Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 15
Einkastjörnuspáin Einkastjörnuspáin byrjaöi i siöasta blaði. betta er i rauninni ekki spá, heldur úttekt á persónuleika þeirra sem fæddir eru við- komandi daga. Við birtum viku i einu, vikuna sem er að liða, en ekki fer hjá þvi að blað detti úr vegna stórhátiða og ann- ars, en við munum reyna að hafa þó alla dagana með, annað hvort þá á undan eöa eftir. 28. nóvember Þú hefur ótakmarkað magn af starfs- gleði, en það er þó ekki alltaf sjáanlegt, Þú hefur mikið sjálfstraust og trú á hæfi- leikum þinum, en ert svo hæverskur og lætur svo litið á þér bera, að aðrir gera sér ekki grein fyrir þessum hæfileikum fyrr en þú ert að verða of gamall. Hins vegar hefurðu einaðra afstöðu til málefna og oft dálitið sérstæða, þannig að oft er það fyrir þær sakir, að aðrir eiga stundum erfitt með að skilja þig. Þú hefur alltaf áhuga á öllu sem gerist og að kynnast nýju fólki, svo og að heimsækja ókunna staði. Þú hefur hæfileika sem ræðumaður og getur lika skrifað. Liklegt er að þú skrifir um ferðalög þin einhvern tima á ævinni. Lif- andi hugmyndaflug þitt gerir ferðasög- urnar spennandi. Þér þykir vænt um náttúruna og ert á nægðastur með lifið, ef þú getur eytt ein- hverju af tima þinum úti i sveit. Þú getur bæði notið yssins I bænum og friöarins i sveitinni. Bezt væri fyrir þig, að geta eytt vetrinum i bænum og sumrinu i sveitinni. Stjðrnurnar hafa verið gjafmildqr við þig og gefið þér eiginleika, sem geta fært þér mikla frægð. Hvort nafn þitt lifir eftir að þú ert horfinn, er undir þvi komið, hvernig þú býrð að eiginleikum þinum og hæfileikum. Sumir þeirra lita ef til vill aldrei dagsins ljós, en aðrir fá að njóta sin til hins ýtrasta. Það er eins og forlögin skipti sér alltaf af þvi hvað þú ert að gera en að sjálfsögðu veltur lika á þvi hvað þú gerir. Þú hefur mikið skap og enginn — allra sizt þú sjálfur — veit, hvað þér dettur i hug næsta andartakið. Þú framkvæmir yfirleitt eftir hugdettum. Þessi æsingur getur orðið þér til skaða, þar sem þú iðr- ast fljótfærninnar oft sáran strax á eftir. En fyrir kemur að þú iörast of seint. Jafnframt ertu léttur i lundu og gefinn fyrir skemmtanir. Það er nokkurn veginn vist, að þig er að finna, þar sem fjörugur hópur kemur saman. Þú hefur skarpa kimnigáfu og ert fyndinn. Þegar þú ert að vinna, ertu hægur og rólegur I skapi, en um leið og þú hættir, ertu reiðubúinn aö fara að skemmta þér. Gættu þin aö vera ekki of óstöðugur I ástamálum. 30. nóvember 1 persónuleika þinum er vottur af snilli- gáfu og það er þitt verkefni að þróa hana sem bezt og eins snemma og auðið er.... Þú hefur skarpa kimnigáfu og lifandi hug- myndaflug og ert þess vegna framúrskar- andi mannþekkjari. Þér getur gengið vel á bókmenntasviðinu, við kennslu eða við sjálfstæðan rekstur. Þú skilur fólk og vilt endilega starfa með þvi. Þú nýtur þess að vinna að hugmyndum þinum, einkum ef þær gefa góðan árangur... Þú hefur gott minni, ert greindur og hefur áhuga á að ná á toppinn i starfi þinu. Þú ert ákaflega vinnuglaður og getur unn- iö tvöfalt á við flesta á helmingi styttri tima. Þú ert heppinn, ef þú getur fram- kvæmt þó ekki væri nema einn fjórða af öllum þeim ósköpum, sem þig langar til að gera. Þú hefur gaman af að ferðast og fyrri hluta ævinnar verðurðu að likindum á ferðinni um heiminn. En þér finnst líka vænt um heimili þitt og fjölskyldu og ert sennilega hamingjusamastur ef þú giftist snemma og stofnar heimili, þrátt fyrir það, að þú ert þeim eiginleika gæddur, að geta gert hvern þann stað sem þú opnar 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.