Morgunblaðið - 15.05.2004, Page 68

Morgunblaðið - 15.05.2004, Page 68
ÍÞRÓTTIR 68 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ  ÓLAFUR Jóhannesson þjálfari FH-inga tekur út leikbann í leik FH gegn KR í opnunarleik Íslandsmóts- ins sem fram fer á KR-vellinum í dag en Ólafur var úrskurðaður í eins leiks bann á síðasta fundi aganefnd- ar KSÍ á síðasta ári vegna fjögurra gulra spjalda. Það kemur því í hlut Leifs Sigfinns Garðarssonar, að- stoðarþjálfara, að stjórna FH-liðinu í dag.  FRAMTÍÐ knattspyrnustjórans Harry Redknapp hjá enska úrvals- deildarliðinu Portsmouth er í óvissu en hann hefur sent stjórnarformanni liðsins Milan Mandaric kaldar kveðj- ur að undanförnu. Mandaric sem er Serbi hefur sagt að til greina komi að fá erlenda þjálfara til þess að vinna með Redknapp en Jim Smith hefur verið þjálfari liðsins í vetur.  REDKNAPP segir að ekki komi til greina að láta Smith víkja úr starfi sínu en Mandaric hefur svarað því með þeim hætti að það hafi upphaf- lega verið hugmynd Redknapp að láta Smith fara frá liðinu. Redknapp er ósáttur við orð Mandaric og hefur Redknapp hótað því að vera ekki á hliðarlínunni í síðasta leik liðsins gegn Middlesbrough í dag.  LOTHAR Mätthaus þjálfari ung- verska landsliðsins í knattspyrnu er sagður vera á leiðinni til tyrkneska félagsins Besiktas. Mätthaus hitti Yildirim Demiroren í Mílanó á Ítalíu á miðvikudaginn en hann er talinn líklegur til þess að verða næsti for- seti Besiktas. Mätthaus er 43 ára gamall og er samningsbundinn fram til ársins 2005 hjá ungverska knatt- spyrnusambandinu.  JUAN Sebastian Veron, landsliðs- maður Argentínu og leikmaður Chelsea, vill fara frá Lundúnaliðinu – aftur til Ítalíu, þá til Inter Mílanó. Chelsea keypti hann á 15 millj. punda frá Manchester United sl. sumar.  DION Dublin og Ronny Johnsen yfirgefa Aston Villa í sumar en þeim hefur verið tilkynnt að samningar þeirra við félagið verði ekki endur- nýjaðir. Dublin er 35 ára gamall og hefur verið í herbúðum Villa í fimm ár en Johnsen, sem er 34 ára gamall, gekk í raðir liðsins frá Manchester United fyrir tveimur árum.  ARSENE Wenger knattspyrnu- stjóri Arsenal hefur hvatt sína leik- menn til að halda fullri einbeitingu í leiknum gegn Leicester í dag og ljúka tímabilinu án ósigurs í úrvals- deildinni.  ROY Kenae leikur ekki með Man- chester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar Aston Villa mætir á Old Trafford. Keane hefur glímt við meiðsli og Alex Ferguson vill ekki taka neina áhættu fyrir bikarúrslita- leikinn við Millwall eftir viku og ákvað að gefa Keane frí. FÓLK ÉG vonast til þess að fá mig lausan frá Real Betis í sumar og geti þar með samið við annað lið á eigin forsendum,“ sagði íslenski landsliðs- maðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson í gær en hann er á lánssamning hjá Wolves sem leikur í ensku 1. deildinni á næstu leiktíð. „Forráðamenn Wolves eru hugsanlega að gera Real Betis tilboð um að kaupa mig en Spánverjarnir hafa ekki staðið við þá samn- inga sem ég gerði við liðið í upphafi. Þeir hafa ekki staðið í skilum með samning sem kallast „image“ samningur og er algengt að knatt- spyrnumenn geri. Frá þeim tíma hef ég ekki fengið krónu frá þeim, eða í tvö og hálft ár. Aston Villa og Wolves sem ég hef leikið með að undanförnu hafa staðið við allt sitt gagnvart Betis og ég tel að samningsstaða mín við spænska liðið sé ágæt þar sem þeir hafa ekki staðið við sam- komulag sem þeir gerðu við mig í upphafi,“ sagði Jóhannes Karl í gær. „Betis hefur ekki staðið við sitt“ LEIKMENN Arsenal geta skrifað nafn liðsins í sögubækurnar í dag er þeir leika gegn Leic- ester á Highbury. Ef þeir tapa ekki þá hafa þeir farið í gegnum úrvalsdeildina taplausir, sem er einstakt afrek – að leika 38 leiki án taps. Það eru 115 ár síðan Preston lék í efstu deild án taps, 1888–1889 – 22 leiki, 18 sig- urleiki og fjögur jafntefli. Arsenal hefur leikið 37 leiki án taps – 25 sigurleiki og gert 12 jafntefli. AC Milan er eina liðið á Ítalíu sem hefur leikið taplaust á keppnistímabili. Það var 1992 er liðið lék 34 leiki – 22 sigurleiki og gerði 12 jafntefli. Á Spáni hafa tvö lið afrekað þetta. Athletic Bilbao 1929–1930 og Real Madrid tveimur keppnistímabilum síðar. Bæði liðin léku 18 leiki án taps. Ekkert lið í Þýskalandi hefur af- rekað að leika taplaust á leiktíð. Arsenal í sögubækur? Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliðiValsmanna, sagði við Morgun- blaðið að það kæmi sér ekki á óvart að þeim væri spáð góðu gengi. „Það er gaman að menn skuli líta á okkur sem besta lið- ið og það er krafa okkar sjálfra að við endum í öðru af tveimur efstu sætunum í sumar. Ekkert annað kemur til greina af okkar hálfu, við erum ekki með lakara lið en í fyrra og við erum staðráðnir í að bæta fyrir þann klaufaskap að falla úr úr- valsdeildinni. Okkur skorti vissan stöðugleika í fyrra en ég tel að hann sé fyrir hendi hjá liðinu í dag og við erum reynslunni ríkari. Reyndar hefur vörnin okkar tekið talsverðum breytingum en hún hefur staðið fyr- ir sínu í vetur og vor og síðan höfum við fengið til liðs við okkur þá Bald- ur Aðalsteinsson og Þórhall Hin- riksson sem gefa okkur meiri vídd í sóknarleikinn,“ sagði Sigurbjörn. Breiðablik og Þróttur skæðustu andstæðingarnir Hann telur samt að Valsmenn muni alls ekki fara upp úr deildinni án fyrirhafnar. „Það er alveg ljóst að 1. deildin verður erfið í ár, og ég held að hún hafi aldrei verið sterkari en einmitt núna. Ég tel að Breiða- blik og Þróttur verði okkar skæð- ustu andstæðingar í toppbaráttunni en síðan eru mörg lið í deildinni ennþá óskrifað blað. Þórsarar munu eflaust standa sig, Stjarnan hlýtur að bæta sig og blanda sér í barátt- una, Njarðvík og HK hafa fengið til sín nýja menn, Völsungur er erfiður á heimavelli og Haukar hafa alltaf reynst okkur snúnir andstæðingar. Ég veit ekki með Fjölnismenn en ef þeir fá sér erlenda leikmenn á síð- ustu stundu, eins og fleiri hafa verið að gera, getur þetta allt saman orðið mjög óútreiknanlegt. Ég er skít- hræddur við þessi lið sem eru lægra skrifuð í deildinni, þau verða öll hættulegir andstæðingar, baráttu- glöð og vel skipulögð. Svo er knatt- spyrnan alltaf að verða jafnari, þrjú sterkustu lið 1. deildar eru svipuð og flest liðin í úrvalsdeildinni, og hin standa þeim ekki langt að baki.“ Það ætti að fjölga í 1. deildinni Sigurbjörn telur að byrjun móts- ins hafi geysilega mikið að segja fyr- ir Valsmenn, sem og önnur lið. „Þetta er stutt mót og það er sér- lega mikilvægt að fara vel af stað. Ég tek heilshugar undir þær raddir að það ætti að drífa í að fjölga liðum í 1. deildinni úr tíu í tólf. Þar er mjög auðvelt að bæta við fjórum umferðum því bikarleikir, Evrópu- leikir og landsleikir trufla ekki 1. deildina, og leikmenn þar fá því færri verkefni en leikmenn í úrvals- deild. Með því að fjölga liðum væru ennfremur meiri líkur á að bestu lið- in færu upp, því lið sem byrja illa hefðu þá betra tækifæri til að rétta sinn hlut.“ Byrjað á Hlíðarenda og Húsavík á morgun Flautað verður til leiks í 1. deild- inni á morgun klukkan 16 en þá hefjast tveir fyrstu leikirnir. Valur tekur á móti Þór að Hlíðarenda og á Húsavík leika nýliðar Völsungs gegn Þrótti úr Reykjavík. Fyrstu umferðinni lýkur síðan á mánudagskvöld en þá eru hinir þrír leikirnir. HK og Fjölnir leika á Kópavogsvellinum, Haukar mæta Stjörnunni á Ásvöllum í Hafnarfirði og Njarðvík fær Breiðablik í heim- sókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Samkvæmt spá þjálfara 1. deild- arliðanna fyrir Lengjuna sem birtist fyrr í vikunni verður röð liðanna þessi: Valur, Breiðablik, Þróttur R., Þór, Njarðvík, Haukar, Stjarnan, Völsungur, HK og Fjölnir. Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, um 1. deildarkeppnina sem hefst á morgun „Deildin aldrei verið sterkari en í ár“ VALSMÖNNUM er víðast hvar spáð sigri í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu sem hefst á morgun, sunnudag. Það þarf ekki að koma á óvart, Valsliðið vantaði herslumuninn til að halda sér í úrvals- deildinni síðasta sumar og virðist miðað við leiki í vetur og vor standa flestum liðum efstu deildarinnar snúning. Þetta er í þriðja skiptið á fimm árum sem Hlíðarendafélagið leikur í 1. deild og í tvö fyrri skiptin vann það sig viðstöðulaust upp á ný. Morgunblaðið/Kristinn Sigurbjörn Hreiðarsson á fleygiferð í leik með Val gegn ÍBV í efstu deild í fyrra – með Steingrím Jóhannesson á hælunum. Eftir Víði Sigurðsson AKUREYRARVÖLLUR verður opnaður fyrr en nokkru sinni áð- ur þegar KA mætir Keflavík í fyrstu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu á sunnudaginn. Aldrei hefur áður verið leikið á Akureyrarvelli 16. maí en Ak- ureyrarliðin KA og Þór hafa nær undantekningalaust spilað fyrstu mótsleiki sína á vorin á sínum fé- lagssvæðum. „Já, völlurinn er leikfær og tilbúinn til notkunar. Umsjón- armenn hans eiga heiður skilinn fyrir góða umhirðu og grunn- vinnu sem er að skila sér. Það munar miklu fyrir okkur að geta byrjað strax á Akureyrarvelli og spilað við okkar bestu aðstæður allt frá byrjun,“ sagði Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, við Morgunblaðið í gær. Til samanburðar var fyrsti leikurinn á Akureyrarvelli í fyrra spilaður 1. júní þegar KA tók á móti KR. Þá léku KA-menn á æfingasvæði sínu gegn FH í 2. umferð 24. maí. Ekki er jafngott ástand alls staðar á Norðurlandi. Völsungar fá Þrótt úr Reykjavík í heimsókn til Húsavíkur í fyrstu umferð 1. deildar á sunnudaginn. Þar verð- ur spilað á æfingasvæði Völs- ungs því aðalvöllurinn á Húsavík á langt í land með að vera tilbú- inn. Akureyrarvöllur tilbúinn Jóhannes Karl PETER Kenyon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, sagði í ræðu sinni í kvöldverðarboði félagsins til handa stuðningsmönn- um liðsins að þar á bæ væru menn ekki sáttir við árangur leiktíðarinn- ar, þrátt fyrir að hann væri sá besti í 49 ár. Hann þakkaði leikmönnum liðsins fyrir sitt framlag en tók und- ir orð fyrirliðans John Terry sem sagði að leikmenn liðsins hefðu brugðist þegar mest á reyndi en lið- ið endaði í öðru sæti í úrvalsdeild- inni og komst í undanúrslit í Meist- aradeild Evrópu. Hann sagði ennfremur að í sumar myndi Chelsea láta mikið að sér kveða á leikmannamarkaðinum, og stefna félagsins yrði að ganga frá kaupum og sölu sem fyrst til þess að leikmenn gætu undirbúið sig vel fyrir næstu leiktíð. Enda væri markmiðið að gera betur í framtíð- inni. Kenyon sagði ekki hve miklum fjármunum félagið myndi verja við kaup á leikmönnum, en það yrði töluvert há upphæð. Hann staðfesti að félagið væri á höttunum á eftir Gianfranco Zola, sem muni fá kveðjuleik í ágúst á Stamford Bridge og vonast hann til að Zola muni starfa hjá félaginu í nánustu framtíð. Chelsea ætlar að gera betur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.