Morgunblaðið - 15.05.2004, Page 54
UMRÆÐAN
54 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐ frumflutning á hinu
tveggja klukkutíma langa tónverki
Messías eftir Händel í London
fyrir um 250 árum var lókalkóng-
urinn kominn í svo
mikinn hlandspreng
þegar kom að Halle-
lúja kaflanum fræga
að hann varð að
standa upp til að
minnka þrýstinginn á
blöðrunni. Við það
stóðu allir tónleika-
gestir samstundis upp
og síðan þá hefur sá
siður haldist að tón-
leikagestir standi upp
þegar kemur að þess-
um kafla í tónverkinu
og setjist aftur að
honum loknum. Þessi
athöfn, að standa upp
á miðjum tónleikum
þegar Messías eftir
Händel er fluttur, er
nú orðin nokkurs
konar helgiathöfn
sem fólk trúir að eigi
sér rætur í texta
verksins eða upphafinni stemm-
ingu tónlistarinnar. Hinn nafnlausi
kóngur hefur að öðru leyti ekki
haft nein önnur áhrif á mannkyns-
söguna.
Mér datt þessi saga í hug þegar
ég var beðinn um að skrifa nokkur
orð til að minna á álfasölu SÁÁ
núna í maí. Fyrst fannst mér það
sniðugt og hélt að sagan myndi
vekja kátínu lesenda og jákvætt
viðmót gagnvart álfasölufólki en
svo fór ég velta fyrir mér hvort
þessi saga tengdist SÁÁ og álfa-
sölufólki í dag eða hvort ég væri
bara svona undarlega tengdur.
Samtök áhugafólks um áfengis-
og vímuefnavandann eru landsam-
tök sem vinna að áfengis og vímu-
efnavörnum um allt land og veita
öllum landsmönnum þjónustu.
Samtökin eru fjölmenn almanna-
samtök, grasrótarsamtök sem
voru stofnuð af vímuefnafíklum
sem höfðu fengið lækningu erlend-
is og vildu færa nýjar hugmyndir
um vandann og vímuefnameðferð
heim. Flestir þeir sem eru við
stjórnvöl samtakanna og margir
starfsmenn hafa kynnst vandanum
af eigin raun, annað hvort sem að-
standendur eða fíklar og engin
kemur að samtökunum nema sá
sem hefur mikinn áhuga á vanda-
málinu.
Í bráðum 27 ár hefur SÁÁ unn-
ið sitt verk hljóðlega og fagmann-
lega en frá upphafi
hefur SÁÁ litið svo á
að áfengis- og vímu-
efnafíkn sé sjúkdóm-
ur. Hlutverk samtak-
anna er að vinna að
því að í landinu sé
besta fáanlega með-
ferð fyrir vímuefna-
fíkla og aðstandendur
þeirra. Samtökin sam-
eina heilbrigðisþjón-
ustu og félagslega
endurhæfingu og að-
stoð. Hugmynda-
grundvöllurinn er
fyrst og fremst vís-
indalegar rannsóknir á
sviði heilbrigðisþjón-
ustu, sálarfræði og fé-
lagsvísinda.
Á þeim tíma sem
liðinn er frá stofnun
SÁÁ hafa ýmis op-
inber forvarnapróg-
römm, gæluverkefni og „sérhæfð-
ar meðferðir“ og pólitískar
auglýsinga- og markaðsherferðir
fæðst og lognast út af með tilheyr-
andi kostnaði og hverfandi ár-
angri. Verk SÁÁ heldur áfram
hvað sem líður öllu pólitísku uppi-
standi og spenningi, enda er vand-
inn síst minni núna en þegar sam-
tökin voru stofnuð. Mikilvægt er
að almenningur geri sér grein fyr-
ir hlutverki sínu gagnvart þessari
starfsemi og að mjög stór hluti af
þjónustu SÁÁ er rekinn fyrir
sjálfsaflafé samtakanna, án stuðn-
ings frá hinu opinbera og án
stuðnings frá sveitafélögum í land-
inu. Álfasalan gegnir þar lykilhlut-
verki og er í raun eins og heill
kafli í stóru tónverki. Álfasala
SÁÁ fer fram dagana 13. til 16.
maí. Nú er um að gera að standa
á fætur og sýna stuðning sinn í
verki. Menn geta haft hver sína
ástæðu til að gera það. Aðalatriðið
er þó að standa með sínu fólki.
Vinsamlegast takið vel á móti álfa-
sölufólki SÁÁ.
Er lífið tóm
vitleysa?
Arnþór Jónsson skrifar
um áfengismál
Arnþór Jónsson
’Í bráðum 27 árhefur SÁÁ unn-
ið sitt verk
hljóðlega og
fagmannlega.‘
Höfundur er varaformaður SÁÁ.
MORGUNBLAÐIÐ vill vera
vandaður og ábyggilegur fjölmiðill.
Morgunblaðið er óháð eigendum
sínum. Morgunblaðið er á móti
óheftu tjáningar- og atvinnufrelsi.
Morgunblaðið styður fjölmiðla-
frumvarp Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra. Morgunblaðið er að
því leyti sammála einum af eigend-
um sínum Birni Bjarnasyni dóms-
málaráðherra sem styður frum-
varpið. Morgunblaðið er í andstöðu
við stjórn Árvakurs, sem styður
bæði atvinnu- og tjáningarfrelsi og
gefur út Morgunblaðið.
Morgunblaðið hefur í umræðu
um fjölmiðlafrumvarpið skipað sér
í flokk með tveimur Magnúsum og
Markúsi Erni Antonssyni útvarps-
stjóra Ríkisútvarpsins. Emmin
fjögur vilja ekki atvinnu- eða tján-
ingarfrelsi, þótt öll eigi þau allt sitt
undir fyrirtækjum sem byggja til-
vist sína á óskertu atvinnu- og tján-
ingarfrelsi.
Annar Magnúsanna er Magnús
Hreggviðsson, 88% eigandi útgáfu-
félagsins Fróða hf. sem er mark-
aðsráðandi fyrirtæki á tímarita-
markaði. Fróði gefur út Séð og
heyrt, Bleikt og blátt, Vikuna,
Mannlíf, Hús og híbýli, Nýtt líf og
Gestgjafann.
Hinn Magnúsinn er Magnús
Ragnarsson leikari og núverandi
framkvæmdastjóri Skjás eins.
Skjár einn er einkarekin sjónvarps-
stöð sem byggir afkomu sína á
tekjum af auglýsingum og kostun.
Magnús Ragnarsson fer mikinn í
fjölmiðlum þessa dagana og heldur
því fram að fyrirtæki hans muni
ekki lifa nema næstu átján mánuði,
þar sem Norðurljós þjarmi að
rekstri Skjás eins með öllum til-
tækum ráðum sbr. frétt í Morgun-
blaðinu á síðu 11, föstudaginn 14.
maí. Frétt Morgunblaðsins hefur
að geyma efnislega það sama og
Magnús Ragnarsson sagði á Morg-
unvakt Ríkisútvarpsins þann sama
dag og fyrir menntamálanefnd Al-
þingis þriðjudaginn 11. maí.
Það vekur hins vegar athygli að
Morgunblaðið hafði ekki samband
við Norðurljós til að fá upplýsingar
um hvort það væri rétt að Norður-
ljós keyrðu upp innkaupsverð á
dagskrárefni, svo notuð sé millifyr-
irsögn blaðsins sjálfs. Þessi vinnu-
brögð Morgunblaðsins eru á skjön
við góða siði blaðamanna. Blaða-
maður Morgunblaðsins spyr
Magnús Ragnarsson ekki um kaup-
verð Skjás eins á sýningarétti frá
ensku úrvalsdeildinni. Skjár einn
átti hæsta boð frá Íslandi í sýninga-
réttinn 11. mars sl. Bauð Skjár einn
í það minnsta liðlega 100 milljónir
fyrir réttinn á ári næstu þrjú ár eða
samtals um 300 milljónir. Þetta er
nærri tvöföldun á því verði sem Ís-
lenska útvarpsfélagið greiddi fyrir
Ensku úrvalsdeildina þrjú síðustu
tímabil og miklu hærra en Íslenska
útvarpsfélagið taldi sér fært að
bjóða fyrir næstu þrjú ár.
Eftir að ljóst varð að Skjár einn
hafði keypt sýningarétt að ensku
úrvalsdeildinni til næstu þriggja
ára hefur Íslenska útvarpsfélagið
aukið fé til kaupa á öðru dagskrár-
efni. Við þau kaup hefur félagið
ítrekað lent í verðstríði við Skjá
einn við kaup á erlendu dagskrár-
efni. Íslenska útvarpsfélagið hefur í
nokkrum tilvikum haft betur, eins
og gerist og gengur.
Þegar enski boltinn hverfur af
Stöð 2 og Sýn frá og með 1. ágúst
nk. þarf að kaupa inn nýtt efni fyrir
þessar stöðvar til að fylla í þær eyð-
ur sem enski boltinn skilur eftir sig.
Það dagskrárefni sem keypt verður
getur verið efni sem Skjár einn hef-
ur áhuga á og til að ná því getur
Skjár einn þurft að greiða hærra
verð en nú er greitt eins og dæmið
með enska boltann sannaði. Þetta
kallast samkeppni.
Eins og þetta dæmi sannar hafa
Norðurljós því ekki keyrt upp verð
á erlendu dagskrárefni. Hækkunin
er afleiðing samkeppni sem er góð
fyrir seljendur. Magnús Ragnars-
son keyrði upp verð á dagskrárefni
einn og óstuddur þegar hann tók
við Skjá einum og hækkaði boð
Skjás eins í enska boltann úr 60
milljónum króna á ári í að minnsta
kosti 100 milljónir króna á ári. Boð
Skjás eins var hrauslegt og gott og
sýnir að Skjár einn hefur sterka
bakhjarla og getur veitt Norður-
ljósum verðuga samkeppni, eins og
félagið hefur gert frá því er það
fékk peningalega innspýtingu fyrir
um fjórum árum.
Samkeppni í atvinnulífinu er af
hinu góða. Barátta fyrir atvinnu- og
tjáningarfrelsi er ekki síður mik-
ilvæg. Án frelsis til orða og athafna
verður engin framþróun aðeins
myrkur miðalda.
Emmin fjögur styðja það mið-
aldamyrkur sem ríksstjórn Davíðs
Oddssonar vill nú innleiða á ís-
lenskum ljósvakamarkaði. Fram-
kvæmdastjóri Skjás eins vill ekki
samkeppni heldur ríkisforsjá á ljós-
vakanum.
Sigurður G. Guðjónsson
Mogginn, Magnúsarnir
tveir og Markús eru á móti
atvinnu- og tjáningarfrelsi
Höfundur er útvarpsstjóri Íslenska
útvarpsfélagsins og fram-
kvæmdastjóri Norðurljósa.
Úrslitin í enska boltanum
beint í símann þinn