Heimilistíminn - 14.03.1974, Side 13

Heimilistíminn - 14.03.1974, Side 13
steikið siðan i 8-10 minútur i 170 til 180 stiga heitri feiti. Látið feitina renna vel af og berið fram með hrisgrjónunum og sitrónusneiðum. Djúpsteiktar sardinur 2 dósir sardinur i tómat 2 sitrónur feiti. Steikingardeig: 1 egg 1/2 tsk. salt 1 msk. olia 1 dl hveiti 1 dl pilsner 1/2 — 1 dl vatn Takið, sardinurnar varlega upp úr dósun um, svo þær fari ekki i sundur og hreinsið það mesta af tómatsósunni af. Hrærið eggjarauðuna i steikingadeigið saman við salt, oliu, hveiti og pilsner ásamt 1 msk sitrónúsafa. Látið deigið standa i 1/2 til 1 tima og hrærið vatni i, þar til það er eins og þykkur jafningur. Setjið þá stifþeytta eggjahvituna saman við. Dýfið tveimur sardinum i einu i deigið, en varlega, gott er að nota tvo gaffla við það, án þess þó að stinga i sardinurnar. Steikið þær i feitinni, látið renna vel af þeim og berið fram með brauði og sitrónubátum. Vorrúllur Deig: 2 egg 100 gr hveiti 1 tsk salt 3 dl mjólk smörliki til að steikja úr Fylling: 2 laukar 250 gr saxað nautakjöt 1 msk smjör 1/4 litið hvitkálshöfuð 2 gulrætur 1 sneið selleri 1 msk sterkt tómatmauk kinver$k soja salt og pipar paprika steikingarfeiti Þeytið eggin saman við hveitið, saltið og mjólkina og látið standa i hálftima eða svo. Hrærið þá i og bætið vatni ef þarf. Bakið mjög ljósar pönnukökur i litilli feiti og látið þær kólna. Saxið laukinn fint og kraumið hann i smjöri ásamt nautakjöt- inu. Takið pottinn af og setjið fint saxað kálið, rifnar gulræturnar, rifið selleri og tómatmaukið i. Bragðbætið vel með sjo unni, salti, pipar og papriku. Leggið eina stóra sneið af fyllingunni á hverja pönnuköku, beygiö brúnina inn yfir fyllinguna og siöan báðar hliðarnar. Itúllið siðan pönnukökuna fast saman. Hægt er að koma i veg fyrir aö rúllan losni við steikinguna með þvi að bera hráa eggjahvitu á brúnirnar, áður en kakan er Hekluð bað- motta ÞAÐ eina,sem þið þurfið að gera til að búa til fallega baðmottu, skrautlega eins og þessa á myndinni, er að hekla hæfilega marga hringi úr bómullargarni og sauma þá saman. Svona motta er ágætis gjöf við gott tækifæri og mjög auðveld i tilbúningi fyrir þá, sem á annað borð kunna að hekla. Hér er uppskriftin: Hver hringur er þannig heklaður: Fitjið upp 511 með tvöföldu garni og heklunál nr. 3 1/2, heklið 11 saman i hring með 1 kl i fyrstu 1. 1 umf: Snúið með 1 11, heklið 11 fl um hringinn og ljúkiö umferðinni með 1 kl. 2 umf: Snúið með 3 11, + hekliö 1 stuðul i fyrstu fl frá nálinni (undir bæði bönd), 111 + . Endurtakið frá + til +, þá verða alls 11 stuðlar. Ljúkið umf með 111 og 1 kl um 11 3. 3 umf: snúið með 2 11, heklið 3 stuðla um hvern 11-boga umf á enda og ljúkiö með 1 kl um 11 2 i endann. Slltið. vafin upp. Látið rúllurnar liggja og þorna áður en þær eru steiktar i 4-5 minútur i feitinni og takið upp úr og látið feitina renna af. Rúllurnar eru bornar fram vel heitar með brauði, kinverskri soju og grænu salati. Hægt er að búa rúllurnar til og frysta þær ósteiktar. Fyllingunni má breyta eftir smekk, til dæmis má hafa rækjur og fisk, hrisgrjón, rifinn ost, skinku, baunir, egg og auðvitað kryddað allt saman. Djúpsteikt rauðsprettuflök 4 rauðsprettur salt, rasp 1 egg 1-2 sítrónur steikingarfeiti Stráið salti á rauðsprettuflökin og látið þau standa á köldum stað i hálftima. Þurrkið þau vel og veltið upp úr eggi, sem hrært hefur verið saman við 1 msk af sitrónusafa. Siðan veltið þið þeim upp úr raspi með salti i og látið siðan þorna vel. Hristið laust rasp af og steikið i feitinni i 3- 4 minútur. Leggið á nokkur lög af eidhúsrúllupappir. Hægt er aö gera flökin snúin með þvi að taka i endana með töng- um eða göfflum, snúa upp á og halda þeim þannig i feitinni, þar til snúningurinn er fastur. Franskar kartöflur 1 kiló stórar kartöflur steikingarfeiti salt Gamlar kartöflur eru beztar, þar sem ekki er eins mikið vatn i þeim og nýjum, og þess vegna er hægt að steikja mun stærri skammt I einu. Flysjið kartöflurn- ar og skerið þær i ræmur með kar- töflujárni eða bara hnif, þó að það sé afar seinlegt. Ræmurnar eiga að vera um það bil fingurþykkar. Þurrkið vel i viska- stykki og setjið eitt lag i einu i pottinn. Steikið 3-4 minútur — lengur eða skemur eftir þykkt ræmanna. Þetta er fyrri steik- ing og ræmurnar eiga aðeins að verða ljósgular. Á þessu stigi er hægt að frysta þær. Rétt áður en þær eru bornar fram, eru þær fullsteiktar. ljósbrúnar og þá má steikja meira i einu. Salti er stráð yfir og borið fram strax. 13

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.