Morgunblaðið - 15.05.2004, Síða 50

Morgunblaðið - 15.05.2004, Síða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigfinnur Karls-son fæddist í Neskaupstað 19. febrúar 1915. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað aðfaranótt 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vigdís Hjartardóttir, f. 24. júlí 1887, d. 28. febrúar 1972, og Karl Árnason, f. 13. október 1886, d. 22. júní 1922. Sigfinnur var elstur af fjórum systkinum. Hin eru: Drengur, tvíburi, f. andvana, Bára. tvíburi, f. 29. apríl 1919, d. 25. apríl 1979, maki Þorsteinn Guðjónsson, Kristín, f. 28. janúar 1921, d. 30. september 1997, maki Arnmundur Þorbjörnsson. Hálf- systir sammæðra Erna Pétursdótt- ir, f. 21. júlí 1928, lést í æsku af slysförum. Frá sjö ára aldri var Sigfinnur alinn upp á Skorrastað í Norð- fjarðarsveit. Fósturforeldrar hans voru Jón Bjarnason og Soffía Stef- ánsdóttir. Hinn 31. desember 1938 kvænt- ist Sigfinnur Valgerði Ólafsdóttur. Þau bjuggu alla tíð í Neskaupstað. Sigfinnur og Valgerður eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Jón Bald- vins, f. 10. september 1938, d. 3. ágúst 1961, kvæntur Láru Ólafs- dóttur, f. 30. apríl 1942, dóttir þeirra er Salgerður, f. 23. ágúst Norðfjarðar 1929, Alþýðuskólan- um á Eiðum 1933 og tók minna mótorvélstjórapróf í Neskaupstað 1942. Hann stundaði sjó sem há- seti/vélstjóri 1935–1942 og sem vélstjóri 1942–1947. Eftir að hann hætti sjómennsku var hann skrifstofumaður hjá ýms- um fyrirtækjum í Neskaupstað. Hann var starfsmaður Verkalýðs- félags Norðfirðinga af og til frá 1945 og samfellt frá 1972 til 1997 og lengst af formaður félagsins. Hann var gerður að fyrsta heið- ursfélaga Verkalýðsfélags Norð- firðinga ásamt eiginkonu sinni ár- ið 2000. Hann var framkvæmda- stjóri Sæsilfurs hf. 1966–1977. Framkvæmdastjóri Viggós hf. 1963–1978. Hann sat í niðurjöfn- unarnefnd/skattanefnd í nokkur ár og sat lengi í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar, bæði sem aðalmaður og fyrsti varamaður. Hann var for- maður Vélstjórafélagsins Gerpis 1942–1952, forseti Alþýðusam- bands Austurlands 1958–1988 og starfsmaður þar áfram til 1993. Hann sat í stjórn og framkvæmda- stjórn Verkamannasambands Ís- lands frá stofnun þess 1964 til 1990 og var fyrsti formaður fiskvinnslu- deildar þess. Hann sat í stjórn og framkvæmdastjórn Sjómannasam- bands Íslands í áratugi og í fram- kvæmdastjórn og framkvæmda- stjóri orlofsbúðanna á Einarsstöð- um á Völlum frá upphafi til 1998. Sigfinnur var einn af stofnendum Alþýðubandalagsins, Alþýðubank- ans og Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað þar sem hann var líka endurskoðandi í fjöldamörg ár. Útför Sigfinns fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1960, gift Ólafi Ás- mundssyni, f. 14. sept- ember 1957. Börn þeirra eru Lára Vig- dís, f. 1987, Guðjón Valur, f. 1987. 2) Viggó, f. 8. desember 1940, kvæntur Eddu Kristínu Clausen, f. 23. maí 1939, börn þeirra eru A) Sigfinn- ur Valur, f. 1. apríl 1967, kvæntur Þor- björgu Kristjánsdótt- ur, f. 14. október 1968, börn þeirra eru Val- gerður, f. 1993, Edda Sigríður, f. 1995, Kristján Viggó, f. 2003. B) Ólafur Þröstur, f. 4. októ- ber 1969, í sambúð með Sesselju Jónsdóttur, f. 27. mars 1974, dætur þeirra eru Freyja Mist, f. 1996, og Rakel Anna, f. 1999. C) Jóna Harpa, f. 15. október 1971, gift Þráni Haraldssyni, f. 6. ágúst 1971, börn þeirra eru Sigursveinn, f. 1994, Bára Kristín, f. 2000, Arna Rut, f. 2002. 3) Óla Helga, f. 25. september 1947, gift Sigurði Fannari Guðnasyni, f. 27. júní 1949, d. 21. ágúst 2001, börn þeirra eru: A) Vala Vigdís, f. 10. september 1968, d. 15. júlí 1987. B) Guðný Björg, f. 15. apríl 1976, í sambúð með Þorsteini Birki Sig- urðarsyni, f. 5. janúar 1975, sonur þeirra er Kormákur Daði, f. 1997. C) Sigfinnur Fannar, f. 5. október 1978. Sigfinnur lauk Barnaskóla Við hliðið stend ég eftir ein, ó, elsku pabbi minn. og tárin mín svo heit og hrein þau hníga á gangstíginn. Þessar ljóðlínur hafa oft komið upp í huga minn síðustu daga. Þó ekki standi ég ein þá hafa tárin mín runnið er ég hugsa um þig, elsku pabbi minn, og hjarta mitt segir nei og er ósátt þó að skynsem- in segi mér að þú hafir verið búinn að fá nóg og gott hafi verið að þú fékkst að sofna rólega út af. Það er bara svo sárt að missa það sem maður hefur alltaf átt og þú varst alltaf og verður alltaf stór partur af lífi mínu og ég hef alltaf hvað svo sem á gekk verið stolt af þér og það verð ég alltaf. Ég ætla að kveðja þig, pabbi minn, með hluta úr ljóði eftir Láru Sigríði Sigurðardóttur: Ó, pabbi minn. Þú fórst í fegri heima, frelsandi engill leysti jarðarbönd. Hugljúfa má ég minning þína geyma, Minningu þá fær engin slitið hönd. Dugmikill maður, drengur sannur varstu, Drottinn nú blessi þína hinstu för. Sjúkdómsins þraut með sönnu þreki barstu, sofnaðir rótt með friðarbros á vör. Alvaldi faðir, allra meina græðir, Í arma þína tak þú soninn þinn. Bænirnar góðar honum lyfta í hæðir, Hjartkærar þakkir, elsku pabbi minn. Ég þakka þér fyrir allt, pabbi minn. Guðný Björg og Sigfinnur biðja innilega að heilsa afa sínum og Kormákur langafa en þó sárt sé, geta þau ekki fylgt þér síðasta spöl- inn en biðja ásamt Steina fyrir ást- kærar kveðjur. Guð veri með þér, pabbi minn. Þín elskandi dóttir Óla Helga. Góður heimilisvinur og fóstbróðir, Sigfinnur Karlsson, er horfinn sjón- um. Alla tíð síðan ég skynjaði til- veruna hafa leiðir okkar Sigfinns legið saman. Afi minn hafði tekið hann í fóstur fárra ára gamlan og var skyldleiki nokkur með okkur. Heimilið var sameiginlegt hjá for- eldrum mínum og afa og „ömmu“ sem ég kallaði alltaf (hún var seinni kona afa). Það var tíu ára aldurs- munur á okkur Sigfinni og hann því kominn á unglingsár þegar ég var á stráksaldri. Strax á barnsaldri leit ég upp til þessa unga manns. Hann var góður og nærgætinn við okkur krakkana, vaskur til vinnu og ávallt hress og kátur. Mig langar í upphafi þessara fátæklegu minningarorða að segja frá litlu atviki sem varð til þess að Sigfinnur varð enn stærri í barnsaugum mínum. Það mun hafa verið seint að hausti, eða komið nokkuð fram á vetur, að tvær kindur frá næsta bæ höfðu orðið fastar í klettunum hér beint upp af bænum. Áður en tími vannst til að ná þeim kyngdi niður miklum snjó svo þær stóðu alveg í svelti. Leituðu nú eig- endurnir til Sigfinns að hann freist- aði þess að ná kindunum ásamt öðr- um frískum manni frá bænum Skálateigi. Sigfinnur var að sjálf- sögðu tilbúinn og héldu þeir félagar til fjalls. Allt gekk þetta að óskum og ærnar náðust sem næst óskadd- aðar. En grannt var fylgst með ferð- um þeirra héðan að heiman og margra augu mændu til fjallsins, enda var þetta hættuför, einkum vegna hættu á snjóflóði. Þetta atvik lýsir því vel sem var svo ríkt í Sig- finni, að leysa alltaf úr vanda ann- arra. Þeir eðliskostir hans, ásamt kjarki og áræði, skiluðu honum drjúgt á þeim vettvangi sem varð stór hluti af hans ævistarfi. Það voru verkalýðsmálin. Fljótlega eftir nám á Eiðum fór Sigfinnur að starfa út í Neskaupstað og kynntist þar sinni góðu konu, Valgerði Ólafsdóttur (Völu), sem var honum hinn besti lífsförunautur og lifir mann sinn. En þótt Sigfinnur hefði nú stofnað heimili í Neskaupstað, rofnuðu aldr- ei tengsl hans við sveitina og æsku- heimilið, og þess höfum við fengið að njóta sem þar höfum búið. Fyrir tæpum 40 árum lá ég um mánaðartíma á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað. Þá gaf þessi vinur minn sér tíma, þrátt fyrir annríki, að líta til mín því næst á hverjum degi til að stytta mér stundir. Sigfinnur hafði alla tíð yndi af skepnum og gat veitt sér það að eiga nokkrar kindur í húsi skammt frá heimili sínu í nokkur ár. Gjafmildi þeirra hjóna, Sigfinns og Völu, var einstök og naut ég og fjölskylda mín þess í ríkum mæli. Eitt ber þó hæst í minningunni, þegar hann færði 12 ára dreng á afmælisdaginn skautana sína, óslitna og gljáandi. Þeir voru mér dýrgripir. Allmörg seinustu ár var reynt að halda þeirri hefð að þau hjónin kæmu til okkar um jól og páska og þess utan er tækifæri gæf- ist, enda ávallt aufúsugestir. Eitt- hvað þótti vanta ef þessar heim- sóknir brugðust, enda verður þeirra sárt saknað. Og hugsað hafði hann til þess að þau færu í Skorrastað annan páskadag síðastliðinn. En því miður, heilsunni hrakaði svo það tókst ekki. Læt duga þessi fátæk- legu brotabrot af öllum minningun- um sem hrannast upp við fráfall Sig- finns og segi: Far þú í friði, kæri vinur, og friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við hjónin, börn okkar og fjölskyldur, sendum Völu, Viggó, Ólu og öðrum aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Sigfinns Karlssonar. Jón Bjarnason. Með Sigfinni Karlssyni er geng- inn sá Austfirðingur sem mestan svip setti á verkalýðsbaráttu Aust- firðinga alla síðustu öld. Hann stóð í fylkingarbrjósti verkalýðshreyfing- arinnar frá ungum aldri og fram yfir áttrætt. Fáir hafa átt jafn langan samfelldan og gifturíkan feril í fé- lagsmálum. Sigfinnur Karlsson skil- aði samfélaginu miklu. Hann var alla tíð, meðan heilsan leyfði, mjög vinnusamur maður. Sigfinnur tók ungur virkan þátt í starfi verkalýðshreyfingarinnar og skipaði sér í raðir þeirra róttæku manna sem harðast börðust fyrir bættum kjörum verkalýðsins og fé- lagslegum umbótum í landinu. Þar var honum skipað í forystusveit. Sigfinnur varð formaður Vélstjóra- félagsins Gerpis í Neskaupstað 1942 en það félag sameinaðist síðar Verkalýðsfélagi Norðfirðinga. Sig- finnur starfaði síðan óslitið að verkalýðsmálum til ársins 1997. Sigfinnur var í stjórn Alþýðusam- bands Austurlands frá því sam- bandið var stofnað í janúar 1943, en þá varð hann gjaldkeri sambands- ins. Forseti Alþýðusambands Aust- urlands var Sigfinnur frá árinu 1961 til ársins 1988. Sigfinnur var í stjórn Verkalýðs- félags Norðfirðinga frá 1943 til árs- ins 1967 og síðan aftur 1974 er hann varð formaður félagsins, sem hann var til ársins 1994. Árið 1974 varð Sigfinnur starfsmaður Alþýðusam- bands Austurlands og Verkalýðs- félags Norðfirðinga jafnframt for- mennsku. Þá sat Sigfinnur mörg ár í stjórn- um Sjómannasambands Íslands, Verkamannasambands Íslands og miðstjórn Alþýðusambands Íslands. Á þingum þessara samtaka vakti málflutningur Sigfinns jafnan mikla athygli og var áhrifamikill. Sigfinnur var í áratugi oddviti samninganefnda Austfirðinga í kjarasamningum heildarsamtaka verkamanna og sjómanna á lands- vísu. Í kjarasamningum verkalýðs- hreyfingarinnar reynir æði oft á þol- rifin í mönnum, einkum þegar vinnudeilur standa jafnframt yfir. Þá ræður glöggskyggni og þekking manna á öllum aðstæðum, ekki síst þekking á baráttuþreki félaganna, því hversu vel tekst til í kjarabarátt- unni. Þá glöggskyggni og þekkingu hafði Sigfinnur til að bera í ríkum mæli. Sigfinnur var mjög talnag- löggur maður og var hann fljótur að átta sig á þýðingu tölulegra upplýs- inga, sem mikið er um í kjarasamn- ingum. Innan verkalýðshreyfingarinnar hafði Sigfinnur oft sérstöðu hvað varðaði afstöðu til „stórra samflota“ við gerð kjarasamninga. Það átti einkum við um kjarasamninga í út- gerð og fiskvinnslu. Þá kom fyrir að hann leiddi sitt lið út úr heildar- samningunum þegar hann eygði möguleika á betri samningum heima fyrir. Þá var um að tefla ýmis sérmál vegna sérstakra atvinnuhátta og að- stæðna á Austfjörðum. Með því að semja beint við atvinnurekendur á Austurlandi náðust oft betri kjör en höfðust fram í stóru samflotunum. Sigfinnur hafði þá sérstöðu, meðal forystumanna verkalýðshreyfingar- innar að þekkja af eigin raun vel til atvinnureksturs á sviði útgerðar og fiskvinnslu vegna starfa sinna í slík- um atvinnurekstri. Hann starfaði nokkur ár á skrifstofu togaraútgerð- arinnar í Neskaupstað og kynntist þá rekstri og afkomu útgerðarinnar. Á síldarárunum var Sigfinnur framkvæmdastjóri einnar af stærstu síldarsöltunarstöðvum landsins, Sæsilfurs í Neskaupstað. Vegna þeirra starfa hafði Sigfinnur einnig mikil áhrif innan félags síld- arsaltenda á Austurlandi. Þau áhrif nýtti Sigfinnur til hagsbóta fyrir verkafólk með því að beita sér, inn- an þess félags, fyrir því að fallist yrði á sanngjarnar kjarakröfur verkalýðsfélaganna. Sigfinnur not- aði þannig þekkingu sína á málefn- um og afkomu síldarsaltenda til þess að knýja fram hærri söltunartaxta fyrir verkafólk. Og síldarsamning- arnir á Austurlandi höfðu einnig mikil áhrif á almenna kjarasamn- inga alls verkafólks í landinu. Það var erilsamt og krefjandi að vera formaður og starfsmaður verkalýðsfélags. Ekki síst þegar verkalýðsfélagið hafði ekki opna skrifstofu með föstum afgreiðslu- tíma. Félagarnir leituðu liðsinnis á öllum tímum, á frídögum, í matmáls- tímum og á kvöldin eftir vinnu. Þá naut sín vel lipurð og greiðasemi Sigfinns þegar aðstoða þurfti fé- lagana. Sigfinnur var að eðlisfari hjálpsamur maður og vildi hvers manns götu greiða þegar erfiðleikar steðjuðu að. Í stjórnmálum skipaði Sigfinnur sér í sveit vinstri manna. Hann var í Sósíalistaflokknum, síðan í Alþýðu- bandalaginu og síðast mun hann hafa stutt Vinstri græna. Hins vegar var Sigfinnur aldrei það sem kallað er flokksþræll. Hann gagnrýndi óspart þær aðgerðir eða aðgerða- leysi flokka sinna, sem honum mis- líkaði, sérstaklega ef það kom illa við kjör hans fólks. Í störfum sínum í félagsmálum, hver sem þau voru, var Sigfinnur ávallt að vinna fyrir sitt fólk, verka- menn og sjómenn. Og þegar hann sat í bæjarstjórn Neskaupstaðar leit hann á sig sem fulltrúa þess fólks þar, en hann var í nokkur kjörtíma- bil bæjarfulltrúi og varabæjar- fulltrúi í hinum lífseiga og fræga bæjarstjórnarmeirihluta „komm- anna“ í Neskaupstað. Undir forystu Sigfinns í Alþýðu- sambandi Austurlands var unnið mikið starf að sameiginlegum fé- lagsmálum verlalýðsfélaganna á Austurlandi. Engin leið er að telja allt það upp í stuttri grein. Ég veit að honum þótti sérstaklega vænt um að hafa átt þátt í að koma í fram- kvæmd sjúkra- og orlofssjóðum verkalýðsfélaganna og byggingu or- lofsheimila ASA á Einarsstöðum á Völlum. Bygging orlofsheimilanna var honum reyndar sérstakt áhuga- mál enda tókst sú framkvæmd vel að flestra dómi. Þegar samið var um stofnun al- mennu lífeyrissjóða verkalýðsfélag- anna í heildarkjarasamningum 1969 beitti Sigfinnur sér fyrir því að verkalýðsfélögin innan Alþýðusam- bands Austurlands stofnuðu sam- eiginlegan lífeyrissjóð sjómanna og verkamanna á félagssvæði sam- bandsins. Lífeyrissjóður Austur- lands var stofnaður 1970 og gegndi Sigfinnur þar forystuhlutverki og var hann stjórnarmaður lífeyris- sjóðsins 16 fyrstu árin. Í 19 ára, nær daglegu samstarfi okkar Sigfinns að verkalýðsmálum, bar að sjálfsögðu æði margt við eins og gengur á svo langri leið. Það kom sjaldan fyrir að við værum ekki sammála um málefni. En ef það kom fyrir urðum við aldrei ósáttir og vin- átta okkar var órofin alla tíð. Sigfinnur var lundgóður maður og því auðvelt að lynda við hann. En hann var fastur fyrir. Hann fylgdi sínum málum fast eftir. Hann var góður félagi og vinur. Sigfinnur er minnisstæður öllum sem honum kynntust. Sigfinnur var drjúgur laxveiði- maður stundað þann veiðiskap fram á síðustu ár. Fjölskyldur okkar fóru á hverju sumri í 16 ár saman í veiði- ferðir til Vopnafjarðar. Frá þeim ferðum eru allar minningar góðar. Ég og fjölskylda mín erum Sigfinni og hans fjölskyldu ævarandi þakklát fyrir þær mörgu ánægjustundir sem við áttum við Vesturdalsá. Börn mín minnast vináttu hans og umhyggju með þakklæti. Hann var þeim sann- ur vinur. Sigfinnur og Valgerður Ólafsdótt- ir kona hans giftu sig árið 1938. Þau eignuðust þrjú börn, þau Jón, Viggó og Ólu Helgu, en Jón lést ungur. Við Guðrún vottum Valgerði og allri fjölskyldu Sigfinns innilega samúð okkar og barna okkar við frá- fall þessa mæta manns. Árni Þormóðsson. Austfirsk verkalýðshreyfing kveður nú einn sinn helsta forystu- mann. Sigfinnur Karlsson hóf bein afskipti af verkalýðsmálum árið 1942 en þá var hann kjörinn formað- ur Vélstjórafélagsins Gerpis í Nes- kaupstað. Ferill hans innan hreyf- ingarinnar frá þeim tíma var bæði langur og farsæll. Hann var meðal annars forystumaður Verkalýðs- félags Norðfirðinga um langt skeið, forseti Alþýðusambands Austur- lands í ein 27 ár ásamt því að vera lengi stjórnarmaður í Verkamanna- sambandinu og Sjómannasamband- inu. Hvarvetna sem Sigfinnur kom við sögu á vettvangi verkalýðshreyf- ingarinnar valdist hann til forystu. Auk þess að vera kjörinn til að gegna margvíslegum trúnaðarstörf- um fyrir hin ýmsu verkalýðssamtök gegndi Sigfinnur launuðum störfum á þeirra vegum um langt skeið. Hann var fyrst ráðinn starfsmaður á skrifstofu Verkalýðsfélags Norð- firðinga árið 1946 og starfaði síðan fyrir félagið og Alþýðusamband Austurlands nær samfellt í meira en hálfa öld. Sigfinnur lét af starfi framkvæmdastjóra Alþýðusam- bands Austurlands í árslok 1996 en eftir það sinnti hann ýmsum störfum í tengslum við orlofshús sambands- ins. Án efa eru fáir Íslendingar sem helgað hafa verkalýðshreyfingunni lengur starfskrafta sína. Innan hreyfingarinnar naut Sig- finnur ótvíræðs trausts og mátu samstarfsmenn mikils reynslu hans og dugnað. Í samskiptum við at- vinnurekendur gat hann verið harð- ur í horn að taka en engu að síður tók hann ákveðið tillit til sjónarmiða þeirra. Það vakti athygli margra að atvinnurekendur báru virðingu fyrir Sigfinni og allri þeirri þekkingu sem hann bjó yfir. Þegar undirritaður hóf störf að verkalýðsmálum árið 1994 var geng- ið í skóla til Sigfinns Karlssonar. Sigfinnur tók vel á móti nýjum manni og kappkostaði að upplýsa og aðstoða eins og honum var frekast unnt. Það var í reynd eftirminnilegt að kynnast Sigfinni; baráttuhugur SIGFINNUR KARLSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.