Heimilistíminn - 14.03.1974, Síða 21

Heimilistíminn - 14.03.1974, Síða 21
verið til mikillar hjálpar, þá geta þau ekki læknað mein, sem liggur djúpt. t vissum tilfellum er nauðsynlegt, að sjúklingurinn hljóti meðhöndlun sálfræð- ings, að hann ræði vandamálin og reynt sé að komast að þvi,hvar rótin liggur. Það geta verið hlutir langt aftur úr fortiðinni og eru röngu uppeldi að kenna, sem þarf að breyta. Stundum nægir að breyta þvi i umhverfinu, sem veldur streitunni, eða láta hinn streitta skipta um umhverfi. Til dæmis að fá starfsmanni aðra vinnu, sem honum likar betur og er hæfari til. Hreyfingar lina spennu Aður var minnzt á forfeður okkar, sem bjuggu sig ýmist undir bardaga eða flótta, þegar þeir mættu kröfum. Fólk nú- timans getur i fæstum tilfellum, ef þá nokkrum, leyst vandamál sin með vöðva- aflinu. En sálræna spennu er hægt að lina með þvi að gera eitthvað. Það er þá sann- leikskorn i gömlu sögunni um konuna, sem gerði allt hvað hún gat til að gera karl sinn reiðan, til að hann berði teppin af meiri krafti. Að bæta likamann með „trimmmi” eða sliku er gott til að vinna gegn streituverkunum. Það er enn einn hlutur, sem réttlætir likamsæfingar. Að geta tekið mótlæti Sumt fólk þolir meira en annað. Það, sem veldur einum alvarlegri streitu, get- ur verið öðrum eins og freisting eða bara grin. Hæfileikinn til að komast gegnum streitu mótast þegar i barnæsku. Við get- um kennt bornum okkar að verða sjálf- stæðari með þvi að byggja upp hæfileika þeirra til að taka mótlæti hversdagsleik- ans. Ef við látum alltaf undan óskum barnanna, eða iikt og vefjum þau bómull til varnar mótlæti, gerum við þeim bjarnargreiða. Mikilvægt er að þekkja sjálfan sig og mótstöðuafl sitt. Fólk á ekki að reyna að vera það.sem það er ekki. Viti maður með sjálfum sér, að maður þoli ekki vissa hluti, á að reyna að komast hjá þvi að lenda i aðstöðu, sem býður upp á þá. Þetta er alls ekki það sama og að leyfa sér að leggjast i leti og erfiða aldrei. Þægileg streita t hugtakinu streita felst ekki endilega, að það sé alltaf eitthvað óþægilegt eða, skaðlegt. Likaminn getur auðveldlega þolað visst álag — það virkar þá örvandi og eykur afköstin. tþróttamaður neyðist til dæmis lil að æfa sig til að geta gert vissa hluti. Hið sama gildir um blaðamann eða sölumann og að visu menn i næstum hvaða starfi sem er. Þannig erfiði getur verið jákvætt og örvandi. Vitum við ekki lika, að stund- um þurfum við beinlinis á að halda ein- hverjum timatakmörkunum til að vinna verk. Annars verður það bara ekki gert? ■

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.