Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 20
ERLENT
20 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
RANGAR staðhæfingar fyrir Íraks-
stríðið um vopnaeign Íraka, vaxandi
mannfall meðal bandarískra her-
manna og nú myndirnar af nið-
urlægjandi meðferð á íröskum föng-
um gætu orðið til þess að
Bandaríkjamenn snerust gegn stríð-
inu – og „stríðsforsetanum“ eins og
George W. Bush hefur kallað sig.
Sérfræðingar í bandarískum
stjórnmálum segja að Bush kunni að
verða að fyrrverandi forseta EF
ekkert lát verður á slæmu fréttunum
og EF John Kerry, forsetaefni
demókrata, tekst að sannfæra kjós-
endur um að óhætt sé að treysta
honum fyrir forsetaembættinu. Þeir
leggja áherslu á að óvissa er um
hvort tveggja.
Stuðningurinn við Bush og stríðið
í Írak hefur aldrei verið jafnlítill og
nú, eftir að dagblöð og sjónvarps-
stöðvar tóku að birta myndirnar af
yfirgengilegu framferði bandarískra
fangavarða í Írak. Framvindan í
Írak hefur valdið flestum kjósend-
anna vonbrigðum og þeir eru nú í
fyrsta skipti klofnir í jafnstórar fylk-
ingar í afstöðunni til þess hvort
Bush eða Kerry myndi standa sig
betur í málefnum Íraks. Allt er þetta
ills viti fyrir forsetann.
Gallup-könnun fyrir USA Today
og CNN bendir hins vegar til þess
að fylgi Bush og Kerrys sé nú hníf-
jafnt og að mikilvægir kjós-
endahópar hafi ekki ákveðið að
hafna Bush þrátt fyrir efasemd-
irnar. Forsetinn er enn með meira
en 10 prósentustiga forskot þegar
kjósendurnir eru spurðir hvort hann
eða Kerry myndi standa sig betur í
baráttunni gegn hryðjuverka-
starfsemi.
Hefur ekki fært sér
vandræði Bush í nyt
Sérfræðingar í bandarískum
stjórnmálum telja einkum þrennt
skýra hvers vegna Bush er ekki í
meiri vandræðum:
Kerry er mistækur frambjóð-
andi og honum hefur ekki tekist að
færa sér í nyt þá ágjöf sem forsetinn
hefur fengið. Það litla sem kjósend-
urnir vita um forsetaefni demókrata
er neikvætt vegna umfangsmikillar
auglýsingaherferðar Bush.
Á hættulegum tímum eru kjós-
endur varir um sig og tregir til
breytinga. Kerry, sem var sæmdur
heiðursmerki fyrir framgöngu sína í
Víetnamstríðinu, er rétt að byrja að
kynna sig fyrir kjósendunum og út-
lista stefnu sína í baráttunni gegn
hryðjuverkastarfsemi.
Þjóðin er klofin, 45% styðja
Bush og jafnmargir Kerry. Líklegt
þykir að óákveðnir kjósendur geri
ekki upp hug sinn fyrr en líða fer að
kosningum, þegar þeir vita meira
um Kerry, horfurnar í efnahags-
málum og framvinduna í Írak.
„Þeir þurfa að melta þetta með
sér næstu mánuðina. Kjósendurnir
segja: við höfum efasemdir um for-
setann en við efumst líka um John
Kerry,“ sagði Doug Schoen, sem
annast skoðanakannanir fyrir demó-
krata.
Fylgi Bush minnkar í hvert skipti
sem Bandaríkjaher verður fyrir
miklu áfalli í Írak. Ekkert hefur þó
breytt megineinkenni kosningabar-
áttunnar: hún er hnífjöfn.
Djúpstæður klofningur
„Menn geta rétt ímyndað sér
hversu mikið af upplýsingum þarf til
að repúblikanar snúist gegn Bush,“
sagði Bill McInturff, sem annast
skoðanakannanir fyrir repúblikana.
„En jafnvel þótt Osama bin Laden
verði handtekinn, sem myndi vissu-
lega snarauka fylgi Bush í næstu
könnunum, er alls ekki víst að demó-
kratar snúist á sveif með honum.
Það er erfitt að ímynda sér miklar
breytingar á kosningabaráttunni
þegar klofningurinn er svona mikill
og djúpstæður.“
Í Gallup-könnun USA Today og
CNN sögðust 46% aðspurðra vera
ánægð með frammistöðu Bush en
McInturff telur að þetta hlutfall
hækki aftur „í 52% um leið og þessu
hræðilega fangamáli lýkur“. Hann
telur að ef deilurnar um Írak sjatna
kunni kjósendurnir að veita því at-
hygli að horfur séu á að störfunum í
Bandaríkjunum fjölgi um nær
900.000 á árinu.
Skoðanakönnunin bendir til þess
að 54% kjósendanna telji að það hafi
ekki verið þess virði að hefja stríðið í
Írak og 44% séu nú þeirrar skoðunar
að það hafi verið mistök að senda
bandaríska hermenn þangað.
Kerry tengi Írak baráttunni
gegn hryðjuverkum
Yfirgnæfandi meirihluti að-
spurðra kvaðst hafa áhyggjur af
fangamálinu í Írak en telja að það
hafi ekki verið algengt að íraskir
fangar hafi sætt misþyrmingum og
niðurlægjandi meðferð.
Þegar spurt var hverjum fanga-
málið væri „að miklu leyti að kenna“
nefndu aðeins 22% aðspurðra Bush
og 26% Donald Rumsfeld varn-
armálaráðherra. Miklu fleiri nefndu
herforingjana sem stjórnuðu fanga-
vörðunum (60%) og fangaverðina
sjálfa (65%).
Fréttaskýrendur segja þó að
fangamálið hafi haft mikil áhrif á
bandarískan almenning sem hafi
fengið það á tilfinninguna að allt sé
að fara í handaskolum í Írak. Kerry
sé því í góðri aðstöðu til að ná for-
skoti á forsetann í skoðanakönn-
unum á næstu vikum, að sögn Los
Angeles Times.
Demókratinn Joe Lockhart,
blaðafulltrúi Hvíta hússins í forseta-
tíð Bills Clintons, sagði að Kerry
ætti að tengja Írak baráttunni gegn
hryðjuverkastarfsemi í heiminum.
Demókratar hafa lengi hafnað þeirri
tengingu en Lockhart segir að hún
sé nú þeim í hag þar sem allt hafi
farið í handaskolum hjá stjórn Bush
í Íraksmálunum.
„Kerry er ekki besti frambjóðand-
inn sem fyrirfinnst en ég tel ekki að
fólk líti á hann og segi: hann skýtur
mér skelk í bringu og hefur ekki það
sem þarf,“ sagði Lockhart. „Ef þetta
er rétt snúast kosningarnar ein-
göngu um frammistöðu Bush og hún
mun ráða úrslitum – ásamt því sem
gerist í landinu.“
Lockhart sagði að núna benti flest
til þess að Bush næði ekki endur-
kjöri. „En margt getur gerst fyrir
kosningarnar.“
Tekst Kerry að
færa sér Íraks-
málin í nyt?
Framganga Bush Bandaríkjaforseta í stríð-
inu gegn hryðjuverkastarfsemi var áður
álitin stærsta tromp hans fyrir kosning-
arnar í nóvember en Írak er nú orðið að
Akkilesarhæl sem gæti orðið honum að falli.
Reuters
George W. Bush Bandaríkjaforseti.John Kerry, forsetaefni demókrata.
Washington. AP, Los Angeles Times.
’Kjósendurnir segja:við höfum efasemdir um
forsetann en við efumst
líka um John Kerry.‘
REYKINGAR verða bannaðar á
sænskum krám frá og með 1. júní á
næsta ári. Frumvarp þessa efnis var
samþykkt á sænska þinginu með 245
atkvæðum gegn 45 á miðvikudag.
Bannið nær einnig til veitinga-
húsa en gestum þeirra verður þó
heimilt að reykja þar í sérstökum
herbergjum þar sem veitingar verða
bannaðar, að sögn sænska blaðsins
Aftonbladet.
Sænskir hótel- og veitingahúsa-
eigendur höfðu mótmælt banninu en
ríkisstjórnin sagði að það snerist
ekki síst um hollustuhætti á vinnu-
stöðum og hættuna sem starfsmönn-
unum stafaði af óbeinum reyking-
um.
Sænskar
krár reyk-
lausar
FANGAR sem látnir voru lausir úr
Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad í
gær sögðu ófagrar sögur af vistinni.
Hefðu hendur þeirra verið festar við
veggi og þeir látnir hanga þannig
klukkustundum saman og glottandi
bandarískir verðir hefðu niðurlægt
þá.
Einn fanginn greindi frá því að
tveir bandarískir hermenn hefðu
haft kynmök fyrir framan sig í
sjúkrahússálmu fangelsisins og
annar sagðist hafa séð víra tengda
við tungu og kynfæri frænda síns
sem einnig var fangi.
Um 315 fangar voru látnir lausir
úr fangelsinu í gær, en í fyrradag
heimsótti Donald Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, Abu
Ghraib. Voru fangarnir fluttir í rút-
um til ýmissa staða í Írak, en sumir
látnir lausir í úthverfum Bagdad.
Einn fanganna, Abu Mustafa, 24
ára, ræddi við fréttamenn eftir að
hann var látinn laus, og sagði
bandaríska hermenn hafa handtekið
sig fyrir tíu mánuðum og sakað sig
um að vera forsprakki hryðjuverka-
samtaka. „Þeir höfðu mig í einangr-
un í sex daga. Þeir festu hendurnar
á mér við vegg og létu mig hanga
þannig í fimm klukkustundir. Einn
daginn, þegar ég var á sjúkradeild-
inni, kom til mín hermaður og
spurði hvort ég væri múslími. Svo
hafði hann kynmök við annan her-
mann, konu, fyrir framan mig.“
Mohammed Zadian, 45 ára,
kvaðst hafa verið í haldi í fjóra mán-
uði og hefði einnig verið látinn
hanga á höndunum klukkustundum
saman og krafinn um játningu á að
hafa ráðist á bandaríska hermenn.
„Þeir létu mig hafa kassa með mat
og létu mig ganga um með hann í
marga klukkutíma og ég mátti ekki
leggja hann frá mér.“
Mohammed Khazal Al-Moussawi,
31 árs, sem var í haldi í átta mánuði,
sagðist hafa verið 117 kíló þegar
hann var settur inn, en nú væri hann
rúmlega 30 kílóum léttari. „Einn
hermaðurinn sagði við fangana að
mætti hann ráða yrðu allir Írakar
drepnir.“
Hæddust að ættarhöfðingjum
Annar fangi, Muthani Mahmoud
Salim, 25 ára Bagdadbúi, sagði að
Bandaríkjamennirnir hefðu sér-
staklega beint spjótum sínum að
ættarhöfðingjum sem verið hefðu í
haldi. „Þeir klæddu þá í kvenföt og
leiddu þá um fangelsið og hermenn-
irnir hlógu að þeim.“
Mark Kimmitt hershöfðingi og
næstæðsti maður bandaríska her-
aflans í Írak sagði að 315 fangar
hefðu verið látnir lausir í gær, og
eftir viku yrði öðrum hópi sleppt.
Hefur hersetuliðið ákveðið að
sleppa föngum í því augnamiði að
fækka um helming þeim sem eru í
haldi í Abu Ghraib, eða í tæplega tvö
þúsund manns.
Látnir hanga á höndunum
klukkustundum saman
Reuters
Tveir fanganna sem látnir voru lausir í gær faðma ættingja sinn (í miðið) er þeir komu til borgarinnar Baquba.
Íraskir fangar sem látnir voru lausir í gær hafa ófagrar sögur að segja
Abu Ghraib. AFP.
’Einn hermaðurinnsagði við fangana að
mætti hann ráða yrðu
allir Írakar drepnir.‘
MAXINE Carr, 27 ára breskri konu
sem dæmd var í fangelsi í tengslum
við morð á tveimur 10 ára gömlum
stúlkum árið 2002, var sleppt úr
haldi í gær.
Í fyrradag fengu lögmenn hennar
sett lögbann á að fjölmiðlar birtu
hvers konar upplýsingar um Carr
eftir að hún hefur fengið frelsið, þar
á meðal hvort hún skipti um nafn,
gengist undir læknismeðferð og
einnig var lagt bann við að teknar
væru af henni myndir og birtar.
Carr var sambýliskona Ians
Huntleys. Hann var í fyrra fundinn
sekur um að hafa myrt stúlkurnar
tvær. Carr var hins vegar dæmd í 3½
árs fangelsi fyrir að hindra fram-
gang réttvísinnar með því að segja
lögreglu ósatt.
Carr
látin laus
Lundúnum. AFP.
♦♦♦