Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 30
Að hljóð- einangra upp- þvottavél Nútlma heimili er fullt af tækjum, sem hafa hátt, en hávaðinn frá þeim er mismunandi. Tii dæmis er hávaði frá útvarpi, sem er eðlilega stillt, um 70 Db, rakvél um 8G Db, ryksugu 74 Db og uppþvottavél hámark 69 Db. t könnun, sem dönsku neytendasamtökin gerðu fyrir skömmu, reyndist hávaði frá uppþvottavélum vera frá 56 til 67 Db. Hávaðamælingin Db (desibel) er eining, scm þýðir loftþrýstingur hljóðs á hljóðhimnuna og er sá raunverulcgi hávaði frá hávaðavaldinum. Mæliein- ingin tekur ekki tillit til þess, hvort hávaðinn er truflandi eða til skemmtunar, enda er ákaflega mis- munandi.hvað fólki finnst truflandi há vaði. Flestir munu þó sammála um, að ef heimilistæki hafa hærra en 65 Db,er það truflandi hávaði. Hávaði i venju- legum fólksbfl, sem ekur með 75 km hraða, er uin 70 Db. ieldhúsinu, þar sem uppþvottavélin er, gætir að sjálfsögðu hávaðans frá henni mest. Yfirleitt gera framlcið- endur vélanna sitt bezta til að hljóð- einangra vélarnar, til dæmis með þvi að hafa veggi þeirra tvöfalda og setja einangrun á milli. En titringshávaðinn, sem myndast, þegar vélin er i gangi.og gætir ekki svo mikið i sjálfu eldhúsinu, getur, einkum i timburhúsum, dreifst inn i önnur her- bergi, vcggi, spcrrur o.s.frv. Hægt er að koma i veg fyrir þessa dreifingu titringsins með þvi að setja glerull milli vélarinnar og veggjanna og bekkja. Einangrun við gólfið kemur aö hluta af gúmmifótum vélarinnar, en einnig er gott að setja glerullar- mottu undir vélina, um leið og hún er sett upp. Þannig er hægt að koma i veg fyrir, að i uppþvottavélinni heyrist um allt húsið. AUMINGJA Kalli er búinn að týna skón- um sinum? Getið.þið hjálpað honum að finna þá? 30 Ást og brennisteinn Nýlega var frá þvi sagt í fréttum, að visindin hefðu sannað, að reikistjarnan Venus væri umlukin brennisteinsgufum. Þá hringdi til okkar maður á miðjum aldri og fannst heldur illa komið fyrir ástarstjörnunni. I leiðinni lét hann blaðið hafa visu, er hann lærði norður á Tjörnesi, þegar hann var 12 ára: Vcuus rennir hýrum hvörmum himni hláum frá. Jörðu svefns i svölum örmum sjónir festir á. Inn um litinn gægist glugga Grimu allt er hulið skugga. Ilvcrju ert þú að að gæta, ástargyðjan mæta?

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.