Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 63
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 63
guðsþjónustu sunnudaginn 22.
ágúst kl. 11:00. þar munu ferming-
arbörnin taka þátt með lestri ritn-
ingartexta og bæna. Hópurinn mun
síðan hittast að meðaltali einu sinni
í mánuði fram að fermingu.
Í framhaldi af kvöldguðsþjónust-
unni næstkomandi sunnudagskvöld
verður stuttur kynningarfundur
fyrir fermingarbörn og foreldra
þeirra.
Fundur þessi er opinn fyrir öll
fermingarbörn næsta árs.
Nánari kynningu á ferming-
arstarfi næsta vetur er að finna á
forsíðu heimasíðu kirkjunnar
www.frikirkjan.is
Ómar Ragnarsson
í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði
Á MORGUN, sunnudaginn 16. maí,
verður kvöldvaka í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði og hefst hún kl. 20.
Eins og venjulega mun hljóm-
sveit kirkjunnar og kórinn leiða fal-
lega tónlist og söng sem að þessu
sinni tengist að sjálfsögðu vorinu
og hækkandi sól.
Sérstakur gestur kvöldvöku að
þessu sinni er Ómar Ragnarsson
fréttamaður og gleðigjafi sem
spjallar við kirkjugesti um ferð sína
til Afríku. Það verður án efa áhuga-
vert að heyra af upplifun Ómars og
hvetjum við alla til þess að gefa sér
stund og líta inn og eiga góða stund
í kirkjunni.
Að lokinni kvöldvöku verður svo
heitt á könnunni í safnaðarheim-
ilinu.
Fjölskylduguðsþjón-
usta í Selfosskirkju
STOPPLEIKHÓPURINN sýnir
barnaleikritið „Hans klaufi“ í fjöl-
skylduguðsþjónustu sunnudaginn
16. maí kl.11:00. Leikritið byggist á
hinu þekkta ævintýri H.C. And-
ersen. Leikritið fjallar um Hans
klaufa og bræður hans sem allir
fara að biðla til konungsdótt-
urinnar.
Bjartsýni Hans klaufa er ráðandi
í þessu ævintýri og það sýnir okkur
einnig að ef hugarfarið er ekki rétt
getur stórlæti og hroki leitt okkur á
villigötur.
Vonandi sjáum við sem flesta á
sunnudaginn. Það er tilvalið til
dæmis fyrir afa og ömmu eða pabba
og mömmu að koma með börnin til
guðsþjónustunnar og njóta einnig
sýningarinnar.
Vortónleikar í
Grafarvogskirkju
SUNNUDAGINN 16. maí kl. 17:00.
Sannkölluð vorstemning verður í
Grafarvogskirkju á morgun sunnu-
dag 16. maí kl.17:00 þá munu allir
kórar kirkjunnar ásamt einsöngv-
urum flytja vor- og sumartónlist.
Stjórnendur kóranna eru: Hörður
Bragason og Oddný Jóna Þor-
steinsdóttir.
Aðgangur er ókeypis, tekið verð-
ur á móti frjálsum framlögum í org-
elsjóð. Allir hjartanlega velkomnir.
Sumarlok í barna-
starfi Bústaðakirkju
SUNNUDAGINN 16. maí verður
lokasamvera í barnastarfi Bústaða-
kirkju og hefst hún kl. 11:00. Að
lokinni helgistund verður samvera
úti á kirkjuplaninu, þar sem farið
verður í leiki og grillað. Hljóm-
sveitin Aftur og nýbúnir mun leika
fyrir viðstadda. Gott er að muna að
klæða sig eftir veðri þar sem við
verðum úti við söng, leik og gaman.
Allir sem hafa tekið í þátt í starfinu
í vetur eru velkomnir og mega taka
með sér gesti.
Guðsþjónusta verður svo klukk-
an 14:00 með molasopa eftir messu.
Organisti er Guðmundur Sigurðs-
son og félagar úr Kór Bústaða-
kirkju syngja.
Kvöldmessa
í Grensáskirkju
SÍÐASTA kvöldmessan að sinni
verður í Grensáskirkju annað
kvöld, sunnudaginn 16. maí, kl. 20.
Kvöldmessur hafa verið mán-
aðarlega yfir vetrartímann und-
anfarin ár. Form þeirra er einfalt
og yfirbragðið hlýlegt og létt.
Sungið er við píanóundirleik org-
anistans, Árna Arinbjarnarsonar.
Töluðu máli er stillt í hóf en gott
svigrúm fyrir bæn. Altarisganga er
í messunni.
Að þessu sinni leikur Hlynur Sæ-
mundsson einleik á píanó en Hlynur
er einn af fermingardrengjum
vorsins í Grensáskirkju og píanó-
nemandi Björgvins Þ. Valdimars-
sonar.
Komum í kvöldmessuna og eig-
um saman ljúfa og uppbyggilega
stund í nærveru Drottins.
Kvennakirkjan í
Kópavogskirkju
KVENNAKIRKJAN heldur guðs-
þjónustu í Kópavogskirkju sunnu-
daginn 16. maí kl. 20.30. Yfirskrift
messunnar er: Volæðið og vissan
um vænu skrefin. Séra Auður Eir
Vilhjálmsdóttir prédikar og leiðir
helgistund um léttleika fyrirgefn-
ingarinnar á ljósum dögum vorsins.
Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng-
inn við undirleik Aðalheiðar Þor-
steinsdóttur. Á eftir verður messu-
kaffi.
Messur Kvennakirkjunnar eru
ölllum opnar. Í þeim er byggt á
kvennaguðfræði og þær eru með
öðru sniði en venjulegar messur.
Nærvera þeirra sem koma er mik-
ilvæg og áhersla lögð á þátttöku í
söng. Einnig er konum boðið að
setja bænir í bænakörfu sem eru
lesnar í bænastund með tónlistar-
ívafi.
Vortónleikar Barna-
og unglingakóra
Dómkirkjunnar
Á MORGUN sunnudaginn 16.maí
verða haldnir í Dómkikjunni vor-
tónleikar á vegum barnakóranna
sem þar starfa. Kóranir sem eru
tveir, með söngvara á aldrinum 7-
10 ára og 11-15 ára í hinum eldri,
munu syngja nokkuð af sínum
uppáhaldslögum. Þar má finna ís-
lensk þjóðlög, lög eftir Atla Heimi
Sveinsson ofl. Einnig mun eldri
kórinn flytja Messe breve no.4 í C-
dúr eftir Charles Gounod. Stjórn-
andi kóranna er Kristín Valsdóttir
og undirleikari er Marteinn H.
Friðriksson.
Tónleikarnir hefjast kl: 17 og all-
ir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Ágóði af tónleikunum, 500 kr. fyrir
fullorðna en frítt fyrir börn rennur
óskiptur í ferðasjóð söngveranna.
Seljakirkja
Furugrund 68 - Kópavogi
Opið hús frá kl. 13-16
Mjög falleg og vel skipulögð 83
fm 4ra herb. útsýnisíbúð á 6.
hæð, efstu, (íbúð 0603), í góðu
lyftuhúsi. Rúmgóð stofa, 3 her-
bergi, eldhús með ljósum viðar-
innréttingum og flísalagt bað-
herbergi. Stórar flísalagðar suð-
ursvalir. Sérstæði í bílageymslu
og sérgeymsla á jarðhæð.
Laus fljótlega. Verð 14,1 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 13-16.
Verið velkomin!
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Krókamýri 80b - Garðabæ
Opið hús frá kl. 13-15
Falleg 92 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi í nýlegu litlu fjölbýli.
Góð stofa með útgangi á hellulagða verönd, 2 herbergi, bæði með
skápum, eldhús með hvítum sprautulökkuðum innréttingum og baðher-
bergi. Parket og flísar á gólfum. Þvottaaðstaða og geymsla í íbúð auk
sameiginlegrar útigeymslu. Hús klætt að utan með Steni-klæðningu.
Stutt í skóla og leikskóla. Áhv. húsbr. 7,0 millj. Verð 15,5 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 13-15.
Verið velkomin!
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
NÝTAST VETRARFÖTIN
BETURÍ AFGANISTAN?
Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka við fatnaði á Lækjartorgi í
dag milli kl. 10 og 16.
Einnig er tekið við fatnaði í fataflokkunarstöð Rauða krossins að
Gjótuhrauni 7, Hafnarfirði í dag og á morgun milli 10 og 16.
Okkur vantar:
• á fullorðna: hlýjar yfirhafnir og flíspeysur.
• á börn: hlýjar yfirhafnir, peysur, galla,
húfur og vettlinga.
Rauði krossinn safnar hlýjum fatnaði um helgina.
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
0
5
/0
4
Íslandsmótið í
paratvímenningi
Þetta vinsæla mót verður spilað
helgina 15.–16. maí í Síðumúla 37.
Spilaður verður barómeter, fjöldi
spila fer eftir þátttöku.
Keppnisstjóri er Sigurbjörn Har-
aldsson. Núverandi Íslandsmeistar-
ar eru Anna Ívarsdóttir og Þorlákur
Jónsson.
Vegna fjölda áskorana hefur verið
ákveðið að hefja spilamennsku laug-
ardag kl. 10:00 svo áhugasamir geti
fylgst með Eurovision um kvöldið.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK spilaði tvímenn-
ing á 9 borðum fimmtudaginn 13.
maí. Miðlungur 168. Efst voru:
NS
Leifur Jóhanness. – Aðalbjörn Ben. 220
Heiður Gestsd. – Stefán Ólafss. 205
Sveinn Jensson – Jóna Kristinsd. 198
Guðmundur G. – Guðjón Ottoss. 196
AV
Jón Stefánsson – Dóra Friðleifsd. 234
Ari Þórðarson – Díana Kristjánsd. 180
Helga Helgad. – Þórhildur Mag. 175
Guðlaugur Árnas. – Jón Páll 169
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ mánud. 10. maí 2004.
Spilað var á 9 borðum. Meðalskor
216 stig.
Árangur N-S:
Magnús Halldórss. – Sigurður Pálsson 270
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 264
Bjarni Þórarinss. – Helgi Hallgrímss. 240
Árangur A-V:
Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðason 255
Magnús Oddsson – Ragnar Björnsson 244
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 241
Tvímenningskeppni spiluð fimm-
tud. 13. maí. Spilað var á 9 borðum.
Meðalskor 216 stig.
Magnús Oddsson – Ragnar Björnss. 273
Alda Hansen – Jón Lárusson 263
Eysteinn Einarss. – Kári Sigurjónss. 232
Árangur A-V:
Geir Guðmundss. – Ægir Ferdinandss. 284
Jóhann M. Guðm. – Hjálmar Gíslason 247
Júlíus Guðmundss. – Björn E. Péturss. 245
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Á yfirstandandi spilaári voru hald-
in 30 spilakvöld hjá félaginu og fjöldi
þátttakenda var 1.190, sem er hálfu
hundraði meiri þátttaka en á síðasta
spilaári. Fjöldi þeirra sem unnu sér
inn bronsstig var 171 og félagið
skráði út alls 7.471 bronsstig. Hér
fyrir neðan fylgir listi þeirra karl-
manna sem fengu flest bronsstig á
liðnum vetri:
Unnar Atli Guðmundsson 402
Hjálmar S. Pálsson 283
Guðjón Sigurjónsson 279
Sveinn Ragnarsson 276
Eftirtaldar konur fengu flest
bronsstig:
Guðrún Jörgensen 203
Jóna Magnúsdóttir 190
Anna Guðlaug Nielsen 155
Þóranna Pálsdóttir 143
Stjórn félagsins vill koma á fram-
færi þakklæti til spilara fyrir vetur-
inn og hlakkar til að sjá þá alla á
næsta spilaári.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík