Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 52
UMRÆÐAN 52 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur komið fram sú hug- mynd að velja eitthvert íslenskt blóm sem tákn fyrir landið okk- ar.Það minnir mig, og vonandi fleiri, á þá vá sem steðjar að blómaflór- unni okkar. Náttúrufræðistofnun birti í Morgunblaðinu fyrir nokkr- um árum grein undir fyrirsögninni: Válisti 1, plöntur. Þar er gerð grein fyrir rannsókn á þeirra vegum á ástandi blómplanta í landinu og það er vægast sagt ömurlegt. Fjöldi plantna sé bókstaflega horfinn úr beitarlandinu, 235 tegundir sem þurfi sérstakrar aðgæslu og að 10% séu í útrýmingar- hættu. Síðan var gefinn út fínn bæklingur með fjölda mynda. Hvað skyldi þessi rannsókn hafa kostað og hvað var síðan gert til að koma í veg fyrir áframhald- andi skaða? Nákvæmlega ekki neitt. Tóm sýndarmennska og fjáraustur. Hvaða gagn er að rannsóknum ef þeim er ekki fylgt eftir með aðgerð- um? Síðan eru liðin 8 ár og enn sígur á ógæfu- hliðina því enn ráfa skepnur um landið frá fjalli til fjöru og elta uppi blómplönturnar, „því þær eru bragð- bestar“, sagði mér gamall bóndi sem hætt- ur var búskap. Ég hef enn ekki rekist á grein frá náttúrufræðingum til varnar þessari vá eða tillögu um aðgerðir, en nýjar plöntur sem bætast í okkar mjög svo fátæku flóru eru litnar hornauga sem út- lendingar. Hvaða planta á þessu landi kom ekki frá öðrum löndum í gegnum ald- irnar. Ætlið þið að bíða aðgerðalaus eftir að þessar 235 plöntur sem eru í útrým- ingarhættu hverfi líka. Í guðs bæn- um, náttúrufræðingar og ráðamenn, takið til höndum og stöðvið þessa óheillaþróun með því að koma skepnum í girðingar í völdum beit- arlöndum og með því stöðva eyð- inguna á þeim helmingi gróðurhul- unnar sem eftir er á landinu okkar. Kom- andi kynslóðir munu spyrja sig hvort við höfum verið frávita að fara svona með landið sem okkur var trúað fyrir. Ráðamenn, vaknið af miðalda svefnmókinu og horf- ist í augu við skaðann sem búskapahættir okkar í dag eru bæði fyrir landið og rík- issjóð. Þetta er orðið eins og álög sem eng- inn þorir að stugga við og á meðan getur uppblásturinn á nátt- úrlega gróðrinum unnið sitt árvissa starf og þjóðarblómið er bitið og hverfur síðan smám saman úr vistlandinu eins og hin sem var út- rýmt og gleðja okkur ekki lengur. Við skulum velja brennisóleyna til öryggis, hún er falleg og hana vill engin skepna. Vísast hún verði ein eftir um næstu aldamót. Blómin okkar sem urðu beitinni að bráð Herdís Þorvaldsdóttir skrifar um umhverfismál ’Hvaða gagn erað rannsóknum ef þeim er ekki fylgt eftir með aðgerðum?‘ Herdís Þorvaldsdóttir Höfundur er leikkona. ÞEGAR Davíð Oddsson kynnti fjöl- miðlafrumvarp sitt á Alþingi sagði hann að ekki væri rétt að segja að við hefðum sofið á verðinum en kannski mætti segja að við hefðum vaknað upp við vondan draum. Davíð er ekki einn um að hafa vaknað upp við vondan draum. Sjálfur vakn- aði ég upp við vondan draum. Í honum var ég að lesa Moggann minn og þvert yfir for- síðuna var litmynd af Davíð Odds- syni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Þeir voru skellihlæjandi og héld- ust í hendur. Yfir myndinni stóð með feitu letri: „Sögulegar sætt- ir“. Í undirtexta var vísað í þá frétt í útvarpi deginum áður að Davíð Oddsson hygð- ist draga fjölmiðla- frumvarpið til baka. Í framhaldi af því hefðu hann og Jón Ásgeir orðið sáttir um að leggja allan fyrri ágreining til hliðar og taka þess í stað sam- an höndum um sam- eiginlegt áhugamál, sem væri að auka áhrif og styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins. Blaðið minnti á að Jón Ásgeir hefði á landsfundi verið ötull bar- áttumaður Davíðs þegar hann var kjörinn formaður Sjálfstæð- isflokksins. Í textanum sagði einnig að al- menn ánægja ríkti meðal flokks- manna um þessar sættir og flokksfólk byndi miklar vonir við samstarf þessara manna. Dyggur flokksmaður komst svo að orði við tíðindamann blaðsins: „Þegar for- maður Sjálfstæðisflokksins og Baugsveldið ná höndum saman er ekkert afl til á Íslandi sem fær varist þeim. Þeir munu ráða yfir öllum ljósvakafjölmiðlum og öllum dagblöðum í landinu og meðan það ástand varir mun Sjálfstæðisflokk- urinn ríkja.“ Annar flokksmaður sagði við blaðamann: „Ég vissi alltaf af Jón Ásgeir og líka Hreinn Loftsson myndu snúa heim, en ég hélt ég yrði að bíða þar til Geir tæki við flokknum, en ég er mjög glaður í dag.“ Þá sagði að Morg- unblaðið hefði reynt að ná sam- bandi við Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, en ekki tekist því hann hefði þá um nóttina verið lagður inn á sjúkra- hús. Getur eru leiddar að því að óvæntar fréttir af þessum sögu- legu sættum séu orsök veikinda formanns Samfylkingarinnar. Ekki tókst blaðinu heldur að ná sambandi við Steingrím Sigfússon, formann Vinstri grænna. Sagt er að hann hafi læst að sér á salerni sínu. Að lokum stóð í Mogganum að í útvarpsfréttum í gærkveldi hefði komið fram að framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefði skorað á Davíð Oddsson að hvika hvergi frá fjölmiðlafrumvarpi sínu. Hvað á svona draumur eiginlega að þýða, veit einhver um það? Jón Ásgeir, Hreinn, Davíð Birgir Dýrfjörð skrifar um fjölmiðlafrumvarpið ’Davíð er ekki einn umað hafa vaknað upp við vondan draum.‘ Birgir Dýrfjörð Höfundur er rafvirki. ÉG býst við að útgáfa DV þessa dagana geti talist með því aumasta sem um getur á vettvangi blaða- útgáfu í landinu fyrr og síðar. Rit- stjórarnir eru í krossferð. Hún beinist umfram annað að persónu eins manns, Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra landsins. Annar eins rógur og söguburður um ein- stakan mann hefur ekki svo ég muni birst í íslenskum fjölmiðli áð- ur. Sagðar eru sögur af misbeit- ingu valds og hótunum sem hann á að hafa haft í frammi við menn á báðar hendur. Sögur blaðsins byggjast yfirleitt á meintum frá- sögnum af einkasamtölum ráð- herrans við aðra menn. Er þá und- ir hælinn lagt, hvort viðmælandi ráðherrans er sagður vera hin beina heimild blaðsins eða aðrir, sem viðmælandinn á að hafa talað við. Nú síðast á ráðherrann að hafa hótað föður Hallgríms Helgasonar embættismissi vegna blaðagrein- ar, sem Hallgrímur skrifaði. Einn- ig á hann að hafa haft í hótunum við umboðsmann Alþingis í tveggja manna samtali í framhaldi af áliti um veitingu embættis hæstaréttardómara. Svo er birtur spuni á spuna ofan um heift og of- ríki. Hafi einhver maður efast um, að þeir aumu menn, sem ritstýra DV, gengju erinda eigenda blaðsins, þarf sá hinn sami ekki að efast lengur. Þessar ótrúlegu persónu- árásir eiga sér nefnilega stað á sama tíma og ráðherrann flytur frumvarp um fjölmiðla, sem eig- endurnir telja að skaði fjárhags- muni sína. Hvílík lágkúra! Rit- stjórarnir Illugi Jökulsson og Mikael Torfason eru báðir menn, sem fram til þessa hafa viljað gera sig gildandi sem spjallarar um þjóðfélagsmálin. Nú kemur í ljós að þetta eru bara ritsóðar af verstu gerð. Þeir forðast að beina þátt- töku sinni í þjóðfélagsumræðum að efni málanna en velja þess í stað persónuníð og meiðingar sem engu lagi líkjast. Þessum vesalingum er sýnilega ekkert heilagt. Þeir selja sig hæstbjóðanda. Með útgáfu DV hefur orðið saurblað fengið nýja merkingu í málinu. Lágkúra Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson Í SJÖFRÉTTUM Sjónvarpsins á fimmtudaginn sagði Halldór Ás- grímsson um málskots- rétt forseta að hann ætti ekki að nota þann rétt, frekar en Margrét Þórhildur drottning í Danmörku: „Hins veg- ar hefur það [vald for- seta til málskots] aldrei verið notað og ég held að Danadrottningu dytti það aldrei í hug, hún hefur samskonar vald samkvæmt dönsku stjórnarskránni og þannig höfum við litið á það í gegnum tíðina.“ Nú er ólíku saman að jafna, annarsvegar valdalausum arfakóngi á borð við Danadrottn- ingu, hinsvegar þjóð- kjörnum forseta Ís- lendinga. En hver maður sinn smekk. Verra er að utanrík- isráðherra og verðandi forsætisráð- herra skuli standa á gati um stjórn- skipan í helsta vinalandi okkar, ríki sem við eigum með lengri sameig- inlega sögu en nokkru öðru, einni allra helstu bandalagsþjóð okkar í pólitískum, menningarlegum og fé- lagslegum efnum. Kóngurinn í Kaupmannahöfn hef- ur nefnilega engan málskotsrétt. Þeim völdum var aflétt af honum um miðja öldina sem leið. Hinum arf- borna konunglega þjóðhöfðinga Dan- merkur er skylt að staðfesta öll lög danska þjóðþingsins, Folket- inget. Hinsvegar er það svo samkvæmt 42. grein dönsku stjórn- arskrárinnar, Grunn- laganna, að þriðjungur þjóðþingsins getur krafist þjóðaratkvæða- greiðslu. Sá réttur þingsins kemur í stað fyrri ákvæða stjórn- arskrárinnar um stöðv- unarrétt kóngsins. Og þá er bara eftir að biðja um það að um- ræddur ráðherra tali helst ekki í sjónvarpið um annað en það sem hann hefur vit á. Fáfróður utan- ríkisráðherra Mörður Árnason skrifar um málskotsrétt Mörður Árnason ’Kóngurinn íKaupmanna- höfn hefur nefnilega engan málskotsrétt.‘ Höfundur er alþingismaður. ÞAÐ þótti tíðindum sæta í fréttum Stöðvar 2 að forsetinn hefði óvænt komið til Íslands. Þriðjung forsetatíðar sinnar hef- ur hann dvalið í útlöndum að gæta öryggisventilshlutverks síns, sem reyndar er ekki til staðar. Aldrei þessu vant átti hann þarft og opinbert erindi til útlanda að samfagna dönsku þjóðinni fyrir hönd íslensku þjóð- arinnar á hátíðarstund. Alger- lega að tilefnislausu ákvað for- setinn að móðga dönsku krúnuna og okkar helstu vinaþjóð með því að hunsa hið konunglega brúð- kaup. Samkvæmt 13. gr. stjórnar- skrárinnar fer ráðherra með for- setavald. Utanríkisráðherra, sem fer með forsetavaldið þegar kem- ur að samskiptum við erlend ríki, hafði mælst til þess að forsetinn yrði viðstaddur brúðkaupið. Hvert var tilefnið? Í yfirlýs- ingu forsetans segir að vegna óvissu um hvenær lyki afgreiðslu mikilvægra mála á Alþingi, verði hann ekki viðstaddur viðburði í Kaupmannahöfn síðar þann dag. Hver er óvissan? Tæknilega séð er útilokað fyrir Alþingi að af- greiða það mikilvæga mál sem verið er að vísa til fyrr en löngu eftir að brúðkaupinu er lokið og forsetinn hefði verið kominn heim. Það sem kannski er sýnu al- varlegast, burt séð frá hvaða skoðun menn hafa á þessu bless- aða fjölmiðlafrumvarpi, sem allir eru búnir að fá sig fullsadda af, er að með þessu er forseti lýð- veldisins að blanda sér með bein- um hætti inn í störf löggjafar- samkundunnar. Hvort sem forsetinn kýs að staðfesta lögin með áritun sinni eða ekki og hver sem þýðing slíkra verkfalls- aðgerða er, þá er það algerlega út úr korti að forsetinn tjái sig með þessum hætti þegar löggjaf- inn er enn að störfum. Forsetinn hefur slegið þrjár flugur í einu höggi, móðgað okk- ar helstu vinaþjóð, farið gegn þeim sem fara með hið raunveru- lega forsetavald í utanríkismál- um og skipta sér af störfum lög- gjafans. Í 8. gr. stjórnarskráinnar segir að þegar forsetinn geti ekki lengur gegnt skyldum sínum skuli handhafar fara með for- setavaldið. Verulegur vafi virðist vera á því að Ólafur Ragnar geti farið með forsetavaldið. Sveinn Andri Sveinsson Hvers eiga Danir að gjalda? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Fréttasíminn 904 1100 Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.