Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 5
Er veAriftaOfara ftrskorftam? Geta vindarnir hafa „slappast” svo aft þeir geta eklci lengur jafnaö ve&rinu nlAur? i JÚNÍMANUÐI I fyrrasumar, þegar sumarveBrátta hefði átt að rikja, var veðrið um mestalla Evrópy eins og það hefði átt að vera snemma um vorið, en hins vegar var hitastigið fjórum mánuðum áður svo hátt, aö blóm mynduðu knúppa og jafnvel býflugurnar fóru að trúa þvi, að sumarið væri komiö. En þetta hitatimabil varð þó ekki langt. Þegar lofthitinn átti að fara að hækka samkvæmt almanakinu, for að kólna, og þetta langa, kulda vor teygðist á langinn. Liklega verðum við að venjast þessu, þvi veðrið i Evrópu virðist ætla að halda áfram að vera þannig, að engin leið er að segja fyrir um það, og haga sér hreint eins og þvi sýnist. A þeim baðströndum á ttaliu, sem venjulega eru beztar, skalf fólk af kulda i júli i fyrra, og i Bandarikjunum urðu flóð og fellibyljir, sem kröfðust hundruða mannslifa. Þetta var ekki aðeins vegna þess að veðurguðirnir væru i slæmu skapi þá stundina, heldur virðist verða breyting á reglusemi veðurfarins. Veturnir kólna, vorinu seinkar, sumrin kólna og haustin hlýna. Þannig mun það að likindum verða til aldamóta. Dýrin hafa ekki farið varhluta af breytingunum undanfarin ár. 1 fyrra bjuggust rússneskir birnir til að leggjast i hiði i júli, og i Englandi varð sauöburður i september. — Nú vorar I fyrsta lagi i Englandi i april, og er það mánuði seinna en fyrir tveir — þremur áratugum, að þvi yfir- maður brezku veðurfræðistofnunarinnar segir. Siðustu þrjú árin hefur verið allt annað en vorlegt um að litast á Englandi i marz: rigning, haglél, slydda eða snjókoma. Mai er lika oft kaldur og rakur, og júni er sjaldan eins og hann ætti aö vera. En þegar góða veðrið loksins kemur, helzt það nú orðið yfirleitt fram i miðjan október. Það virðist svo að þvi siðar sem fólk tekur sér sumarfri, þeim mun meiri likur eru á að það fái gott sumarveður. En hvað er það, sem veldur þvi að loft- slagið lætur svona? Ekki vantar kenning- arnar, siður en svo. Sérfræðingar i Moskvu vilja lita, að brennsla náttúru- efna um aldaraðir hafi valdið þvi, að i efri lögum gufuhvolfsins hafi myndazt nýtt lag agna, sem trufli jafnvægi loftsins. Starfsbræður þeirra á Miami telja, að hin siaukna myndun borga og útrýming skóga eigi sök á þvi, að hitajafnvægið hefur raskazt. Mjög greinilegt er, að duttlungar veður- farsins hafa aukizt siðustu fimm árin. tvo siöustu áratugina hafa veöurfræðistofn- anir staðfest, að árstiðamunurinn hefur minnkað. Arið 1949 staðfesti brezkur jöklafræð- ingur, að jöklar bráönuöu með iskyggi- legum hraða, og hefði slikt slæmar afleiðingar fyrir loftslagið. Arið 1968 var blautasta sumari Evrópu i nær 40 ár, en 1959 var sumarið það hlýjasta og þurrasta i 50 ár og veturinn 1962 sá kaldasti i 20 ár. Arið 1972 var sett nýtt og óvænt met með kaldasta júnfmanuði siðan 1919. Veðurskip tilkynntu, aö á N-Atlantshafi þekkti lagis mörg þúsund ferkilómetrum meira af haffletinum en i svokölluöu meðalári. Og svona rétt til að gera veður- fræðingum erfiðara fyrir, féll þessi kaldi júnimánuður i Evrópu saman við hita- bylgju á norðurslóðum. I Norður-Noregi fór hiti upp i 30 stig, og sjórinn var nógu heitur til að syna i honum. Um allan heim virðist reglan á árstið- unum hafa raksazt á óskiljanlegan hátt. Skýrslur hafa borizt um skýfall i áströlskum eyöimörkum, snjó i S-Afrlku og hörkufrost á röngum árstima i S- Frakklandi. Eftir áralangar vangaveltur hafa sér- fræðingar við McGill-háskólann l Montreal komizt aö þeirri niðurstööu, aö ringulreiðina megi rekja til þess, að vind- arnir umhverfis jörðina hafi tapað styrk. Þeir segja, að undanfarin 30 ár hafi stöðugt dregið úr krafti vindanna og þeir geti þess vegna ekki lengur fariö I kringum háþíysti- og lágþrýstisvæði. Astæðan getur verið mikið magn af ryki og mengun i gufuhvolfinu eöa brytingar á sólarorkunni. Maöurinn ber mikla ábyrgö Eitt er áreiðanlegt: Enginn veöurfræð- ingur með virðingu fyrir sjálfum sér 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.