Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 48

Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingibjörg Svein-björnsdóttir, Inga á Eyri eins og hún var oftast köll- uð, var fædd á Vest- dalseyri í Seyðisfirði 10. nóvember 1917. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Siglufirði 7. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Oddfríður Ottadóttir húsmóðir og verka- kona, f. 27. júlí 1882 á Kúludalsá í Innri- Akraneshreppi, d. 30. september 1961, og Sveinbjörn Árni Ingimundarson sjó- og verka- maður, f. 26. desember 1878 á Tungubakka í A-Húnavatnssýslu, d. 4. ágúst 1956. Systkini Ingi- bjargar eru: Hallfríður Jóna Lindhart, hálfsystir, f. 8. desem- ber, bjó í Danmörku, látin; Svava, f. 25. október 1908, d. 15. desem- ber 1983, var búsett á Seyðisfirði; Sveinn Jóhann, f. 22. september 1910, drukknaði við heyflutninga í Seyðisfirði 23. september 1930; Guðrún Ásta, f. 31. október 1911, d. 9. júní 2002, var búsett á Seyð- isfirði; Ingi Vilberg, f. 29. apríl 1913, d. 12. júlí sama ár. Daníel f. 15. júlí 1914, d. 5. október sama ár; Ingvi Hrafn, f. 1. júlí 1915, drukkn- aði með bræðrum sínum 23. sept- 18. nóvember 1953, kvæntur Álf- heiði Heiðar Sigurjónsdóttur, f. 1952, börn þeirra eru Ólafur Smári, f. 1970, Jón Ingi, f. 1974, Ægir Kristinn, f. 1979. 5) Oddfríð- ur, f. 27. júlí 1955, gift Sigfúsi Tómassyni, f. 1950, börn þeirra eru Sigríður Gréta, f. 1978, Aðal- heiður, f. 1984, og Herbert Ingi, f. 1990. Langömmubörnin eru 17 talsins. Ingibjörg ólst upp á Vestdals- eyrinni, og fluttist með fjölskyld- unni inn í kaupstaðinn skömmu eftir að bræður hennar drukkn- uðu. Er hún var nokkurra ára var hún smátíma í fóstri hjá þeim hjón- um Láru Bjarnadóttur frá Hvann- eyri í Siglufirði og Gísla Lárus- syni, en fór svo aftur til foreldra sinna. Ung að árum fór hún til Reykja- víkur og starfaði þar á Hótel Heklu og einnig aðstoðaði hún móðursystur sína Pálínu Ottadótt- ur við verslun þá er hún rak á Baldursgötu 36 í Reykjavík og eins við heimilisstörf. Fyrir sunnan kynntist hún eig- inmanni sínum og fluttust þau til Siglufjarðar, festu þar kaup á hús- eigninni við Hvanneyrarbraut 28b og bjuggu þar allan sinn búskap. Ingibjörg vann við ýmis störf með húsmóðurstarfinu, við síldar- söltun og fiskvinnslu. Ingibjörg tók virkan þátt í félagslífi á Siglu- firði. Hún var félagi í Slysavarna- félaginu Vörn á Siglufirði og var kjörin heiðursfélagi 1992. Útför Ingibjargar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ember 1930, Ingi- mundur, f. 4. nóvem- ber 1916, drukknaði með bræðrum sínum 23. september 1930; Otti Vilbergur, f. 20. júlí 1920, búsettur á Seyðisfirði. Ingibjörg eignaðist soninn Ingva Jóhann Svavarsson, f. 26. jan- úar 1934, kvæntur Huldu Halldóru Gunn- þórsdóttur, f. 1935, börn þeirra eru Katr- ín Dagmar, f. 1958, Oddfríður Lára, f. 1961, Hjördís Hrund, f. 1965, Gunnþór Björn, f. 1968. Hinn 6. desember 1942 kvæntist Ingibjörg Jóni Sigurðssyni frá Eyri á Siglufirði, f. 17. júní 1914, d. 12. janúar 1982. Ingibjörg og Jón eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Sigurður, f. 17. ágúst 1946, kvænt- ur Sigrúnu Ólafsdóttur, f. 1942, og á hann eina fósturdóttur, Ólöfu Ingimundardóttur, f. 1964. 2) Sveinbjörn, f. 14. maí 1948, kvænt- ur Björgu Hjartardóttur, börn þeirra eru Ingibjörg, f. 1971, Jón Hjörtur, f. 1972, og Unnþór, f. 1974. 3) Skúli, f. 11. janúar 1951, kvæntur Þórunni Kristinsdóttur, f. 1960, börn þeirra eru Bára Krist- ín, f. 1980, Sigurður Davíð, f. 1990, og Eyrún Sif, f. 1991. 4) Sævar, f. Elsku amma. Það kemur svo margt upp í hugann þegar við eigum að skrifa um þig. Elsku amma, þú varst í alla staði svo frábær, alltaf svo hress, skemmtileg. Þér fannst svo gaman þegar við systurnar kom- um í heimsókn til þín og okkur leidd- ist aldrei hjá þér. Þú sparaðir ekkert og dekraðir við okkur alveg upp fyrir haus. Eins og hún mamma sagði allt- af, að Sirra kæmi hálf vaggandi heim eftir að hafa fengið vel að borða hjá ömmu sinni. Eitt það minnisstæðasta úr heim- sóknum okkar til þín var að við feng- um alltaf að draga spil með númer- um á til þess að velja lottótölurnar á laugardögum og það fannst okkur al- veg svakalega spennandi. Alltaf þeg- ar við komum til þín þá beiðst þú allt- af fyrir utan húsið og tókst á móti okkur brosandi og veifandi. En svo varðst þú svo veik og búin að vera á spítala svo lengi og synd að Herbert fékk ekki að kynnast þér meðan þú varst hress. Þú sem varst alltaf svo hress og dugleg að þetta var ekki sanngjarnt. En þú hefur alla tíð verið dugleg og harkað allt af þér en núna varstu orðin þreytt og loks- ins fékkstu að hvíla þig. Eins sárt og þetta er þá erum við innst inni fegin að núna hefur þú loksins fengið þína hvíld. Við trúum því að þér líði mjög vel þar sem þú ert núna og afi hefur tekið fagnandi á móti þér. Sigríður Gréta, Aðalheiður og Herbert. Mig langar með þessum fátæklegu orðum að minnast móðursystur minnar Ingibjargar Sveinbjörns- dóttur, sem lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Siglufirði 7. maí s.l. Við frændfólkið hennar hér á Seyðisfirði minnumst hennar ætíð sem ,,Böggu frænku“. Þótt hún flyttist ung að ár- um úr heimahögunum hafði hún allt- af mikið samband við ættingjana og kom oft í heimsókn á æskuslóðirnar og eins var farið í heimsókn til henn- ar á Siglufjörð. Eftir að Bögga hitti eiginmann sinn, Jón Sigurðsson, sem var frá Siglufirði, fluttist hún þangað með honum. Hún var kraftmikil kona og mesti dugnaðarforkur og lá ekki á liði sínu, að hvaða starfi sem hún gekk, enda eftirsótt til vinnu og ótrúlega af- kastamikil. Þau hjónin eignuðust myndarleg- an barnahóp sem allur er hið mesta dugnaðarfólk. Það var oft í mörg horn að líta þegar eiginmaðurinn var á sjónum, nóg var að starfa með stórt heimili sem hún annaðist af mikilli natni og myndarskap. Það var ætíð mikill gestagangur á heimilinu, enda glaðværð og gestrisni í fyrirrúmi hjá þeim hjónum. Það var gott að koma á Hvanneyrarbraut 28 b til Ingu og Jóns á Eyri, eins og þau voru kölluð á Siglufirði. Þar var alltaf nóg pláss fyrir gesti og gangandi, því þótt ekki væri húsrýmið mikið var nóg af hjartarúmi. Það var mikið áfall þegar frænka mín veiktist fyrir 11 árum og þurfti aðstoðar annarra, hún sem ávallt var til taks að hjálpa öðrum ef á þurfti að halda. Nú hefur hún fengið líkn frá þrautum og stefnt á æðri leiðir. Ég bið börnum hennar og fjöl- skyldum blessunar Guðs og kveð kæra frænku mína með þakklæti og söknuði í huga, bið henni góðrar heimkomu á eilífðarströnd. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber. Drottinn elskar – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir. INGIBJÖRG SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA HELMA ÞORGRÍMSDÓTTIR (Elba), lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 8. maí. Jarðarförin fór fram í kyrrþey föstudaginn 14. maí að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild Landspítalans í Kópavogi og deild A-7 á Landspítalanum Fossvogi. Olga Ellen Einarsdóttir, Þorleifur Jóhannsson, Ólafur Einarsson, Kaarina Rossi Einarsson, Jóhanna Stefanía Einarsdóttir, Guðfinnur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Systir okkar og mágkona, STEFANÍA UNA PÉTURSDÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtu- daginn 6. maí. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánu- daginn 17. maí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Blindrafélagið. Bogi Pétursson, Margrét Magnúsdóttir, Jóna Vilborg Pétursdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Stefán Pétursson, Kristbjörg Magnúsdóttir, Jón Pétur Pétursson, Sigurlína Pétursdóttir, Eyvindur Pétursson, Halldór Pétursson, Bryndís Björnsdóttir, Ingi Kristján Pétursson, Þorsteinn Pétursson, Snjólaug Aðalsteinsdóttir. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar Systir okkar, INGIBJÖRG M. ÞÓRHALLSDÓTTIR, Garðsenda 12, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi fimmtudaginn 13. maí. Ólafur Þórhallsson, Eggert Þórhallsson, Jakob Þórhallsson, Stefán Þórhallsson, Björn Þórhallsson og aðrir vandamenn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERNÓDUS HALLDÓRSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur fimmtudaginn 13. maí. Erla Bernódusdóttir, Ágúst Sigurðsson, Halldór Bernódusson, Kristín Gissurardóttir, Guðmundur Bernódusson, Sigríður Halldóra Hannibalsdóttir, Halldóra H. Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar hjartkæra, SVEINBORG J. KRISTJÁNSDÓTTIR (Bogga), Hringbraut 50, Reykjavík, lést á elliheimilinu Grund miðvikudaginn 12. maí sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 24. maí kl. 13.30. Rafn Kristjánsson, Guðríður Gísladóttir, Ingibjörg Rafnsdóttir, Magnús Rafnsson, Arnlín Óladóttir, Sigríður Rafnsdóttir, Rafn Jónsson, Auður Rafnsdóttir, James Bett, Hjördís Rafnsdóttir og fjölskyldur. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.