Heimilistíminn - 06.06.1974, Síða 8

Heimilistíminn - 06.06.1974, Síða 8
Farabara og lukkusteinninn EINU sinni var litill bær i litlu landi, langt langt i burtu, Litli bærinn var eins og flestir aðrir bæir, þar var lif og fjör á götunum frá sólarupprás til sólarlags. Hlaðnir vagnar óku um, dregnir af fjörlegum hest- um og á tröppunum utan við litlu húsin stóðu börnin i bæn- um og sungu gjarnan nokkra söngva um hestvagnana. Mennirnir, sem áttu þessa vagna, voru að koma með kartöflur og grænmeti til bæjarins heiman að frá sér, þar sem þeir ræktuðu það. All- an daginn stóðu þeir á torginu og seldu framleiðsluna, en að kvöldi spenntu þeir hestana fyrir á ný og héldu heimleiðis. Þetta var góður, litill bær og allir, sem þar áttu heima, voru vissir um, að annar eins bær væri ekki til i öllum heiminum. En þarna var lika til leyndarmál, sem enginn i heiminum vissi um, nema fólkið i litla bænum. í miðjum bænum, i húsi úr perluskeljum og filabeini, bjó Farabara gamli, sem var elzti ibúinn i bænum. Hann var með sitt, hvitt skegg, sem náði al- veg niður á tær og allir voru löngu búnir að gleyma hvað hann var gamall. Það hafði gerzt einn heitan 8

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.