-
ingu hvort stjórnsýslunni
beri að gera sérstakar ráð-
stafanir umfram það sem
leiðir af jafnræðisreglu
stjórnsýslulaga til að
tryggja að fólki sé ekki
mismunað á grundvelli
minnihlutastöðu þeirra, að
því er segir í fréttatilkynn-
ingu.
Lögum samkvæmt hafi
stjórnsýslan komið á fót
sérstökum embættum,
stofnunum eða nefndum
sem starfa að jafnrétti kvenna og
karla, bæði á vettvangi sveitarfé-
laga og ríkisins. Bendir jafnrétt-
isnefndin á að baráttan fyrir jafn-
rétti karla og kvenna megi ekki
einskorðast við þá þjóðfélagshópa
sem eru sýnilegastir í samfélag-
inu, heldur verði hún að ná til
allra hópa samfélagsins, enda sé
staða karla og kvenna innan
minnihlutahópa ólík.
Á málþinginu munu fulltrúar
minnihlutahópa fjalla um jafnrétt-
ismál, m.a. frá Öryrkjabandalagi
Íslands, Félagi kvenna af erlend-
um uppruna, Alþjóðahúsi og Sam-
tökunum ’78. Þá verður fjallað um
jafnréttisstarf í Háskóla Íslands,
jafnrétti kynjanna og jafnræðis-
regluna, tilskipanir ESB gegn
mismunun, rannsóknina Minni-
hlutahópar, kynferði og jafnrétti
og fleira.
Sérstakur gestur málþingsins
er Hanna Ziadeh, Dani af írönsk-
um uppruna, sem gegnir stöðu
jafnréttisráðgjafa innflytjenda
hjá Kaupmannahafnarborg. Hann
mun miðla af reynslu Kaup-
mannahafnar hvað varðar málefni
innflytjenda og fólks af erlendum
uppruna.
„Við höfum unnið lengur að
þessum málum en Reykjavíkur-
borg. Kaupmannahöfn er mun
blandaðri borg, 17% íbúanna til-
heyra þjóðernislegum minnihluta-
hópi. Við höfum unnið að mörgum
verkefnum, t.d. hvernig eigi að
tryggja jafnrétti milli ólíkra þjóð-
ernishópa á vinnustaðnum og gert
rannsóknir og skýrslur um hvað
eigi að gera og hvað eigi ekki að
gera. Ég mun reyna að koma okk-
ar reynslu á framfæri og auðvitað
læra af því hvernig Reykjavík
tekur á þessum málum.“
Hvað gæti Ísland lært af ykkar
reynslu?
„Ég held Íslendingar geti fyrst
og fremst lært af þeim mistökum
sem við höfum gert. Þeir geta
nýtt betur þá þekkingu sem við
höfum aflað. Ég myndi halda að
stærstu mistökin sem Danir
gerðu hafi verið að vilja ekki
viðurkenna að mismunun væri til
staðar. Flestir Danir og danskir
stjórnmálamenn telja að danskt
samfélag sé einsleitt,
lýðræðislegt og að
jafnrétti sé þar við lýði.
Sumir stjórnmálamenn
hafa ekki viðurkennt
að þetta sé ekki rétt.
Það er ástæða þess að við viður-
kenndum aldrei að ákveðin mis-
munun hefði átt sér stað og það
ætti að berjast gegn því. Þá fóru
fylkingarnar í skotgrafirnar og
háðu stríð sem enginn gat unnið.
Ég myndi ráðleggja starfsbræðr-
um og -systrum mínum í Reykja-
vík að falla ekki í þá gryfju.
Danskir stjórnmálamenn reyndu
að draga úr umfjöllun um mis-
munun og ýta umræðunni til hlið-
ar, á meðan fulltrúar innflytjenda
reyndu að ýkja mismuninn eins og
þeir mest gátu. Ég tel best að fólk
reyni að forðast umræðu á milli
tveggja andstæðra póla, heldur
viðurkenni að samfélag, sem er
ekki tilbúið til að taka á móti svo
mörgu ólíku fólki, muni bregðast
við á vegu sem gæti mismunað
fólki og skoða hvernig hægt sé að
koma í veg fyrir það.“
Hvað er erfiðasta viðfangsefni
ykkar um þessar mundir?
„Við fórum á stuttum tíma úr
því að vera fáfróð um ýmislegt
sem tengdist þessum málum en
samt áhugasöm, í það að vita mun
meira um jafnréttismál og þjóð-
ernishópa, en hafa ekki nægan
pólitískan stuðning. Fyrir 12–14
árum var þörf á því að vinna í
þessum málum og þá skorti okkur
þekkinguna, nú höfum við hana en
verðum að horfast í augu við að
pólitískan vilja til að vinna að jafn-
rétti skortir.“
Hafa innflytjendur í Danmörku
jöfn tækifæri á við þá sem eru af
dönskum uppruna?
„Ef þú vilt stutt svar er svarið
nei. En er fólki af erlendum upp-
runa mismunað viljandi á kerfis-
bundinn hátt? Nei. Er það fórnar-
lömb óbeins misréttis og skorts á
pólitískum vilja til að hjálpa því?
Já. Erum við ábyrg fyrir að hafa
ekki tekið nógu vel á þessum mál-
um og taka t.d. upp nauðsynlega
fræðslu til að yfirvinna þennan
þröskuld? Já. Gerum
við það af því að við er-
um vond og á móti öðr-
um menningarstraum-
um? Auðvitað ekki. Ég
er ekki einn af þeim
sem telja að hægt sé að skella
ábyrgðinni á einhvern einn, en ég
tel að það sé skortur á pólitísku
hugrekki til að gera hluti sem eru
erfiðir, en engu að síður nauðsyn-
legir.“
Málþingið fer fram á Hótel
Borg og stendur frá 10–13.30 í
dag. Aðgangseyrir er 1.000 krón-
ur, en innifalið í því er morgun-
verður og kaffiveitingar.
Hanna Ziadeh
Hanna Ziadeh fæddist í Beirút
í Líbanon árið 1965 og hefur ver-
ið búsettur í Danmörku frá árinu
1986. Hann er cand. mag í arab-
ísku og frönsku frá Kaupmanna-
hafnarháskóla. Hann hefur verið
ráðgjafi fjármálaráðherra Dan-
merkur í málefnum innflytjenda
og leitt jafnréttisátak innan
danska ríkisins. Nú starfar hann
sem jafnréttisráðgjafi innflytj-
enda hjá Kaupmannahafnar-
borg. Hann hefur tekið virkan
þátt í þjóðfélagsumræðunni í
Danmörku og skrifað talsvert
um íslam, Miðausturlönd og mál-
efni innflytjenda.
Pólitískan
vilja og hug-
rekki skortir