Heimilistíminn - 14.03.1974, Side 34
hlær við. — Sjúkraþjálfarinn segir, að
maður eigi að nýta möguleika sina. Hann
hlær aftur og bendir á fótinn.
— Það er einmitt það, sem ég geri. Ég
nota buxnaskálmina undir smápeninga.
En þeir segjast ætla að búa til nýjan fót
handa mér. Hann heldur áfram.:
— Mig hefur alltaf langað til að starfa á
dagblaöi. Aður en ég fór til Vietnam, var
ég á blaðamannanámskeiði, og ég hef
fengið birta grein eftir mig. Það er stolt
mitt. Siðan ég kom heim, hef ég reynt að
fá vinnu á blaði, en þaö gengur illa. Ég fæ
alltaf þau svör, að það verði hringt til
min. Ég skil auðvitað, að þar sem svo
marga langar til aö verða blaðamenn,
hvers vegna þá ekki að ráða einhvern,
sem hefur báða fæturna? Hann getur að
minnsta kosti hlaupið eftir kaffi...
Saga Bobs Miller
— Daginn sem það gerðist, vorum við
vaktir klukkan fimm. Kvöldið áður hafði
liðþjálfinn sagt okkur, að við ættum að
sameinast herdeild, sem laga ætti til á
svæði milli tveggja fljóta, en þar hafði
óvinurinn eitthvað verið að. Þetta var
minn fyrsti bardagi.
t þvottaherberginu leit ég framan i
sjálfan mig náfölan í spegli. Ég var
hræddur. Einn úr hópnum, hann hafði
verið með lengi, kom til min.
— Vertu rólegur, sagði hann. — Þú sérð
þá kannski ekki einu sinni. Það eru
margir hér, sem hafa verið mánuðum
saman, og aldrei hleypt af skoti.
Sólin var ekki komin upp enn, en
dagurinn yrði heitur. Loftið var rakt og
fuglarnir sungu. Liðþjálfinn gekk með
röðunum og athugaði með vistirnar. Hann
nam staðar fyrir framan mig og sagði: —
Þú skalt ekki vera tuagaóstyrkur. Við
höfum engar áætlanir um að gera þig að
hetju. En ef þú þarft að skjóta, þá
athugaðu vel, á hvaö þú skýtur. Það gæti
verið félagi.
Við heyrðum drunur og nokkrar þyrlur
nálguðust. Þær lentu, en hreyflarnir
gengu áfram. Við fengum skipun um að
ganga um borð. Ég fann hvernig svitinn
rann niður eftir bakinu á mér og mig
klæjaði.
Skordýrin gerðu árás
Þyrlan lækkaði flugiö og lenti. Einhver
hrópaði: — Allir út! Við stukkum út og
söfnuðumst um liöþjálfann, sem beindi
okkur inn i skóginn. Sólin var nú komin
upp og hitinn var gifurlegur. Ég var i
miðjum hópnum með vélbyssuna undir
hægri handleggnum. Hún var hlaðin, en
öryggið var á. Þegar við snertum trén,
gerði her skordýra árás á okkur. Bit
þeirra brenndu og það dugði ekkert að slá
um sig.
Þá kom skipun um hvild og við
settumst. Við fengum okkur vatnssopa,
sem var volgur og með greinilegu bragði
af vatnshreinsitöflum. Einhver minntist á
kók með is, annar á iskaldan bjór og
fallega stúlku.
— Ef þessi bannsettu kvikindi væru
ekki hérna,hefði ég ekkert á móti þvi að
vera hér i allan dag, sagði ég Hræðslan
var horfin og mér fannst ég vera ákaflega
þugaður. Ég var að leita að tyggigúmmi i
vasanum, þegar skipunin kom.
Skaut viðstöðulaust
Liðþjálfinn gaf okkur merki og viö
færðum okkurút úr skuggsæld skógarins i
sólina á grasinu. Þá kvað við vélbyssu-
gelt. Við köstuðum okkur niður og ég lenti
bak viö runna. Hjálmurinn datt niður á
nef og byssan lenti undir mér. Mér fannst
við liggja þarna og þrýsta á gikkinn
viðstöðulaust i óratima. Þá kom skipun
um sókn, Við dreifðum okkur yfir
sléttuna, samanbognir og hlupum öðru
hverju. Hjálmurinn rann aftur niður á nef,
en ég ýtti haonum upp og rýndi fram fyrir
mig. Jú þarna var eitthvað. Það leit út
eins og maður, en ég var ekki viss. Það
gæti verið bóndi, sem leitað hafði skjóls,
er hann heyrði skothriðina. Ég mundi
skipunina um að skjóta ekki, ef ég væri
ekki viss. Ég læddist áfram með byssuna
tilbúna og hafði ekki augun af manninum
,,Þú varst heppinn”
Ég man greinilega, að það var eins og
eitthvað festist i stigvélinu minu. Ég
kippti óþolinmóður i með fætinum, en þá
kom dimmt högghijóð og ég kastaðist
fram á við. Ég fann lykt af brenndum
fötum og leðri og missti byssuna. Fyrsta
hugsun min var að ná i hana aftur. Ég
þreifaði niður með siðunni og fann að
grasið var blautt. Þegar ég leit á hönd
mina, sá ég að þetta var blóð. Ég hafði
enga tilfinningu fyrir því, að það var ég,
sem var særður, en hélt áfram að svipast
um eftir manninum.
Þá kom sársaukinn og einhver hrópaöi
á sjúkraliöa. Ég fékk morfinsprautu og
mér fannst þetta allt saman vera
kvikmynd. Sjúkraliöinn vafði um mig
sárabindi og það hlýtur aö hafa liðið yfir
mig. Þegar ég kom til sjálfs min, var ég
spenntur á börur, sem verið var að ýta inn
iþyrlu. Sjúkraliðinn var með mér og hélt
blóövatnsflösku yfir mér. Slangan endaöi
við handlegginn á mér. Þyrlan lyftist frá
jörðu.
Það næst^ sem ég gerði mér grein fyrir,
vai; að ég var i sjúkrahúsi. Mig klæjaði
hræðilega i hægri fótinn og reyndi að
klóra honum með hinum fætinum, en fann
hann hvergi Ég gægðist og sá vinstri
fótinn, en ekki þann hægri.
Hjúkrunarkona kom og ég spurði hana,
hvað' hefði gerzt. — Þú gekkst á jarð-
sprengju, svaraði hún ,,en þú varst
heppinn. Við urðum að taka af þér fótinn
og hreinsa flisar úr þér. En þú nærð þérT
Þannig varð það, að ég var gömul
striðshetja. Oft greip örvinglun mig og
fyrir hefur komið, að ég ihugaði sjálfs-1
morð. En eins og hjúkrunarkonan sagði,
ég var heppinn miðað við marga, sem búa
á heimilinu fyrir gamlar striðshetjur.
Sumir eru þannig á sig komnir, að þeir
gætu ekki einu sinni framið sjálfsmorð.
Viðskulum vona, að veslings maðurinn skeri sig ekki af skelfingu, þegar hann litur við.
Hvað skyldi þetta eiginlega vera, sem er þarna fyrir aftan hann? Þið komist að þvi ef
þið dragið strik milli talnanna og auövitað á aö byrja á einum og halda áfram i réttri
röð.
34