Heimilistíminn - 06.06.1974, Page 39

Heimilistíminn - 06.06.1974, Page 39
Hvað kom eiginlega fyrir Claritu? Enginn hefur getað skýrt það. Hún æpti að ,,dýr” með vígtennur og stór augu elti hana, og fyrir augunum á lögreglu og blaðamönnum réðist þessi ósýnilega vera ó hana og beit hana um allan líkamann þaft skina að hún væri geðbiluð. Og ekki bar á öðru: Ofarlegg á handlegg hennar voru átta för eftir stórar tennur. En hvernig i ósköpunum áttu lögreglu- mennirnir að trúa söu stúlkunnar um ,,dýnö’\ sem hafði bitið hana? Hvaða dýr? Hún reyndi að skýra það fyrir þeim. — Það likist mannveru, en hafði stór, út- stæð augu, var svart og virtist helzt svifa i loftinu. Það kemur aftur! Clarita var lokuð inni i klefa, þar sem hún hné snöktandi niður á gólfið. Nokkrar minútur var hún róleg, en tók svo til að hljóða á nýjan leik. — Það kemur aftur! „Dýrið” kom gegnum læstar dyrnar. Clarita, sem var viti sinu fjær af hræðslu, æpti, að það réðist á hana. Þreyttur iög- reglumaður opnaði klefann og tók stúlkuna fram á ganginn til sin. Og þar, fyrir augum hans, gerðist dálitið ótrúlegt: A handleggjum stúlkunnar og öxium birt- ust skyndilega rauð för og sár eftir tenn- ur, greinileg tannaför. Nú varð lögreglumaðurinn álika skelfd- ur og Clarita sjálf og þau til að sækja hjálp. Lögreglustjórinn læknir var sottur, og borgarstjórinn var einnig vakinn upp. Læknirinn Mariano Lara, sem var fast- ur lögreglulæknir, var heidur argur yfir þvi að vera vakinn um miðja nott. Hann sagði reiðilega, að hvaða fifl, sem væri, gæti séð, að stúlkan væri flogaveik — og siðan fór hann heim aftur að sofa. En borgarstjórinn og lögreglustjórinn urðu kyrrir — þeir voru ekki sammála lækninum. Stúlkan gat alls ekki hafa bitið sig sjálf. Tannaförin voru greinileg aftan á hálsi hennar og öxlum. Hver gæti bitið sjálfan sig þar? Það sem eftir lifði nætur lá Clarita örþreytt og svaf á sófa i ganginum og lög- reglumenn höfðu stöðugar gætur á henni. Þegar fara átti með hana i yfirheyrslu um morguninn, hrópaði hún, að ,,dýrið” væri enn að koma. f þetta sinn var herbergið fullt af fólki, og nokkrir blaðamenn höfðu bætzt i hópinn. Nú voru ,,dýrin” tvö Þegar Clarita tók að hljoða, gripu tveir lögreglumenn um hana og héldu henni á milli sin. Skelfingu lostnir stóðu þeir og horfðu á ósýnilegar tennur grafa sig inn i hörund hennar. Hún var bitin i hálsinn, handleggina og lófana. Eftir nokkrar minútur seig hún saman og missti með- vitund. Læknirinn rannsakaði hana og tilkynnti að eitthvað óskýranlegt hefði gerzt. Tannaförin gátu allir séð, og Lara viður- kenndi að hafa haft á röngu að standa um nóttina — stúlkan gæti ekki hafa gert þetta sjálf. Hann lét kalla til bæði borgar- stjórann og biskupinn. Þegar borgarstjórinn kom, hálftima siðar, var Clarita kominn aftur tilmeðvit- undar. Bitsárin voru farin að bólgna, og önnur höndin var útblásin og bláleit, en þar voru förin dýpst. Læknirinn og borgarstjórinn ákváðu að flytja stúlkuna á sjúkrahúsið, en i þvi tók hún að æpa enn á ný, og i þetta sinn, að nú væru tvö ,,dýr” að bita hana. Borgarstjórinn vitnaði siðar fyrir rétti, að hann hefði með eigin augum séð ósýnileg- ar tennur ganga inn i háls stúlkunnar, beggja megin við barkann. Bitið var á hönd hennar, meðan hann hélt sjálfur i hana. En ekkert lát varð á árásinni, þrátt frir allt það fólk, sem viðstatt var og reyndi að verja stúlkuna. Ekki var ráðizt á neinn annan. Það var fimmtán minútna akstur á sjúkrahúsið.og þær voru eins og martröð. ,,Dýriö” gerði hverja árásina eftir aðra, alveg þar til bifreiðin staðnæmdist, en þá hvarf það. Clarita lá lengi og aldrei kom dýrið á meðan og ekki siðan. Hún hafði hvorki fyrr né siðar upplifað neitt undarlegt af neinu tagi. Enginn hefur getað skýrt hvað gerðist. 011 vitnin voru sammála um að hafa séð. hvernig sárin mynduðust en hvers konar ,,dýr” var um að ræða. gat enginn imyndað sér. — Þetta er það óhugnanlegasta, sem ég hef séö, sagði Lara læknir eftir á — Ég var hreint og beint stifur af hræöslu! 39

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.