Heimilistíminn - 14.03.1974, Page 33

Heimilistíminn - 14.03.1974, Page 33
Engar stríðshetjur eru til lengur Mörg þúsund bandarfskir hermenn létu lifið á vigvöllunum i Indókina, en það eru lika mörg þúsund þeirra, sem lifa varla hálfu lifi eftir. Sumir eru sjúkir af eiturlyfjanautn, aðrir farlama og hafa engin tækifæri i lifinu lengur. Þeir eru gleymdir... Þeir einu, sem eru viðurkenndir sem hetjur eftir striðið, eru striðs- fangar, sem fengu frelsi. Hinir sjúku eru vel faldir. Þeim vill bandarfska þjóðfélagiðhelzt gleyma. Einn þeirra segir hér sögu sina. Coca-Cola sjálfsalinn var freistandi i hitanum. Við hann stóð ungur maður með hækjur. Annan fót hans vantaði neðan við hné og buxurnar voru brettar upp þar sem enginn fótur var. Hann leitaði að smápeningum í vasanum. Roskinn maður kom aðvifandi, tautaði einhverja afsökun og stakk peningi i sjálfsalann. Það skrölti i honum og svaiadrykkurinn datt niður hillu neðarlega á apparatinu. Maðurinn beygði sig niður og greip flöskuna, um leið og hann leit á unga manninn. — Umferðarslys? — Nei, Vietnam, svaraði pilturinn. Maðurinn tautaði eitthvað og hvarf fyrir næsta horn með kókflöskuna i annarri hendi, en skjalatöskuna i hinni. — Sáuð þið þetta, sagði ungi pilturinn. — Enginn i þessu landi vill kannast við hetjurnar lengur. Ég er nitjan ára og er kallaður gömul striðshetja. Ekki svo slæmt, eða hvað? Maður lætur rikið sjá fyrir sér og býr á hæli. Það er kallað heimili fyrir gamlar striðshetjur. Gervifótur Hann finnur peninginn i vasanum og 33

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.