Morgunblaðið - 15.05.2004, Síða 64

Morgunblaðið - 15.05.2004, Síða 64
64 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk Svínið mitt © DARGAUD ÞÚ ERT SVO ANDFÚLL AÐ ÞÚ LYKTAR EINS OG TÚNFISKUR ÞAKKA ÞÉR! OG ÞAÐ ER ÞÖKK SÉ KATTA- TÚNFISKSMINTUM! HVERNIG ÆTLI ÞAÐ VÆRI AÐ FÁ ÁSTARBRÉF FRÁ EINHVERRI SEM MAÐUR ER SKOTINN Í... HVERNIG ÆTLI ÞAÐ SÉ AÐ FÁ ALDREI ÞANNIG BRÉF... HVAÐ ERTU AÐ GERA HÉR? ÉG HEF HEYRT AÐ EF MAÐUR STENDUR NÓGU LENGI FYRIR FRAMAN PÓSTKASSA ÞÁ FÆR MAÐUR ÁSTARBRÉF... ÞAÐ ÞARF EINHVER AÐ BÚA TIL ÞESSAR GÖMLU SÖGUR, ER ÞAÐ EKKI? JÆJA KRAKKAR. ÞIÐ LOFUÐUÐ MÉR AÐ ÞIÐ FÆRUÐ SNEMMA AÐ SOFA JÁ MAMMA JÁ, JÁ ALLT Í LAGI ÉG ER FARIN. PABBI ÞINN KEMUR SEINT HEIM. SÚ SEM KEMUR AÐ PASSA YKKUR KEMUR EFTIR HÁLFTÍMA. VERIÐ GÓÐ VIÐ HANA FÆ ÉG EKKI KOSS? BLESS MAMMA GROIN! ÉG LÍKA! ÉG LÍKA! ÉG BIÐ AÐ HEILSA PABBA FJÓTUR GAUI, HRINGDU Í HINA! VIÐ HÖFUM SVO LÍTINN TÍMA OK! 30 MÍNÚTUM SÍÐAR... KRAKKAR HVAR ERUÐ ÞIÐ? ÞETTA ER GUNNA! HÉRNA Í STOFUNNI. KOMDU INN HÆ GUNNA!! HÚN STALDRAÐI EKKI LENGI ÞESSI ÞETTA GEKK MJÖG VEL EN KOSTAÐI MIKIÐ TYGGJÓ SAMKOMULAG ER SAMKOMULAG ÉG ÉG ÉG ÉG ÉG ÉG BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁGÚST H. Bjarnason vekur í bréfi til Morgunblaðsins 12. maí s.l. at- hygli á verkefninu ,,leitin að þjóð- arblóminu“ sem Landvernd hefur tekið að sér að hafa umsjón með. Tilgangur verkefnisins er að komast að því hvort til sé blóm hér á landi sem mætti kalla sæmdarheitinu ,,þjóðarblóm Íslands“. Jafnframt vilja aðstandendur verkefnisins nota tækifærið til að vekja athygli á mik- ilvægi gróðurs og gróðurverndar. Verkefnið er unnið að frumkvæði landbúnaðarráðuneytis í góðu sam- starfi við ráðuneyti menntamála, samgangna og umhverfis. Reynt er að nota einfaldar og skilvirkar að- ferðir við þessa könnun svo tilkostn- aður verði sem minnstur. Jafnframt hefur verið leitað samstarfs við kostunaraðila. Ágúst þarf því ekki að óttast að þetta verkefni verði mjög kostnaðarsamt. Ágúst bendir réttilega á að marg- ar plöntur bera ekki blóm og telur að rétt hefði verið að kalla eftir þjóð- arplöntu. Þegar verkefninu var ýtt úr vör beindist athyglin að plöntum sem bera blóm. Blómin eru það sem gerir plönturnar hvað mest áber- andi í umhverfinu og vekur aðdáun og gleði í mannheimum. Verið er að höfða til þjóðarvitundar um blóm en ekki sérfræðilegra skilgreininga á því hvað sé planta, – eða hvort hún sé einstök fyrir Ísland í sérfræðileg- um skilningi. Að sjálfsögðu verður málið þó einnig skoðað með það í huga og leitað álits sérfræðinga í því efni. Það er hugsanlega réttmæt ábending hjá Ágústi að ekki megi útiloka aðra möguleika en blóm. Fyrsta skrefið í leitinni að þjóð- arblóminu er að afla rökstuddra ábendinga um hugsanleg þjóðar- blóm. Nú þegar hafa borist margar vel rökstuddar ábendingar og m.a. um plöntur sem ekki bera blóm. Þessar ábendingar verða fljótlega teknar til skoðunar og í framhaldi er áformað að velja 10 hugmyndir um þjóðarblóm til að kynna sérstaklega í bæklingi sem gefinn verður út í sumar. Þeim sem vilja senda ábend- ingar er bent á netfangið landvernd- @landvernd.is eða póstfangið Rán- argata 18, 101 Reykjavík. Ábendingar þurfa að berast fyrir 22. maí n.k. Aðstandendur verkefnisins vona að landsmenn noti sumarið til að velta því fyrir sér hvaða planta sé heppileg og verðug sem þjóðarblóm, m.a. með hliðsjón af þeim hugmynd- um sem kynntar verða í bæklingn- um. Í lok sumars er ráðgert að boða til opinnar skoðanakönnunar í þeim tilgangi að fá upplýst hvort sam- hljómur sé meðal þjóðarinnar um að tilnefna tiltekna plöntu sem þjóðar- blóm. Ágúst bendir réttilega á að áhugavert geti verið að kanna hvort ástæða sé til að tilgreina einkenn- isplöntur fyrir tiltekna landshluta. Það er mér ánægja að upplýsa les- endur Morgunblaðsins og Ágúst um að í þessu verkefni felst einnig leit að hugmyndum um plöntur sem gætu haft táknræna merkingu fyrir tiltekna landshluta. Í þeim tilgangi hefur verið leitað samstarfs við grunnskóla landsins. Um og þetta og annað sem varðar ,,leitina að þjóðarblóminu“ má lesa á heimasíðu Landverndar, www.landvernd.is. TRYGGVI FELIXSON, framkvæmdastjóri Landverndar. Leitin að þjóðarblóminu Frá Tryggva Felixsyni: UM DAGINN þegar ég var eitthvað að stússast í Kringlunni slysaðist ég inn í tískuvöruverslun(ina Mótor). Þrátt fyrir þá staðreynd að þetta var meira í unglingastílnum sá ég sætan bol með fána Argentínu á og tók hann upp. Það kom mér óskaplega á óvart hversu lítill bolurinn var og velti því fyrir mér hvort þetta væri barnabolur, og sýndi ég því vinkonu minni hann. Afgreiðslustúlkan sem var eflaust á sama aldri og ég kom auga á mig og spurði mig hvort hún gæti aðstoðað. Ég spurði hana hvort þetta væri barnabolur og hún svar- aði mér að svo væri ekki og að þetta væri eina stærðin. Þá kom svipur á mig og ég setti niður bolinn og sagð- ist efast um að komast í hann. Því næst tók hún hann upp og bar hann við sig og sagði að „hann passar al- veg á mig“ og sagði mér að ég ætti að reyna að máta hann. Ég neitaði og gekk út úr búðinni. Svo fór ég að hugsa með mér hvað þetta var í raun alvarlegt ástand. Bæði það að með- alkona á greinilega að passa í barna- bol og að ef ég hefði verið 5 árum yngri hefði þetta haft veruleg sálræn áhrif á mig. Ég hugsaði til þeirra stúlkna sem færu í þessa búð af því að hún er í tísku og koma svo út úr henni með þá ímynd að þær séu ekki „eðlilegar“ því það er svo mikilvægt á þessum aldri. Þetta gerir mig enn reiðari því að svona ýtir undir vanlíð- an hjá ungum stúlkum og átröskun- arsjúkdóma. Mér finnst að slíkt ætti að vera bannað og að það ættu að vera ákveðnir staðlar um minnstu númerin og að bjóða aðeins upp á XS er ákaflega skaðlegt. TINNA HRUND BIRGISDÓTTIR, Sólvallagötu 56, 101 Rvk. Lítil númer, hættulegir staðlar Frá Tinnu Hrund Birgisdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.